Dagblaðið - 01.09.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980.
Þursarnir
náðust
Endursýnið
dansþáttinn
Dansunnandi hringdi:
Um verzlunarmannahelgina var
sýndur í sjónvarpi þáttur, sem hét
„Eigum við að dansa?” þar sem
nemendur í dansskóla Heiðars Ást-
valdssonar sýndu nokkra dansa. Nú
langar mig að biðja sjónvarpið að
endursýna þáttinn, þar sem hann var
sýndur á afar óheppilegum tíma,
þegar fáir voru heima við. Vona ég
að sjónvarpið bregðist vei við ósk
minni.
allir KFandi
ER ÞETTA HÆGT?
Ólafur Jóhannesson heilsar utan-
ríkisráðherra Austur-Þýzkalands —
með vinstri höndina í vasanum.
Kunna ráðherr-
arnirekki
mannasiði?
Kári skrifar:
Nýlega birti eitt dagblaðið hér í
borg mynd af Svavari Gestssyni
ráðherra þar sem hann var að heilsa
fyrrverandi forseta islands hr. Krist-
jáni Eldjárn með handabandi og
hafði Svavar þá vinstri hendina í vas-
anum.
í gær birtir svo Dagblaðið mynd af
Ólafi Jóhannessyni þar sem hann er
að heilsa utanrikisráðherra Austur-
Þýzkalands og hefur Ólafur þá á
sama hátt vinstri hendina í vasanum.
Hingað tii hefur þetta framferði ekki
þótt nein kurteisi. Kannski eru þessir
ráðherrar með þessu að undirstrika,
að þeir séu vinstri menn?
Dr. Benjamin H.J. Eiríksson skrifar:
Fyrirsögnin er fengin að láni hjá
hinum mörgu, sem nota hana þegar
gengur svo fram af þeim, að þeir
ræskja sig og ávarpa samborgarana i
blöðunum.
Ég var að hlusta á útvarpið. 1 frétt
var haft eftir talsmanni stjórnar borg-
arinnar, að nýjar íbúðir í Reykjavík
og Hafnarfirði yrðu tengdar hitaveit-
unni, en það hefir hitaveitustjóri ekki
viljað gera. Til þess vantar fé. En allt
annað skorið niður, sagði talsmaður-
Óhreinar
slár í
strætó
Sísí hringdi:
Ég tek ævinlega strætisvagn í vinn-
una um níuleytið á morgnana. Þegar
ég kem í vagninn er hann orðinn
troðfullur og hvergi hægt að fá sæti.
Eina ráðið til að detta ekki er að
grípa í slá í loftinu. En sú slá virðist
ekki vera hreinsuð sem skyldi. Dag
eftir dag mæti ég í vinnuna svört á
höndunum eftir að halda mér í vagn-
inum. Fólk sem ég þekki hefur sömu
sögu að segja. Mér finnst ótrúlegt að
frá því að vagninn byrjar að aka á
morgnana og fram til níu óhreinkist
sláin svona óskaplega. Liklegra þykir
mér að þessi slá hreinlega gleymist
þegar vagnarnir eru þrifnir. Væri
ekki hægt að bæta þarna úr?
inn. Ég skrifa þessar línur í þeim til-
gangi að fá notendur hitaveitunnar til
þess að átta sig á því, hvað hér er á
seyði. Hér er um að ræða hagsmuni
almennings, fyrst og fremst okkar
hinna eldri notenda, en einnig hinna
nýju, sem þurfa hita þegar kalt er,
rétt eins og við hin. Ég er ekki sam-
mála Gísla Jónssyni prófessor, sem
telur tengingu hjá hinum nýju al-
mannahagsmuni, við þessar að-
stæður, þar sem þeir stangast á við
hagsmuni okkar hinna. Vér erum í
stórum almenningi, þeir í litlum dilk.
Skrif hans i þessu máli virðast póli-
tískt framhald af rugli hans um raf-
magnsverðið.
Fyrir allmörgum árum skrifaði ég
greinar í blöðin um hitaveituna. Ég
var ekki ánægður þótt ég hefði
nægan hita, alltaf — nema þegar
kalt var. Hitaveitan var þá starf-
rækt þannig, að hver notandi átti að
hafa eigin toppstöð, í stað þess að
hafa sameiginlega toppstöð fyrir not-
endurna, eins og gert er í rafmagns-'
málunum. Suma daga sátu þvi margir
í köldum og klökuðum íbúðum. Það
er þetta sem orðin: en ailt annað
skorið niður þýða: nægur hiti, nema
þegar kalt er. Þau þýða að skortur
verður á heitu vatni.
Því miður: fyrirsögninni verður að
svara játandi — í bili. Eins og stendur
minnir þjóðfélagið mest á skip á sigl-
ingu, þar sem talsverður hluti áhafn-
arinnar er brjálaður lýður. Skip-
stjórnarmennirnir blekkja, ljúga,
kjassa og svíkja á víxl, til þess að
halda skipinu á réttum kili. Við þess-
ar aðstæður koma upp hin fáránleg-
r
„llldeilur standa um verðið i heita vatninu, en það er verðlagt — segi og
skrifa — á um það bil einn niunda af réttu markaðsverði orkunnar. Deiluna
á að leysa að nokkru með láni — liklega erlendu,” segir dr. Benjamín H.J.
.Eiríksson.
þessi mál. Honum getum við treyst.
Hann er að reyna að verja hagsmuni
almennings gcgn blekkingameistur-
um og pólitiskum lýðskrumurum.
Styðjum öll við bakið á honum,
komum í veg fyrir að hitaveituþjón-
astan verði eyðilögð!
1 \ JK
ustu mál. Illdeilur standa um verðið á
heita vatninu, en það er verðlagt —
segi og skrifa — á um það bil einn
níunda af réttu markaðsverði ork-
unnar. Deiluna á að leysa að nokkru
með láni — líklega erlendu!!
Núverandi hitaveitustjóri þekkir
Raddir
lesenda
Þeir fjölmörgu sem uröu
sem bergnumdir á hljóm-
leikum Þursaflokksins í
Þjóðleikhúsinu og viða
um land, geta nú fengið
eitthvað af því endur-
tekið. Þursarnir léku þá
við hvurn sinn fingur,
sungu og léku frábærlega
vel á hljóðfæri.
Lokahljómleikarnir voru
hljóðritaðir af kunnáttu
og natni . þeim tónum
hefur veríð þrýst á þlast-
plötur sem eru nú boðnar
til kaups.
Því er hægt að fá Þursana
lifandi heim til sín ..., á
nýju hljómleikaplötunni:
Á HLJÓMLEIKUM, sem fæst
í hljómplötuversl. um
land allt.
FALKINN
Valdímarsson nemi: Já, það ætla
ég að gera. Ég sá kafla úr þáttunum
þegar ég var í Bandaríkjunum og mér
fannst þeir mjög góðir.
Spurning
dagsins
Ætlar þú að fylgjast
með þáttunum
Helförin
(Holocaust)?
Ragnheiður Halldórsdóttir fostra: Nei,
það held ég ekki. Ég hef heyrt talað um
þessa þætti, en ég hef engan áhuga á
þeim.
Guðni Örvar Guðnason, vinnur við
sorphreinsun: Ég horfi mjög lítið á
sjónvarp vegna þess að mér finnst það
yfirleitt leiðinlegt. Ef þetta eru góðir
þættir þá lít ég kannski á þá.
Gústaf Ágústsson rafvirki: Það veit ég
ekki. Jú, ætli maður fyigist ekki með
þeim.
Haukur Bjarnason trésmiður: Því ekki
það? Það ætla ég hiklaust að gera.
Heiðar Elímarsson húsasmiður: Já,
ætli það ekki, maður gónir á allt i sjón-
varpinu. Annars hef ég verið að lesa
söguna í Vikunni.