Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980.
Gaddaf i ítrekar
Hórída:
15 faHnir - 200
særöir í óeirötm
Þúsundir manna tóku ekkert tillit
til útgöngubanns sem sett hafði verið
á í hverfum svartra í Miami á Flórida
í nótt. Hópuðust þeir út á göturnar
og gátu rúmlega tvö hundruð lög-
reglumenn og þúsund þjóðvarðliðar
ekki ráðið við neitt.
Að minnsta kosti fimmtán manns
hafa fallið og tvö hundruð hafa særzt
i óeirðunum á Miami undanfarna
daga. Spruttu þær upp í lok liðinnar
viku vegna sýknunar hvítra lögreglu-
manna, sem sakaðir voru um að hafa
barið svertingja til bana með kylfum
sinum.
I.ögregla og þjóðvarðliðar reyndu
aðmegni að koma i veg fyrir þjófnaði
úr verzlunum i nótt og i gærkvöldi.
Eldar loguðu viða um Miami án þess
að hægt væri að gera neitt til að
slökkva þá.
í gærdag var sett bann við sölu á
áfengi, bensíni og öðrum eldfimum
vökvum á Miami. Lögreglan hefur
nokkrum sinnum skipzt á skotum við
upphlaupsmenn sem skotið hafa að
henni, að sögn yfirmanna löggæzlu.
Ljótar sögur eru sagðar af árásurn
svertingja á vegfarendur, sem ekki
hafi átt neina von um undankomu.
Biaðamaður sagði frá þvi að hann
hefði séð bifreið ekið að yfirlögðu
ráði yfir likama ungs. hvits manns.
Ekki var látið við það sitja að aka
einu sinni yfir piltinn heldur var það
gert þrisvar. Hafði hann verið barinn
og líkami hans skilinn eftir á götunni.
FORSETAFUND-
UR í VARSJÁ
Eldgos í
Washington-
fylki
— sexfarast
sölustöðvun olíu til
Bandaríkjanna
algjör sundrung á vestrænni samstöðu,
Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur ítrekað
þá ætlan sina að stöðva algjörlega sölu
á oliu til Bandarikjanna. Kom þetta
síðast fram í sjónvarpsviðtali við hann
sem birt var í Bandaríkjunum i gær-
kvöldi. Ekki vildi Gaddafi þó timasetja
ákvörðun sina um olíusölubannið.
Hann sagði ennfremur, að arabarík-
in hefðu verið mjög skammsýn að nol-
færa sér ekki olíusöluna til að ná meiri
áhrifum á alþjóðavettvangi. Hann
sagði: Nú er tími til kominn að við
notfærum okkur olíuna í baráttu okkar
við óvinina.
Spenna i samskiptum Líbýu og
Bandaríkjanna hefur aukizt undan-
farna daga vegna þess að stjórnin i
Washington hefur vísað nokkrum
líbýskum sendimönnum úr landi og
sakað þá um að hafa tekið þátt í að
hóta landflótta löndum sinum dauða.
segjabrezkblöð
Valery D’Estaing forseti Frakklands
og Brésnef forseti Sovétríkjanna hittast
á fundi í Varsjá í Póllandi í dag. Þetta
er fyrsti fundur háttsettra stjórnmála-
manna af Vesturlöndum við sovézkan
leiðtoga síðan hinir síðarnefndu gerðu
innrás í Afganistan. Niðurstöðu
fundarins er því beðið með mikilli eftir-
væntingu.
Í morgun var ekki talið liklegt að
beinar niðurstöður mundu verða á
þessum fundum. Margir telja þó líklegt
að Valery D’Estaing forseti hefði ekki
farið til fundar við Brésnef ef hann
teldi sig ekki hafa góðar vonir eða full-
vissu fyrir einhverjum árangri. Annað
væri honum mjög óhagstætt um þessar
mundir og mundi valda mikilli gagn-
rýni á hann heima fyrir og einnig meðal
annarra þjóða á Vesturlöndum. Sú
gagnrýni hefur þegar komið fram í
brezkum blöðum í morgun.
The Daily Telegraph segir til dæmis i
leiðara í morgun að með ferð sinni hafi
Valery D’Estaing sundrað vestrænni
samstöðu algjörlega.
Að minnsta kosti sex manns
hafa látizl af völdum eldgossins i
fjallinu St. Helens í Wa«hington-
fylki i Bandarikjunum, sem hófst
igær.
Fimm þeirra sem fórust voru i
bifreiðum sem lentu i flóði, sem
varð vegna mikilla vatnavaxta i
ám er snjór á fjallinu bráðnaði og
leysingar urðu.
Flugmaður á lítinni flugvél
lenti í gosmekki frá eldfjallinu.
Hrapaði vélin og flugmaðurinn
fórst.
Sautján hundruð ibúar í borg-
inni Toutle nærri St. Helens hafa
verið fluttir á brott vegna hættu á
frekari umbrotum. Skógareldar
brutust út í nokkurra kílómetra
fjarlægð fráeldstöðvunum.
„SÓLKERAR“
Nú þarft þú ekki til sólarlanda
til að verða SÓLBRÚN(N) á
skömmum tíma. Með SÓL-
TEPPINU fullnýtir þú stopular
sólskinsstundir. Það endurkast-
ar sólargeislunum á líkamann,
svo þú verður varanlega sól-
brún(n) á nokkrum tímum.
KOSTAR AÐEINS KR. 6.550
Dvergsaumavélin
Þú þarft ekki að taka stóru
saumavélina fram til smávið-
gerða, ef þú átt dvergsauma-
vélina, sem er á stærð við lít-
inn heftara! Tilvalin í ferðalag-
ið. Sjálfsögð á sjóinn. Börn
geta auðveldlega saumað með
dvergsaumavélinni. Þú getur
faldað kjóla og gluggatjöldin
hangandi fyrir gluggunum.
KOSTAR AÐEINS KR. 5.450
Sjálfvirkur símsvari tekur við
pöntun þinni allan sólarhring-
inn. Sími 75253.
Póstverslunin
RKRflP
Pósthólf 9030 - 129 Reykjavík
Helle Virkner
á þjóðþingið
Danska leikkonan Helle Virkner
verður I framboði til danska þjóðþings-
ins við næstu kosningar en fyrir helgina
vann hún sæti á framboðslista Jafn-
aðarmannaflokksins i Fredriksberg.
Helle Virkner fékk 158 atkvæði á fundi
í flokksdeildinni en mótframbjóðandi
hennar, húsmóðir að nafni Eva
Fischer, fékk 84 atkvæði.
Leikkonan var áður gift Jens Otto
Kragh fyrrum forsætisráðherra Dan-
merkur, sem nú er látinn. Þau skildu.
Hún sagði eftir að hafa hlotið út-
nefningu i framboðið að hlyti hún kjör
á þing mundi hún einkum beita sér fyrir
málum á sviði félags- og mennlamála,
auk þess sem menningarmál hlytu að
tejast hennar sérsvið sem fyrrverandi
leikkonu.
Helle Virkner sagðist vera reiðubúin
til að draga eitthvað saman seglin á
leiksviðinu færi hún á þing. Þangað til
það yrði mundi hún halda áfram að
leika á leiksviði og í sjónvarpi sent
áður.
Þær þökkuðu hvor annarri fyrir og Eva Fischer húsmóðir lofaði Helle Virkner
fullum stuðningi i kosningabaráttunni.
Svíþjóð
Hvítir málaliðar skutu
niður vél Hammarskjölds
—nýjar upplýsingar um dauða fymim aðalritara Sameinuðu þjöðanna í
Kongóárið 1961
Nýjustu rannsóknir á flugslysi þvi
sem varð Dag Hammarskjöld, aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna, að bana
i Kongó árið 1961 sýna, að vél hans
varskotin niður af hvítum málaliðum
í þjónustu Katangastjórnar, sem þá
var undir stjórn Moise Tshombe, sem
studdur var af evrópskum námaeig-
endum.
Þetta kom fram i viðtali við sænsk-
an sjónvarpsframleiðanda, sem að
undanförnu hefur unnið að gerð
heimildarmynda um það sem gerðist I
Kongóá þessum tímaoglif aðalritar-
ans. Dag Hammarsjköld var á leið til
Katanga frá Norður-Ródesiu hinn
17. september árið 1961. Norður-
Ródesia var þá brezk nýlenda en er
nú hluti Zimbabwe. Erindið var að
eiga viðræður við Tshombe.
Flugfélagið sem átti DC-3 flug-
vélina sem leigð var Sameinuðu þjóð-
unum til þessarar farar hét Transair.
Svíi að nafni Bo Virving starfaði sem
flugvirki hjá félaginu. Kom hann
auga á ókennileg göt á eldsneytis-
geymum vélarinnar er hann kannaði
flak hennar. Hann fann einnig tvo
innfædda, sem séð höfðu árás mála-
liðanna.
Samkvæmt frásögn sænska sjón-
varpsframleiðandans voru málalið-
arnir orðnir mjög örvæntingarfullir
unt þessar mundir. Verkefni þeirra
virtust vera á þrotum. Styrjöld
Frakka í Indókina var lokið og einnig
Alsirstyrjöldinni. Þeir höfðu myndað
flugsveit sem þeir kölluðu flugher
Katanga. Útbúnar höfðu verið sér-
stakar sprengjur með um það bil einu
kílógrammi af TNT sprengiefni.
Voru þær einfaldlega látnar falla
niður um op á gólfi flugvélanna.
Þannig sprengja mun hafa orðið vél
Hammarskjölds að grandi.
I sjónvarpsmyndinni um ævi
Hammarskjölds munu nokkrir þeirra
aðila, sem koma við sögu fjalla um
málið, auk nokkurra sérfræðinga.
Myndin mun fyrst verða á dagskrá í
Sviþjóð hinn 3. næsta mánaðar.