Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 28

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980. HUGVÍSINDAHÚS HÁSKÓLA ÍSLANDS Tilboð óskast í að gera undirstöður og botnplötu auk kjallara undir hluta fyrir fyrri áfanga kennsluhúss fyrir hugvísindi á lóð háskólans. Áfanginn er ca 1000 m2 að flatarmáli. Verkinu skal að fullu lokið 10. janúar 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 150.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 19. september 1980 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið í Suðurlandsumdæmi á þá lögaðila sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra laga. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða um- boðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Hcllu, 31. ágúst 1980, Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hálfdán Guðmundsson. I.eikarinn þekkli, Gregory Peck (til vinslri), var borðherra Karólinu á dansleiknum. Hann hefur sjólfur gengið í gegnum skilnað og hefur því liafl skilning á líOan Karólinu. Furstahjónin vilja skilnað þegar f stað — Karólína barðist við grátinn á Rauðakrossdansleiknum Styrktardansleikur Rauða krossins, hápunktur skemmtanalífs fína fólksins í Mónakó var runninn upp. Efst í huga allra hinna eitt þúsund gesta er komu til dansleiksins var aðeins ein spurning: Var hjónaband Karólínu prinsessu og glaumgosans Philippe Junots runnið út i sandinn? Svarið fékkst snemma um kvöldið þegar Karólína prinsessa mætti á staðinn ásamt foreldrum sinum, Rainer fursta og Grace furstafrú, en án eigin- mannsins Philippe Junot. Hann var raunar staddur um 2000 km í burtu i Tyrklandi ásamt ungri stúlku, sem hann kynnti sem ritara sinn. Ýmsir þekktu stúlkuna. Þar var komin Facio Gianni, dóttir „diplómats” frá Costa Rica. Það kom í hlut blaðafulltrúa fursta- hjónanna að tilkynna það næsta dag, sem gestum dansleiksins var þegar orðið Ijóst, að hjónabandið var búið að vera og „skilnaður eða ógilding hljóta Junot ásamt „rilaranum" Facio Gianni á „diskóteki” í Tyrklandi. óhjákvæmilega að verða næstu skrefin.” Spádómar, sem þegar voru settir fram við brúðkaup Karólinu og Junots fyrir tveimur árum voru að rætast. Fjölmargir voru þá þegar þeirrar skoð- unar, að þetta hjónaband gæti aldrei heppnazt og raunar segja kunningjar Karólínu, að það hafi hvarflað að henni að hætta við allt saman á siðustu stundu. „Ef þú vilt þá er ennþá mögu- leiki að hætta við þetta,” á móðir hennar þá að hafa sagt við hana en Karólína var greinilega þeirrar skoð- unar, að ekki yrði aftur snúið. Síðustu mánuði hefur Junot, sem nú stendur á fertugu sézt með fjölmörgum yngismeyjum en prinsessan hefur verið bendluð við Robertino Rossellini sem er þritugur. „Hún er ástfangin af honum en það er allt of snemmt að tala um nýtt brúðkaup,” sagði nákominn aðili. Gestir á Rauða kross dansleiknum segja, að prinsessan hafi virzt mjög niðurdregin. Þegar Frank Sinatra söng lagið rómantíska „Strangers in the Night” var greinilegt að Karólina barðist við grátinn. Ýmsir hallast að því að Philippe Junot ætli sér að ná sem mestum peningum út úr fursta- hjónunum við skilnaðinn. Því er haldið fram, að Grace furstafrú hafi meira að segja ráðgazt við Elísabetu Englands- drottningu um hvernig bezt væri að standa að málum og hefur þá væntan- lega haft í huga reynslu drottningarinn- ar af skilnaði Margrétar prinsessu og Snowdon lávarðar. „Karólína er ung og óþolinmóð og furstahjónin vilja örugglega að skilnaðurinn gangi eins fljótt fyrir sig og mögulegt er,” sagði kunningi furstahjónanna. Junot, sem er reyndur I spilavitinu í Monte Carlo, gæti þó reynzt þeim erfiður ljár í þúfu. „Philippe hefur engu að tapa og hann mun ekki gefa sinn hlut,” sagði einn honum nákominn. Grace furstafrú og Albert sonur hennar, 22 ára.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.