Dagblaðið - 06.08.1980, Side 12
Iþróttir
Ping-open
íBorgamesi um
næstu helgi
Kyrsía Ping golfmótið verður haldið á Hamars-
velli i Borgarnesi laugardaginn 9. ágúst kl. 9.00 f.h.
Leiknar verða 18 holur i tveim flokkum, með og án
forgjafar.
Hamarsvöllurinn er að verða geysiskemmtilegur
og hafa fclagar unnið mikið starf til að gera völlinn
sem beztan á allan hátt. t sumar hefur t.d. verið
plantað yfir 7000 trjáplöntum. Mikill áhugi er nú
fyrir golfi i Borgarnesi og fer ört vaxandi. Hrepps-1
nefndln hefur stutt drengilega við bakið á klúbbnum
áallan hátt.
Öll verðlaun eru gefin af Íslenzk-ameriska verzl-
unarfélaginu, sem er umboðsaðili fyrir Ping golf-
tæki, er margir af okkar beztu kylfingum leika með.
Sérstök verðlaun verða veitt fyrir holu i höggi, og
högg næst holu.
Golfklúbbur Borgarness býður alla kylfinga vel-
komna til spennandi móts.
Skráning fer fram fyrir kl. 19.00 á föstudagskvöld
7. ágúst í símum 93-7248, 93-7374 og 93-7209.
Frábært öldungamót
á Hellu um sl. helgi
Stærsta öldungamót, sem haldið hefur verið hér-
lendis i golfi fór fram á Hellu á mánudag og mættu
hvorki fleiri né færri en 64 kylfingar til leiks á hinn
skemmtilega völl þeirra austanmanna. Ekki höfum
við staðfestingu á að hér sé um metþátttöku að ræða
i öldungaflokki en sláum þvi föstu. Geysijöfn
keppni setti svip sinn á mótið svo og mjög góð fram-
kvæmd, en mótsstjóri var Konráð Bjarnason, for-
maður Golfsambandsins.
í keppninni án forgjafar sigraði Knútur Björns-
son, GK, á 74 höggum en annar varð Hólmgeir Guð-
mundsson, GS, á sama skori en Knútur vann eftir
umspil. Þriðji varð svo Guðmundur Ófeigsson, GR
— nýbakaður íslandsmeistari öldunga — á 75 högg-
um. Næstir voru Sveinn Snorason, GR, og Árni
Guðmundsson, GOS (Selfoss) á 76 höggum og siðan
komu þeir Gunnar Pétursson, NK, Pétur Auðuns-
son, GK, og Marteinn Guðjónsson, GV, allir á 77
höggum. i keppninni með forgjöf sigraði Árni Guð-
mundsson, GOS, á 58 nettó, Baldvin Haraldsson,
GR, lék á 60 nettó og Gunnar Stefánsson, NK, á 62
höggum.
Eftir keppnina var öllum keppendum boðið í
kaffisamsæti i verkaiýðsheimilinu og þar voru verð-
launin afhent. Höfðu allir á orði að þarna hefði
verið um einkar vel heppnað mót að ræða.
- SSv.
Helga ogOddný til
alls líklegar á Kalott
Helga Halldórsdóttir og Oddný Árnadóttir spretta
úr spori i 100 og 200 melrunum i Kalottkeppninni
9,—10. ágúst nk. Þær fá það erflða hlutverk að
ógna hinni spretthörðu Monu Evjen frá Noregi. En
Mona þessi háði einmitt mjög oft skemmtilega
keppni við Ingunni Einarsdóttur áður en Ingunn
hætti keppni vegna meiðsla. Helga á bezl 12,26 sek. í
100 m, en Oddný 12,30 sek. Móna Evjen sigraði ii
tveim síðustu keppnum og hljóp á 11,7 og 11,9 sek.
Hclga og Oddný ættu að geta veitt hinni norsku
Mónu verðuga keppni i 100 metrunum en róðurinn
verður þyngri i 200 metrunum þar sem Móna á mun
betri tima. Úrslitin eru þó aldrei ráðin fyrirfram og
allt geturgerzt.
Helga keppir siðan i 100 m grindahlaupi, lang-
stökki, 4x 100 m og 4 x 400 m boðhlaupum, þannig
að hún fær nóg að gera.
Oddný fær einnig að taka nokkra sprettina, þvi
hún er keppandi i 100 m, 200 m, 400 m hlaupum og
keppir einnig i báðum boðhlaupunum, 4 X 100 m og
4 x 400 m.
Það mun þvi mæða mest á þeim Helgu, sem
keppir f 6 greinum, Oddnýju, sem keppir i 5 greinum
og Þórdfsi sem keppir i 4 greinum i Kalottkeppninni
9.—10. ágúst.
íþróttir íþróttir
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGUST 1980.
i
Hinrik Þórhallsson hefur hér snúið á varnarmann FH i gærkvöld
DB-mynd Einar.
BLAK0LD FALLBARATT
AN BLASIR VB> KEFLAVIK
—eftir0-l tap fyrír KR á taugardalsvelli í gærkvöld íköflóttum leik
Þegar iþróttaiðkcndur verða fyrir slysum, tognunum o.þ.h. er mikilvægt að þeir hljóti rétta læknis- og sjúkrameðferð f
tæka tið.
Páll B. Helgason orku- og endurhæfingalæknir og Halldór Matthiasson sjúkraþjálfari veita slika þjónustu að Miklu-
braut 50 og er hún tilkomin að nokkru i samstarfi við ISl.
Nýlega lagði ISl endurhæfingastofunni til nýtt og fullkomið hljóðbylgjutæki og sýnir myndin þegar verið er að nota
tækið á Hreini Halldórssyni kúluvarpara.
Frá vinstri: Halldór Matthiasson sjúkraþjálfari, Hreinn og Páll B. Helgason læknir.
Keflvikingar eru nú komnir i alvar-
lega fallhættu eftir tap fyrir KR á
Laugardalsvelli i gærkvöld. Tapið var
ekki stórt, 0-1, en það er ekki spurt að
þvi þegar upp er staðið. Hins vegar var
sigur KR-inganna mjög sanngjarn i alla
staði þvi þeir voru Keflvikingunum
fremri á flestum sviðum knattspyrn-
unnar. Eina mark leiksins á 18.
minútu. Eftir innkast barst knötturinn
til Ágústs Jónssonar, sem var við mark-
teigshorn. Hann renndi fyrir markið
þar sem Börkurlngvarssonþrumaði af
öllum Iffs og sálar kröttum á markið.
Þorsteinn Bjarnason, sem lék sinn
fyrsta leik með Keflavfkurliðinu eftir
Belgiudvölina og stóð sig i heild mjög
vel, kom hönd á knöttinn en náði ekki
að stöðva mark. Svo fast var skotið.
Þótt oft skylli hurð nærri hælum við
mörkln, og þá einkum mark fBK, eftir
þetta voru ekki fleiri mörk gerð.
Annars léku bæði liðin ágætis knatt-
spyrnu á köflum en féllu þess á milli
niður á meðalmennskuplanið. Keflvík-
ingar byrjuðu leikinn betur og tvívegis
á fyrsta stundarfjórðungnum munaði
ekki miklu að þeim tækist ætluríarverk
sitt — að skora. Á þessum tíma léku
KR-ingar hreint og beint illa. Hugsun á
bak við framkvæmdirnar engin. Síðan
tók leikurinn á sig aðra mynd. KR-ing-
ar með Sæbjörn Guðmundsson sem
bezta mann tóku að sækja skipulega og
í ljós kom að Keflavíkurvörnin var ekki
alít of samstillt á köflum. Litið var þó
um hættuleg færi fyrr en á 35. minútu
en þó voru það Keflvíkingar sem
komust verulega nálægt því að skora.
Hörkuskot Ólafs Júlíussonar utan af
velli þaut í Börk og þaðan í marksúluna
án þess að Stefán gæti vörnum við
komið í markinu. Á sömu mínútu átti
Hálfdán skot rétt framhjá úr góðu
færi.
Strax í byrjun siðari hálfleiks lék
Sæbjörn upp allan kantinn og gaf vel
fyrir markið. Þar var Jón Oddsson
fyrir og kastaði sér fram og skallaði á
markið. Með tilþrifum tókst Þorsteini
að komast hjá marki þarna. Þorsteinn
varð einnig að taka fram sparihansk-
ana á 64. mínútu en Sæbjörn hleypti af
utan vítateigs. Hann rétt náði að koma
höndum á knöttinn og þaðan þaut bolt-
inn í þverslá og út. Rúmlega 10 min.
síðar komst Jón Oddsson aftur í upp-
lagt færi. Hann komst í gegnum vörn-
ina eftir slæm mistök en ætlaði að leika
á Þorstein I stað þess að skjóta strax.
Það hefði hann aldrei reynt því Steini
stökk á knöttinn eins og tigur og
gómaði hann glæsilega.
Keflvíkingar fengu engin opin færi á
við þessi en bæði Björn Íngólfsson,
efnilegur nýliði, og Skúli Rósantsson
voru ekki fjarri lagi í tilraunum sinum
fyrr i hálfleiknum. Allt bit vantaði hins
vegar í keflvisku sóknina. Steinar Jó-
hannsson var daufur í leiknum og
Ólafur Júliusson náði sér ekki oft á
strik. Ragnar Margeirsson átti beztan
leik útispilaranna en mætti leika miklu
framar á vellinum. Ógnunin af honum
er hverfandi þar sem hann leikur nú á
við það sem hún gæti verið lægi hann
frammi. Þá átti Óskar Færseth góðan
leik að vanda en aðrir skáru sig ekki
verulega úr, auk Þorsteins i markinu
auðvitað, sem var bezti maður liðsins.
Hjá KR bar Sæbjörn af. Knatttækni
hans mjög góð og sendingar eru margar
hverjar frábærar hjá honum. Þá átti
miðvarðadúettinn, Ottó og Börkur,
sterkan leik og Ágúst var lipur á miðj-
unni. Þá barðist Jón Oddsson vel
frammi. Stefán er i stöðugri framför í
markinu. KR-ingar eiga því enn fjar-
læga möguleika á titlinum eftir þennan
sigur en það fer auðvitað nokkuð eftir
því hvernig úrslitin þróast í leikjunum í
kvöld. Kedvíkingar verða hins vegar að
snúa sér af alefli að því að forða sér frá
fallinu og það strax ef ekki á illa að
fara. Eftir að hafa nælt sér í 5 stig í
fyrstu 4 leikjunum hafa Keflvikingar
ekki unnið leik og náð i 3 jafntefli í
síðustu 7 leikjum. Það eru botnliðs-
taktar og einhvern veginn kann ég ekki
við Keflavík á þessum stað i töflunni.
- SSv.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
i
Markvarzla Diðríks færði
Víking bæði stigin gegn FH
- Varði oft frábærlega vel í skemmtilegum opnum sóknarleik FH og Víkings á KaplakrikavelG í gærkvöld.
Víkingur sigraði 1-0 með marki Ragnars Gíslasonar ellef u mín. fyrir leikslok
Frábær markvarzla Diðriks Ölafs-
sonar við hinar erfiðustu aðstæður
færði Vikingum bæði stigin i hörku-
skemmtilegum leik við FH á Kapla-
krika i gærkvöld. Diörik varði hvað
eftir annað af hreinni snilld i leiknum
og kom i veg fyrir mörk sókndjarfra
FH-inga. Ellefu min. fyrir leikslok
skoraði bakvörðurinn Ragnar Gislason
eina mark leiksins fyrir Víking eftir
gott upphlaup og glæsilega fyrirgjöf
Heimis Karlssonar. Snjall markvörður
FH, Friðrik Jónsson, komst ekki í veg
fyrir fastan skallknött Ragnars. Hann
átti einnig góðan leik í marki, þótt ekki
reyndi eins mikið á hann og Diörik í
Víkingsmarkinu. Merkilegt hvað mark-
verðirnir stóðu sig vel við þær aðstæð-
ur, sem þeim er boðið upp á á Kapla-
krikavellinum. Markteigurinn við bæði
mörk beinlinis leðja.
Þrátt fyrir drunga og blautan völl var
leikurinn góður og oft vel leikinn hjá
þeim liðum, sem mesta framför hafa
sýnt frá því íslandsmótið hófst. Þó FH
sé nú á botni deildarinnar leika fá lið
betri knattspyrnu — FH getur unnið
hvaða lið sem er eins og reyndar hefur
komið í ljós i sigrum þess gegn Val og
Akranesi. Synd ef FH fellur. Víkingur
er í mikilli sókn og hefur leikið sjö leiki
án taps í 1. deildinni — sigurganga,
sem fært hefur liðið upp í efsta sætið
ásamt Val en Valur leikið einum leik
minna.
Það var mikið um opin færi í leikn-
um í gær. Víkingar byrjuðu betur. Á 5.
mín. komst Lárus miðherji Guðmunds-
son einn inn fyrir vörn FH. Renndi
knettinum framhjá Friðrik markverði
en líka stönginni. Rétt á eftir var Ómar
Torfason í góðu færi inni á vítapunkti.
Spyrnti yfir. En smám saman náðu FH-
ingar yfirtökunum á miðjunni og
sóknarlotur þeirra urðu hættulegri.
Bjargað var frá Magnúsi Teitssyni á
siðustu stundu á 13. mín. og tveimur
mín. síðar sló Diðrik knöttinn í horn
eftir hættulegt skot Helga Ragnars-
sonar utan frá kanti. Skömmu síðar var
Helgi aðeins of seinn í opnu færi. Opin
sóknarknattspyrna hjá báðum liðum —
Helgi átti skot í hliðarnet marks Vík-
ings — Diðrik rann i leðjunni — og
tveimur min. fyrir leikhlé varði Friðrik
FH-markvörður frábærlega hörkuskot
Ómars Torfasonar. Rétt á eftir komst
Lárus í gegn en var of seinn að leggja
knöttinn fyrir sig. Valþór Sigþórsson,
mjög sterkur miðvörður FH, bjargaði í
horn ásíðustu stundu.
Síðari hálfleikurinn hófst með miklu
fjöri. Lárus komst í gott færi við FH-
markið en mistókst og hinum megin
varði Diðrik meistaralega frá Pálma
Jónssyni. Knötturinn gekk markanna á
milli. Heimir átti skalla i þverslá marks
FH og aftur fyrir — Diðrik varði
hörkuskot Viðars Halldórssonar. Á 66.
mín. komst Lárus enn einu sinni frír að
marki FH en spymti knettinum fram-
hjá — og svo kom sigurmarkið.
Það var á 79. mín. Gott upphlaup
Víkings vinstra megin splundraði vörn
FH. Heimir gaf snilldarsendingu inn í
vitateig FH — alveg innundir markteig
og þar var Ragnar Gíslason bakvörður
kominn og skallaði í mark. Fyrsta
mark Ragnars á íslandsmótinu og
ákaflega þýðingarmikið fyrir Víking.
Eftir markið sóttu FH-ingar stíft og
reyndu að jafna. Diðrik varði vel
lúmskt skot Ásgeirs Arnbjörnssonar.
FH fékk hornspyrnu eftir hornspyrnu
en allt kom fyrir ekki. Víkingum tókst
ávallt að hreinsa — en á lokamínútunni
galopnaðist þó Víkingsvörnin. Magnús
Teitsson komst í gott færi en spyrnti
yfir. Lánleysi botnliðsins greinilega
tryggur fylgifiskur FH, einkum þó á
heimavelli. Þar hefur liðið aðeins unnið
einn leik, gegn Val, tapað fimm. Því
aðeins hlotið tvö stig af 12 mögulegum
á Kaplakrikavelli. Lítill heimavöllur
það.
Víkingur hefur sigrað í þremur fyrstu
leikjum sínum i síðari umferðinni —
ekki tapað síðan í fimmtu umferð — og
leikur oft á tíðum mjög góða knatt-
spyrnu á íslenzkum mælikvarða. Fram-
línumennirnir Lárus og Hinrik Þór-
hallsson voru þó ekki í essinu sínu að
þessu sinni, þrátt fyrir færi Lárusar.
Heppnin var ekki með honum í mark-
skotunum að þessu sinni — en fáir eru
leiknari en pilturinn sá. Diðrik var
bezti maður Víkings og Ómar Torfason
komst mjög vel frá leiknum. í stöðugri
sókn. Gunnar, Jóhannes og Magnús
sterkir í vörninni og nutu góðrar að-
stoðar hins bráðduglega Þórðar
Marelssonar. Leikmaður, sem vert er
að veita athygli.
FH-Iiðið er mjög skemmtilega leik-
andi og hraði leikmanna mikill. Hann
kom Víkingum oft í opna skjöldu — en
heppnin var ekki fylginautur FH að
þessu sinni frekar en svo oft i sumar.
Ekki gaman að lenda á móti Diðrik i
slikum ham. Valþór var bezti maður
liðsins — mjög sterkur varnarmaður og
Viðar átti einnig góðan leik. Ásgeir
Elíasson virkur á miðjunni ásamt
Magnúsi Teitssyni og Pálmi hættulegur
í sókninni. Nokkuð grófur og var bók-
aður. Eini leikmaðurinn, sem sá gula
spjaldið Þorvarðs Björnssonar dóm-
ara. Staða FH er slæm í deildinni en ef
liðið sýnir áfram slíkan leik sem i gær
getur það eflaust komizt hjá fallinu.
Mörkin hljóta að koma. Góð knatt-
spyrna hlýtur aðgefa uppskeru. - hsím.
Tap drengjanna fyrir Dönum
— Danir skoruöu sigurmarkið Í2-1 sigrí á lokasekúndum leiksins
Islenzka drengjalandsiiðið í knatt-
spyrnu tapaði í gærkvöld fyrir
West Ham
og Liverpool
— mætast á Wembley
Fyrsti stórleikurinn í ensku knatt-
spyrnunni verður á laugardag er Liver-
pool og West Ham mætast á Wembley i
Charity Shield. Bæði lið verða með
sína bezie menn og þessi ieikur hefur ár
hvert undanfarin ár vcrið forvéiiurinn
fyrir það er koma skal. Enska deilda-
képpnin hefst annan laugardag og vist
er að margir hér heima og þó enn fleiri
erlendis biða þess með óþreyju.
Flestir veðmangarar hallast að þvi að
Liverpool haldi titli sínum þriðja árið i
röð og í fimmta sinn á sl. 6 árum en
telja að helzt verði það Nottingham
Forest sem komi til með að ógna veld-
inu.
dönskum jafnöldrum sinum í Norður-
landamóti drengjalandsliða i knatt-
spyrnu, sem fram fer i Vestur-Þýzka-
landi að þessu sinni. Tapið var ekki
stórt, 1-2, og þaðan af siður að það
væri sanngjarnt þvi islenzka liðið lék
mun betur allan síðari hálfleikinn.
Danirnir voru fyrri til að skora en
Framarinn stórefnilegi, Einar Björns-
son, jafnaði metin skömmu fyrir leik-
hlé með góðu marki. í síðari hálfleikn-
um sóttu islenzku strákarnir án afláts
íþróttir
Sigurður
Sverrisson
Aðofan eru sigurvegararnir I flokknum með verðlaunaskjöl sin.
að marki Dananna en tókst ekki að
skora. Undir lok leiksins náðu Danirnir
skyndiupphlaupi og úr því skoruðu þeir
sigurmarkið. Virkilegt kjaftshögg fyrir
strákana.
Skýringin á því að mótið er haldið í
V-Þýzkalandi er sú að V-Þjóðverjar
hafa alltaf leikið með í þessu nióti sem
gestir og því var talið eðlilegt að það
færi fram þar nú. Nokkrir leikir hafa
þegar farið fram í mótinu, sem leikið er
í tveimur riðlum. V-Þjóðverjarnir unnu
Danina 2-0 á mánudag og ísland mælir
þeim í kvöld. Þá gerðu Finnar og Sviar
markalaust jafntefli i hinum riðlinum
og síðan unnu Norðntenn Svíana 2-1 og
eru vafalítið upp með sér ef marka má
hinn stöðuga ríg á milli þjóðanna.
Spennandi hjólreiða-
keppni á Akranesi
—hátt í 40 unglingar tóku þátt
Fyrir allnokkru efndu Bæjarblaðs-
stórveldið á Akranesi og íþróttabanda-
lag staðarins til hjólreiðakeppni fyrir
börn og unglinga. Mjög góð þátttaka,
eða um 40 manns, var i keppninni en
þess má til gamans geta að um 10 kepp-
endur voru I svipaðri keppni i Keflavik,
sem haldin var skömntu áður. Kepp-
endum var skipt I þrjá flokka. Fyrst
yngri flokk og i honum voru börn á
aldrinum 7—11 ára, þá eldri flokk sem
hafði að geyma börn á aldrinum 12 ára
og upp úr og svo þriðja flokkinn sem
hafði að geyma keppendur sem áttu
girahjól.
Hörkuspennandi keppni var og hjól-
uðu þátttakendur mislanga vegalengd
eftir aldri. i yngri flokknum sigraði
Haraldur Ingólfsson með yfirburðum á
4:37,9 min. Annar varð Marinó
önundarson (prentari ef marka má
myndina til hliðar) á 4:49,2 min. Þriðji
varð svo Sigurður Már Harðarson á
4:49,8 mín. í eldri flokki sigraði Gauti
Halldórsson á 8:53,9 mín., annar varð
Jóhannes Elíasson á 8:53,3 mín. og
þriðji Jón Bjarni Baldvinsson á 9:04,3
mín.
í þróaðasta flokknum, girahjóla
flokknum, sigraði utanbæjarmaðurinn
Ásgeir Heiöar á 21:00,6 min. Annar
varð Óli Þór Jónsson á 24:23,3 og
þriðji Sævar Gylfason á 25:19,6 mín.
- SSv.
Staðaníl.deild
Staðan i I. deildinni eftir leikina i
gærkvöld er þessí:
KR — Keflavík 1-0
FH — Vikingur 0-1
Valur 11 7 l 3 28-12 15
Víkingur 12 5 5 2 15-10 15
Akranes 12 5 4 3 19-15 14
Fram 116 2 3 12-13 14
Breiðablik 11 6 0 5 19-14 12
KR 12 5 2 5 11-16 11
ÍBV 12 4 3 5 19-21 11
Keflavik 12 2 5 5 11-17 9
Þróttur 11 2 3 6 7-11 7
FH 12 2 3 7 16-28 7
Markahæslu menn: mörk
Matthias Hallgrímsson, Val, II
Sigurlás Þorleifsson, ÍBV, 9
Slgurður Grétarsson, Breiðablik, 7
LAUGARDALSVELU ADALLEIKVANGI, IKVÖLD KL. 20.00.
MÆTIÐ MEÐ FRAM -HÚFURNAR