Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Gísli Halldórsson ákveður að hætta sem forseti ÍSI „Jú, það cr rétl. Ég hef tckið cndan- lega ákvörðun um það að gefa ekki kost á mér áfram sem forseti íþrótla- sambands íslands á ársþinginu sem verður 27. júní næstkomandi," sagði Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, þegar Dagblaðið ræddi við hann í gær. Hann hefur verið forseti um langt árabil við frábæran orðstír. Reyndar má segja, að gjörbylting hafi oröið hjá ÍSÍ, þegar ihann tók þar við forsetastörfum 1962.' Áöur hafði hann lengi verið í stjórn KR og síöan ÍBR. Formaður þar i 13 ár. Gísli var kunnur knattspyrnumaður hér á árum áður — er arkitekt að mennt. Gísli Halldórsson. Hann verður 66 ára í sumar. ,,Ég vona að það verði eining um eftirmann minn og að Sveinn Björnsson, sem lengi hefur verið vara- forseti ÍSÍ, taki við sem forseti,” sagði Gísli Halldórsson ennfremur i gær. -hsim. „Stærsti dagur á mínum knattspyrnumannsferli” — sagði Pétur Pétursson við DB í gærkvöld eftir að hafa skorað tvfvegis í 3-1 sigri Feyenoord yf ir Ajax í úrslitum hollenzku bikarkeppninnar „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur og frábær endir á keppnistima- bilinu," sagði Pétur Pétursson er Dag- blaðið hafði samband við hann seint í gærkvöld. I.eikmenn Feyenoord voru þá enn að fagna giæsilegum sigri yfir erkifjendunum Ajax og á heimili Péturs var því glaumur og gleði. „Stemmningin á vellinum var slík að ég gleymi henni ekki í bráð,” sagði Pétur „og ég er nokkuð viss á því að af þeim 65.000 áhorfendum, sem á vellinum voru, voru 45—50.000 á okkar bandi. „Fögnuðurinn i Rotterdam var geysi- mikill eftir leikinn, enda segja áhang- endur Feyenoord að þeim sé sama þó liö þeirra tapi öllum leikjunum — bara ef þeir vinna Ajax. „Við sóttum nokkuð stíft framan af og ég var óheppinn að koma boltanum Karl skorar enn 2 mörk Karl Þórðarson skoraði bæði mörk liös sins, La Louviere, í vináttuleik um helgina. Leikið var gegn CS Brugge, sem hafnaði i efri hluta 1. deildarinnar en keppni þar lauk fyrir skömmu. CS Brugge sigraöi 3—2 eftir að hafa leitt 3—1 í hálfleik. Síðara mark Karls var skoraö úr vitaspyrnu. Karl hefur í vetur skorað meira en nokkru sinni á sinum 'ferli, þrátt fyrir að hann hafi nær alltaf jleikið á vinstri kantinuip. ' lekki í netið á fyrstu 15 minútum 'leiksins en síðan skoraði Ajax. Frank Arnesen var þar að verki. Okkur leizt síðan ekkert á blikuna er þeir fengu dæmda vítaspyrnu rétt á eftir. Tshieu La Ling komst þá í gegn en var brugðið. Bomsing tók vitaspyrnuna en markvörður okkar gerði sér lítið fyrir og varði glæsilega frá honum. Eftir það var byrinn með okkur. Mér tókst að jafna á 37. mínútu úr vítaspyrnu og (þannig stóð í hálfleik.” Á 71. mínútu bætti Carlo van der Leuwe við öðru marki Feyenoord og fjórum minútum siðar skoraði Pétur sitt annað mark. „Einn varnarmanna Ajax ætlaði að gefa aftur til markvarðar en sendingin var of laus. Jan Peters komst inn á milli og sendi til mín og ég þurfti ekki annað en að ýta knettinum yfir línuna”. Leikurinn þótti ekki neitt sérlega Ásgeir lét verja f rá sér vítaspymu Ásgeir Sigurvinsson varð fyrir þeirri óheppni að láta verja frá sér vítaspyrnu í leik Standard og Beveren í undanúr- slitum belgisku bikarkeppninnar í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Bever- en og lauk með markalausu jafntefli. Liðin eiga eftir að leika síðari leikínn á heimavelli Standard og vcrður hann um næstu helgi. í hinum undanúrslita- leiknum sigraði Waterschei Winterslag 2—1. Allar líkur eru þvi á að Standard komist í úrslitin og það þýðir aftur að Ásgeir verður ekki með gegn Wales. - SSv. Pétur Pétursson. AC Milano dæmt í 2. deildina ítalska knattspyrnusambandið dæmdi á laugardag liðið fræga, AC Milano, niður i 2. deild og forseta þess, Felice Colombo, ævilangt frá knatt- spyrnu vega hneykslismálsins, sem tröllriðið hefur italskri knattspyrnuj AC Milano varð i þriðja sæti i 1. deild í vor. Markvörður Milano, Enrico Albertosi, var einnig dæmdur frá knattspyrnu ævilangt og fram- vörðurinn Giorgio Morini í tíu ár. Margir aðrir leikmenn voru settir í 3—5 ára leikbann, m.a. Paoli Rossi, miðherji italska landsliðsins og Perugia. Hann fékk 3ja ára bann hjá knattspymusambandinu — en málið á enn eftir að hljóta endanlega niður- stöðu hjá dómstólum. í undirrétli hafði Rossi hlotið ævilangt bann. Nýtt Evrópumet hjá Norðurhjaratröllinu — Arthúr Bogason lyfti 335 kg í réttstöðulyftu á laugardag Arthúr Bogason, lyftingamaðurinn sterki á Akureyri, sem aðeins hefur æft lyftingar í tvö ár, setti nýtt Evrópumet i réttstöðulyftu á Junior Chamber-lyft- ingamótinu á Akureyri á laugardag. „Norðurhjaratröllið” eins og lyftinga- menn kalla Arthúr, lyfti 335 kg á mótinu. Eldra metiö átti Finninn Kara- lainen og var það 332,5 kg. Arthúr reyndi næst við 345,5 kg en tókst ekki aö lyfta þeirri þyngd. Hann er 24 ára. Hins vegar gekk Arthúri ekki vel i jöðrum greinum í keppninni — hné- Ibeygjulyftu og bekkpressu, þannig að lárangur hans samanlagt var heldur Islakur. Arthúr, þessi stóri og þrekni maður, keppir í 125 kg flokki. Þá var einnig keppt í lyftingum á imótinu. í flokki 82,5 kg sigraði Freyr lAðalsteinsson, Þór. Snaraði 130 kg og jafnhattaði 180 kg. Samtals 310 kg, 'sem er góður árangur. Gylfi Gíslason, iÞór, varð annar með 247,5 kg — isnaraði 107,5 kg ogjafnhattaði 140 kg. í flokki 75 kg sigraði Haraldur Ólafsson, Þór. Snaraði 110 kg og jafn- 'hattaði 145 kg. Samtals 255 kg. Garðar Gíslason, KA, varð annar með 247,5 jkg. Snaraði 112,5 kg og jafnhattaði 135 kg. Samtals 247,5 kg. -GSv. vel leikinn og var þó nokkur harka í Ihonum. „Það skiptir ekki miklu máli leftir á hvort leikurinn var góður eða .slæmur. Aðalmálið er það að við junnum eftirminnilegan sigur og þetta var tvímælalaust stærsti dagurinn á mínum knattspyrnuferli,” sagði Pétur og dreif sig aftur í hóp félaga sinna sem biðu eftir honum. -SSv. Kveðjuleikur Krolendaði meðtapi „Ég ætlaði að skipta á skyrtu við Ruud Krol,” sagði Pétur Pétursson við iDB í gær, „en hann vildi það ekki þar sem hann langaði aö eiga skyrtuna til iminningar um sinn síðasta leik með ÍAjax.” ! Krol heldur innan skamms til Banda- irikjanna eftir að hafa þjónað Ajax í mcira en áratug með slíkum glæsibrag að leitun er að öðru eins. „Hann hefur þó vafalítið verið svekktur yfir þvi að vinna okkur ekki,” sagði Pétur, „og e.t.v. ekki viljað gefa mér búninginn jþess vegna.” Feyenoord hefur leikið þrjá leiki við lAjax í vetur. Unnið 4—0 og 3—1 og þriöja leiknum lauk með 1—1 jafntefli þar sem Feyenoord átti að vinna stór- jsigur. Þessi úrslit sýna það að lið Feye- Inoord er geysisterkt þrátt fyrir að gengi liðsins í deildakeppninni hafi ekki verið jeins gott og við mátti búast. - SSv. Iþróttir Frábært heims- metítugþraut — Hiim 21 árs Breti, Daley Thompson, hlaut 8622 stigíAusturríki. Brezki blökkumaðurinn Daley Thompson setti nýtt heimsmet í tugþraut um helgina á móti i Götzis í Austurríki. Hlaut 8622 stig samtals og bætti heimsmet Bruce Jenner, Banda- rikjunum, um fjögur stig. Það var 8618 stig, sett á ólympíuleikunum i Montreal fyrir fjórum árum. Daley, sem aöeins er 21 árs, þurfti mjög að leggja að sér i siöustu greininni, 1500 m hlaupinu, til að ná metinu. Það tókst honum, þegar hann hljóp þetta „maraþon” tugþraut- armanna á 4:25.5 mín. Thompson er fæddur i Lundúnum. Faðir hans frá Nígeríu — móðirin skozk. Árangur hans i einstökum greinum i keppninni i Götzis var hreint frábær. Hann hljóp 100 m á 10,55 sek. Stökk 7.72 m í langstökki. Varpaöi kúlu 14.46 m. Stökk 2.11 m í hástökki og hljóp 400 m á 48.04 sek. Hafði samtals 4486 stig eftir fyrri daginn. Síðari keppnis- daginn, sunnudag, hóf hann með því að hlaupa 110 m grindahlaup á 14.37 sek. Kastaði siðan kringlu 42.98 m. Stökk 4.90 m i stangarstökki. Kastaði spjóti 65.38 m og hljóp svo 1500 m á 4:25.5 mín. Fleiri náðu frábærum árangri í tugþrautarkeppninni í Götzis. Guido Kratschmer, V-Þýzkalandi, varð annar með 8421 stig. Jiirgen Hingsen, V- Þýzkalandi, þriðji með 8276 stig. Þá Sepp Zeilbauer, Austurríki, með 8196 stig. Yuri Kuzenko, Sovétríkjunum, varð fimmti með 8195 stig. Alexander Nevski, Sovétríkjunum, sjötti með 8056 stig. Síðan komu Georg Werthncr, Austurríki, með 7874 stig, Darius Ludwig, Póllandi, með 7854 stig og Janusz Szczerkowski, Póllandi, með 7811 stig. Metíkúluvarpi hjá Capes21.68 Enski kúluvarparinn Geoff Capes setti nýtt brezkt met í kúluvarpi á móti i Cwmbran í Wales i gær. Varpaði kúlunni 21.68 m og það er langbezti árangur hins þrítuga lögreglumanns um langt árabil. Metið var sett í iands- keppni Englands, sem sigraði með 242 stigum, Ungverjalands 229 stig, Hollandi 126,5 stig og Wales 103,5 stíg. Steve Ovett, Englandi, sigraði léttilega í 800 m á 1:49.17 min. Sonia Lannaman Englandi, setti brezkt met í 200 m hlaupi kvenna á 22,58 sek. og Luise Miller í hástökki, stökk 1,90 m. UEFA-keppni unglinga- landsliða UEFA-keppni unglingalandsliöa stendur nú yfir í Leipzig í A-Þýzka- landi. ísland aidrei þessu vant var ekki meöal úrslitaþjóðanna. Úrslit hafa orðið þessi: A-riðill j Spánn — ítalia 0—1 Ungverjaland — Noregur 0—0 ítalia — Ungverjaland 4—2 Spánn — Noregur 2—1 B-riðill A-Þýzkaland — Búlgaría 0—1 Holland — Frakkland 2—0 A-Þýzkaland — Frakkland 2—0 Búlgaría — Holland 0—3 C-riðill Rúmenía — Finnland 2—1 Pólland — V-Þýzkaland 3—2 Rúmenía — Pólland 0—1 V-Þýzkaland — Finnland 6—2 D-riðill England — írland 1—0 Júgóslavia — Portúgal 1—1 Júgóslavía — N-írland 2—2 England — Portúgal 1—1 jArthúr Bogason — nýtt Evrópumet. Júgóslavía er núverandi meistari. Finnland sló ísland úr keppninni í fyrrahaust. Einar Jorum, Noregi, for- maður unglinganefndar UEFA, sagði i Leipzig að í framtiöinni yrði einnig UEFA-keppni landsliða 14—16 ára drengja — eins og aldursflokksins 16— 18 ára.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.