Dagblaðið - 09.06.1980, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚNÍ 1980
EINSTAKT TÆKIFÆRI
SCOUT—JEPPI
Af sérstökum ástæðum verður þessi bill að seljast strax. Árg.
’74, ekinn 56.000 km, 350 c. vél, sjálfsk. og með vökvastýri,
góð dekk og gott ásigkomulag. Gott verð, góð kjör. Upp-
lýsingar i simum: 36824, 32272 og 26280 næstu daga og
kvöld.
TjL SÖLU
er ónotuð yf irbygging
á sendibíl,
5.30x2.35x2.00.
Upplýsingar gefur
Hópferðamiðstöóin
FRAMBOÐ
GUÐLAUGS
ÞORVALDSSONAR
Funduri
ki. 20.30.
Stapa
nk. þríöjudag, lO.júní
Fundarstjóri:
Tómas Tómasson.
Ræðumenn:
Páll Jónsson,
Guðrún Ólafsdóttir,
Jóhann Einvarðsson,
Jón Böðvarsson,
Hildur Júlíusdóttir,
Halla Tómasdóttir,
Gunnar Jónsson.
Allir velkomnir
STUÐNINGSMENN.
Gestir dansleiksins mxttu í fjölbrevttum múnderingum. Hír ir einn í vinahöpi.sem allt oins ga'ti verið Vaskafat. bróöir Ara-
fats. — Alla vega var hann með svipað höfuðfat.
Eldfjörugur listahátíðar-
dansleikur meó Þursum og
spænskum gamanleikurum
Þursaflokkurinn og leikflokkurinn
Els Comedianis skemmlu geslum
Laugardalshallarinnar konunglega á
listahátíðardansleik. Ballið var haldið á
laugardagskvöldið og var ágætlega
sótt.
Þursarnir stóðu sig prýðilega sem
danshljómsveit. Á efnisskrá þeirra var
að finna gömul lög sem Rolling Stones
og Bítlarnir kyrjuðu hér fyrr á árum.
Finnig brugðu þeir sér í Stuðmanna-
tónlist öðru hvoru, enda er helmingur
Þursaflokksins gamlir Stuðmenn. Sig-
urður Rúnar Jónsson fiðluleikari og
Sigurður Bjóla bættust í Þursahópinn
seinnipartinn og fóru báðir á kostum.
Það er ekki á hverjum degi sem
maður sér íslendinga dansa við lúðra-
sveitartónlist. Það gerðist þó er Els
Contediams gengu á svið og hófu að
leika fyrii dansi. Öðru hvoru brugðu
félagar úr flokknum sér út í sal og stigu
dans nteð áhorfendunum. Voru þeir af
öllunt st.erðum og gerðum — einn á
Iveggja mctra háum stultum, annar
stuttur. Skcmmst er frá því að segja að
Els Comeciants unnu hug og hjörtu
áhorfenda, sem stigu hringdans, polka,
skottísa, ræla og valsa og hvað þeir
heita nú allir þessir dansar, sem helzt
cru stignir i Hreyfilshúsinu og Lindar-
bæ.
Þursamir og Els Comediants höfðu
einnig æft saman dágott atriði, þar
sem kjörin var ungfrú Reykjavík. Það
endaði með heiftarlegum slagsmálunt
og ungfrúr Reykjavík 1979 og ’80
brugðu sér snarlega i pönkgervi og
sungu saman hressilegan rokkara, sem
hefði allt eins getað verið eftir Megas.
Dansleik þessum lauk um þrjúleytið
aðfaranótt sunnudags, utan Hallardyr-
anna. Þar brenndu Els Comediants
dansherra kvöldsins og skotið var
nokkrum flugeldunt.
-ÁT-
Meðal annars krýndu Els Comediants ungfrú Reykjavik 1980. Hér er hún ásamt ung
frú siðasta árs i villtum slagsmálum að krýningunni lokinni. Þær enduðu sýningu sina
eftir að þær voru búnar að tæta fötin hvor utan af annarri með því að stiga trylitan
dans og kyrja fjörugan pönkslagara.
Fengu utanlandsferð
i viðurkenningarskyni
— fyrir sjátfboöavinnu í þágu Skáksambandsins
Nýkjörin stjórn Skáksambands sjálfboðavinnu i þágu Skák-
íslands hefur ákveðið að senda tvo sambandsins. Þeir Lárus og Páll voru
fimmtán ára pilta á Opna báðir í sveit Álftamýrarskólans, sem
Kaupmannahafnarmótið í skák, sem sigraði i skákkeppni grunnskóla á
hefst 21. júní næstkomandi. Norðurlöndum.
Meðal keppenda á Kaupmanna-
Þorsteinn Þorsteinsson, sem á hafnarmótinu hafa jafnan verið
sæti i stjórn Skáksambandsins sagði í nokkrir sterkir titilhafar og má búast
samtali við DB i gær, að stjórnin við því að svo verði einnig nú. Tefld-
hcfði ákveðið að senda þá Pál ar verða 11 umferðir eftir Monrad-
Þórhallsson og Lárus Jóhannesson kerfi.
utan i viðurkenningarskyni fyrir -GAJ.
VARÐ
UNDIR
VALTARA
Lítil telpa í Villingaholtshreppi
slasaðist alvarlega er hún varð
undir valtara, sem tengdur var
aftan í dráttarvél. Slys þetta varð
laust fyrir klukkan tvö á laugardag.
Stúlkan var þegar flutt á Borgar-
spitalann, á gjörgæzludeild.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
átti stúlkan, sem er sjö ára gömul
að ganga á eftir valtaranum ásamt
eldri systur sinni. Einhverra hluta
vegna datt hún og lenti með
höfuðið undir valtaranum. — Hún
er nú á batavegi. -ÁT-