Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 8
Min Tanaka á Listahátíð:
Allsnakinn í Höllinni
Japanir eiga sér langa danshefð
sem tengist i senn helgisiðum og hinu
eiginlega leikhúsi. Hún á afskaplega
lítið skylt við vestrænan listdans og er
í senn stíliseruð á expressjóníska
veginn og sneisafull af fínlegum
jiokka — oft í sama dansinum. En
þrátt fyrir að mikið bil ríki milli hins
settlega vestræna dansmáta og hins
stílfærða japanska dans, sem gjarnan
nær yfir það sem við mundum nefna
mímu eða látbragðsleik, þá hafa
þessar tvær greinar dansins haft
nokkur áhrif hvor á aðra, einkanlega
i seinni tíð. Strax upp úr 1920 skutu
upp kollinum japanskir dansarar í
Evrópu og Ameríku, sem innleiddu
nýja siði og þau austrænu áhrif má
m.a. finna í verkum Mörtu Graham i
Bandarikjunum.
í regnkápu
Ekki þykir mér líklegt að hægt sé
að flokka dans Min Tanaka beint
undir japanska hefð, nema ef einhver
kynni að sjá i ýkjum hans og undar-
legri stillingu áhrif hennar. Tanaka er
sprottinn upp úr hinni alternatifu
hefð, andófinu og á kannski eitthvað
skylt við japanska frumkvöðla á sviði
gjörninga, Gutai hópinn svonefnda
sem á árunum 1955—57 stóð fyrir
herjans miklum uppákomum og
látum í Tókýó og Ósaka. Sumir þátl-
takenda, eins og t.d. Tetsumi Kudo,
sneru síðan til Vesturlanda og tóku
þátt í uppákomum Flúxus hreyfing-
arinnar.
Á laugardag hófst spunadans
Tanaka í Laugardalshöll á því að
hann birtist í silfurlitaðri regnkápu í
opnum dyrum hallarinnar. Eftir að
þvi er virðist óralanga stund í kyrr-
stöðu, hóf hann að hreyfa sig hraðar
og hraðar inn eftir gólfinu og er á leið
urðu hreyfingar hans æ krampakenn-
dari, i senn eins og flogaveikur og
hreyfilamaður maður væri að verki.
Sönglað og dansað
Það fór litið fyrir fótahreyfingum
eða eiginlegum fótsporum, heldur
sveigði hann líkamann og beygði sem
Min Tanaka stigur dans sinn í Laugardalshöll á laugardaginn.
OB-mynd: Þorri.
nsn
LISTAHÁTÍÐ
1980
AÐAL STE'K'N
INGÓLF8SON
mest hann mátti og sveiflaði
höndum. Eftir að hafa farið eina
umferð um salinn þar sem áhorf-
endur sátu með krosslagða fætur á
gólfi hvarf hann aftur út i sólskinið.
Þetta var fyrsti þáttur, —
tentpestoso.
I öðrum þætti birtist hann hægt i
útidyrunum með krúnurakað
höfuðið á undan sér og nú hófu
hjálparmenn hans í salnum að kalla
og söngla milli þess sem þeir börðu á
bumbur og önnur sláttuhljóðfæri.
Köllin voru eins og í íslenskri mýri,
spóahljóð, kjóavæl og kannski hljóð
i jarðrakan. Hjálparmennirnir stigu
með þessu einkennileg spor eða val-
hoppuðu, bæði utan við áhorfendur
og meðal þeirra, mörgum þeirra til
auðsjáanlegs uggs. Tanaka var nú
allsnakinn, þakinn farða og nú voru
hreyfingar hans hægar til að byrja
með, eins konar adagio og það var
eins og maðurinn væri í leiðslu.
Sefjun
Jókst nú hraðinn, eftir hrynjandi
þeirri sem hjálparmenn framkölluðu
og ekki var hægt að hafa augun af
hreyfingum Tanaka, sem ekki virtust
lúta nokkrum reglum eða kerfi, nema
hvað fótahreyfingum var haldið í lág-
ntarki. Eftir smástund var eins og
sefjun gripi um sig i salnum og áhorf-
endur sátu sem límdir til enda.
Varla er hægt annað en lýsa
dansinum, því ekki er mér Ijóst
hverjar forsendur liggja að baki hon-
um eður lífsspeki, þrátt fyrir
upplýsingar um samband „staðar,
lima og rúms” sem Tanaka ku vinna
að. Óneitanlega voru innlifun hans
og vald yfir líkamanum aðdáunar-
verð. -Al.
Nýtt fyrír dömur
og herra
w Hvítt ledur
Stæröir: 36—46.
Verð kr. 21.850
PÓSTSENDUM
SKOVERZLUN
ÞÓRÐAR
PÉTURSSONAR
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll,
Sími 14181.
Laugavegi 95. Sími 13570.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚNÍ1980
I kvikmyndinni Skemmtilegt sumarfri festir Tati endanlega i sessi sköpunarverk
sitt Hulot og er skipað á bekk með meisturum þöglu gamanmvndanna. Hér
getur að lita atvik úr Skemmtilegu sumarfrii.
Hinn kostu-
legi Hulot
Kvikmynd: Skemmtilegt sumarfrí (Les
Vacances de Monsieru Hulot)
Leikstjóri: Jazues Tati.
Handrit: Jaques Tati og Henri Merquet.
Kvikmyndataka: J. Morcanton.
Tónlist: Alain Romans.
Meðal leikenda: Jaques Tati, Nathalie
Pascaud, Lucien Frógis.
Sýningarstaður: Hóskólabió (mónudagsmynd).
Háskólabíó hefur tekið ástfóstri
við Jaques Tati. Siðasta mánudags-
mynd þess var Playtime (1967), um
þessar mundir sýnir það Skemmtilegt
sumarfrí (1953) og innan skamms er
væntanleg myndin Mon Oncle eða
Frændi mitin (1958). Það er ekki illa
til fundið, að kvikmyndahús taki á
þennan hátt til sýninga nokkrar
myndir eins og sama leikstjórans —
með þvi gefst skemmtilegt tækifæri
til að bera einstaka myndir hans
saman og eins má fræðast nokkuð
um hann i leiðinni. Þetta á ekki sist
við um Jazues Tati, sem leikur jafnan
aðalhlutverkið i myndum sínum
sjálfur — hinn kostulega monsjör
Hulot sem stöðugt lendir i undar-
legum uppákomum og óvæntum
vandræðum.
Tati hóf feril sill sem kvikmynda-
leikari og leikstjóri með nokkrum
stuttum skopmyndum en það er ekki
fyrr en í fyrstu löngu mynd sinni,
Jour de féte (1948), sem hann festir
sig endanlega i sessi sem einn af
fremstu gamanleikurum kvik-
myndanna og er skipað í flokk með
meisturum þöglu myndanna, Chaplin
og Buster Keaton.
Monsjör Hulot festist í sessi i
þeirri rnynd sem nú má líta i Háskóla-
bíói: Skemmtilegt sumarfrí. í þeirri
mynd bregður Tati upp Ijóslifandi
mynd af fólki í sumarfríi. Hann
vinnur mynd sina af afburða ná-
kvæmni og iðulega er það sem manni
flýtur í hug, að sitthvað sé leikið af
fingrum fram fyrir framan töku-
vélina — sitthvað er þannig gert, að
það er eins og það verði til i sjálfum
leik Tatis i hlutverki Hulots. Og það
er ekki síst fyrir þá sök, að myndin
verður öll skemmtilegri og persóna
Hulots skoplegri.
Það er einn af meginkostum Talis
hve sparlega hann notar orð i
myndum sínum. í þeim skilningi eru
þær næstum þöglar. Hins vegar er
nóg fyrir eyrað — ef svo má að orði
komast — í myndum Tatis. Alls kyns
hljóð úr umhverfinu skipa veiga-
mikinn sess sem eins konar undir-
leikur meðan Hulot ýmist kemur sér i
vandræði eða bjargar sér úr þeim —
ef hann hefur þá á annað borð áttað
sig á því að hann hefur lent í vand-
ræðum.
Skemmtilegt sumarfri er svo
sannarlega ntynd sent óhætt er að
mæla með.
Kvik
myndir
FAT4ITHÐ4R
I fyrsta sinn á íslandi getum við boðið prentun á fatamiðum á sambærilegan hátt og
erlendis. Getum prentað 2 liti á miðann að framan og 1 lit að aftan í einni og sömu
______umferð og á góðu verði. Þvottekta.
M
lindargötu 48.
Vönduð vinna reynið viðskiptin
ii 14480. Póstbox 769. Reykjavík, jsland.