Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. “ ■ "■ .................................................................. -.................. ' — — „Er lúxus að eiga barn á Islandi og ef ekki, af hverju eru lúxustollar lagðir á barnavagna, kerrur og yfirleitt allt sem viðkemur ungbörnum?” spyr Kolbrún Sandholt i bréfi sinu. Er lúxus að eiga barn á íslandi? Kolbrún Sandholt hringdi: Mig langar að taka undir orð einstæðrar móður í Dagblað- inu þriðjudaginn 13. rnaí. Ég yfir mig hissa á að lagðir séu lúxustollar á barnavagna, -kerrur og á barna- mat. Það er orðið anzi margt sem lalið er lúxus á íslandi þar með að eiga börn. Ég tel að barnavagnar og kerrur séu nauðsynlegir hlutir, ekki lúxus sem örfáir geta notfært sér. Að endingu vil ég beina fyrir- spurn til þeirra aðila sem hafa með þessi mál að gera. Er lúxus að eiga barn á islandi, og ef ekki af hverju eru þá ofangreindir tollar lagðir á barnavagna og kerrur og yfirleitt flest sem viðkemur ungbörnum? Hlutleysi eða hlutdrægni? Menntaskólanemi skrifar: Dagblaðið hefur lengi reynt að líta út fyrir að vera hlutlaust blað, opið fyrir ötlum hugmyndum, hvaðan sem þær koma. í mínum huga þýðir hlut- leysi ekki aö öllum hugmyndum sé Hernámsandstæðingarnir sem skreyttu forsiðu DB. Menntaskólanema finnst það algert hnevksli að Dagblaðið birti frétt um hernámsandstæðinga fyrst á forsíðu og siðar á baksiðu. DB-mynd Þorri. gert jafnhátt undir höfði, heldur að hlutleysis sé gætt í fréttamati og fréttaflutningi. Það hlýtur alltaf að vera hlutverk borgaralegs dagblaðs að standa vörð um hornsteina lýð- ræðisins, leggja áherzlu á þá siða- skoðun sem meirihiutinn trúir. Dag- blaðsmenn hafa því miður ekki verið trúir þessum leikreglum en síðustu dæmin eru úr blaðinu fimmtudaginn 8. maí og laugardaginn 10. maí þegar greint er frá umsvifum minnihluta- hóps sem berst gegn vörðu landi og kallar sig „hernámsandstæðinga”. Það er algert hneyksli þegar Dag- blaðið birtir fyrst frétt á forsíðu og síðan á baksíðu um áhugamál minni- hlutahóps sem vill með kröfum sínum leggja þungt lóð á vogarskál ófriðarhættu i heiminum sem ekki er þó á bætandi. Fréttaflutningur blaðsins af þess- um hópi er ekki til þess fallinn að auka virðingu fyrir Dagblaðinu og á ekkert skylt við hlutlausa blaða- mennsku. FEKK EKKIUMBEÐIÐ LÁN í BANKANUM — þrátt fyrir tuttugu ára hrein viðskipti N.Þ. hringdi: Maðurinn minn er búinn að vera fastur viðskiptavinur hjá Búnaðar- bankanum við Hlemmtorg sl. 20 ár. Allt hans kaup hefur farið inn á sparisjóðsbók. Fyrir fimm árum opnaði hann ávísanareikning þar og -.... — AMERISK lagði inn þá peninga, sem nota átti fyrir heimilið. Aldrei öll þessi ár hefur hann farið fram á svo mikið sem einnar krónu lán, vegna þess að hann er þannig maður að vilja ekki skulda neinum. Þrátt fyrir það þurfti hann nauðsynlega á láni að halda nú um daginn. Hann fer til bankastjóransog biður um 600 þúsund krónur. Svarið sem hann fær er já. Hins vegar hringir bankastjórinn í hann daginn eftir og segist ekki geta lánað hon- um meira en 300 þús. kr. vegna þess að hann sé ekki með nóga veltu. Þrátt fyrir eina milljón króna inneign í sparisjóðsbók í bankanum og tuttugu ára hrein viðskipti við bankann. Slikum ruddaskap hef ég aldrei kynnzt, hvorki fyrr né síðar. Eru það bara vissir menn, sem geta gengið i bankana og fengið lán? Mér er spurn. Maður hefur heyrt um fólk, sem er sí og æ að slá vixla, og er aðeins spurt: hvað viltu mikið? Við slíkan banka dettur okkur ekki i hug að skipta og munum við því taka allar okkar innstæður út og loka öllum okkar reikningunt. Það eru nógir bankar i landinu þar sem fyrirfinnast kannski almennilegri bankastjórar. Grein Valdimars Magnússonar í Morgunblaðinu: SÍMATÆKNI SlMA SJALFVELIARI MED MINNI = 32 NÚMERA MINNI + TAKKASÍMI + HÁTALARASÍMI Símtækni sf. Árm^' — Sfmi 86077 fyrir allar gerðir símatækja og skiptiborða Var kippt í spotta á hinu frjálsa dagblaði? M.H.H. skrifar: Ég las grein eftir Vilmund Gylfa- son í DB 22. apríl sl. sem mér fannst þvílíkt rugl að ástæða væri til að svara henni. Það kom á daginn að grein birtist í Morgunblaðinu sunnu- daginn 4. maí sem Valdimar Mgnús- son skrifar sem svargrein við grein Vilmundar. Þar segir Valdimar í byrjun greinar sinnar, að hann hafi fengið synjun um birtingu greinar sinnar í DB. Ég las þessa grein af at- hygli og furða mig á hvi þessari grein hafi verið synjað af DB. Hvers vegna? Er það rétt sem Valdimar heldur fram að einhver hafi kippt í spotta á hinu frjálsa og óháða blaði? Ægir Kristinsson Fáskrúðsfiröi hringdi: í Morgunblaðinu sunnudaginn 4. maí birtist grein eftir Valdimar J. Magnússon sem svar við grein Vilmundar Gylfasonar í Dagblaðinu 22. april sl. í upphafi greinarinnar segir Valdimar að grein þessari hafi verið hafnað af ritstjóra Dag- blaðsins. Mig langar að spyrja Jónas ritstjóra Dagblaðsins af hverju greininni hafi verið hafnað í Dag- blaðinu. Þegar baráttan fyrir forseta- kosningarnar hófst, var ákveðið, að Dagblaðið héldi sér fyrir utan per- sónulega gagnrýni á einstaka fram- bjóðendur. Einkum þó og sér í lagi vildi það ekki gerast vettvangur rit- deilna i þeim efnum. Hins vegar vildi blaðið segja frá spurningum og svörum á funcjum frambjóðenda. Liklega -Voru það mistök Dag- blaðsins tfö birta umrædda grcin Vilmundár, ekki vegna þess að hún fæli i 4ér persónuþjark um fram- bjóðendur, heldur vegna þess að hún bauð upp á ritdeilur, sem mundu fela I sér slíkt þjark. Það kom líka á daginn með grein Valdimars, sem blaðið hafnaði, eins og raunar Vísir gerði líka. -Ritstj. Meira um mjólkina: Mjólkin súr — áður en komið er að síðasta söludegi Guörún Árnadóttir hringdi: Ég keypti í gær, 13. maí, mjólk í kaupfélaginu í Mosfellssveit sem stimpluð var 19. maí. Er leyfilegt að stimpla mjólk sex daga fram í tímann? í leiðinni skilaði ég mjólk; sem stimpluð var síðasta söludegi i: dag en þegar ég ætlaði að nota hana ít gærkvöldi var hún súr og ódrekkandi. Mig langar i leiðinni til að spyrja af hverju mjólkin komi alltaf svonaseint hinen*. i.ppeftir. Ekki náðist í Odd Helgason hjá Mjólkursamsölunni til að bera undir hann þessar spurningar. Enn einu sinni berst kvörtun i blööin um súra mjóik. Guörún Árnadóttir keypti mjólk sem var oröin súr áöur ei. síöasti söludagur rann út.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.