Dagblaðið - 09.06.1980, Qupperneq 7

Dagblaðið - 09.06.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 7 „Byrjunin lofargóðu” — segja hvalveiðimenn „Byrjun hvalvertíðarinnar lofar góðu um framhaldið í sumar,” sagði Hallgrimur Jónasson skrifstofumað- ur í Hvalstöðinni við Dagblaðið í gær. Hvalvertið hófst um mánaða- mótin og stendur yfir i tæplega 4 mánuði. Rúmlega 100 manns eru í vinnu í Hvalstöðinni i sumar, mest skólafólk sem fær þar tækifæri til að vinna mikið og afla sér þokkalegra tekna fyrir veturinn. Unnið er á 8 tima vöktum allan sólarhringinn. Á vertíðinni í fyrra veiddust alls 440 hvalir: 260 langreyðar, 84 sand- reyðar og % búrhvalir. Sú vertíð þótti í betra lagi. Svo sem mönnum er í fersku minni reyndu félagar úr hvalafriðunarsamtökunum Green- peace að gera allt hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir eða trufla hvalveiðar á miðunum. Eltir þeir hvalbátana á skipi sínu Rainbow Warrior og reyndu að trufla veiðar á gúmbátum, sem skotið var út af móðurskipinu. Linntu friðunarmenn ekki látum fyrr en Landhelgisgæzlan tók þá í sina vörzlu og gerði upptæka gúmbátana. Eftirleikurinn varð málarekstur fyrir dómstólum. Fréttir hafa borizt af því að Græn- friðungar hyggist ekki mæta á íslandsmið í sumar til að vernda hvalina fyrir skutlum hvalbáta. Nú um helgina hafði 21 hvalur borizl á land í Hvalstöðinni: 20 lang- reyðar og 1 búrhveli. Þykir vertiðin hafa farið með afbrigðum vel af stað. -ARH. Ókálögreglubfl Reykjavíkurlögreglan lenti i nokkru basli við einn „góðkunningja” sinn á föstudagskvöldið. Spurnir bárusl af honum ölvuðum á stolnum bil. Til hans hafði sézt á leiðinni að Hafravatni og var þvi lögrcglubif- reið Iagt með framendann út á veginn og blikkandi ljós til að stöðva bílinn er hann kæmi þar fram hjá. Maðurinn sinnti i engu stöðvunarmerkjum lögreglunnar, heldur ók framhjá og rakst utan i annað framhorn lögreglubilsins i leiðinni. Eftirför var þegan hafin. í Árbæjarhverfinu gafst „kunninginn” upp og flúði út úr bilnum. Hann náðist skömmu síðar. -ÁT- Ókstolnumbíl áljósastaur Volkswagen bifreið skcmmdist mikið er henni var ekið á staur við Nýlendugötuna aðfaranólt laug- ardagsins. Henni hafði verið stol- ið i ntiðborginni fyrr unt nóltina og endaði ökuferðin á þcnnan snubbótta hátt á Ijósastaurnum. Ökumaðurinn náðist. -ÁT- Haldið á miðin: Hvalbátarnir sigldu hver á eftir öðrum, nýmálaðir og vígalegir. út úr Reykjavíkurhöfn um mánaðamótin. Fjölskyldur hvalveiðimanna stóðu frammi á bryggjuhausnum og veifuðu til þeirra í kveðjuskyni. DB-mvnd: Kristján Ingi. Silungsveiðar ívötnum byrjaðar ÞOKKALEG VEIÐI IELLIÐAVATNI — en bandormur herjar á krflin íHafravatni og Rauðavatni Í Kiliðavatni um helgina: Þar hafa þeir sem bezt þekkja til náð i 1(1 til 12 fiska í ferð. DB-mynd: Gunnar Bender. Þegar við Íslendingar tölum um silung er átl við tvær tegundir fiska i einu, urriða og bleikju. Þessar tvær tegundir tilheyra laxaættinni. Al- gengt er að heyra menn tala um margar tegundir af bleikju og urriða. Það er ekki alls kostar rétt, heldur er það að miklu leyti umhverfið, sem á mestan þátt i útliti þessara fiska. Veiðimenn eru nú byrjaðir að renna fyrir silung í vötnum umhverfis Reykjavík, þ.e. þeim vötnum, sem almenningur má nota. Það hefur nefnilega komið í ljós að rétt ofan við borgina eru mjög góð vötn en þau eru ekki fyrir fólkið. Það er nokkuð hart — þegar fyrir er ekki um auðugan garð að gresja i þessum efnum. En það er nú onnur saga og verður rætt síðar. Það var Elliðavatnið sem opnaði fyrst, i byrjun júni. Þar hafa menn veitt mjög vel — þeir sem þekkja vatnið. Sumir hafa fengið 10—15 væna silunga í ferð. Það má nú telja allgott þegar venjuleg veiði eru 3—4 fiskar i ferð. Þingvallavatnið er nokkuð lengi að taka við sér á vorin. Fiskurinn er ekki vanur að koma snemma upp að. Þar hafa þó sumir fengið væna veiði i vor. I Vifilsstaða- vatni hefur verið ágæt veiði eftir þvi sem fróður maður sagði um daginn. Hafa sumir veitt allvel. En það fer vist mikið eftir tíðarfarinu hvort það veiðist eða ekki. Ef það er mikið rok gruggast vatnið uppað hluta. En viltu komast á sardínuveiðar? Ef svo er, skrepptu þá i Hafravatn og renndu fyrir torfurnar þar. Silungurinn i vatninu er svo skelfilega smár að hann minnir óneitanlega á þennan dollumat. Það er þvi greinilega kominn timi til að grisja vatnið. En það er fleira, sem vekur athygli i sambandi við fiskinn i vatninu. Ef hann er skoðaður að innan, er hann fullur af bandormi. Fiskurinn i Hafravatni er sem sagt sýktur. j Rauðavatni er silungurinn lika fullur af bandormi. Og þar er þessi ormur engin smásmiði, enda er fiskurinn orðinn spikfeitur af þessum viðbjóði. Það er greinilegt að bandormurinn herjar i vötnum hér i kring. Þetta verður að athuga strax. Er ekki kominn timi til að gera eitthvað i málinu, Veiðimálastofnun? Þetta er mál sem alltof lengi hefur verið feimnismál. Listahátíðartónleikar 7ulzAfeLu IaiLmk íBústaðakirkju: fcUKOTSKy 161KUF tvö verk eftir John Cage Ódýr eftirlík ing og Etýður Freemans eru verkin sem fiðluleikarinn Paul Zukofsky leikur á einleikstónleik- dm sinum í Bústaðakirkju. Verkin eru bæði eftir nýlistamanninn John Cage, sem einmitt er staddur þessa dagana hér á landi á vegum Listahátíðar í Reykjavik. Zukofsky er vel þekktur hér á landi. Hann hefur oftsinnis stjórnað Sinfóníuhljómsveit jslands og komið fram hér á tónieikum. Þá hefur hann jafnframt haft veg og vanda af sumar- námskeiðum Tónlistarskólans í Reykjavík. — Zukofsky var undrabarn í tónlistarheiminum á sínum tíma. Hann hefur hlotið fjölda alþjóðlcgrd verðlauna fyrir leik sinn, spilað inn á margar hljómplötur og haldið tónleika um allan heim. Tónleikar Pauls Zukofskys í Bústaðakirkju verða i kvöld og hcfjast klukkan hálf niu. Hann kcmur einnig fram í kirkjunni á miðvikudags- kvöldið. Þá stjornar hann nemenda- hljómsveit Tón.'istarskólans i Reykja- vik. Þá verða einnig á efnisskránni verk eftir John Cage. Tónleikarnir eru á vegum L :stahátíðar. -ÁT- Núer sumar mömmusol WÆR Verzlunin Skóiavörðustíg 3 Strandgötu 34 TrÖÖ Skn, 27340 Sími52070 ^ A mj Neðstutröð 8 Hafi rfirðí Sími43180 XjlílUtil SI IIOSSI Simi 43180 Kópavogi. Sími991830 l aiixarcui 7(1 - Sími 10600

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.