Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980.
29
Svar Péturs þuls til Bjöms hagfræðings:
„Urrað að almennum launþegum”
Þeir Pétur Pétursson þulur og Björn
Arnórsson hagfræðingur BSRB hafa
undan farna daga skrifazt á um út-
reikning á sáttatillögunni, sem felld var
1977 í vinnudeilu BSRB-manna við rík-
ið, og framreiknun hennar til núvirðis.
Pétur bað í gær um að eftirfarandi yrði
birt:
Það vekur furðu að launaður starfs-
maður samtaka opinberra starfs-
manna, hagfræðingur BSRB, skuli
telja það í sínum verkahring að hrópa
ókvæðisorð og senda óbreyttum fé-
lögum tóninn, þá er þeir leita aðstoðar
og upplýsinga hjá honum, sem trúnað-
armanni eigin samtaka. Hirðmenn
stjórnarforystunnar og gestasveit telur
sig einskonar lávarðadeild er geti ýmist
legið fram á lappir sér, eða haft þær
uppi á innskotsborði og urrað að al-
mennum launþegum.
Birni hagfræðingi er vel kunnugt um
hverskonar útreikninga ég bað hann að
láta mér i té. Ég bað um Iþar umvitna
greinar), að birtar yrðu niðurstöðut
sáttatillögunnar frá 1977, hvernig laun
væru nú ef hún hefði hlotið samþykki.
Þenna útreikning afhenti Björn mér,
eins og „riss” hans ber með sér. Það,
að stjórnarforystan samþykkir nú, án
fyrirvara, vísitöluhýrudrátt er hún hefir
áður mótmælt, er ekki mitt mál. Það
auglýsir enn betur hve höll hún er undir
ríkisstjórnir er henni eru að skapi.
Hagfræðingur BSRB var sendur að
sækja Búkollu í hagann. Nú kemur
hann með bolann i Tungu og heldur að
það sé Huppa, bezta mjólkurkýr lands
og biður um mjaltavél.
Það er „merkilegt rannsóknarefni”
fyrir fulltrúa almennings að hyggja að
því hverjar eru skyldur hagstofnana er
alþýða kostar. Kjararannsóknarnefnd,
þjóðhagsstofnun, hagstofa, launa-
deilcj, fjármálaráðuneyti, félagsmála-
ráðuneyti, hagsýslustofnun, hvað heita
þær allar þessar stofnanir með pali-
sander upp um alla veggi og Tomma á
teppinu í hverjum krók og kima með
alla sína tommustokka og tví- og þritól.
Er til of mikils mælst að þeir svari því
sem að er spurt, en hylji sig ekki i hálf-
vrðum og reykskýi? F.ða á launadeildin
bara að sjá um stjörnulaunaseðlana um
mánaðamót? Og snúaséi að flöskupóst-
inum strax og þvi er lokið.
Urslit atkvæðagreiðslu þcirrar er nú
stendur fyrir dyruni verða svar opin-
berra starfsmanna við því hvort þeir
vilja að samtök þeirra séu sinnulitil og
sljó orðin um almennan rétt og um-
gengnishætti i kjaramálum. Blekkingar
er stjórnarforystan og ríkisstjórnin
beita sameiginlega, t.d. um að samn-
ingstíminn lengist sjálfkrafa ef samn-
ingurinn verður felldur, falla um sjálf-
ar sig. Hver skynbær maður sér að þar
sem nú er liðið ár síðan samningur féll
raunverulega úr gildi, þá blasir beint
við að sáttanefnd þarf ekki annað en
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að
samningurinn gildi frá þeim tíma er
seinasti samningur rann úr gildi. Að ári
liðnu verða það tvö ár.
Að lokum þetta:
Það er hinn mesti misskilningur að
við sem andæfum samkomulaginu
viljum ekki réttarbætur þær sem um er
samið. Að sjálfsögðu viljum við þær.
En við viljum ekki stofna til viðskipta
með þessum hætti. Við teljum ekki að
við eigum að setja á stofn Mannrétt-
indamarkaðinn Notað og Nýtt og
ganga þangað inn með stjórnvöldum,
litast þar um hillur og horfa á kjörgripi
er fyrri stjórnvöld hafa tekiðaf okkur,
svo sem lifeyrisréttinn og segja eins og
Stefi í Reykjahlið: Kaupa, kaupa. Þessi
réttindi voru, sum hver, þinglesin eign
okkar en látin af hendi af misvitrum
mönnum.
Fellum nú samninginn og gönguni
samstíga til nýrrar baráttu fyrir réttlát-
ari samningum. Ólafur á Hrísbrú hefði
sagt: Til cr ég og til er Bogi.
Pélur Péturssnn, þulur.
Hörðu
Beram;
aerqmann
á ferðalagi i
KAUPMANNAHOFN
Mér finnst gaman áö þvæl-
ast um göngugöturnar í gamla
bænum Strikið og Köbmager-
gade. Þarna eru búöir og krár
af öllu tagi — utandyra og
innan. Sé nógur
tími er tilvaliö aö
slóra í fornbóka-
verslunum í
Fiolstræde. Á
þessu svæöi er líka
nóg af matsölu-
stööum sem
bjóöa danskan mat á góöu
veröi, s.s. við Grábrödretorv og
í Löngangsstræde. Aö kvöld-
lagi finnst mér tilvaliö aö
heimsækja djassbúllurnar við
Nikolaj plads eöa Montmartre í
Nörregade, þar eru oft góöir
kraftar og aöallega spiluö
„gammeldags jazzmusik“. Svo
er líka vert aö athuga aö í
konsertsalnum í Tivoli er eitt-
hvaö um aö vera áriö um
kring — oft eitthvaö á
heimsmælikvaröa. Góöviöris-
degi aö sumarlagi er gaman aö
eyða í stóru göröunum noröan
viö Gothersgade — Kongens
have og Botanisk
have. Sé maöur
kominn þangaö
er ekki langt eftir
aö vötnunum og í
Nörrebro hverfinu
meö sínu sér-
kennilega and-
rúmslofti og brogaöa mannlífi.
Sé fariö í dagsferö út úr
borginni er tilvalið aö halda í
noröurátt. Þar er t.d. Frilands-
museet í Lyngby meö gömlum
sveitabæjum, myllum o.fl., Fre-
deriksborg Slot í Hillerod
meö glæsilegu minjasafni og
loks má nefna hiö heimsfræga
nútímalistasafn, Louisiana.sem
stendur í fallegu umhverfi úti
viö Eyrarsund.
Ef þú hyggur á ferð til
KAUPMANNAHAFNAR
geturðu klippt þessa
augiýsingu út og haft hana
með,það gæti komið sér vel.
FLUGLEIDIR