Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. íþróttir Ólafuráfram m jr m r m ■ ■ „Olafur H. Jónsson, landsliðskapp- inn kunni i handknattleiknum, hefur undirritað nýjan samning við Þrótt. Hann mun þvi þjálfa liðið áfram næsta keppnistímabil og leika með því. Er mjög áhugasamur,” sagði Þorsteinn Jónsson, formaður Handknattleiks- deildar Þróttar, þegar DB ræddi við hann i gær. Þróttur vann sæti i 1. deild á ný í vor — og Ólafur H. Jónsson átti mikinn þátt i þeim árangri Þróttarliðsins. Batt vörn Þróttar snilldarlega saman og skoraði falleg mörk. Þróttur hefur mjög efnilega leikmenn í liði sínu eins og Sigurð Sveinsson og Pál Ólafsson. Ætti að geta staðið sig með ágætum næsta vetur. Það eru góð tíðindi fyrir Þróttara að Ólafur verður áfram með liðið — nokkrar raddir voru uppi um það, að hann hygði á að fara aftur yfir í Val. -hsím. Real Madrid varð meistari Real Madrid tryggði sér spánska meistaratitilinn í knattspyrnu í gær, þegar liðið sigraði Bilbao 3—1 í Mad- rid. Á sama tíma vann Real Scoiadad Atletico Madrid 2—0 og varð stigi á eftir Madrid-liðinu. Staðan hjá efstu liðunum var þannig: RealM. 34 22 9 3 70—33 53 Sociedad 34 19 14 I 54—20 52 Sp. Gijon 34 16 7 II 47—34 39 Barcelona 34 13 12 9 42—33 38 Malaga og Burgos féllu niður i 2. deild. Reutemann ók hraðast Carlos Reutemann, Argentínu,, sigraði í gær í frægasta kappakstri heims, grand prix keppninni í Monte Carlo. Annar varð Jacques Laffite, Frakklandi, góðri mínútu á eftir. Þriðji Nelson Piquel, Brasilíu. Enn sigur hjá Ballesteros Spánverjinn Severiano Ballesteros bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn, þegar hann sigraði á miklu golf- móti í Wentworth á Englandi, sem lauk í gær. Hlaut 18 þúsund sterlingspund í verðlaun. Lék á 286 höggum, tveimur undir pari. „Birdie” á tveimur síðustu holunum tryggðu honum sigur. Brian Barnes, Englandi, varð annar með 287 högg og Greg Norman, Ástraliu, þriðji með 291 högg. Staðan í l.deild Úrslit i leikjunum í 1. deild í knatt- spyrnunni um helgina urðu þcssi: KR-Valur 0—3 FH-Keflavík 1—2 Akranes-Víkingur 1—0 Breiðablik-Þróttur 2—1 Leik Fram og ÍBV var frestað og verður reynt að hafa hann í kvöld kl. 20.00 á Laugardalsvelli. Staðan er nú þannig: Valur Keflavík Fram Breiðablik Þróttur Vikingur ÍBV KR FH 2 2 0 0 7—0 4 2 110 3—2 3 1 1 0 0 2—0 2 1 1 0 0 2—1 2 2 10 1 2—2 2 2 0 11 1—2 1 0 0 0 0 0—0 0 2 0 0 2 0—4 0 2 0 0 2 1—6 0 Hollywood bar sigur úr býtum I gær lauk firma- og stofnanakeppni BTÍ í borðtennis og bar Hollywood sigur úr býtum. Keppendur voru Stefán Konráðsson og Gunnar Svavarsson. í 2. sæti varð Bergiðjan og fyrir það fyrirtæki kepptu Olaf Forberg og Hjálmar Aöalsleinsson. í 3.—4. sæti urðu B-lið Rafmagnsveitu Reykjavíkur og A-liö Landspítalans. Fyrir RR kepptu Guðbjörg Stefánsdóttir og Sigurður Svavarsson en fyrir l.andspit- alann Sigurður Guðmundsson og Þórður Þorvarðarson. Iþróttir _______Iþróttir ____________Iþróttir______________Iþrótt Páll Ólafsson með knöttinn við mark Breiðabliks og skorar hjá Guðmundi Ásgeirssyni (áður Val). Markið var hins vegar dæmt af og það var rangur dómur að áliti margra vallargesta. DB-mynd Bjarnleifur. Breiðabliks-strákamir voru harðir gegn Þrótti —Unnu verðskuldaðan sigur 2-1 í Kópavogi í gærdag Strákarnir hjá Breiðahliki, sem náð hafa heldur slökum árangri í vorleikj- unum, komu heldur betur á óvart, þegar þeir léku sinn fytsta leik í 1. deild í gær á vellinum fagra í Kópavogi. Þeir unnu verðskuldaðan sigur á Þrólti, 2— 1 — og var sá sigur í mínnsta lagi. Tæp- lega 700 áhorfendur stóðu vél við bakiö á Breiðabliksstrákunum, þegar hallaði undan fæti lokakafla leiksins. Þá loks sýndu Þróttarar sitt rétta andlit. Minnkuðu muninn í 2—1 og skoruöu að auki gott mark, sem dæmt var af. F.n það hefði ekki veriö sanngjarnt að Hannes Eyvindsson, GR, sigraði í Michelin keppninni i golfi, sem lauk ■ Leirunni i gær. Lék hann 36 holurnar á 151 höggi. Fyrri daginn á 75 og hinn síðari á 76. Sigurjón Gislason, GK, varð annar á 152 höggum. Hann lék á 79 höggum á laugardag og 73 höggum i gær, sem er mjög góður árangur þvi par vallarins er 72. Þriðji varð Hilmar Björgvinsson, GS, á 159 höggum (75 og' 84) og i 4. sætinu kom svo gamla kemp- an Þorbjörn Kjærbo, GS, á 160 högg- um(78og82). Með forgjöf sigraöi Edward L. Brad- Þróttur næði stigi i leiknum þrátt fyrir allt. Blikarnir fengu óskabyrjun. Strax á 8. min. renndi Sigurður Grétarsson sér utan af kanti inn í vitateiginn, framhjá nokkrum Þrótturum eins og þeir væru ekki tii. Síðan inn í markteig, þar sem hann renndi knettinum auðveldlega framhjá markverði Þróttar, Jóni Þor- björnssyni, og í markið. 1—0 og Blik- arnir voru miklu ákveðnari í leik sín- um. Þeir komust í 2—0 á 35. min. Jóhanni Hreiðarssyni mistókst spyrna ford á 143 höggum nettó. Hrannar Hólm, GS, varð annar á 144 höggum og Ingi Stefánsson, GR, þriðji á 147 höggum. Keppendur voru alls 72 þrátt fyrir fremur leiðinlegt veður. Auk sigurverð- launanna gaf Michelin aukaverölaun. Júlíus R. Júlíusson, GK, fékk tvö dekk undir bílinn sinn fyrir að vera næstur holu á 3. braut — 34 cm, og Guð- bjartur Jónsson, GK, fékk golfbolta o.fl. fyrir að sýna mestar framfarir frá fyrri deginum. - SSv. og knötturinn barst inn í vítateiginn. Ingólfur Ingólfsson náði knettinum al- veg við endamörkin, skammt frá mark- inu. Spyrnti á markið — neðst við stöngina. Öllum á óvart missti Jón markvörður knöttinn milli handa sér i markið, 2—0 og mikið klaufamark Þróttara. Framan af síðari hálfleiknum voru Blikarnir oft nærri því að auka við for- ustu sína. Það var bjargað í horn hjá Þrótti eftir mikla hættu í vítateignum — og síðan komst Vignir Baldursson í dauðafæri inn á markteig Þróttar. Spyrnti knettinum beint á Jón. Rétt á eftir átti Sigurjón Rannversson hörku- skot rétt yfir Þróttar-markið. Þróttarar raunverulega heppnir að munurinn var ekki orðinn meiri — og leikur þeirra var mjög daufur. Vörnin hriplek og skrítið að láta hinn sterka varnarmann, Jóhann Hreiðarsson, leika sem fram- vörð. En siðan gerði þjálfari Þróttar, Ron Lewin, breytingar á liði sinu. Páll Ólafsson og Halldór Arason komu í stað Harry Hili og Sigurkarls Aðal- steinssonar. Sókn Þróttar varð skarpari en Breiðablik fór að gefa eftir. Nokkrir leikmenn liðsins þreyttir mjög. Þegar 15 mín. voru til leiksloka skoraði Páll Ólafsson gott mark fyrir Þrótt að áliti undirritaðs — en línuvörður veif- aði. Dómarinn Arnþór Óskarsson dæmdi rangstöðu. Einn framherja Þróttar spyrnti að marki Breiðabliks — knötturinn kom í varnarmann og barst síðan til Páls, sem þá var fyrir innan vörn Blikanna. Ekki þegar samherji hans spyrnti að markinu. En hvað um. það. Markið gilti ekki. Sex mín. siðar náði Þróttur góðu upphlaupi og knötturinn barst fyrir mark Kópavogsliðsins. Þar var Halldór Arason á auðum sjó og skoraði með föstu skoti. Fleiri urðu mörk Þróttar ekki þrátt fyrir allþunga sókn lokakafl- ann. Blikarnir komu verulega á óvart.l Ungu strákarnir i framlínunni mjög| sprækir, einkum Helgi Bentsson.j Þungir varnarmenn Þróttar réðu litið við hraða hans og leikni. Helgi var með í A í fyrra — áður Breiðabliki. Þá sýndi Ingólfur Ingólfsson skemmtilega takta á vinstri kantinum, svo og miðherjinn Sigurður Grétarsson. Gamla kempan Þór Hreiðarsson átti ágætan leik, og i vörninni voru þeir traustir sem bak- verðir Einar Þórhallsson og Helgij Helgason. Benedikt Guðmundsson og Valdimar Valdimarsson sterkir mið- verðir — og koma Guðmundar Ásgeirssonar i markið hefur gefið varnarmönnunum aukið traust. Þetta var ekki dagur Þróttar. Liðið getur mun meira en það sýndi í Kópa- vogi — og var reyndar heppið að tapa ekki með meiri mun. -hsím j Tékkar, sem eru í sama riöli og ísland i riðlakeppni HM, sigruðu Rúmeníu 2—1 i landsleik i knatlspyrnu i Prag i gær. Ladislav Vizek skoraöi bæði mörk Tékka. Hannes sigraði ílHichelin-mótinu Tvenn siKurverðlaun á EM í kraftlyftingum —Skúli Óskarsson og Jón Páll Sigmarsson stóðu sigveláEM í Sviss íslenzku kraftlyftingamennirnir þrír, sem tóku þátt i Evrópumeistaramótinu í Ziirich um helgina, náðu prýðilegum árangri. Skúli Oskarsson og Jón Páll Sigmarsson hlutu silfurverðlaun í sin- um flokkum og Sverrir Hjaltason varð í fimmta sæti. Um 100 keppendur voru frá 13 þjóðum úr Vestur-Evrópu og þó islenzku keppendurnir væru aðeins þrir urðu þeir í áttunda sæti í stigakeppn- inni. Skúli keppti í 75 kg flokki og þó hann væri nokkuð frá sínu bezta varð hann annar með samanlagt 715 kg. Lyfti 295 kg i hnéstöðulyftu — mis- tókst þar við 305 kg — síðan 120 kg i, jbekkpressu. Skúli getur þar lítið beitt ssér vegna meiðsla. í réttstöðulyftu lyfti |hann 300 kg en mistókst við 307,5 kg. Svíinn Backlund, sem Skúli sigraði örugglega á Norðurlandamótinu í 'vetur, varð Evrópumeistari og setti nýtt Evrópumet. Bætti Árangur sinn um 12.5 kg. Lyfti samtals 752,5 kg. Skúli á jbezt 745 kg. sem var Norðurlandamet en Backlund bætti það. Jón Páll Sigmarsson varð annar í 125 kg flokki — lyfti samtals 787,5 kg. Hann setti nýtt íslandsmet í bekkpressu 192.5 kg en eldra metið átti Óskar Sigurpálsson, 190 kg. . í 82,5 kg flokki varð Sverrir í fimmta 'sæti af 14 keppendum. Lyfti samtals 742.5 kg. Bætti íslandsmet Skúla' Óskarssonar í þessum flokki um 20 kg. ,Það var 722,5 kg, sett i april sl. Hann' isetti einnig íslandsmet í bekkpressuj 172.5 kg. Tveir Bretar urðu í efstu sæt-l unum i flokkum — Russ Collins sigur-| vegari. 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.