Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í byggingu aðveitustöðvar á Vopnafirði. Útboðið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarð- vinnu, stöðvarhúss og undirstaða fyrir spenna og girðingu. Útboðsgögn fást keypt á skrifstofum okkar í Reykjavík og á Egilsstöðum og kosta 10.000 kr. hvert eintak. Tilboðin, sem skulu merkt RARIK 80024, verða opnuð á skrifstofu okkar að Lauga- vegi 118 þriðjudaginn 3. júní 1980 kl. 11.00, og þurfa því að hafa borist fyrir þann tíma. Rafmagnsveitur ríkisins Innkaupadei/d LAUSAR STÖÐUR HEILSUGÆSLULÆKNA Eftirtaldar stöður lækna við heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknr frá og með tilgreindum dögum: 1. BúAardalur H2, vin staúa frá 1. októbtr 1980 ou önnur frá 1. nóvember 1980. 2. Patreksfjörður H2, ein staða frá 1. október 1980 <>n önnur frá 1. nóvember 1980. 3. ÞinKeyri HI, staða læknis frá 1. október 1980. 4. Flateyri Hl.staða læknis laus nú þejjar. 5. Sauðárkrókur H2,ein staða frá l.október 1980. 6. Dalvík H2, ein staða laus nú þegar. 7. Þórshöfn Hl, staða læknis frá I. októher 1980. 8. Raufarhöfn III, staða læknis laus nú þ<gar. 9. Fáskrúðsfjörður III, staða læknis frá 1. septemher 1980. 10. Djúpivogur HI,staða læknis frá l.juli 1980. 11. Hveragerði 112, ein staða frá I. september 1980. 12. Vestmannáeyjar H2, ein staða frá l.júlí 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknismennt- un og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 15. jÚIlí 1980. HEILBRIGÐIS- 0G TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 13. MAl 1980 Bifjæióasala Laugavegi 188. Notaðir bflar til sölu: AM Concord DL '79. 6 cyl.. bcinsk.. vökvast.. aflhemlar. ekinn 14.500 km. Verðó.4 m. kr. AM Concord itation '78. 6 cyl., sjálfsk.. vökvast.. aflhemlar. útvarp. ekinn 34.000 km. Verð6.4 m. kr. Fallegur bill. AM Concord station '78. 6 cyI. sjálfsk.. vökvast.. aflhemlar. ekinn 29.000. Verð 6.4 m. kr. Wagoneer Custom '74. 8 cyl. 360 cid.. ekinn 76.000 km. Verð 3.5 m. kr. Góðir greiðsluskil málar. Wagoneer Custom '75. 6 cyl.. beinsk.. vökvast.. ekinn aðeins 48.500 km. Vcrð 4.5 m. kr. Góður bill á góðu verði. Wagoneer Custom 76. 8 cyl. 360 cid,. vökvast.. aflhemlar. Verð 6.5 m. kr. Cherokee '74.6 cyl. beinsk.. vökvast. Verð 3.5 m. kr. Willys CJ-5 '65. Verð 980 þús. Ágætur bill. Lancer 1400 EL '78. ekinn aðeins 16.000 km. 3.8 m. kr. Sem nýr. Lancer 1400 EL '77. stereoútvarp, ekinn 55.000 km. Verð 3.2 m. kr. Citroén G.S. Paiiace '78, aflhemlar. litaðar rúður. öryggisgler i framrúðum. brúnsanscraður. ekinn 48.000 km. Verð4.9 m. kr. Gullfallegur bill. Peugeot504 '74. samb. útvarp og kassettutæki. ekinn 100.000 km. Verð 3.5 m. kr. Góðurbíll. Okkur vantar nýlega bíla á skrá. Getum bætt við bí/um ísýningarsal okkar. Ekkert innigjald. Áhrif innhverfr- ar íhugunar á samfélagið Fyrir skönimu mátti lesa i dag- blöðum að lögð hefði verið fyrir ríkisstjórnina áætlun til að bæta tíðarandann á islandi með því að kenna um 50 íslendingum að iðka II- Sidhi-kerfið á einum stað í sex mán- uði. í þessari grein verður leitast við að gefnu tilefni að lýsa nánar en gert hefur verið fram að þessu i dag- blöðum innhverfri ihugun, innhverfri íhugun-Sidhi kerfinu (hér eftir lí- Sidhi-kerfið) og áhrifum þess á sam- félagið. Eðlilega bregður mörgum í brún þegar þeir heyra þetta og menn eiga erfitt með að átta sig á hvernig fáir einstaklingar geli haft áhrif á um- hverfið með því einu að iðka þessa andlegu tækni. Ekki hefur heldur verið lýst nógu ýtarlega hvað býr þarna að baki en til þess að skýra þetta aðeins nánar væri ekki úr vegi að Iýsa stuttlega hvað ínnhverf ihug- un er því segja má að hún sé grund- völlur I í-Sidhi-kerfisins. Tæknin innhverf íhugun er einföld andleg tækni sem er iðkuð 15—20 minútur kvölds og niorgna og hún gerir huganum fært að skynja hljóð- ari stig hugsanaferilsins, fara handan við fíngerðasta stigið og komast i snertingu við uppsprettu hugsunar, grunnsvið vitundar, svið minnstrar örvunar í vitundinni. Iðkun hennar krefst engrar einbeitingar eða áreynslu og þaðan af siður breytinga á lifsvenjum, skoðunum eða matar- venj um. Innhverf íhugun er kölluð tækni vegna þess að hún byggir á lögmálum sem eru algild og þó svo að þekkingin um hana hafi varðveist á Indlandi er hún ekkert frekar indversk en íslensk. Þrátt fyrir að lögmálin um hegðun atóma hafi að mestu leyti verið upp- götvuð i Englandi og Þýskalandi er hegðun atóma alls staðar eins en ekk- ert sérenskt eða þýskt fyrirbæri. Oft heyrist þvi fleygt að vegna þess að Maharishi Mahesh Yogi, sá er fyrstur kom með tæknina til Vesturlanda, sé indverskur, þá séu þeir sem læri hana að játast undir indverskan átrúnað. Þctta er mesti misskilningur. Þetta væri svipað þvi að halda fram að vegna þess að italinn Marconi hafi verið kaþólikki væru allir sem not- færðu sér tækni hans og hlustuðu á útvarp kaþólikkar. Læknar mæla með innhverfri íhugun Viða um heim, t.d. i Bretlandi, Danmörku og Vestur-Þýskalandi, hafa læknar myndað með sér samtök til þess að kynna gagnsemi innhverfr- ar ihugunar (transcendental medi- tation) fyrir starfsbræðrum og heil- brigðisyfirvöldum. Á annað hundrað breskir læknar skrifuðu undir áskorun til breska heilbrigðismála- ráðherrans þar sem þeir bentu á að leysa mætti mörg vandamál á sviði heilbrigðismála, ef læknar gæfu út tilvisun á innhverfa ihugun og ll- Sidhi-kerfið. Þeir bentu á að tæknin væri örugg og að hana væri auðvelt að læra. Svipaðar áskoranir sendu læknanefndirnar i hverju landi, heil- brigðisráðuneytum viðkomandi landa. í ágúst næstkomandi er væntanleg- ur hingað til lands, á vegum Íslenska ihugunarfélagsins, formaður bresku læknanefndarinnar, dr. Vincent Snell. Á meðan á dvöl hans stendur mun hann flytja fyrirlestra um áhrif aðferðarinnar á svið heilbrigðismála. Kjallarinn Rafn Valgarösson Þó svo að innhverf íhugun sé and- leg tækni framkallar hún engu að síður djúpstæðar lífeðlisfræðilegar breytingar sem eru mælanlegar og óhætt er að fullyrða að búið sé að rannsaka hana oftar en nokkra aðra aðferð. Árið 1977 voru t.d. 750 rann- sóknir i gangi viðs vegar í heiminum. 600 rannsóknaskýrslur sem fyrir liggja sýna m.a. að innhverf íhugun veiti djúpa hvild, skerpi athygli, efli skapandi greind, dragi úr fjölmörg- um einkennum streitu og stuðli að sköpun heilstey ptari persónuleika. Sifellt l'leiri rannsóknir og tölfræði- legar skýrslur sýna að jákvæðar breytingar á gæðum lífsins eigi sér stað þegar 1% ibúa i borgum iðkar þessa tækni, sem kemur m.a. fram í fækkun giæpa og slysa. Skýringar vísindamanna Það að litill hópur samræmdra ein- staklinga geti haft áhrif á þjóðfélagið eru margir vísindamenn byrjaðir að skoða sem fasabreytingar eins og lýst er í raunvísindum. Umskiptum í átt- ina að skipulegri efniskerfum er iðu- lega komið á með áhrifum fárra ein- staklinga innan heildar, t.d. myndast segulsvið í kringum járnbút þegar 1 % af atómunum er í samræmi. Margir eðlisfræðingar eru byrjaðir að kanna möguleikann á því að beita fasa- skiptalíkönum til að skýra skyndi- legar breytingar eins og þær sem koma fram þar sem 1% af samfélagi iðkar innhverfa íhugun. Á visindaráðstefnu við Maharishi European Research University í Sviss árið 1975, sem vísindamenn viðs vegar að úr heiminum sóttu, sagði lliya Prigogine (sem síðar fékk nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir vinnu sina við fasaskiptalíkön og fleira) við Maharishi, að með því að þjappa saman samræmdum hlutum innan efniskerfis sem ekki væri í jafnvægi, væri hægt að flýta fyrir umskiptum i áttina að skipulegra og heilbrigðara kerfi. Hann stakk upp á því að þeim sem iðkuðu innhverfa íhugun yrði þjappað saman til að sjá hver áhrifin yrðu í þjóðfélagskerfi. Þessi hugmynd var einmitt notuð i fylkinu Rhode Island í Bandaríkjun- um árið 1977, þar sem 350 manns iðkuðu lí-Sidhi-kerfið á einum stað i 3 mánuði. Áður en fólkið byrjaði þessa áætlun var hún kynnt stjórn- völdum og visindamönnum og sagt að búast mætti við að jákvæð áhrif myndu aukast. Eftir dvöl fólksins voru 22 þættir rannsakaðir og bornir saman við tölur frá árinu áður. Niðurstöðurnar voru mjög sláandi. T.d. fækkaði sjálfsmorðum um 41%, morðum um 49%, dauðsföll í umferðinni minnkuðu um 54% og sólardögum fjölgaði um 10%. Rann- sóknin vakti mikla athygli erlendis og tölfræðingar sem spurðir voru álits sögðu að hún væri fullkomlega marktæk. Vísindamenn og fulltrúar stjórnvalda sögðust ekki geta bent á neina aðra skýringu en innhvcrfa ihugun og I Í-Sidhi kerfið. Sams konar áætlun vill íslenska íhugunarfélagið hrinda í framkvæmd á íslandi með því að kenna 50 manns að iðka lí-Sidhi kerfið og láta iðka það saman á einum stað í sex mán- uði. Þegar fólk iðkar þessa vitundar- tækni, lífgar það grunnsvið vitundar sem er óbundið, gætt óendanlegum samtengslum og fullkominni reglu. Þegar hreyft er við þessu sviði berst skipulag út í umhverfið og við það að iðkað er i hóp margfaldast áhrifin. Þetta svið er alveg hliðstætt lýsingum skammtaeðlisfræðinga á tómasviði efnis, grunnsviði efnisins og nokkrir þeirra halda því fram að í raun séu þessi svið hin sömu og ef maður hefði vald á þessu væri hægt að hafa áhrif á ytri efnissviðin. Með innhverfri íhugun kemst vit- und einstaklingsins i sncrtingu við þetta grunnsvið vitundarinnar en með ll-Sidhi kerfinu byrjar hann að virkja þetta handanlæga svið þannig að hin hljóðu samstillandi áhrif sem berast út í umhverfið verða sterkari. Ekki er meiningin að hugsa um, eða beina huganum að sjálfum vanda- málunum i þjóðfélaginu, á meðan fólkið iðkaði þessa vitundartækni á þessum stað, heldur að lífga einfald- lega þetta grunnsvið vitundar. Vegna hinna óendanlegu samtengsla sem eru á milli allra þátta i þessu sviði dreifasl hin jákvæðu, skipulegu áhrif, út i allt umhverfið. Þessu má likja við garðyrkjumann sem sér að planta er vannærð. Þá hugar hann ekki að einstökum þátt- ttm plöntunnar heldur vökvar ein- faldlega ræturnar og við það berst næring eftir grunnsviði plöntunnar, jurtasafanum, um alla plöntuna og nærir hana og styrkir. Merk uppgötvun Eins og með allar rniklar vísinda- uppgötvanir má búast við að þessi uppgötvun sem lí-Sidhi kerfið er mæti nokkurri andstöðu til að byrja með. Ósjaldan hefur andstaða komið fram gegn stórmerkum vísindaupp- götvunum. En reynslan hefur marg- oft sýnt að það sem hægt er að sann- prófa verður að lokum ofan á, og að mótstaða þeirra sem erfiðlega gekk að aðlagast nýjum sannindum reyndist þegar frá liðt stundir aðeins veikt og timabundið hik gegn fram- förum í vísindum. í tilraun sem slofnun i borginni Atlanta í Bandaríkjunum gerði i des- ember síðastliðnum, sem fólst i því að láta 28 iðkendur lí-Sidhi kerfisins færa sig frá umdæmi 2 á kortum lög- reglunnar yfir í umdæmi 5 i innborg Atlanta, þar semglæpatíðnier mest, kom i Ijós að alvarlegum afbrotum fækkaði um 28% eftir að fólkið byrjaði að iðka tæknina þar. Á svæðinu sem fólkið fór frá jókst tíðni alvarlegra afbrota hins vegar. Þegar iðkcndurnir fóru svo aftur á fyrri stað fóru afbrol i fyrra horf í báðum umdæmunum. Þetta er enn ein visbending um þau jákvæðu áhrif sem þeir sem iðka þessa tækni vitundar hafa á sam- félagið. Þeir sem hafa áhuga á þvi að kynna sér þær rannsóknir sem minnst er á i greininni geta snúið sér til íslenska íhugunarfélagsins sem kenn- ir tæknina innhverfa íhugun hérlend- is. Rafn Valgarðsson kcnnari i innhverfri íhugun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.