Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. 15 1 Iþróttir Iþróttsr Iþróttir Iþróttir I Knotturinn natnar l marki KK eftir óvænt skot Matthíasar, sést ekki á myndinni, næstum frá hliðarlínu. Valsmenn byrja vel á Islandsmótinu: DB-mynd: Bjarnleífur. Góður sigur Vals — Matthfas skoraði þrennu gegn KR-ingum Matthías Hallgrimsson yfirgefur leik- vðllinn eftir að hafa skorað þrjú mörk gegn KR. DB-mynd: Bjarnleifur. „Hann gaf mér svo golt tækifæri, markvörður KR — var um tvo metra frá markstönginni — að það var sjálf- sagt að spyrna á markið. Knötturinn hafnaði milli stangarinnar og mark- varðarins og í netmöskvana,” sagði hetja Valsmanna, Matlhías Hallgrims- son, eftir leik KR og Vals á Laugar- dalsvelli á laugardag i 1. deild. Valur sigraði 3—0 og Matlhías skoraði öll mörk Vals. Annað markið var mjög óvenjulegt. Matthias lék með knöttinn upp að endamörkum og möguleikar á marki virtust ekki fyrir hendi. Kn Hreiðar Sigtryggsson, markvörður KR, uggði ekki að sér og Matthías nýtti færið snilldarlega. Hörkuskot hans hafnaði alveg við markstöngina. Það má ekki gefa þessum leikreyndu köppum smámöguleika. Matthías var KR-vörninni erfiður — og hafði möguleika á því að skora eitt til tvö mörk til viðbótar. „Þetta er bezti leikur minn með Val. Ég er ánægður með mörkin þrjú — og ég er nú alveg laus við þá innri spennu, sem félagaskiptin úr ÍA í Val höfðu framan af. Auk þess er ég farinn að þekkja samherja mína betur. Ég hafði gaman af þessum leik.” Matthias er nú markhæstur i I. deild með fjögur mörk — svo byrjun hans er glæsileg hjá Val. „Ég skoraði eins eitt mark með Akranes-liðinu i fyrrasumar. Ég fékk þar aldrei nein tækifæri. Var alltaf hafður úti á kantinum, þegar ég var með,” sagði Matthías ennfremur. Hann var ekki rismikill I heild leikur Vals og KR á laugardag. Þó brá fyrir allgóðum köflum, einkum af hálfu Valsmanna og það er greinilegt, að þeir verða með sterkt lið í sumar þó þeir hafi misst nokkra sterka leikmenn úr liði sínu, t.d. Atla Eðvaldsson og Hörð Hilmarsson, landsliðsgarpana kunnu. Góðir leikmenn hafa komið í þeirra stað — og Valsliðið á eftir að verða sterkara. Dýri Guðmundsson og Grimur Sæmundsson voru meðal vara- manna liðsins i gær. Valsliðið verður þó varla dænit svo mjög eftir frammistöðu þess gegn KR. Til þess var mótstaða KR-inga ekki nógu mikil. Allan heildarsvip vantaði á leik Vesturbæjarliðsins — uppbyggingu. Það fékk þó sæmileg tækifæri til að skora en leikmenn liðsins klaufar við markið eins og oftast hefur verið í leikjunum hjá þeim I vor. KR lék undan sunnangolu í fyrri hálfleik en það voru þá Valsmenn, sem fljótt gáfu tóninn, drifnir áfram af góðum leik Alberts Guðmundssonar. Það var eftir upphlaup hans og Guðmundar Þorbjörnssonar á 20. mín. sem Matthias skoraði sitt fyrsta mark. Albert fékk knöttinn inni i vítateig KR. Spyrnti knettinum fast á markið. Hreiðar markvörður hafði hendur á knettinum en hélt honum ekki. Matthías fylgdi fast á eftir og skoraði auðveldlega. Valsmenn voru miklu líflegri framan af — en upp úr miðjum hálfleiknum fóru KR-ingar að koma meira inn í myndina. Sigurður mark- vörður Haraldsson átti misheppnað úthlaup, þegar háspyrna kom að marki Vals. Knötturinn fór yfir hann en líka framhjá stöng. Þá áttu Sverrir Her- bertsson og Börkur Ingvarsson þokka- leg færi, sem þeir misnotuðu — og Sæbjörn Guðmundsson skot yfir. Staðan 1—Oihálfleik. Það var spenna fyrir hina 1996 áhorfendur, sem borguðu inngangs- eyri, áhorfendur þvi á 3ja þúsund, i upphafi síðari hálfleiks. Þar var skammt á milli feigðar og ófeigðar. Sigurður Haraldsson hálfvarði frá Sæbirni og knötturinn stefni i Vals- markið. Á siðustu stundu tókst Sævari Jónssyni að bjarga á marklínu — ef mótvindurinn hefði ekki verið hefði knötturinn hiklaust hafnað i markinu. Valsmenn náðu snöggri sóknarlotu. Matthias og Þorsteinn Sigurðsson.sem komið hafði inn fyrir Jón Einarsson i byrjun siðari hálfleiks, léku saman upp. Matthias iék upp að endamörkum og skoraði svo mjög óvænt eins og áður er lýst. Þarna var skammt á milli. Matthías fékk fleiri tækifæri. Tvívegis fékk hann að skalla á mark KR af stuttu færi — en kraftinn vantaði. Hreiðar varði auðveldlega, en gæzla Barkar var slök þarna eins og oft áður i leiknum. Þremur min. fyrir leikslok fékk Sæbjöm gott færi til að minnka muninn fyrir KR en Sigurður varði — og á lokaminútunni fullkomnaði Matthias þrennu sina. Fékk knöttinn frá Óla Dan., lék laglega á varnarmann KR innan vítateigs áður en hann renndi knettinum í mark. Fallega að staðið hjá Matthíasi. Hann var auðvitað hetja Vals í leiknum — og virkar, 33ja ára að aldri, skarpari en undanfarin sumur. Þá var Sævar mjög sterkur sem bakvörður og Óttar Sveinsson, sem lék i stöðu hægri bakvarðar, efnilegur piltur. Þorgrímur Þráinsson og Magnús Bergs sterkir ntiðverðir. Guðmundur og Albert höfðu góð tök á miðjunni og það er aðalstyrkur Vals. Svo er ekki ónýtt að hafa slikan markaskorara sem Matthías. Hjá KR var Ottó Guðmunds- son að venju traustasti maðurinn. Guðjón Hilmarsson góður i siðari hálf- leik — og Sæbjörn beztur í framlinunni. En samvinna tnilli leik- rnanna var i algjöru lágmarki. Dómari ÓliOlsen. -hsím. 'Stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar innan íþróttahreyfingarinnar boða til þriðjudaginn 20. maíkl. 20.30 i Gestirfundarins: Albert Guðmundsson, Brynhildur Jóhannsdóttir Sigfús Halldórsson leikur og syngur frumsamin lög Ávörp fytja: Þórir Lárusson, form. ÍR, Anton Örn Kjærnested, form. Víkings, Júlíus Hafstein HSt, Bergur Guðnason. Fundarstjóri: Úlfar Þórðarson STUÐNINGSMENN ALBERTS OG BRYNHILDAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.