Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 14

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980. D <s Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir GULLMORKILAUGARDALNUM EN ÓSANNGJARN SIGUR FRAM — Eyjamenn áttu mun meira í leiknum en þrumuf leygur Guðmundar Torfasonar í f ramlengingu tryggði Fram bikarinn annað árið í röð Framarar eru bikarmeistarar Islands 1980 en varla verður með sanni sagt að sigur þeirra hafi verið sanngjarn. F.yja- menn áttu mun meira i leiknum lengst af og í framlengingunni virtust Framarar alveg heillum horfnir. F.n þó ekki alveg. Kr tvær mfnútur voru til leiksloka fengu þcir aukaspyrnu rétt utan vítateigs Eyja- manna. Knótturinn barst til Guðmundar Torfasonar, be/ta manns fram I leiknum, og hann sendi knöttinn með þrumufleyg f netið af um 25 metra færi án þess að prýðisgóður markvörður Eyjamanna, Páll Pálmason, kæmi nokkrum vörnum við. Stórfallegt mark þó það jafnaðist varla á við jöfnunarmark Eyjamanna. Framararnir fögnuðu innilega en F.yja- mennirnir áttu nóg með að dylja von- brigði sfn. Skömmu sfðar flautaði ágætur dómari leiksins, Rafn Hjaltalfn, til leiksloka og Framarar höfðu þvf varið titil sinn frá f fyrra. Leikurinn í gær byrjaði mjög fjörlega og Framarar réðu lögum og lofum á vellinum. Eyjamenn virkuðu tauga- slappir og ekki var lokið nema fram á 2. minútu er Páll Pálmason mátti gripa til sparihanskana til að verja frá Pétri Ormslev á meistaralegan hátt af mark- teig. Siðan björguðu Eyjamenn naum- lega eftir fast skot og í þriðju tilraun Framaranna hæfðu þeir Páll þar sem hann lá í markteignum. Fram tók síðan [forystuna á 9. mínútu og það var svo sonar. Framarar höfðu áfram undirtök- in en gerðu síðan þá reginskyssu að draga sig aftar á vellinum. Við það náðu Eyjamenn, með Ómar Jóhannsson 1 broddi fylkingar, betri tökum á leiknum smám saman en gekk illa að skapa sér tækifæri að heitið gat. Það eina var á 34. minútu er Tómas Pálsson komst í gegnum vörnina eftir sendingu Sigur- láss. Guðmundur hikaði allt of lengi I markinu en áttaði sig svo og náði að kasta sér fyrir knöttinn. Undireðlilegum kringumstæðum hefði þetta aldrei átt að verða marktækifæri. Eyjamenn hófu stórsókn strax í byrjun síðari hálfleiksins og á 50. mínútu skaut Tómas yfir úr góðu færi Framarar fagna fyrra marki sínu í leiknum. Pétur Ormslev situr ofan á félaga sínum Guðmundi Steinssyni. DB-mynd Einar Ólason Óánægður með sjálfan mig „Þetta var jafn leikur, en mun opnari en ég hafði reiknað með. Við áttum bara að raða flciri mörkum inn á þá í fyrri hálfleik,” sagði l’étur Ormslev, Fram. 1 lins vegar er ég ekki ánægður með sjálf- an mig í leiknum, ég lék langt undir getu. Vestmannaeyingar voru atkvæðameiri i siðari hálfleik, en við vorum með slappa framlinu þá, Guðmundur Torfason var meiddur í nára, og Guðinundi Steinssyni var kippt út af, og það þýðir lítið að vera einn þarna fi ammi.” Sanngjarn sigur „Já, ég er í sigurvimu, það er niikln meiri stemmning að vinna hikarinn aftur," sagði Marteinn Geirsson fyrirliði l'ram. „Fg er mjiig ánægður 'með leik okkar í fyrri hálfleik og við vnrum hetri þá, en i seinni hálfleik voru Vestmanna- eyingar hetri. Sigurinn var sanngjarn. því við áltuni hættulegri færi npp við miirkin,” sagði Martcinn. Bæði liðin gátu unnið „F.g er mjög ánægður með lcikinn, og fannst liann mjög góður,” sagði Trausti llaraldsson, landsliðshakvörðurinn í Fram. „I.eikurinn var mjög jafn, við vorum hetri í fyrri hálflcik og þeir í hin- um siðari og eftir að þcir jöfnuðu hefðu bæði liðin getað unnið. Mörkin voru öll þrumugóð, og voru öll skoruð i sama liornið á sama markinu. Það virðist vera vciktir punktur á því marki! sannarlega ekkert slormark. Guðmund- ur Torfason sendi knöttinn inn á miðj- una til Péturs og hann scndi síðan áfram til Guðmundar sem stakk sér upp í hægra hornið. Sending hans fyrir markið var hnitmiðuð og þar kastaði minnsti leikmaðurinn á vellinum, Guðmundur Steinsson, sér fram og skallaði glæsilega í vinstra markhornið, 1—0. Eyjamenn sluppu síðan með skrekkinn á 13. mínútu er Marteinn þrumaði yfir af markteig eftir fallegan undirbúning Péturs og Guðm. Steins eftir hornspyrnu en Guðmundur hafði áður varið skot hans i horn. Fimm mínútum síðar skapaðist mikil hætta við mark Fram en Sigurlás var aðeins hás- breidd frá að ná til knattarins, sem síðan fór aftur fyrir endamörk. Gunnar Guðmundsson fékk gullið tækifæri til að tryggja Frömurum sigur i leiknum er hann skaut góðu skoti úr einni af fáum vel skipulögðum sóknum Fram í siðari hálfleiknum. Páll varði skot hans en hélt ekki knettinum, sem barst út til Péturs Ormslev. Hann skaut bylmingsskoti en aftur varði Páll meistaralega. Nú, hins vegar, rann knötturinn út í teiginn til Gunnars, sem hafði opið markið fyrir framan sig. Það freistaði greinilega ekki nógu mikið og skotið fór yfir þverslá. Um þetta leyti skiptu bæði liðin inn á varamönnum. Kári Þorleifsson kom í stað Óskars Valtýssonar hjá IBV og Erlendur Daviðsson kom í stað Hafþórs Sveinjónssonar. Sýnt þótti með þessari skiptingu Fram að þeir ætluðu sér að halda fengnum hlut en það tókst ekki lengi því á 68. mínútu jafnaði Ómar Jóhannsson með glæsilegasta marki sem undirritaður hefur séð í sumar. Hann tók knöttinn á brjóstið vel utan vítateigs og lét hann síðan falla niður á vinstri fót- inn. Þrumunegling hans small í stöng- inni og þeyttist þaðan i netið. Stórbrotið mark vægast sagt. Markið hleypti miklum eldmóði í Eyjamennina, sem tóku nú öll völd á vellinum. Ekki var þó mikið um tæki- færi en á 78. mínútu bjargaði Símon Kristjánsson á línu eftir skot Ómars Jóhannssonar upp úr hornspyrnu. Símon bjargaði aftur á línu í síðari hluta framlengingarinnar og hinum megin varði Páll snilldarlega þrumuskot Gústafs utan úr vítateishorninu. Síðan kom sigurmarkið eins og reiðarslag fyrir Eyjamenn eins og áður er sagt frá. Þrátt fyrir gullfalleg mörk er varla hægt að flokka þennan leik á meðal þeirra betri í sumar. Til þess var spennan og taugaveiklunin allt of mikil á meðal leikmanna. Þeir Ómar Jóhannsson og GuðmundurTorfason voru beztu menn vallarins — hvor í sinu liði. Ómar dreif Eyjamennina vel áfram og knattmeð- ferð hans og sendingar voru oft á tiðum frábærar. Sama má reynar segja um Guðmund Torfason, sem þó hefur ekki íþrótfir l„Við unnum bikarinn.” Martcinn Geirsson hampar hér verðlaunagripnum kátur á svip eftir að hafa tekið við honum úr hendi Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra. DB-mynd Sig. Þorri finleikann sem einkennir Omar. Hjá Eyjamönnum varði Páll vel í markinu, þó e.t.v. hefði hann átt að taka fyrirgjöf- ina í fyrra markinu. Sveinn Sveinsson átti og góðan leik með Eyjaliðinu og þeir Tómas og Sigurlás áttu ágætan leik. Símon var sterkur í bakvarðarstöð- unni hjá Fram og Gunnar Guðmunds- son átti einn sinn bezta leik, í sumar. Pétur Ormslev og Guðmundur Steins- son byrjuðu frisklega en döluðu er á leik- inn leið. Pétur var reyndar einn frammi lengi vel i siðari hálfleiknum þannig að erfitt var fyrir hann að athafna sig. 30 ára dómararnir dæmdu, þ.e. Rafn Hjaltalín, Grétar Norðfjörð og Magnús V. Pétursson, og komust ágætlega frá hlutverki sínu. Rafn hefði þó mátt flagga gula spjaldinu a.m.k. tvisvar í leiknum — einkum eftir ljót brot Jóns Péturssonar á Sigurlási. -SSv. Slæmtaðmissa Hafþórútaf „Þetta var mjög erfiður leikur. Við byrjuðum ieikinn af miklum krafti, en tókst samt bara að skora eitt mark i upp- hafi. Við gátum haldið Sigurlási og Ómari nokkuð niðri, en það var slæmt að missa Hafþór út af, því hann hafði góð tök á Ómari. Mér fannst sigur okkar í leiknum vcra alvcg réttlátur,” sgði Jón Pétursson, Fram. Lið mitt stóð fyrir sínu „Við börðumst vel og sýndum góðan leik og vorum óheppnir að vinna ekki. Eg er ánægður með mitt lið, það stóð fyrir sínu,” sagði Viktor Helgason, þjálf- ari Vestmannaeyinga. Það er drauma- mark að fá mark á siðustu minútu ieiks, fyrir hvaða lið, sem er. Framaramir eru alltaf crfiðir, og þetta var átakaleikur, en við spiluðum betur á flestum sviðum.” Vamarveggur- inn klikkaði „Siðasta rnarkið var leiðinlegt, því þetta var engin aukaspyrna. En varnar- veggurinn klikkaði i aukaspyrnunni og það hefur komið fyrir áður i sumar, og meira að segja á siðustu mínútu,” sagði Sigurlás Þorleifsson, ÍBV. Annars var þetta rosaleg barátta og harður leikur, og öll mörkin voru sérlega glæsileg.” Höf um sýnt betri leik „l.eikurinn var bara nukkuð góður, en það er erfitt að leika á móti Fram. Við höfum sýnt betri leik i sumar, en við vorum samt betri stóran hluta leiksins,” sagði Páll Pálmason, markvörður ÍBV. Grátlegt að tapa leiknum „Það var grátlegt að tapa þessum leik, því þeir voru alveg búnir, áður en fram- lengingin hófst,” sagði Ómar Jóhanns- son, markaskorari Vestmannaeyinga. „Leikurinn var mjög harður, og svo kórónaði það allt saman þegar Framarar fengu aukaspyrnuna f lcikslok, sem þeir síðan skoruðu úr.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.