Dagblaðið - 09.06.1980, Side 13

Dagblaðið - 09.06.1980, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚNÍ1980 GRÁTMtJRINN I JERÚSALEM. Hluti Jerúsalemborgar var undir yfirráðum Jórdaniu þar til I sex daga strfðinu að Isra- elsmenn hernámu hana. Borgin er eitt þeirra svæða sem strangtrúaðir gyðingar telja sina heilögu eign á grundvelli Gamla testamentisins. Jerúsalem er heilög borg i augum kristinna manna, múhameðstrúarmanna og gyðinga. græðgi ísraelsmanna vaxið svo mjög að nú sé afslaða margra þar i landi dæmigerð fyrir nýlendusjónarmið herraþjóðar gagnvart nýlendu sinni. — ísrael gagnvart hernumdu svæð- unum þar sem palestinuarabar búa. Uri Avnery mótmælir þeirri full- yrðingu Menachem Begin forsætis- ráðherra ísraels um að frá herfræði- legu öryggissjónarmiði sé nauðsyn- legl fyrir ísrael að halda vesturbakka árinnar Jórdan. — Hernumdu svæðin hafa aldrei haft neitt hernaðarlegt gildi fyrir ísrael — segir hinn vinstri sinnaði stjórnmálamaður. — Þvert á móti þá eru þau nú eins og krabbamein í sjúkum manni. Þau éta upp ísrael innan frá og stefna framtíð þess í háska.— Anvery vill að þegar séu hafnar beinar samningaviðræður við PLO, samtök Palestínuaraba, um frjálst ríki þeirra á vesturbakkanum og á Gazasvæðinu. Uri Avnery skýrði frá því í viðtali nýlega að skömmu eftir að friðar- samningar ísraels og Egyptalands voru undirritaðir í marz árið 1979 hafði hann gengið frá veðmáli við einn leiðtoga Palestínuaraba. Hafi hann, það er Anvery, haldið þvi fram að deilurnar um framtíð Palestínu- araba yrðu leystar innan sjö ára þaðan í frá. — Ég stend enn við þessa skoðun mina — segir hann. Uri Anvery, og þeir sem eru söntu skoðunar um þessi mál, eru hins vegar aðeins lítill minnihluti á ís- raelska þinginu. Mikill meirihluti þingmanna þar er algjörlega and- vigur hugmyndum um stofnun sér- staks ríkis Palestínuaraba. Haim Corfu er leiðtogi eins þeirra stjórnmálaflokka sem standa að sam- steypustjórn þeirri sem Begin veitir nú forustu i Israel. Skoðun hans og fylgismanna hans er sú að ekki komi annað til greina en ísrael hafi ávallt hönd i bagga um stjórn mála á vest- urbakkanum og annars staðar þar sem Palestínuarabar búi á þvi svæði sem ísraelar ráða nú. Eina færa leiðin til lausnar á deil- unni er sú að halda áfram þeim við- ræðum um sjálfstjórn Palestínuaraba sem fram fara nú við Egypta og Bandaríkjamenn segir Corfu. Gyðingar og arabar verða að finna sér leið til að lifa í sama ríki því við munum aldrei fallast á að annað ríki verði stofnað. Ástæðan er sú að slíkt væri að undirrita dauðadóm okkar gyðinga. — Kröfu Palestínuaraba um sjálf- stætt riki hefur þegar verið fullnægt við stofnun Jórdaniu að áliti Haim Corfu. Aðrir, þeir sem taka þátt i sam- steypustjórn Begins eru þeirrar skoð- unar að spurningin um öryggismál ísraels komi í öðru sæti þegar rætt sé um möguleika á stjálfstjórn eða sjálf- stæði Palestínuaraba á vesturbakk- anum. Þar er átt við strangtrúaða gyðinga sem líta á vesturbakkann sem heilaga eign gyðinga. Byggja þeir þá skoðun sína á orðum Gamla testa- mentisins. Þetta eru þeir aðilar sem staðið hafa fyrir því að margir ísraelsmenn hafa leitazt við að koma upp fastri byggð Israelsmanna á vesturbakkan- um. I augum heimsins er þetta ein mesta ógnunin við friðinn í Miðaust- urlöndum og i augum margra borg- ara ísraels sjálfs er þarna að finna höfuðástæðuna fyrir hryðjuverkum og ógnum sem riðið hafa yfir á síð- ustu vikum. Flestir Palestínuarabar hafa algjör- lega hafnað þeim hugmyndum sem á lofti hafa verið um sjálfstjórn þeim til handa i viðræðum ísraels, Egypta- lands og Bandaríkjanna. Þeir telja að þar sé alls ekki gengið nægilega langt i þá átt að veita þeim sjálfsákvörðun- arrétt. Á sínum tíma var það mark sett að málið skyldi vera afgreitt eigi siðar en 26. maí siðastliðinn. Þvi fór fjarri að slikt tækist. Anwar Sadat gerði sér grein fyrir stöðunni og tók þá ákvörðun að fresta öllum frekari viðræðum um sinn. Hvenær þær verða teknar upp aftur er allsendis óvíst. Haim Corfu segir að örugg stjórn ísraela á vesturbakkanum sé nú brauðnauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari aukningu á ofbeldi og hermdarverkum. Ýmsir borgarar Israels telja veru- lega hættu á að hermdarverk öfga- manna meðal gyðinga, sem leiddu til þess að tveir arababorgarstjórar eru örkumla menn eftir, muni leiða til sams konar ástands og var i Palestinu á meðan Bretar fóru þar með stjórn rétt fyrir slofnun ísraelsrikis árið 1948. Þá framkvæmdu bæði herntd arvcrkamenn gyðinga og ataba margs konar ógnarverk í nafni málttaðar- ins. Minna má á að þá var Menachem Begin núverandi forsætisráðherra israels foringi hermdarverkahóps og margeftirlýstur sem morðingi af brezkum yfirvöldum i Palestínu. Haim Corfu, sem nú tekur þátt í santsteypustjórn Begins, segir að kenningin um að svipaðir timar séu nú að renna upp kunni vissulega að vera rétt. — Örugg stjórn Ísraela á vesturbakkanum er hins vegar væn- legasla leiðin til að konia i veg fyrir slíkl — segir Corfu. Ungir Palestlnuarabar hafa að sögn verið þeir sem lagt hafa drjúgan skerf til þess hóps sem stunda skæruhernað og hermdarverk viða um lönd. Mvndin er af æfingu nokkurra þeirra, sem ætluðu til aðstoðar Khomeini og ntannahans Iran.Aðstoð þeirra var þó af einhverjum ástæðum, ekki þegin. Kjallarinn Þorvarður Júlíusson Þetta er laukrétt hjá Stefáni. Endurnýjun í bændastéttinni hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Það litið sem hún hefur verið skal nú sviðið brott, eins og of snemmborinn gróður í vorhreti/Ofan á þetta bæt- ast skattaákvæðin sem heimila að áætla á frumbýlingana miklu hærri tekjur en þeir hafa haft. Og nú sví- virðingin sem kórónar skömmina, svokallað kvótakerfi. Það kemur þannig út fyrir sauð- fjárbændur að nefnd spekinga i Reykjavik ákveður þeim „búmark” í samræmi við meðaltalsinnlegg þeirra sl. 3 ár. 8% skerðing kemur strax á fyrstu 300 ærgildin en svokallað SÍS- verð á það sem þar er fram yfir, þ.e. það útsöluverð sem SÍS selur af- urðirnar á erlendis. Það hefur, svo sem sannaðist í umræðum á Alþingi i fyrravor, undirboðið aðra seljendur, t.d. í Danmörku, um 2 kr. danskar \ eða 150 isl. kr. á kg. Þetta er dálag- legur skildingur þegar þess er gætt að skilaverð SÍS til bænda af hverju kg útflutningskjöts er ca 3 —400 krónur. Þá var útsöluverð þess i Svíþjóð 15— 1800 kr. á kg, eftir því sem Árni G. Pétursson sauðfjárræktarráðunautur upplýsti í Frey í fyrra. Hengingaról kvótakerfisins Semsagt, þótt grundvallarbúið sé nú og hafi undanfarin ár verið talið 440 ærgildi skal nú aðeins heimilt að framleiða sem svarar afrakstri 300 ærgilda og þó þola 8% skerðingu af þeim, eða sem svarar 1200.000 kr. Frumbýlingum heimilast allranáðar- samlegast að sækja sérstaklega um skoðun á sínum rétti því að, eins og haft var eftir einum útsendara Fram- leiðsluráðs í Mbl. nýlega, „auðvitað er óframkvæmanlegt, að bóndi, sem er að byggja sinn rekstur upp i eðli- lega stærð, skuli búa við skerðingu, sem kippir öllum stoðum undan starfi hans.” En hvers eiga hinir að gjalda? Hvað um þá sem nýlega fengu leyfi fyrir 100 kúa fjósi (Holt við Stokkseyri) eða 1000 kinda fjár- húsi (Stóra-Giljá, A.Hún.)? Og hvað um bændurna við Djúpið og á Ströndum sem nýlega voru narraðir út í stórfelldar fjárhúsbyggingar sam- kvæmt opinberri áætlun (Inndjúps- og Strandaáætlun) á svæði þar sem vantar mjólk mikinn hluta árs og fá verður rjóma fyrir fermingarnar um páskana flutta með loftbrú sem helst minnir á loftbrúna frægu til Vestur- Berlínar þegar hvað mest gekk á þar um árið? Hvað um alla þá sem hafa byggt og ræktað í góðri trú á undanförnum árum en sitja nú uppi með þessar framkvæmdir arðlausar en safnandi á sig okurvöxtum sem gera hverja milljón króna skuld að tveimur millj- ónum á ári? Framsóknarflokkurinn segir styðja bændur. Hann hefur nú endanlega sýnt það og sannað að hann styður þá á sama hátt og snaran styður hinn hengda. Ef þrjú býli hafa farið i eyði á 60 klst. fresti undanfarinn áratug, hvað verður þá þegar hengingaról kvótakerfisins hefur verið reyrð að hálsi hvers bónda? Og vita mennirnir hvað þeir eru að gera? Fyrirsjáanlegt hrun í sveitunum varðar ekki bara þessa 4000 bændur og þeirra fjölskyldur sem enn eru að bolloka við búskap. Hver bóndi hefur á undanförnum árum brauð- fætt eina fjóra eða fimm þjóna i öðrum stéttum, eða með skylduliði kannski 40—50 þúsund manns. Hvað verður um Borgarnes, Búðardal, Hvammstanga, Blönduós, Sauðár- krók, Akureyri, Húsavik, Egilsstaði, Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal, Hvolsvöll, Hellu, Selfoss, já, Reykja- vík með Sláturfélagið, Mjólkursam- söluna, höfuðstöðvar SÍS, Búnaðar- félagsins, Stéttarsambandsins, og landbúnaðarrannsóknanna, með ull- ar- og skinnaverksmiðjurnar, áburð- arverksmiðjuna, fóðurbætissölurnar, vélasölurnar og öll hin þjónustufyrir- tækin sem að meira eða minna leyti byggja afkomu sína á þjónustu við bændastéttina? Ég held að það þurfi ekki að hafa þessa upptalningu öllu lengri til þess að menn sjái að þótt það sé tiltölulega einfalt mál að flytja inn landbúnaðarafurðir — ef menn hafa til þess gjaldeyri — þá mun hrun landbúnaðarins hafa engu síður víð- tækar afleiðingar um allt þjóðlifið en þær plágur sem ég gat um áðan og hafa leikið það verst. í spennitreyju En góði maður, segir kannski ein- hver, er það nokkurt hrun þótt dregið sé úr offramleiðslu? Eigum við að halda áfram að gefa með íslenskum landbúnaðarafurðum ofan i útlend- inga? Ekki er ég að mæla með því en það er engin ástæða til að grípa til ör- þrifaráðs sem tefla allri framtið land- búnaðarins í stórhættu. Forsvars- menn kvótakerfisins viðurkenna sjálfir að það muni leiða til 1200 þús. kr. tekjuskerðingar að meðaltali á býli — og menn þurfa ekki að líta nema í eigin barm til að sjá hverjar afleiðingar yrðu af svo stórfelldri kjaraskerðingu. Vandinn sem þetta á að leysa er að skerða framleiðsluna um 150.000 ærgildi eða um 9,6% af heildarframleiðslu landbúnaðaraf- urða. Einhvers staðar hef ég séð að dilkakjötsframleiðsla þéttbýlisbúa, sem hafa rollubúskap sem „hobbý”, sé um 8% af heildinni. Þegar við bætum ríkisbúunum við þessa tölu þá erum viö nokkurn veginn komin með þá skerðingu sem Framleiðsluráð keppir að. Er þá ekki nokkuð einsýnt hvað bcri að gera: Þessir aðilar eiga einfaldlega að fá útflutningsverð fyrirsínarafurðir. Það er engin ástæða til að koma upp skrifstofubákni í Reykjavík sem fyrirskipi hverjum bónda hversu mikið hann má framleiða af þessu eða hinu. Það er verið að reyra bændur í spennitreyju ríkisafskipta, svipta þá síðustu leifum frjálsræðis og sjálfstæðis og gera þá að ánauðug- um þrælum stóla- og og stofuhitaliðs í Reykjavík. Þetta er sannarlega ömurlegur endir á landbúnaðarstefnu Framsóknarflokksins og nú verður að bregðasl hart við og snúa af þeirri óheillabraut sem fetuðhefur verið síð- asta áratug. Nú hefur ný rikisstjórn tekið við af þeim óskapnaði sent liðaðist í sundur á síðastliðnu hausti. Ekki er hægt að segja að fyrstu spor hennar i sam- bandi við fjárlagagerð og nýja skatta séu beinlínis traustvekjandi. en ég ber takmarkalaust traust til hins nýja landbúnaðarráðherra, Pálma Jóns- sonar á Akri. Við höfum nú i fyrsta sinn um langt skeið starfandi bónda i þessu mikilvæga embætti, mann sem þekkir af sjálfum sér hvar skórinn kreppir. Hann brá lika skjótt við að koma í höfn þeirri greiðslu til bænda sem búin var að vefjast fyrir fram- sóknarmönnum í heilt ár, og það eins þótt Tómas Árnason reyndi á síðustu stundu að koma í veg fyrir það. Ég vil nú eggja Pálma að afnema þau endemislög sem fyrirrennari hans, Steingrímur Hermannsson, kom í gegnum þingið 6. apríl i fyrra, rifa i sundur þetta kvótakerfi og tryggja að vísitölubúið með 440 ærgildi fái fullt verð fyrir afrakstur búsins. Siðan þarf að endurskoða allt af- urðasölukerfi bænda og það stjórn- ar- og eftirlitsbákn sem sett hefur verið þeim til höfuðs, þannig að hver bóndi finni sjálfur hvað honum er hagkvæmast að framleiða en það sé ekki ákveðið af kontóristum í Reykjavík. Þá — og þá fyrst — verða bændur aftur frjálsir og sjálfstæðir menn. Þorvarður Júlíusson Söndum, V-Hún. „Framsóknarflokkurinn styöur bændur eins og snaran styöur hinn hengda.” ✓

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.