Dagblaðið - 01.09.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 01.09.1980, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Smyglvamingur fyrir 30 milljónir króna fannst íHofsjökli: A fengissala í Bolungarvík og Flateyrí kom upp um smyglið 11 af 23 skipverjum játa eignaraðild „Málið er upplýst í raun og veru. >að má segja, að það séu aðeins formsatriði eftir og verður yfirheyrsl- um haldið áfram á ísafirði i dag,” sagði Guðmundur Sigurjónsson, full- trúi hjá bæjarfógetanum á ísafirði í samtali við DB i morgun. r Við skyndiskoðun í Höfsjökli á Suðureyri á föstudagskvöld fannst mjög umtalsvert magn af smyglvarn- ingi í skipinu. Var hér um að ræða rúmlega 800 flöskur af áfengi, 1000 karton af vindlingum, 23 talstöðvar og eitt sett af hljómflutningstækjum. Að sögn Guðmundar Sigurjónssonar er áætlað verðmæti varningsins um 30 milljónir króna. Skipið hafði áður komið við í Reykjavik en þar kom ekkert óeðli- legt í ljós við tollskoðun. Það sem virðist hafa orðið skipverjum að falli er að þeir seldu umtalsvert magn af áfengi bæði á Flateyri og Bolungar- vík og hugsanlega víðar, liklega rúmar 100 flöskur af áfengi og eitt- hvað af vindlingum. Það leiddi síðan til 'pess að tollgæzlan framkvæmdi skyndiskoðun með áðurgreindum ár- angri. Það var um kl. 10.30 á föstu- dagskvöld sem fyrsti varningurinn fannst og var þá kallað á aðstoð frá bæjarfógetaembættinu á ísafirði. Var unnið látlaust við tollskoðun í skipinu til kl. 6 í gærmorgun. Ellefu skipverjanna hafa játað að eiga smyglvarninginn. Hafði hann upphaflega verið falinn í oliutanki skipsins en hafði verið færður upp i klefa á höfuðdekki þegar til Suður- eyrar var komið og greinilegt að þar átti að setja varninginn á land. Hofs- jökull var að koma frá Bandaríkjun- um. -GAJ / „HENGDI” MANN í STYMPINGUM — átök eftir leik ÍA og Vaís er sló í brýnu milli forráðamanns ÍA og dómara Til stympinga kom eftir leik Akra- ness og Vals á föstudagskvöld i kjöl- far þeirrar ákvörðunar dómarans, Kjartans Ólafssonar, að visa mið- herja Skagamanna, Sigþóri Ómars- syni, af leikveUi. Eftir leikinn rauk formaður knattspyrnuráðs Akraness, Gunnar Sigurðsson, inn í dómaraher- bergið og krafðist skýringa á fram- ferði dómarans i leiknum. Upphófust þegar orðasennur sem lauk með því að Gunnar þreif í dómarann. Tókst að skilja þá að án frekari vandamála er annar línuvarðanna, Grétar Norð- fjörð, gerði sér lítið fyrir og tók Gunnar „hengingartaki”. Var svo hraustlega að verki verið hjá Grétari, að flytja varð „bakarann” eins og Gunnar er gjarnan nefndur á Akra- nesi, á sjúkrahús. Hann fékk síðan að fara heim að rannsókn lokinni. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem dómarar eða línuverðir verða fyrir aðkasti á Akranesi. Grétar var einmitt dómari í leik ÍA og IBV í júlílok er annar linuvarðanna varð fyrir aðkasti. Búast má fastlega við að Gunnar fái bann frá knatt- spyrnuvöllum um ákveðið skeið og einnig eiga Skagamenn á hættu að missa einn eða fleiri heimaleiki vegna þessa. DB reyndi í gær árangurslaust að 'ná tali af Gunnari til að spyrjast fyrir um hvort hann hygðist kæra. - SSv. Marteinn ogfélagar hremmdu bikarinn Marteinn E. Geirsson, fyrirliði Fram og reyndasti maður landsliðsins, hampar hér kampakátur verðlaunagripnum úr Bikarkeppni KSÍ, sem hann vann til ásamt félögum sinum i spennandi, framlengdum leik á Laugardaisvellinum f gaer. DB-mynd: Sig. Þorri. — sjáíþróttiríopnu Stéttarsambandsþingá Klaustri: Léttmjólk og smjör með jurta- olíu á markaðinn — landbúnaðarráðherra og form. stéttarsam- bandsins sammála um að auka þurfi fjöl- breytni landbúnaðarvara Allt útlit er nú fyrir að Iéttmjólk fáist innan skamms á íslenzka mjólkurvörumarkaðinn og einnig smjör sem blandað er jurtaollu. Reif- aði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, m.a. þessi mál í ræðu er hann hélt við setningu Stéttarsambandsþingsins kl. 10 á laugardaginn. Landbúnaðarráð- herra, Pálmi Jónsson, tók undir orð Gunnars og voru þeir sammála um að auka þyrfti fjölbreytni landbúnaðar- vara. Við þingsetningu voru mættir 46 fulltrúar og í fyrsta sinn var nú kona meðal fulltrúa. Var það Halldóra Játvarðsdóttir frá Miðjanesi í Reyk- hólasveit. Fjöldi gesta var við þing- setninguna, bæði konur og karlar. Ræða Gunnars Guðbjartssonar tók á annan klukkutima og gerði hann grein fyrir ástandinu i land- búnaðarmálum auk þess sem hann vék að þeim hlutum sem getið var í- upphafi. Pálmi Jónsson flutti einnig ýtar- lega ræðu um landbúnaðarmáiin auk þess sem reikningar Framleiðsluráðs voru upplesnir og skýrðir. Ráðherrann ræddi einkum kvóta- kerfið og þann vanda sem upp hefur komið í sambandi við það. Ræddi hann einnig sérstaklega nauðsyn á samstöðu allra þeirra, sem að land- búnaðarmálum vinna. Að ræðum toppmannanna loknum stóðu umræður um ýmis mál fram til kl. I i fyrrinótt en í gær störfuðu nefndir þingsins. - A.St. MiðstjórbvASÍ ræðir Flugleiðauppsagnimar: Uppsagnarfresturinn í raun 1 mánuður? Miðstjórn Alþýðusambands íslands kemur saman til fundar eftir hádegi í dag og ræðir uppsagnir flug- liða hjá Flugleiðum. Flugvirkjar og flugfreyjur eru aðilar að Alþýðusam- bandinu. Munu fulltrúar beggja hópa sitja fundinn. Alþýðusambandsmenn telja að „full ástæða sé til að rengja lagalegt gildi uppsagnanna,” eins og það erorðað. Er bent á að uppsagnarfrestur sé í raun 1 mánuður en ekki 3 mánuðir eins og lög kveða á um. Fólkinu var sagt upp frá og með deginum i dag að telja og uppsagnirnar eiga að taka gildi I. desember. Hins vegar er sagt í uppsagnarbréfum flugfreyja: „jafn- framt er þess vænst að til endurráðn- inga sem flestra flugfreyja geti komið og stefnt að þvi að unnt verði að til- kynna yður ákvörðun þar að lútandi eigi síðar en 1. nóvember.” Þar með sé Ijóst að hinn raunverulegi upp- sagnarfrestur sé aðeins nóvember- mánuður og slikt brjóti í bága við Oddur Vífilsson Dagblaðsmeistari í mótorhjólaakstri — sjá bls.6-7 A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.