Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAl 1980. I Utvarp 31 Sjónvarp í Það hefur vafalaust verid eitthvað spennandi að gerast i Alþinpi þegar þessi mynd var tekin, ef marka má áhugann sem skín úr andlitum fólks. DB-mvnd R.Th. ALMENNAR UMRÆÐUR í SAMEINUDU ÞINGI — útvarpkl. 19.30: Eldhúsdagsumræður — hver hlustar ekki á þær? Sjálfsagt verður, ef að vanda lætur, mikið þrasað í eldhúsdagsum- ræðunum í kvöld. Margir munu slökkva á aðalskemmtitæki fjöl- skyldunnar, sjónvarpinu, og hlusta með andakt ástjórnmálaskörungana. Margt er í brennideplinum, en að öllum líkindum verða það fjármálin og skatlpiningin, sem stjórnarand- staðan klifar á. Af nógu mörgu er að 'taka. Þeir sjálfstæðismenn, sem styðja ríkisstjórnina fá 20 mínútna ræðu- tima, en hver þingflokkur fær 30 minútur. Spennandi verður líka, hvort til komi eitthvert uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir eru i þeirri einkennilegu aðstöðu að MORGUNSTUND BARNANNA — útvarp kl. 9.05 í fyrramálið: TUMI0G TRÍTL- r r ARNIR 0SYNILEGU „Mér finnst þetta skemmtiieg saga. Aðalsöguhetjan Tumi sér sitthvað kyndugt sem aðrir sjá ekki. Annars vegar lifir hann i okkar venjulega heimi en hins vegar í hinum ósýnilega, þar sem eru bæði álfar og huldufólk eins og maður les um í þjóðsögunum,” sagði Júníus Kristinsson þýðandi bókarinnar Tumi og trítlarnir ósýnilegu. Guðrún Guðlaugsdóttir byrjar lestursögunnarí fyrramálið. r Júníus sagði að þetta væri verðlaunabók eftir þýzka höfundinn Hilde Heisinger. Bókin er fremur stutt og þýddi Júníus bókina sér- staklega fyrir útvarpið. -EVl. 19 Guðrún Guðlaugsdóttir byrjar lestur á nýrri ævintýralegri sögu í fyrra- málið. r SIGRUN STEFANS- r r D0TTIR FRABÆR STJ0RNANDI Prúðu leikararnir koma mér yfirleitt alltaf í gott skap og það gerðu þeir ekki síður nú meðsinn frá- bæra gest Arlo Guthrie. Ég ætlaði mér að hlusta vel og gaumgæfilega á Kastljós, en fékk gesti. Ég greip aðeins inn i endinn, þar sem Sverrir Hermannsson, með alveg óskaplegu háðsglotti var að tala við Vilmund Gylfason um Olíumöl. Sitt sýndist hvorum, engan botn fengu þeir nema hvað Sverri tókst að vera dónalegur með því að lýsa krötum, sem litlum köllum. Ég gat nú ekki séð hvað það kom þessum umræðum við og glottið hefði hann átt að geyma heima hjá sér. Kastljós er mjög þarfur þáttur en oft of stuttur vegna þess að upp koma jafnvel fleiri spurningar en svarað er. Þögn hafsins bar nafn sitt með rentu. Það hefði mátt kalla hana hlutverk án orða. Þótt ég vissi að efnisþráðurinn var góður, þá hafði hún þau áhrif á mig að mig fór að syfja og var myndin því hið bezta svefnmeðal. í vikulokin var ágætur að venju og Svavar Gests með þátt sinn Í dægurlandi var frábær. Verst að þetta skuli hafa verið næstsíðasti þáttur hans. Kannski þeir hjá út- varpinu fái nú Svavar til þess að sjá um þátt á fimmtudagskvöldum, eina kvöldinu sem þeir geta „brillerað” á. Ekkert sjónvarp til þess að keppa við. Ég segi það enn og aftur. Dagskráin hjá útvarpinu á fimmtudögum er allt of þung. Ef þeir hjá útvarpinu halda, að það sé ekki menningarlegt að vera fyndinn, þá er það hinn mesti mis- skilningur. Ég varð að sleppa því að horfa á sjónvarpið á laugardag, því miður, mig langaði sérstaklega til þess að horfa á myndina Lifum bæði vel og lengi. Forvitnilegt ef við eigum eftir að verða hundrað ára og hafa það gott. Svo var það Beina línan. Það gleður mig að hún skuii nú aftur vera komin á dagskrá hjá útvarpinu. Sigurjón , ..iisson forseti borgar- stjórnar ;,ai fyrir svó;\ n og gerði það ágætlega. Hann var vel heima i nokkrir eru í stjórninni, en meirihlut- inn í stjórnarandstöðu. Umferðir verða tvær. Sjálfstæðis- flokkurinn fyrstur, þeir sjálfstæðis- menn sem styðja ríkisstjórnina nr. 2, siðan Alþýðuflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og Alþýðubandalagið. Umræður byrja strax eftir fréttir kl. 19.30oglýkurkl. 22.15. -EVI UM HELGINA málum og þau smámál sem hann ekki kannaðist við ætlaði hann að athuga. Sigrún Stefánsdóttir á heiður skilið fyrir hvernig hún stjórnar þættinum Þjóðlif. Það er ekkert fum á henni og henni tekst að fá viðmælendur sína til þess að verða alveg ófcimna. Það kom fram hjá Sigurði Blöndal skó;:arverði að á landnáms- tið hefði landið verið 30% skógi vaxið. Nú höfum við um 1% skóg- lendi. Gaman er til þess að vita að við l-.öfum þcpar arðbæran skóg eins og í Hallor .; „aðaskógi. Og Sigrún brá s t- i jöklaleiðangur með Alpa , þn-im. Stóð sig með prýði enö ._.-i.ir fallegi % landsin - t-ar > jöklum á u’.' • t " af skógum. -EVI. | Rr u—B——WWBBWgBl tfJC4 ■ ■ K—9 FINNSKT SJONVARPSLEIKRIT — sjónvarp kl. 21.15: Skyldu konur vita hvað þær vilja? . Skyldu konur vita hvað þær ^yilja? Þetta er nafnið á finnsku sjónvarpsleikriti eftir Bengt Ahlfors. Lisbet hefur um nokkurt skeið verið óánægð með hjónaband sitt. Hún ákveður að flytja til fráskilinnar vinkonu sinnar sem hún telur að njóti frelsis og sjálfstæðis. Margt og mikið hefur vitanlega verið ritað um líkan efnisþráð. Ekki alls fyrir löngu kom út bókin Eldhús- mellur eftir Guðlaug Arason. Hún vakti mikla athygli og varla hittust menn svo á götuhornum, að ekki væri talað um bókina. Eiginkonaff í sögunni var svo sannarlega kúguð. Hún og maður hennar áttu heima í Iitlu sjávarþorpi úti á landi. í þau fáu skipti, sem karl hennar kont i land, átti hún von á öllu illu og vera jafnvel barin sundur og saman. Hinn „frelsandi engill” kom úr höfuðborginni. Gömul vinkona, sem vildi fá hana til að flytja frá karli og koma til sín í dýrðina. Raunar varð aldrei af því. Það verður hins vegar spennandi að sjá í kvöld hvernig fer hjá Lisbet. -EVI. Hvort skvldi vera betra að búa hjá vinkonunni eða ciginmanninum? Finnska leikritið I kvöld fjallar um það efni. STÁLSTÓLLINN VamSL- HANNAOORAE „bauhaus Verð kr. 29.980 Nýborg hf. býður nú þennan frœga stálstól með beyki- og spanskreyrsetu. Vadina stálstóllinn er fjaðurmagnaður, stílhreinn og hentar ólíklegasta umhverfi. Höfum einnig margar gerðir af borðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.