Dagblaðið - 09.06.1980, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚNÍ1980
Dilkakjötið gerði lukku:
Bara alveg Ijómandi gott —
þótt það sé annars flokks
CM£^Q
Upplýsingaseöill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Þeir Skúli Ingimundarson og Olafur
Lárusson gæddu sér á lambakjöti og
sósum úr sýrðum rjóma i Suðurveri.
Þeir létu vel yfir. Kjötið var lika mag-
urt. Húsmæðrakennarinn Lilja Bald-
vinsdóttir gefur þeim að smakka.
Uðun í görðum stendur nú sem hæst. Rétt er að fá fast verðtilboð um úðun áður
en hafizt er handa.
DB-mynd Bj.Bj.
Kjötbúð Suðurvers býður upp á smá-
steik i sama verðflokki og bringur og
hálsa, kr. 933 hvert kiló. Það er 1.
flokkur. Þetta er annar eigandi verzl-
unarinnar, Sigurður Þorsteinsson.
DB-mynd R.Th.
Við smökkuðum á réttunum í
Suðurveri og reyndust þeir vera
prýðilegir. Það voru tveir pottréttir
og einn grillréttur. Tvenns konar
sósur úr sýrðum rjóma voru með.
Sigurður Þorsteinsson, annar eigandi
verzlunarinnar, sagði að stöðugur
straumur fólks hefði verið til þess að|
smakka. Þessi kynning væri augljós-
lega vel metin og vinsæl.
Ekki er það heldur verra, að,
viðskiptavinum er boðið upp á friar
uppskriftir, 4 frá Framleiðsluráði
landbúnaðarins og 3 frá Mjólkur-
samsölunni.
-EVI.
„Þetta er bara alveg Ijómandi
gott. Sniðugt að vera með svona
kynningu. Það ætti að vera meira um
svona.” Þetta og fleira í þessum dúr
heyrðist í Kjötbúð Suðurvers á kynn-
ingu sem var þar fyrir helgi á 2.
verðflokki af dilkakjöti og sósum úr
sýrðum rjóma. Það er
Framleiðsluráð landbúnaðarins,
Sláturfélag Suðurlands, Afurðasala
SÍS og Mjólkursamsalan, sem standa
fyrir kynningunni. Verður hún út
þennan mánuð á fimmtudögum og
föstudögumá milli kl. I5.00ogi7.00i
fjórum verzlunum í einu.
Nú er kjöt í I. verðflokki að mestu
búið, en nóg er til af 2. verðflokki og
stjörnuflokki. Mismunur á verði í
heilum skrokkum er: Stjörnuflokkur
kr. 2.319, 1. flokkur kr. 2.197 og 2.
flokkur kr. 2.078 hvert kíló niður-
sagað.
Það munar því kr. 241 á kílói af
stjörnuflokki og 2. flokki en aðeins
121 króna munur er á 1. og 2.
verðflokki. Þess ber einnig að geta að
2. flokks kjöt er mun rýrara en I.
flokks kjöt og stjörnuflokkur.
Stjörnuflokkur á að vera mun hold-
fyllri flokkur en 1. flokkur og lítið
feitur.
Nafn áskrifanda
/ Fylgist með verðtilboðum um úðun garða:
Heimili.
Sími
Hvaö kostar heimilishaldió?
CVinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn vlrkur þátttakandi í upplýsingamiðlun
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiljskostnaðar fjölskyldu af sömu staérð og yðar. Þar að auki eigið
þér von um að fá nytsamt heimilistæki.
Kostnaður í maímánuði 1980.
Matur og hreinlætisvörur kr.-------------------------------
Annað kr.-----------------------
Ls kr. _
Fjöldi heimilisfólks__________
Sumir gefa upp
verð á lítra —
ekki fast verð
fyrir garðinn
Jónas Bjarnason varaformaður
Neytendasamtakanna hafði samband
við DB og vildi koma þeirri
ábendingu á framfæri við garðeig-
endur að þeir fylgdust vel og gagngert
með verðlagningu á úðun garða.
,,Min reynsla er sú,” sagði Jónas,
,,að sumir garðúðendur gefi ekki fast
verðtilboö í úðun garða heldur gefí
upp verð hvers lítra á eituriyfja-
blöndu, sem þeir nota.
Síðan þegar beir eru búnir að úða
getur fólk staðið frammi fyrir mjög
háum upphæðum.
í einu tilviki sögðu garðúðarar
hafa notað 40 lítra af eiturefna-
blöndu sem mér fannst mjög mikið á
mjög litinn garð. Ég gerði tilraun
seinna að bleyta upp í trjánum með
annarri eiturefnablöndu þannig að
trén virtust svipað blaut. Þá fóru 8
lítrar í stað40 lítra”
•EVI.