Dagblaðið - 09.06.1980, Side 11

Dagblaðið - 09.06.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 11 •- .y ' ■ Vestur-Þýzkaland: Sósíaldemókratar haldaflokksþing Sósíaldemókratar i Vestur-Þýzka- landi halda nú flokksþing sitt í Essen. Höfuðverkefnið er að undirbúa kosningastefnuskrá fyrir kosningarnar sem verða eiga hinn 5. október næst- komandi. Þá verður kosið til sam- bandsþingsins í Bonn. Willy Brandt fyrrum kanslari og for- maður flokksins varaði sósíaldemó- krata við sjálfsánægju og værð vegna kosningsigra í einstökum ríkjum að undanförnu. Flokknum bæri nú að stefna að því að verða stærsti flokkur Vestur-Þýzkalands og leysa þar af flokk Kristilegra demókrata. Sósialdemókratar e. u i stjórn í landinu með stuðnningi Frjálsa demókrata. Helmut Schmidt kanslari flytur ræðu á flokksþinginu i dag. Búizt er við að hann leggi höfuðáherzlu á slökun spennu i sambúð austurs og vesturs á alþjóðasviði og framfarir í félagslegri þjónustu i innanlandsmálum. Mexíkóflói: Sprenging á olíuborpalli Mikil sprenging varð á bandariskum olíuborpalli á Mexíkóflóa i gær. Varð af mikill eldur en ekkert manntjón er talið hafa orðið að sögn bandarísku strandgæzlunnar. Var áhöfn pallsins bjargð um borð I tvö skip sem komu á slysstaðinn. Einnig tók þyrla þátt i björgunarstarfinu. Borpallurinn er í eigu Marathon olíufélagsins. Ekki er vitað hve mikil olíumengun verður vegna sprengingarinnar. Ekki var heldur vitað hvað orsakað hafði hana. Heldur ekki hve margir hefðu verið á borpallinum þegar slysið varð. Hann var í um það bil 145 kilómetra fjarlægð frá borginni New Orleans. Sakamenn íeinangrun Edmund Muskie, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að kæmi í ljós að harðsvíraðir glæpamenn væru meðal þeirra kúbönsku flóttamanna sem til Bandaríkjanna eru komnir mundu þeir verða settir í einangrunar- búðir. Þar yrðu þeir að dúsa svo framarlega sem Kúbustjórn tæki ekki aftur við þeim. Ráðherrann sagðist þó telja að ekki væru nema um það bil eitt þúsund sakamenn meðal hinna 110 þúsunda Kúbumanna, sem komnir eru til Flórida á undanförnum vikum. Vilja slaka a spennu Valery Giscard d’Estaing forseti Frakklands kom nýverið í opinbera heimsókn til Finnlands. Var það í fyrsta skipti sem franskur þjóðhöfð- ingi sótti Finna heim. Myndin sýnir er Urho Kekkonen forseti Finnlands býður franska forsetann velkominn. í viðræðum þjóðhöfðingjanna kom meðal annars Ijóslega fram að báðum er mjög í mun að áframhald verði á slökun spennu á milli austurs og vesturs og járntjald kalda stríðsins renni ekki aftur fyrir í samskiptum Austur- og Vestur-Evrópu. Greinilegt var að Frakklandsforseti lagði tölu- vert upp úr að heimsókn hans til Finnlands væri sem veglegust. Voru meðal annars þrír ráðherrar í sendi- nefnd hans. Finnland er það land Evrópu sem einna helzt getur talizt standa á mörkum austurs og vesturs. OPEC ríkin 13 deila um verð Fulltrúar OPEC-ríkjanna þrettán munu I dag reyna enn einu sinni að komast að samkomulagi um sam- eiginlegt verð á hráolíu á heims- markaði. í OPEC samtökunum eru öll helztu olíuútflutningsríki heims. Samkomulagshorfur eru ekki taldar góðar Þegar fyrir fundinn hafa Saudi-Arabía og íran lýst því yfir að þau muni ekki fallast á mála- miðlunartillögu Iraks, eins og nokkur önnur ríki ætla að gera. Saudi Arabía hefur fylgt einna hófsamastri verð- hækkunarstefnu en íransstjórn, sem tók við eftir byltinguna þar í fyrra, er áköfust í að hækka heimsmarkaðs- verðásamt Alsír. Tillaga íraks gerir ráð fyrir 32 doll ara grundvallarverði á olíufatið. Er það fjórum dollurum hærra en Saudi Arabiuverð en þrem dollurum lægra en hjá Írönum. III Svartur hnef i á lofti Mesta skemmdarverk sem unnið hefur verið gegn stjórn hvítra manna i Suður-Afríku er þegar olíu- hreinsunarstöð vestur af Jóhannesar- borg var sprengd upp fyrir nokkru. Atburðurinn þykir ekki boða gott fyrir framtiðina þar. í það minnsti hluti svartra ibúa landsins virðist reiðubúinn til að krefjast jafnréttis og beita öllum ráðum til að fá þeim kröfum framgengt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.