Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ1980.
3
lllkvittin ásökun á
starfsfólk Símans
,,Ef HH hefði tilkynnt til Sim-
stöðvarinnar í Reykjavík að útlend-
ingurinn hefði ekki lengur heimiid til
að láta skrifa símtöl við hans númer
hefði þriðja simtalið að sjálfsögðu
aldrei verið skrifað á hans reikning,"
segir símstjórinn í Reykjavik m.a. i
svari sinu til HH sem skrifaði í DB 7.
maí sl.
Simstjórinn í Reykjavík skrifar:
Í blaði yðar 7. þ.m. undir liðnum
Raddir Iesenda birtist illkvittin
ásökun á starfsfólk Símstöðvarinnar
frá H.H. Þar segir m.a.:,,Ég trúi öllu
sem ég heyri um óskammfeilni i sam-
skiptum símans við viðskiptavini
sina, eftir þá reynslu sem ég hef haft
af Simanum”. Ennfremur: „Við-
mælandi DB gaf ákveðnum útlend-
ingi leyfi til þess í janúar að hringja
úr sínu símaviðtæki og tala til heima-
lands síns. Nú gerist það að útlend-
ingurinn hefur hringt úr öðru númeri
og látið skrifa á númer viðmælanda
DB.”
Hið rétta i máli þessu er það að
HH leyfði að viðkomandi útlend-
ingur léti skrifa á reikning sinn símtöl
sem töluð voru til USA. Þannig
hringdi útlendingurinn tvö símtöl frá
hóteli í Reykjavík og greiddi HH
fyrir bæði þessi símtöl athugasemda-
laust. Þriðja símtalið er einnig talað
frá hóteli i Reykjavík og var það
Gangstétt
á Miklatúnið
— ekki tilfjármagn,
segirgarðyrkjustjóri
Kona í Hlíðunum hringdi:
Ég vil koma á framfæri til garð-
yrkjustjóra borgarinnar fyrirspurn
um af hverju ekki er sett gangstétt
yfir Miklatún. Þar hefur verið gang-
stigur og margir stytta sér leið þarna
yfir. Þetta er malargangstígur og
stundum er sett yfir gróf möl. Það er
mjög vont að ganga þarna yfir, sér-
staklega þegar blautt er.
Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri
borgarinnar sagði að frekar hefði
verið hugsað um að malbika um-
ræddan gangstíg. Hins vegar væri
með það eins og allt annað að fjár-
magn vantaði. „Vissulega er þörf á
að malbika þarna en það er kannski
ennþá meiri þörf að lýsa þama upp,
sérstaklega í svartasta skammdeginu,
þrátt fyrir skemmdarverk.”
GERILSNEYDD
NÝMJÖLK
2 LiTRAR
einnig skrifað hjá HH. Þaðeralrangt
að nokkuð af þessum símtölum hafi
verið talað frá eigin sima HH, eins og
haft er eftir honum i greininni.
Símstöðin leit svo á þegar HH
greiðir fyrir'tvö símtöl útlendingsins
til USA hafi hann með þvi lýst yfir
gagnvart Símstöðinni að útlendingur-
inn hefði heimild hans til að láta
skrifa símtöl hjá sér, enda verður vart
litið öðruvísi á en athugasemdalaus
greiðsla jafngildi yfirlýsingu þar að
lútandi.
Þegar á allt þetta er litið verður
ekki annað séð en að starfsfólk Sím-
stöðvartnnar væri i fullum rétti til að
álykta að gagnkvæmt traust væri
áfram milli HH og útlendingsins
samkvæmt fyrri viðskiptum og að
ástæðulaust væri nú allt í einu að
væna útlendinginn um óheiðarleik og
þvi afgreitt simabeiðni hans á sama
hátt og áður. í lok greinarinnar spyr
HH hvort engin landsins lög nái yfir
þessa stofnun, þ.e. Símstöðina í
Reykjavík. Jú, svo mun nú vera.
í 13. gr. 1. 7/1936 um umboð o.fl.
segir að hafi umbjóðandi (í þessu til-
felli HH) komið umboði til vitundar
3ja manna sérstaklega (hér Pósts og
Sima) þá teljist það umboð afturkall-
að er sérstök yfirlýsing umbjóðanda
um að það gildi ekki lengur er komin
til þess 3ja manns.
Ef HH hefði tilkynnt til Símstöðv-
arinnar í Reykjavík að útlendingur-
inn hefði ekki lengur heimild til að
láta skrifa símtöl við hans númer
hefði þriðja símtalið að sjálfsögðu
aldrei verið skrifað á hans reikning.
þetta gerði HH ekki og verður þvi
væntanlega að bera hallann af því
sjálfur í bili, en gera verður ráð fyrir
þvi að útlendingurinn greiði kunn-
ingja sínum HH símtalið
0
(
.
DRIFBUNAÐUR
ER SÉRGREIN OKKAR
Eigum j afnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir af drif- og flutningskeð j um
ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og
hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta
(variatora) fyrir kílreimadrif.
Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði.
RENOLD
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Spurning
dagsins
Ætlar þú að fara
eitthvað um
hvítasunnuna?
Eiríkur Stephensen 12 ára: Nei, það
held ég ekki. Ég ætla nú samt að halda
upp á þegar prófin eru búin i skólan-
um.
Sigrlður Thorsteinsen, húsmóðir með
meiru: Ég hef ekkert ákveðið það enn-
þá.
Jóhann Hilmarsson nemi: Nei, ég ætla
bara að vera heima.
Ingólfur Magnússon, vinnur hjá
Landsvirkjun: Já, ég er að fara :
sumarfrí til Bandaríkjanna, ætla að
vera í Oklahoma I sex vikur.
Agnar Hólm Jóhannesson 13 ára: Það
er nú það. Ætli ég fari ekki í skóla
ferðalag með skólanum þegar prófi.
eru búin.
Ágústa Þórðardóttir sjúkraliðaner ::
Já, ég ætla að fara í Þórsmörk. Ég hef
farið þangaö tvisvar sinnum yfir hvíta-
sunnu og það er ógurlega gaman. Það
er svo fallegt þarna.