Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 19. MAÍ i 980. — ” ' -----------------* í DB á ne ytendamarkaði : Uppskrift dagsins Enn eitt æðið hef ur gripið um sig: Sólarlampaböð í stað sólarlandaferða? — nýir sólarlampar sem brenna ekki heldur gera fólk kaff ibrúnt. Upppantað Kartöflukökur: 300 gr soðnar kartöflur 300 gr smjörlíki 300 gr hvciti 300 gr rabarbarasulta 1 eggjarauða 1 msk. mjólk strásykur (50 gr) 100 gr hveiti til að fletja deigið út. Kartöflurnar eru hakkaðar eða marðar. Hveiti, smjörlíki og kar- töflum hnoðað saman. Skipt i 10 hluta, flatt út í lengjur. Ca. einni msk. af sultu er smurt á miðju hverr- ar lengju og hliðar lengjunnar lagðar yfir. Penslið með eggjarauðu sem hrærð er með 1 msk. mjólk. Örlitlum sykri stráð yfir. Bakað við 175° í 25—30 mín. Látið kólna og skorið niður í litil stykki. Kristín sló á það í útreikningum sínum að hráefni í kökurnar myndi kosta 612 krónur. Síðan hefur reynd- ar allt hækkað nokkrum sinnum svo upphæðin er sjálfsagt orðin verulega hærri. -DS. margar vikur f ram í tímann Enn eitt æðið hefur gripið um sig á höfuðborgarsvæðinu — svokallað „brúnkuæði”. Það þýðir að lands- menn fara nú að hætta að kaupa sér sólarlandaferð fyrir mörg hundruð þúsund — en fara þess i stað á snyrtistofur bæjarins, liggja i Ijósa- lampa í svo sem tíu skipti og eftir það er vart hægt að sjá mun á svertingja og íslendingi. Þessir nýju ljósalampar komu fyrst til landsins í febrúar sl. Þeir eru þannig gerðir að þeir sem sóla sig með þeim brenna ekki en verða þess í stað dökkbrúnir. Tíminn í þessa lampa kostar fjögur þúsund krónur. Yfirleitt kaupa menn sér tiu tíma og greiða lyrir það 40 þúsund. Hins vegar er lika hægt að eignast slíkan lampa og kostar hann þá rúmar tvær milljónir með öllu. Hún Inga Birna er oröin kaffibrún eftir að hafa legið í sólarlampanum í nokkur skipti. Yfirleitt liggur fólk nakið í lampanum — en það má annars hafa eins og hver og einn vill. DB-mynd Þorri. sem kemur núna er á leið til sólar- landa og vill vera búið að venjast sólinni þegar komið er á heitari slóðir,” sagði Guðrún í samtali við DB. — En eru þessir lantpar ekki hættulegir? spyrja margir. „Þessir lampar eru taldir hollari en sólin,” sagði Guðrún. Ég hef ekki heyrt um að þeir séu hættulegir, það er t.d. búið að taka alla hættulega geisla úr þessum lampa sem ég er með. Lamparnir hafa verið geysilega vinsælir í Danmörku, Englandi og á fleiri stöðum. Hins vegar verður að nota þessa lampa á réttan hátt og i hófi eins og sólina. — En ef fólk er með viðkvæma húð eða einhvern sjúkdóm? ,,Við höfum bent fólki sem er með sjúkdóma, þó ekki sé nema kvef, á að tala við lækni áður en það kemur i sólina. Til dæmis eru þessir lampar mjög góðir við vöðvagigt,” sagði Guðrún lngólfsdóttir hjá Klöru. Bókað f ram í miðjan júní Snyrtistofan Bentína hefur einnig boðið upp á Ijósalampasólböð. Þar kostar tíminn það sama og hjá Klöru. ,,Það er mjög mikil aðsókn í lampann hjá okkur og núna t.d. er bókað fram t miðjan júní,” sagði Rannveig Halldórsdóttir snyrtisér- fræðingur hjá Bentinu. „Það er misjafnt hvað fólk kemur í marga ferðum ef fólk notar þessa sól rétt. Hins vegar mundi ég ekki mæla með að fólk væri i þessum lömpum 365 daga á ári,” sagði Rannveig Halldórsdóttir. Allir vilja eignast lampa Rafkaup í Hafnarfirði hefur einkaumboð á Ijósalömpum. „Það hafa verið voðaleg læti í þessa lampa hjá okkur,” sagði Svavar Guðjóns- son, eigandi Rafkaups, i samtali við DB. „I fyrstu seldum við aðeins til snyrtistofa og auglýstum ekkert þá. Eftir að ég fór að auglýsa runnu lampamir út. Það er aðallega bekkurinn sem fólk kaupir en hann kostar 920 þúsund krónur. Himininn kostar hins vegar 1260 þúsund og það eru frekar snyrtistofurnar og sund- laugar sem kaupa hann. Það hefur verið æði i þessa lampa i Danmörku og í Englandi í 6—7 ár og nú flæða þeir yfir Evrópu. Ég hef hvergi heyrt að þeir séu hættulegir. Fólk brennur ekki í þessum lampa en að vísu verður að passa sig í honum cins og í sólinni,” sagði Svavar Guðjónsson. Húðkrabba er hægt að lækna 100% „Það hefur mikið verið deilt um þetta,” sagði Ólafur Ólafsson land- læknir þegar DB bar undir hann hvort lampar þessir gætu verið hættulegir. „í Svíþjóð hefur t.d. orðið vart aukningar á húðkrabba- meini sem þeir setja í samband við sólarlandaferðir. Hér á landi hefur þetta hins vegar ekkert verið rannsakað þar sem svo fá tilfelli af húðkrabbameini koma upp. Það ber þó að hafa í huga að húðkrabbi er ein tegund krabbameins sem hægt er að lækna alveg 100%,” sagði land- læknir. Þessi Mfglýsing birtist i einu btaðanna og eftir það ruku lamparnir út. Aliir vildu eignast slikan lampa þrátt fyrir að hann kosti yfir tvær milljónir eins og hann er á myndinni. Ekkert sem bannar innflutn- ing nénotkun „Ég hef heyrt um þetta æði hér og það má segja að ég horfi á þetta með nokkrum öhug. Hins vegar er ekki neitt sem bannar innflutning né notkun á þessum lömpum,” sagði Guðmundur S. Jónsson, yfirmaður á geislavirknadeild Landspítalans við DB. „Of mikil notkun á lömpum þessum getur valdið húðkrabba og allir vita að ljósið getur skaðað aug- un. Ég held þó að fólk verji þau. Ljósið getur líka hugsanlega valdið breytingum á erfðafrumum en það er nú á veikum rökum reist, svo það ætti kannski ekki að minnast á það.” Geta skaðað augun „Allir Ijósalampar með út- fjólubláum geislum hafa skaðleg áhrif á augun. Það eru þó ekki varanleg áhrif heldur áhrif sem koma í Ijós eftir 12 tíma og valda miklum sársauka. Þetta gengur yfirleitt yfir á sólarhring. Við fáum alltaf annað slagið slík tilfelli, t.d. konur sem hafa legið of lengi i Ijósaböðum. Það er alveg nóg að hafa lokuð augun i baðinu,” sagði Hörður Þorleifsson augnlæknir er DB spurðist fyrir um skaðsemi lampanna á augun. Auk þessara hafði DB samband við Hannes Þórarinsson húðsjúkdóma- lækni. Hann sagðist vera ókunnugur þesum nýju lömpum og vildi því ekkert láta hafa eftir sér um þá. -ELA. tíma, allt frá tveimur upp í tíu. Þessir lampar brenna fólk ekki og þeir þurrka ekki upp húðina. Það er því fólk á öllum aldri og af báðum kynjum, sem kemur til okkar. Það eru útfjólubláir geislar í þessum lampa en þeir eru jú líka i sólinni suður á Mallorca. Ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið húðkrabba af völdum ljósalampa. Þessi lampi er mjög góður t.d. fyrir húðsjúkdóma. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar i Svíþjóð og Noregi þar sem aukning hefur orðið þar á húðkrabba. Sú aukning er rakin beint til sólarlanda- ferða. Ég held að engin hætta sé á Hollara en sólin Guðrún Ingólf sdóttir, eigandi snyrtistofunnar Klöru, var ein sú fyrsta, sem setti upp slíkan lampa. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í lampann hjá okkur og það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem notfærir sér þetta. Yfirleitt kemur fólk í tíu skipti og greiðir fyrir það 40 þúsund krónur. Margt af þvi fólki Kartöflukökur Uppskrift dagsins er að næsta nýstárlegum kökum úr uppskriftasamkeppninni okkar. Þær heita kartöflukökur enda kartöflur uppistaðan í þeim. Höfundur uppskriftarinnar er Kristín Sigur- björnsdóttir. Eigendur Opel bifreiða. Eigum enn nokkurt magn varahluta í 1964 — ’68 árgerðir af Opel, sem við munum selja með 30% afslætti til 31. maí. Vinsamlega hafió samband við okkur fyrir þann tíma, ef þið hafið hug á að endurbæta bílinn. SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9 Simar: Verkst.: 85539 Verzf 84245 84710

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.