Dagblaðið - 09.06.1980, Qupperneq 12

Dagblaðið - 09.06.1980, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚNÍ 1980 í iBIABIB Útgofandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. v Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjóman Jóhannos Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aflstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Erna V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamlerfur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls son, Svoinn Pormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þróinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11 Aflatsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskríftarvorfl ó mónufli kr. 5000. Verfl í lausasölu kr. 250 eintakifl. Sjálfstæðismenn eru endanlega búnir að glata voninni um Reykjavík. For- ustumenn þeirra í borgarstjórn eru á leið í grænni haga á öðrum sviðum þjóðlífsins. Og eftirmennirnir eru ekki þeir bógar, að þeir endurheimti meiri- hlutann. Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, er hættur formennsku stjórnarandstöðunnar í Reykja- vík. Hann hefur verið á þingi í tvö ár og er kominn á kaf í landsmálin. Sennilega verður hann ekki aftur i framboði til borgarstjórnar. Birgir var um tíma einn af fáum mönnum, sem nefndir voru sem formannsefni Sjálfstæðisflokksins. Það var, þegar sú skoðun var uppi, að Geir og Gunnar yrðu að víkja úr forsæti fyrir sameiningartákni, er stæði utan við klíkur. Nú virðist hins vegar sem Geir vilji halda stríðinu til streitu, fjarlægja Gunnarsmenn úr áhrifastöðum flokksins og halda sjálfur áfram formennsku. Og meðal Geirsmanna er Birgir talinn heppilegur varafor- maður í stað Gunnars. Eins og Birgir er Albert Guðmundsson líklegur til minni afskipta af borgarmálum. Hann er í framboði til forseta og situr á þingi. Og hann gaf ekki kost á sér við forustuskiptin í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna. Margir sjálfstæðismenn höfðu trúað og vonað, að Ólafur B. Thors mundi vilja taka við formennsku stjórnarandstöðunnar í Reykjavík, þegar Birgir hætti. Hann var þriðji og síðasti bógurinn í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna. En Ólafur gaf ekki kost á sér. Sagt er.aðþað sé vegna þess að senn verði hann einn forstjóri Almennra trygg- inga og þurfí að helga fyrirtækinu krafta sína óskipta. Þetta hefur magnað svartsýni sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ólafur var í vetur eins og Birgir af sumum talinn heppilegt formannsefni í Sjálfstæðisflokknum sem al- mennt vel látinn utanklíkumaður. En vaxandi atvinnu- skyldur Ólafs virðast hafa gert hann fráhverfan póli- tískum frama. Engan stjórnvitring þarf til að sjá vonleysið, sem hlýtur að grípa sjálfstæðismenn í Reykjavík, þegar Birgir ísleifur Gunnarsson, Albert Guðmundsson og Ólafur B. Thors sýna ekki áhuga á forustu í borgar- stjórnarflokknum. Davíð Oddsson er nú orðinn formaður stjórnarand- stöðunnar í Reykjavík. Hann varð skrifstofustjóri borgarstofnunar, Sjúkrasamlags Reykjavíkur, fljót- lega eftir að hann varð borgarfulltrúi. Nú er hann for- stjóri þessarar stofnunar. Þegar borgarfulltrúinn Kristján J. Gunnarsson var skipaður embættismaður borgarinnar, fræðslustjóri Reykjavíkur, þótti honum óviðkunnanlegt að halda áfram þátttöku í stjórnmálum borgarinnar. Hann hætti að vera borgarfulltrúi. Úr því að Davíð hafði sem borgarfulltrúi þáverandi meirihluta aðstöðu til að verða embættismaður borgar- innar, átti hann að hætta í stjórnmálum borgarinnar eða einfaldlega neita sér um embættið. Kristján valdi, en Davíð ekki. Þessi forsaga er sízt til þess fallin að blása lífsanda í þaráttu sjálfstæðismanna fyrir endurnýjuðum meiri- hluta í Reykjavík. Það verður erfitt hjá embættis- manni borgarinnar, þegar hann hyggst fylla lið sitt eld- móði. Leit forustumanna borgarstjórnarflokksins i grænni hága og hin róttæku forustuskipti segja áhorfendum þá sögu, að sjálfstæðismenn í Reykjavík eygi ekki lengur von um afturkomu meirihlutans. Þrettán ár f rá sex daga stríði ísraels og arabaríkjanna: Sættir aldrei fjær—hatríð aldrei meira —eru tímar hermdarverka og ógnaraldar loks að renna þar uppaðfullu? I liðinni viku voru þretlán ár siðan ísraelsmenn réðusl inn í þrjú araba- ríki og á sex dögum náðu þcir þeim árangri að síðan hafa ein milljón og tvö hundruð arabar verið undir veldi gyðinga. — Þetta gerðisl í sex daga stríðinu svonefnda árið 1967. Á nokkrum liðnum vikunt hefur hatrið og beiskjan blossað upp meðal Palestínuaraba á vesturbakka árinnar Jórdan. Viðræður sem fram hafa farið á milli Egypta og Ísraelsmanna um sjálfstjórn Palestínuarabanna á hernumdu svæðunum virðast algjör- lega runnar út í sandinn. Vonir þær sem menn báru í brjósti um að deilur araba og israelsmanna mundu leysast virðast nú fjarlægari en nokkru sinni. Aldrei á þessum þrettán árum, sem liðin eru frá sex daga stríðinu, hafa deilur um heimild til búselu ísraela á hernumdu svæðunum verið harðari Gífurlegar deilur hafa verið meðal Ísraela og einnig við arabana um ný- gefnar heimildir til að borgarar ísrael setjist að til frambúðar á vesturbakk- anunt. Vitahringur hefndarverka og of- beldis hefur aldrei verið á hraðari snúningi en liðnar vikur. Nefna ntá að palestinskir hermdarverkamenn drápu sex israela í borginni Hebron á vesturbakkanum. Þarna var um land- nenta að ræða og vakti morð þeirra gífurlega reiði í ísrael. í stuttu ntáli ntá segja að hið gamla lögntál gyð- inga — auga fyrir auga, tönn fyrir tönn — gildi í samskiptum deiluaðila á þessum slóðum. í liðinni viku urðu Iveir arabiskir bæjarstjórar fyrir þvi að sprengja var sett í bifreiðir þeirra og missti annar þeirra báða fætur en taka varð annan fótinn af hinum. Þriðji arabiski borg- arstjórinn slapp við svipuð örlög fyrir árvekni sína. ísraelskur sprengjusér- fræðingur varð hins vegar fyrir þvi að blindasl er sprengja i bifreið borg- arstjórans sprakk í andlit hans. Arab- ar á hernumdu svæðunum telja al- ntennt að tilræðismennirnir hafi verið hermdarverkamenn úr röðum harðlinugyðinga sent vilja láta sverfa til stáls í samskiptum araba og ísra- ela. Á þeim árunt sem liðin eru frá sex daga styrjöldinni hefur fleygur verið rekinn milli andstæðra hópa í ísrael. Flestir ef ekki allir Ísraelsmenn eiga enga ósk heitari en þá að lausn finnist sem fyrsl á deilum þeirra viðaraba og þá sérstaklega Palestinuaraba á her- numdu svæðunum. Vandinn er að- eins sá að órafjarlægð er á milli þeirra hugmynda sem menn gera sér um hvernig leysa megi þá deilu. Tvær andstæðar kenningar eru helztar. Samkvæmt annarri er leiðin sú að arabar og íszraelsmenn eigi að lifa saman i sátt og samlyndi á þvi landssvæði sem gamla testamentið kallar ísrael. Hin kenningin er sú að ekki sé nein von um frið fyrr en arab- ar ogisraelsmenn búi aðskildir hvorir í sínu ríkinu. Þingmaður á israelska þingínu, — Knesset — Uri Avnery að nafni segir til dæmis að Ísraelsmenn hali misst af upplögðu tækifæri til að leysa deilurnar þegar látið var hjá liða að bjóða Palestínuaröbum siit eigið sjálfstæða ríki strax í kjöllar sex daga striðsins árið I967. Avnery er leiðtogi lítils vinstri sinnaðs sljórn- málaflokks í ísrael. Hann segir að síðan árið I967 hali Framsóknar- áratugurinn og „litlabóla” Segja má að þrjú ártöl í íslandssög- unni séu greypt í huga hvers íslend- ings, a.m.k. hinna lítt skólagengnu af minni kynslóð. Það eru þau ártöl sem kennd eru við svartadauða, stórubólu og móðuharðindi. Öll þessi tímabil varð mannfellir svo mikill að stapp- aði nærri landauðn. Nú tel ég hik- laust að megi bæta fjórða timabilinu við, þ.e. þeim áratug sem útrunninn er i júlí á næsta ári og framsóknar- menn vilja ýmist kenna við flokk sinn eða foringja, Ólaf Jóhannesson. Sumir munu vilja telja þetta stóryrði en gáum nánar að. Það er að visu rétt að ekki hefur orðið mannfellir á þessum áratug svo liggi við landauðn. En á honum hefur það gerst mitt í mesta góðæri sem yfir þetta land hefur dunið, svo maður notið sama orðalag og venjulega er haft um plágur, að allt þjóðlífið hefur farið svo úr böndum að sl. 5 ár hefur flust af landi brott mannfjöldi sem svarar einum kaupstað á borð við ísafjörð eða Akranes og leitað gæfunnar erlendis. Vesturfarirnar þóttu mikil blóðtaka á sinni tið. Það voru harðindaár, tækifærin fá hér heima og harðvítugir Ameríkuagent- ar fóru um landið og lofuðu gulli og grænum skógum vestur á sléttum Kanada. Nú er árferði gott, atvinnu- leysi ekki meira en svo að við verðum að flytja inn erlent verkafólk og alls staðar blasa við ónýtt, gullin tæki- færi og enginn rekur áróður fyrir landflótta. Samt hafa á fimm árum tekið sig upp og horfið úr landi álika margir og á tveimur áratugum vestur- faratímabilsins. Ég get vel unnt þeim framsóknar- mönnum þess að kenna þennan ömurlega áratug við sjálfa sig eða foringja sinn. Mér þætti þó fara jafn- vel eða betur á því að kenna hann við „litlubólu” eða „móðuharðindi af mannavöldum”. Því að jafnvel land- flóttinn segir ekki alla söguna, þó mér þyki hann segja ærið nóg og þykir mér furðu gegna að enginn skuli verða til að ráða þær rúnir sem að baki liggja, eins og lætin urðu þegar landflóttinn varð á síðasta ára- tug þegar saman fóru síldarleysis- og kalár og verðhrun varð á islenskum afurðum á erlendum mörkuðum. Allan þennan áratug hefur átt sér stað innri landflótti svo að brátt mun liggja við landauðn á borð við afleið- ingar þeirra plága sem ég nefndi áðan. Allan þennan áratug, „litlu- bólunnar” hefur eitt sveitabýli farið í eyði á 60 stunda fresti, 12 á mánuði, nærri I50áári. En þetta er bara byrjunin. Stefán Jónsson alþingismaður benti á það i vetur að vaxtabyrði og bankakostn- aður samkvæmt Ólafslögum (sem hann var með í að samþykkja) íþyngdi nú þegar verulega fólki sem væri að koma undir sig fótum í bú- rekstri og ungt fólk í sveitum mundi hreinlega flosna upp á næstunni. Eftir sætu miðaldra, skuldlausir bændur sem ættu eftir stuttan bú- skapartima en unga fólkið hrektist burt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.