Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 4
f V LJOSMYNDIR: ’
BJARNLEIFUR
L BJARNLEIFSSON
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980.
Ekki hægt að fá ávfsun skipt í banka:
Skrif um við falskar á báða bóga?
Víða maðkur í mysunni
Það er ekki ósjaldan að mönnum
renni í skap, þegar þeir ætla að nota
ávísanir til þess að greiða eitt eða
annað með. Hér kemur ein ágætis
lýsing á þannig viðskiptum.
„Ég er frá Hornafirði,” sagði við-
mælandi okkar. ,,Ég gisti á Hótel
Esju og þar sem Búnaðarbankinn er
til húsa í sömu byggingu, þá fór ég
þangað og ætlaði að fá skipt ávísun
upp á rúmar 100 þús. krónur. Það er
enginn Búnaðarbanki á Höfn i
Hornafirði, en þar er Landsbanki og
ég var auðvitað með eigið ávísana-
hefti þaðan.
Ekki kom til greina að skipta
ávísun minni í Búnaðarbankanum,
þótt ég væri með öll skilríki á mér og
ætti fleiri milljónir í tékkheftinu, því
að ég ætlaði að kaupa mér bíl. Ég
varð að gjöra svo vel að fara í Lands-
bankann og fá skipt þar. Sá banki er
að visu rétt hjá, en þetta finnst mér
engin þjónusta hjá rikisbanka.
Ekki bætti þaö skap mitt að lög-
regluþjónn stóð rétt hjá mér, i fullum
skrúða, og var að greiða eitthvað —
með tékka frá Iðnaðarbankanum.
Það var tekið gott og gilt.
Ég bara spyr: Hvaða hagræðing er
eiginlega af að vera með tékkhefti á
sér ef ekki er hægt að fá tékka skipt?
Er þetta vegna þess að íslendingar
séu slíkir stórsvindlarar að þeir skrifi
falska á báða bóga?”
Nokkuð ber á
misferli
Neytendasíðan leitaði eftir upplýs-
ingum hjá Þórði Ólafssyni, forstöðu-
manni Bankaeftirlits Seðlabanka ís-
lands um það, hvaða reglur giltu um
kaup banka og sparisjóða á ávisun-
um, sem gefnar væru út á aðrar inn-
lánsstofnanir.
Sagöi Þórður, að í Reglum um
tékkaviðskipti frá því í ian. 1977 væri
ákvæði á þessa leið; „aðalreglan er
sú, að innlánsstofnun innleysir ekki
tékka á aðrar innlánsstofnanir nema
vegna annarra viðskipta.”
„Hér er um að ræða samkomulag
milli banka og sparisjóða, en ekki
opinberar reglur,” sagði Þórður.
Ástæðan fyrir þessari reglu er m.a.
sú, að á undanförnum árum hefur
nokkuð borið á misferli með tékka og
hafa bankar og sparisjóðir talið sig,
með þessari framkvæmd, vera að
draga úr áhættu á því að sitja uppi
með innistæðulausa tékka frá aðilum
sem ekki eru í viðskiptum við við-
komandi stofnun.
Hvimleið regla
á milli banka
Regla þessi er að visu hvimleið en á
sér þessa skýringu m.a.”
Þórður taldi að framkvæmd ein-
stakra banka væri misjöfn og reglan
ætti tæpast við nema þar sem
Hvað skyldu það vera margir sem þurfa að hlaupa á milli banka til þess að fá smá-
ávisunum skipt?
DB-myndir Bj.Bj.
Þórði Ólafssyni, forstöðumanni Bankaeftirlits Seðlabanka tslands, finnst fyllsta
ástæða til þess að taka reglur milli banka um tékkaviðskipti til endurskoðunar.
greiðslubankinn væri innan skynsam-
legrar fjarlægðar. Hann sagði að skv.
áðurgreindri meginreglu hefði
nokkuð borið á að bankar í Reykja-
vík skiptu ekki tékkum á sparisjóði
úti á landi og væri viðkomandi aðila
vísað á Seðlabankann, sem viðskipta-
banka sparisjóðanna eða á næsta
sparisjóð, en sparisjóðirnir reka
„landsþjónustu”, þar sem hægt er að
notfæra sér alla venjulega greiðslu-
miðlun milli sjóðanna.
„Full ástæða er til að taka reglur
þessar til endurskoðunar,” sagði
Þórður. „T.d. í þá átt að innláns-
stofnanir taki ábyrgð á vissri upphæð
hvers tékka, sfem gefinn er út af
reikningseigendum. Með þvi móti
mundu bankar og sparisjóðir vanda
valið á þeim aðila sem þeir treystu
fyrir tékkhefti. Þetta myndi endur-
vekja traust á tékkum sem greiðslu-
formi i öllum viðskiptum.”
- EVI
Víða virðist vera maðkur í mys-
unni. Nýlega höfum við rætt um
maökaöan fisk, iðandi kartöflur og
nú er það inaðkur í appelsínum og
hann allmyndarlegur.
Lesandi Neytendasíðunnar kom
með þessa og var heldur óhress.
Svo sem kunnugt er hefur veðurfar
verið með eindæmum gott undan-
farið. Fluga er því hvimleiður gestur
viða og við gátum ekki betur séð en
þarna væri um lirfu hennar að ræða.
- EVI
Hann
bráð.
langaði ekki í appelsínur
Á þessari appelsinu, OUTSPAN,
var börkurinn skemmdur. Það er
fyllsta ástæða fyrir neytendur að
gæta vel að sér, þegar þeir fá slíka
vöru og gá hvort það sé ekki fleira en
börkurinn sem er skemmt. í þessu til-
felli lifði maðkurinn góðu lífi I
skemmda berkinum.
MEGRUN - MEGRUN
Er hægt að breyta
röngum matarvenjum?
Þessi maðkur lifði góðu Ufi i berki appelsfnunnar, ekki inni i henni. Hins vegar
neitaði hann að skrfða út úr berkinum og var stillt þarna upp nauðugum viljugum.
DB-mynd Þorri.
I _ _
feinsaseðill
Það er erfitt að breyta matarvenj
um sem maður hefur haft I mörg ár
og likaminn þarf tíma til að aðlaga
Hollywood
Óskum að ráða konu til gæzlu á kvennasnyrt-
ingu. Uppl. á staðnum milli kl. 9 og 10 í kvöld.
Hollywood, Ármúla 5.
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskóla Barða-
strandar. Gott húsnæði á staðnum. Um-
sóknarfrestur til 15. ágúst.
Nánari uppl. hjá Sveini Jóh. Þórðarsyni,
sími um Patreksfjörð.
sig nýjum matarvenjum. Getur það
tekið nokkrar vikur. Það er nauðsyn
að þrauka og ekki missa kjarkinn þó
að upphafið sé erfitt. Matarvenjurn-
ar verða einnig fyrir áhrifum af lífs-
venjum okkar. Til dæmis leiða
spenna og vandamál oft til þess að
við huggum okkur með því að borða
kökur og sætindi (ávextir eru heppi-
legri).
Til að megrun heppnist fullkom-
lega þarf að gefa sér tima til að borða
i ró og næði og hreyfa sig reglulega.
Það tekur aðeins lengri tima að
skipuleggja og fara eftir áætlun en þú
kemst að raun um að það er auöveld-*
ara því lengur sem þú ert I megrun.
- JSB
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt hcimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
l Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í júlímánuði 1980.
Matur og hreinlætisvörur kr.
i Annaó
i
kr.
Alls kr.
m iikw