Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980. 5 LÍTILL MUNUR Á ÍS- LENZKUM 0G DÖNSKUM ÝMI ---P Innlendu umbúðirnar voru gjörsam- legaómerktar í Danmörku er algengt að fólk noti ými i alls kyns salatsósur i staðinn fyrir sýrðan rjóma. Ýmir er einnig framleiddur hjá Mjólkursam- sölunni en honum hefur hins vegar verið frekar lítill sómi sýndur. Ýmir er ekki mikið auglýstur hér á landi, í það minnsta ekki til jafns við aðrar framleiðsluvörur fyrirtækisins. í samanburðinum á dönskum og islenzkum ými kom í ljós að næsta lítill munur var á milli tegundanna. Einn dómarinn gat ekki gert upp á milli tegundanna, einum fannst danski ýmirinn betri en sá íslenzki, Ifm <<Æ& Wr ■ I ' é wM en tveir voru á því að sá íslenzki væri betri. Umbúðirnar Danski ýmirinn er seldur i pappa- umbúðum eins og mjólkin, bæði 1/2 og 1 líters fernum. Merking umbúð- anna var til fyrirmyndar, fituinnihald er 3,5%. Dagstimpillinn vel læsi- legur. íslenzki ýmirinn er í plastdós með nákvæmlega engri merkingu nema nafninu á lokinu. Dagstimpillinn er ólæsilegur með öllu í langflestum til- fellum. Hér er Sigrún Davíðsdóttir að gera það upp við sig hvort islenzki eða danski ýmirinn sé betri. Það reyndist mjög erf- itt. DB-mynd Einar. Verðið Danskur ýmir í 1/2 lítra fernu kostar 270 kr. og í litra f- rnu 508 kr. íslenzkur ýmir er seldur i 200 gr plastdósum á 116 kr. og í 1/2 lítra dósum á 294 kr. Þess má geta að íslenzkur ýmir inniheldur 3% fitu. -A.Bj. Smakkarar Neyt- endasíðunnar Þeir sem smökkuðu á hinum 79 matvælategundum frá' Dan- mörku, Bandarikjunum og fslandi fyrir Neytendasiðuna eru: Sigrún Daviðsdóttir, þekkt fyrir matreiðslubókarútgáfu og matar- skrif i Morgunblaðið, Friðrik Gíslason skólastjóri Hótel- og veitíngaskóla Islands, Jónas kristjánsson ritstjóri DB og um- sjónarmaður Neytendasiðunnar, Anna Bjarnason blaðamaður. Aöstoðarmaöur var Erna V. lng- ólfsdóttir blaðamaður. Verðútreikningar á erlendu vörunum var gerður samkvæmt islenzku kaupgengi: D.kr. 89.83 $495.40 KARTÖFLUSALAT MEÐ ÝMI Þar sem við ræðum um smökkun á ými í dag er ekki úr vegi að gefa upp- skrift þar sem hann er notaður. Uppskriftin er frá Maríu, einni þeirra sem tekur þátt i heimilisbók- haldi okkar. I kg soðnar kaldar kartöflur / 1/2 I ýmir / 2 msk. majones / 1—2 msk. saxaður laukur / salt, pipar / 1 tsk. karrý / 1 msk. sitrónusafi / steins- elja, tómatbátar og eggjabátar til skrauts. ' Kartöflurnar eru skornar i litla bita. Hrærið vel saman ýminum, majonesinu, lauknum og kryddinu og blandið saman við kartöflurnar. Látið salatið standa í isskápnum nokkra stund. T.d. 1—3 klst. og skreytið. Berið salatið fram með 'köldum fiski og kjöti. „Þetta salat bragðast mjög vel,” Okkur reiknast svo til að kartöflu- segir Maria, ,,og hefur verið mjög salatið kosti um I þús. krónur. vinsælt á mínu heimili.” -EVI. Ýmir er ágætur i salat i staðinn fyrir sýrða rjómann. Á myndinni sjáum við lok á jógúrt og Friendship sýrðum rjóma, sem eru tii fyrirmyndar. DB-mynd Þorri. Dýrasti hluturinn -og jáfnframt sá minnsti. Verðmætí: Kr.22.000.000 Sýningargripir skipta hér þúsundum. Allt frá þessum hring á myndinni hér til hliðar upp í sófasett, - jafnvel heilu sumarbústaðina. Varla er nú gert út um slík kaup hér á sjálfri sýningunni, enda er tilgangurinn með henni miklu fremur að safna saman á einum stað, og á greinargóðan hátt, upplýsingum um vöru- framboð, verð, nýjungar eða annað sem neytendum gæti að gagni komið. Hringurinn er nefndur hér fyrir forvitnissakir. Hann er úr 14 kt. hvítagulli skrýddur billiantslípuðum demant 2,06 ct. Þessar upplýsingar eru fengnar í sýningardeild nr. 20 í aðalsal. Opiðerkl.3-10virkadagaog 1-10 laugardaga og sunnudaga. Svæðinu er lokað alla daga kl. 11. Heimilið

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.