Dagblaðið - 09.06.1980, Side 19

Dagblaðið - 09.06.1980, Side 19
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JUNÍ 1980 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 23 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Stjómarkreppa hjá HSÍ — í kjölfar mjög erfiðrar fjárhagsstöðu sambandsins „Fjárhagurinn er í svo ömurlegu ástandi að ekki er hægt að halda uppi eðlilegu sambandi við erlend. ríki,” sagði Júliús Hafstein, formaður HSÍ, i samtali við Dagblaðið i morgun. Um helgina var haldnn aðalfundur Handknattleikssambandins og var slakur fjárhagur sambandsins þar mál málanna. Jón Sæmundur Sigurjónsson, gjaldkeri HSÍ , og fleiri stjórnaraðilar lýstu þvi yfir að þeir vildu hætta störfum. Ákvarðanir þessara manna standa f beinu sambandi við erfiða fjárhagsstöðu sambandins. Vegna þessarar stjórnarkreppu sem upp kom varð að fresta lokastörfum þingsins um hálfan mánuð. Ef til vill er það dæmigert fyrir hina slæmu fjár- hagsstöðu sambandsins að á fundinum kom fram tiilaga um að leggja niður öll erlend samskipti. Þar sem tillaga kom svo seint fram þurftu 2/3 fundar- manna til að samþykkja að hún yrði rædd og sá meirihluti fékkst ekki. ,,Því miður fékkst þessi tillaga ekki rædd,” sagði Július. „Ef slik tillaga hefði verið samþykkt þá hefði það þýtt stöðnun í 7.—10 ár og við hefðum sjálfkrafa fallið niður f C- riðil. Það var mjög eðlilegt og gott að fá fram þessa tillögu til að sýna erfiða stöðu fþróttasamtakanna,” sagði Július. Á aðalfundinum var samþykkt fjárhagsáætlun upp á 124 milljónir króna. Þar er gert ráð fyrir ýmsum nýjum fjáröflunarleiðum. Meðal tillagna, sem samþykktar voru á aðalfundinum má nefna breytingu á reglugerð um bikarkeppni. Nú er gert ráð fyrir aðeins einum úr- slitaleik, sem leikinn skuli til þrautar. Af öðrum nýmæium má nefna að tvö efstu ogneðslu félög í hverri deild skuli sjálfkrafa færast milli deilda. Þá stjórnarkreppu sem nú er komin upp í HSÍ. sagði Júlíus að talsverðan tfma þyrfti til að leysa, þar sem hann treysti sér ekki til að velja einhvern og ein- hvem í stjórnina. Ekki hefði unnizt timi til að finna gott fólk og því hefði verið ákveðið að fresta þinginu i hálfan mánuð. Rússi til Ár- menninganna Ármenningar ætla sér stóra hluti í handknatt- leiknum i vetur. Ráðinn hefur verið sovézkur þjálfari til félagsins, A.Z. Akbashev. Hann hefur verið aðalþjálfari hins þekkta sovézka 1. deildarliðs, Kuntzevo. Liðið hefur náð frábærum árangri undir hans stjóm, unnið meistaraititlinn þrisvar og 7 sinnum orðið i 2. til 3. sæti. Margir af fremstu hand- knattleiksmönnum Sovétrikjanna hafa hlotið þjálfun hjá honum, meðal annarra Bélov, fyrirliði landsliðsins, ásamt nokkrum unglingalandsliðs- mönnum. Akbashev kemur um mánaðamótin júli-ágúst og hefst þegar handa við þjálfunina. Hann mun þjálfa bæði eldri og yngri flokka, kvenna og karla. Til stóð að Akbashev yrði þjálfari íslands meistara Vikings, en þar sem Bogdan þjálfara þeirra tókst að fá leyfi til að vera hér áfram, réðst Akbashev til Ármcnninga. Ármenningar hafa leikið i annarri deild karla undanfarin ár, en ætla nú að blása nýju lífi i lið sitt með aðstoð hins þekkta sovézka þjálfara. Sovézkur handknattleikur er i fremstu röð i heiminum í dag og er ekki að efa að koma Akbashevs verður islenzkum handknattleik til framdráttar. Kist skoraði tvívegis fyrir Hollendinga Hollendingar sigruðu ilalska 1. deildarfélagið Udinese með fjórum mörkum gegn engu i æfingaleik um helgina. Hollendingar mæta Grikklandi siðar i vikunni i átta landa úrslitum Evrópukeppninnar. Hollenzki markakóngurinn Kees Kist skoraði tvívegis í leiknum. Hin mörkin skoruðu Ari Haan og Anton Vreijsen. Hinn heimsþekkkti knattspyrnukappi Paolo Rossi, sem nú er i þriggja ára keppnisbanni í kjölfar mútuhneykslisins mikla á ítaliu, fylgdisl með leiknum og sagði að honum loknum að Hollending- ar hlytu að vera i hópi þeirra liða, sem ættu mesta möguleika á að vinna Evrópumeistaratitilinn. Róbert f rá næstu vikur Róbert Agnarsson, miðvörðurinn sterki úr Vík- ingi, meiddist illa i leiknum gegn Breiðabliki i gær- kvöld og verður ekki með næstu vikur. Gamalt brot tók sig upp i fæti og getur hann þvi ekki beitt sér. Er þetta tilfinnanlegt áfall fyrir Víkingana, sem hafa! verið ákaflega ósannfærandi i sumar. DB-myndir: Þorri. að snúast allan leikinn. Hér hann við öllu búinn en knötturinn fór að þessu sinni í hliðarnetið. Páll Pálmason hafði í ISLANDSMEISTARAR ÍBV í KENNSLUSTUND —Valsmenn lögðu sitt af mörkum til Listahátíöar og unnu Eyjamenn 7-2 Hafi menn hallazt að því að knatt- spyrnan í ár væri slakari en e.t.v. í fyrra og næstu ár þar á undan er áreiðanlegt að Valsmenn gerðu sitt bezta til að hnekkja þeirri rikjandi skoðun. Þeir tóku íslandsmeistara Vestmannaeyinga i slíka kennslustund í Laugardalnum á laugardag að víst er að Eyjamenn fá ekki næstu árin jafnslæma útreið. Valur sigraði með 7—2 eftir að hafa leitt 3—0 i leikhléi. Yfirburðir Vals voru slikir að Eyja- menn gætu vart hafa kvartað þótt 10— 0 hefði staðið á markatöflunni i leiks- lok. Valsmenn voru þeim fremri á öll- um sviðum knattspyrnunnar. Leik- skipulag miklu betra, þeir voru fljótari, tekniskari og unnu flest návigi. Miðjumenn Vals fóru á koslum i leiknum og ekki var veikan hlekk að finna. Eyjamenn hins vegar léku afar illa frá fyrstu mínútu til hinnar siðulu og þegar þetta tvennt fór saman, Valur í stuði og Eyjamenn ólíkir sjálfum sér, hlaut útkoman að verða óvenjuleg. Valsmenn gáfu strax tóninn Eyjamenn fengu strax á 2. minútu forsmekkinn af því sem koma skyldi. Guömundur Þorbjörnsson tók þá skemmtilegan þríhyrning við Þorstein Sigurðsson en skot hans hafnaði á stönginni utanverðri. Sókn Vals var þung en varla hefur nokkurn órað fyrir því er koma skyldi. Mark hlaut þó að koma fyrr en síðar og á 8 mín. leit það fyrsta dagsins Ijós. Albert Guðmundsson fékk knöttinn rétt utan vítateigs og var ekkert að tvínóna. Sendi knöttinn með þrumuskoti í stöng og inn. Næstu 20 mínútur voru tíðindalitlar en síðan fóru Valsmenn aftur i gang. Þeir fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs skammt - frá hornfána. Hermann Gunnarsson lyfti knettinum mjög laglega inn i teiginn, þar sem Magnús Bergs var fyrir og skallaði af feiknaafli í netið, 2—0. Rothöggið Á 39. mínútu kom síðan rothöggið.j Albert gaf þá góða sendingu fyriri markið. Matthías skallaði laglega og boltinn var á leið í netið er einn varnar- manna ÍBV sló knöttinn með höndun-| um. Úr vítaspyrnunni sem dæmd var; skoraði Guðmundur Þorbjörnsson, en: ekki nema með herkjum. ^Minnstu munaði að Páll Pálmason gómaði knöttinn. Við þetta mark var allur vindur úr Eyjamönnum. Jón Einarss. kom í stað Þorsteins i hálfleik og lagði hann upp 4. markið á 47. mínútu. Hann lék þá sérdeilis liðlega á 3 varnarmenn ÍBV áður en hann gaf fyrir markið. Þar voru einnir 3 Valsmenn dauðafríir en það kom i hlut hins síunga útvarps- manns, Hermanns Gunnarssonar, að senda knöttinn i netið við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Var þetta 95. mark Hermanns í 1. deildinni. Algerir yfirburðir Valsmenn fengu síðan þrjú dauðafæri áður en þeir bættu fimmta markinu við á 61. mínútu. Jón Einafs- son tók á rás á miðju vallarins. Honum var brugðið en náði að standa á fætur og halda áfram. Sendi knöttinn síðan út til Alberts, sem gaf gullsendingu fyrir markiö til Matthíasar, sem þrumaði boltanum í netið, 5—0. Þarna sýndi Guðmundur Haraldsson dómari frábærlega rétt viðbrögð í því að lofa leiknum aðhaldaáfram. Sjötta markið kom á 69. minútu. .oert tók þá fallega hornspyrnu og sendi knöttinn í mittishæð fyrir markið. Þar stökk Sævar Jónsson upp utarlega í teignum og þrumaði boltanum í netið, 6—0. Einkar glæsilegt mark eins og reyndar öll mörk Vals í leiknum. Síðbúið svar ÍBV Eyjamenn náðu loks að svara fyrir sig á 79. mínútu. Þá brá Gústaf Baldvinsson sér í sóknina og sendi knöttinn í netið af markteig, eftir fallega sóknarlotu, 6—1. Valsmenn voru greinilega ekki hættir og sjöunda markið- sannkölluð perla — var eftir. Guðmundur Erlingsson sendi knöttinn þá óvart á Matthias, sem var úti á kanti 'rétt framan við miðju. Hann leit snöggt upp, sá Albert óvaldaðan á miðjunni og sendi mjög fallega sendingu til hans. Albert tók á rás að markinu og Páll Pálmasott á móti.Um 25 metra frá markinú lyfti Albert knettinum fallega yfir Pál og í netið, 7—1! Jón Einarsson einlék í gegnum sofandi vörn ÍBV á 85. mínútu en Páll var við honum búinn og bjargaði vel. Síðara mark Eyjamanna kom á Ioka- minútu leiksins og vildu margir halda því fram að þar hefði verið um rang- stöðu að ræða. Sigurlás, sem annars var afar daufur í leiknum eins og reyndar félagar hans allir, fékk þá stungubolta í gegnum vörnina og skoraði örugglega, 7—2. Þar með voru mörkin upptalin í þessum leik en marktækifæri Valsmanna voru ótalmörg þó ekki hafi verið minnzt á nema hluta þeirra hér. Liðið lék allt mjög vel en þó voru nokkrir sem báru af. Má þar nefna Albert og Guðmund á miðjunni svo og Hermann, sem átti stórleik. Magnús Bergs og Sævar voru sem klettar í vörninni og Jón var frískur í s. hálf- leiknum. Þó þessir hafi allir leikið vel er enginn vafi á að maður leiksins var Albert Guðmundsson, sem átti hlut að máli í fjórum marka Vals. Var ólíkt að sjá til hans nú og gegn Fram fyrr í vikunni. . Hjá Eyjamönnum var Gústaf Baldvinsson einna beztur en sannast sagna léku allir Eyjamanna undir getu í leiknum. Þeir voru alltaf „skrefinu á eftir” eins og það er oft kallað og komust aldrei inn í gang leiksins. Mjög góður dómari leiksins var Guðmundur Hsraldsson. -SSv. Mér tókst að fara I höggi á 3. braut í fyrsta hringnum en var þrátt fyrir það cinum þremur höggum á eftir fyrsta manni þegar lokaumferðin hófst,” sagði sigurvegarinn í Pierre Roberts golfkeppninni úti á Nesi í gær, Hannes Eyvindsson íslandsmeistari í fþróttinni. Má geta þess i leiðinni að þetta er í þriðja sinn sem hann fer holu í höggi á golfferli sinum. „Ég held nú samt að bn.ö hafi alveg eins verið slök spila- mennska keppinautanna eins og góð hjá mér, sem tryggi mér sigurinn því skorið var engan veginn gott hjá neinum af efstu mönnunum. Ég er að er hann sigraði í Pierre Robert golf mc sjálfsögðu langt i frá ánægður með minn eigin áranguren ég hef ekki æft mikið að undanförnu, fór t.d. aðeins tvisvar upp á völl í sl. viku. Þá er ég farinn að finna fyrir því núna að fólk bókstaflega ætlast til þess að ég sigri í þessum mótum. Það er því talsverð pressa á mér og það er nokkuð sem ekki hefur háð mér mikið áður. Einnig virðist ég vera farinn að láta alls kyns smáatriði fara í taugarnar á mér og það er ekki nógu gott.” Þó svo að Hannes Ihafi ekki verið ánægður með sjálfan sig í þessu móti tókst honum engu að síður að bera sigur úr býtum og bæta þar Ali óhræddur við Holmes — hyggst endurvinna titilinn í f jórða sinn Muhammed Ali, fyrrum heimsmeist- ari i þungavigt í hnefaleikum, lýsti því yfir um helgina að hann hefði enn í hyggju að mæta heimsmeistaranum Larry Holmes í hringnum. Eins og DB hefur áður greint frá hefur Ali talsvert verið i fréttum að undanförnu erlendis þar sem því hefur verið haldið fram að hann hafi orðið fyrir heilaskemmdum og frekari barátta hans í hringnum gæti reynzt honum hættuleg. Ali lætur slíkt hins vegar ekkert á sig fá. Á blaðamannafundi um helgina í Harvard háskóla sagði Ali: „Ég ætla að mæta Larry Holmes. Umboðsmenn mínir eru að undirbúa einn leik á undan keppninni við Holmes. Þessir tveir leikir þýða 20 milljón dollara pakka fyrir mig.” Umboðsmaðurinn Don King sagði i New York á laugardag að verið væri að undirbúa keppni við Bernardo Mercado frá Kólumbíu en hann er Ægismenn í efsta sæti íslandsmeistaramótið í sundknattleik hófst í Laugardalslauginni á föstudag og sigraði KR þá Ægi 10—8 eftir að Ægismenn höfðu leitt lengst af. KR- ingum gekk illa að ráða við Axel Alfreðsson, sem skoraði 7 af mörkum, Ægismanna. Ægisliðið leikur aftarlega og freistar þess að ná upp skyndisókn- um með Axel Alfreðsson I broddi fylk- ingar. Þá hafa Ægiringar þá Sigurð Ólafsson og Bjarna Björnsson i sínum röðum og munar um minna. í gærkvöld voru siðan tveir leikir. Ármann sigraði KR I hörkuleik 7—6. Fyrsta lotan endaði jöfn 2—2, aðra unnu Ármenningar 3—2, þriðju 2—0 en KR vann þá siðustu 2—0. Þá sigraði Ægir Sundfélag Hafnarfjarðar 9—6 í gærkvöld. Hafnfirðingarnir eru að koma sér upp liði og eru á stöðugri uppleið. Næsti leikur I mótinu verður annað kvöld kl. 21.30 og leika þá Ármann og Sundfélag Hafnarfjarðar. Fjórða mark Valsmanna. Hermann Gunnarsson, sem skki sést á myndinni, hefur sent knöttinn I netið og Páll hvergi sjáanlegur. Fimmta markið staðreynd. Matthias, sem sést ekki heldur á þessari mynd, hefur sent knöttinn i netið með miklu þrumuskoti. efstur á lista yfir áskorendur hjá Alþjóðlega hnefaleikasambandinu (WBC). „Barátta mín til að endurheimta titil- inn verður mesti viðburður í sögu iþróttakeppni," sagði Ali. „Ég vil verða eini maðurinn til að setja met sem ekki er hægt að slá og það er að endurvinna titilinn í fjórða sinn." Aðspurður um líkamlegt ástand sagðist Ali hafi létzt um 10 kg eftir átta vikna æfingar. Hann hefði hrapað úr 125 kgniðuri 115kg. Muhammed Ali hyggst mæta Holmes í sumar þrátt fyrir aðvaranir sérfræð- inga. Staðaní 1. deild Staðan er nú þannig í I. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar: Valur — ÍBV FH — KR 1—2 Vikingur — Breiðablik 1—2 Valur Fram Keflavík Breiðablik Víkingur Akranes KR ÍBV FH Þróttur Markahæstu menn eru: Matthías Hallgrimsson, Val Ingólfur Ingólfsson, Brbliki Sigurður Grétarsson, Brhliki PéturOrmslev, Fram Ólafur Danivalsson, Val Magnús Bergs, Val Sævar Jónson, Val Albert Guðmundsson, Val Sigurður Halldórsson, Akranesi Steinar Jóhannsson, Keflavik Heimir Bergsson, FH MagnúsTeitsson, FH með nokkrum stigum í safn sitt til landsliðs. Sveinn Sigurbergsson hafnaði í 2. sæti í gær, varð höggi á eftir Hannesi og lék á 152 höggum. Það gerði reyndar Óskar Sæmundsson einnig en hann tapaði í bráðabana fyrir Sveini í baráttunni um 2. sætið. Keppnin var mjög hörð og minnstu munaði að landsliðseinvaldurinn, Kjartan L. Páls- son, fengi sjálfur stig til landsliðs. Hann varð i 11. sæti en með því að tryggja sér 10. sætið hefði hann nælt sér í stig og komið til álita við val lands- liðsins. Til þess kom þó ekki og víst er að sá „gamli” hefur ekki syrgt það að losna við að velja sjálfan sig í lands- liðið. Keppt var í mörgum flokkum á mótinu, sem hófst á föstudag og voru verðlaun að vanda glæsileg. í unglinga- flokki voru þvi miður aðeins þrír kepp- endur og vakti það nokkra athygli en í drengjaflokki voru keppendur hins vegar fjölmargir og mikil keppni. Úrslitin urðu þessi. Meistaraflokkur (forgj. undir 7). Hannes Eyvindsson, GR 151 Sveinn Sigurbergsson, GK 152 Óskar Sæmundsson, GK 152 Gylfi Kristinsson, GS 153 Geir Svansson, GR 153 Sigurður Hafsteinsson, GR 154 Hilmar Björgvinsson, GS 155 Loftur Ólafsson, NK 155 Björgvin Þorsteinsson, GA 155 Ólaur Skúlason, GR 158 Meistaraflokkur (forgj. 7—231. Tómas Holton, NK 75 Ólafur Skúlason, GR 76 Ólafur Á. Þorsteinsson, GK 78 Jón Ögmundsson, NK 79 Sigurður Ág. Jensson, GR 79 Hilmar Steingrímsson, NK 79 Jóhann Benediktsson, GS 79 Meistarafl. 7—23 með forgj. Jón Ögmundsson, NK 63 nettó Sigurður Ág. Jensson, GR 64 nettó Ingólfur Isebarn, GR 67 nettó Þóri Sæmundsson, GR 67 nettó Kvennaflokkur Jakobína Guðlaugsdóttir, GV 85 Kristín Þorvaldsdóttir, GK 87 Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS 87 Sjöfn Guðjónsdóttir, GV 88 Steinunn Sæmundsdóttir, GR 90 Hannes Eyvindsson selur hér niður siðasla púttið i keppninni í gær. -DB-mynd SSv. Ásgerður Sverrisdóttir, GR 90 Sigrún Ragnarsdóttir, GR 91 Lóa Sigurbjömsdóttir, GK 96 i Kvennafl. mefl forgjöf Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS 69 nettó Sjöfn Guðjónsdóttir, GV 70nettó Steinunn Sæmundsdóttir, GR 72 nettó Drengjaflokkur Helgi Ólafsson, GR 75 Héðinn Sigurðsson, GK 77 Jón Örn Sigurðsson, GR 77 ívar Hauksson, GR Gísli Sigurbergsson, GK Úlfar Jónsson, GK Karl Ó. Karlsson, GR Guðmundur Arason, GR Hörður Arnarson, GOS Ásgeir Guðbjartsson, GK Unglingaflokkur Frans P. Sigurðsson, Kristján Hauksson Ólafur Oddsson B0RG REYNDIST ENN ÓSIGRANDI sigraði á opna f ranska meistaramótinu í f immta sinn íröðmeðyfirburðum Björn Borg frá Sviþjóð sigraði Bandaríkjamanninn Vitas Gerualitis með yfirburðum í úrslitaleik opna franska meistaramótsins i tennis um Bjöm Borg var enn sterkastur allra. helgina. Björn sigraði i öllum lotunum þremur, 6—4,6—1 og 6—2. Hinir miklu yfirburðir Svíans ollu hinum 18.000 áhorfendum von- brigðum. Þeir höfðu vonazt eflir lengri leik og jafnari. Sigur Borgs kom i veg fyrir að Bandaríkjamenn ynnu alla titlana á mótinu þar sem þeir unnu öll önnur verðlaun á mótinu en í einliða- leik karla. Chris Evert-Lloyd sigraði í kvenna- flokkinum í fjórða sinn. Victor Amaya og Hank Pfister sigruðu i tviliðaleik karla, Kathy Jordan og Anne Smith sigruðu í tvíliðaleik kvenna. Anne Snith sigraði einnig i tvenndar- keppninni ásamt Billy Martin. Þetta var stór stund fyrir Borg eins og hann sjálfur sagði: „Það var mjög þýðingarmikið fyrir mig að vinna þennan sigur vegna þess að enginn hefur áður sigrað fimm sinnum í þessu móti.” Þetta var næstþýðingarmesti sigur Borgs næsl á eftir Wimbledon sigrinum í fyrra. Þá setti hann mel með því að sigra fjórum sinnum i röð á þessu sterkasta tennismóti heimsins. H0LA í HÖGGIHIÁ HANNESI!

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.