Dagblaðið - 01.09.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980.
Með Kóraninn f annarri hendi og marókanska fánann i hinni hóf þessi sjálfboða-
liði i Sahara gönguna miklu árið 1975. Só ganga markaði upphaf styrjaldarinnar
um landsvæði það sem áður fyrr var kallað Spænska Sahara. Gin þeirra styrjalda
sem aðeins kemst i heimsfréttirnar með höppum og glöppum en er samt orðin ein
sú mannskæðasta sem háð hefur verið á afrísku landi.
Gangan inn á Sahara auðnina var
ráðið. Árangurinn varð betri en
Hassan hafði nokkru sinni gert sér
vonir um. Nær hver einasti ibúi Mar
okkó styður kröfuna um yfirráð yfir
eyðimörkinni og nicira að segja
kommúnistaflokkur landsins stendur
með konunginum í þessu máli.
Áður fyrr var ástandið þannig að
einhverjir aðilar i Marokkóher reyndu
að ráða Hassan konung af dögum á
nokkurra mánaða fresti. Þeir hafa nú
annað við tímann að gera. Efnahags
lega hefur Hassan tekizt að sigla fram
hjá óánægju heima fyrir þrátt fyrir
kostnaðinn af styrjöldinni. Árið 1977
var hann mcira að segja svo öruggur
með ástandið að hann lét fara fram til
tölulega frjálsar kosningar til þings
landsins.
Þrátt fyrir þetta gætir nú vaxandi
óþolinmæði í Marokkó vcgna styrjald-
arinnar við Polisario. Á siðasta ári
rcyndu skæruliðar þeirra að einbeita
sér að flutningaleiðum marokkóhers
ins í suðurhluta landsins. Urðu átök
þar mannskæð á báða bóga. Hassan cr
hinsvegar fangi sinnareigin velgengni.
Landsmenn hans vilja ekkert nema
sigur. Málamiðlun sent næðist við
samningaborðið cr engin lausn og til
samninga getur Hassan ekki gengið án
þess að hætta vinsældum heirna fyrir.
Þó svo að Hassan sé i þessari stöðu
nú og C'IA — leyniþjónusta Banda
rikjanna, hafi spáð byltingu gcgn
honum á næstu mánuðum þá þarl'
hann tæpast að óttast slíkt. ClA-menn-
irnir sem lögðu fram spádóminn ætl
uðu aðeins að tryggja að þeir gerðu
ekki sömu mistökin og í iran og hel/.tu
andstæðingar Hassans konungs,
Alsirmenn. vilja ekki heldur að skipt
verði um stjórnendur í Marokkó. Þeir
telja að sá er þá ntundi taka við stjórn-
artaumnum yrði örugglega enn verri
viðaðeiga en Hassan er nú.
Staðan í Sahara styrjöldinni sem
þykir nú farin aðjafnast á viðstyrjöld-
ina i Eritreu. er þvi sú að Hassan getur
ckki dregið sig til haka þótt hann vildi.
Hann getur heldur ekki unnið sigur og
það geta Polisario skæruliðarnir ekki
heldur. Hinir siðarnefndu munu
hcldur ekki hætta baráttu sinni.
Styrjöldin mun þvi halda áfram enn
um sinn og jafnvel um allmörg ókom-
in ár.
Atvinnumál fatlaðra
og verkalýðshreyfingin
Á seinni árum hafa menn leitt
hugann meira en áður að ýmsum
mannréttindamálum. Þetta stafar
bæði af því að augu fólks eru að
opnast fyrir slikum málefnum og
einnig og ekki síður vegna þess að
minnkandi hagvöxtur hefur komið
mönnum í skilning um að hið þindar-
lausa kapphlaup eftir ytri gæðum,
mun ekki bera öllu meiri árangur. Á
þessu stigi fara menn að huga að rétt-
indamálum ýmiss konar og fleiri
möguleikum til að auka og bæta líf
fólksins.
14 lagabálkar
Eitt slíkt félagslegt málefni, sem nú
er á dagskrá, er aðbúnaður fatlaðya.
Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið
að næsta ár verði helgað þessum
þjóðfélagshópi og athyglinni verði
beint að stöðu hans meðal þjóðanna.
Þetta var vel til fundið.
Það kemur strax í ljós, að það
verkefni, að fatlaðir fái nokkurn veg-
inn sömu mannréttindi og aðrir, er
risavaxið. Það kemur til að mynda í
ljós hér á íslandi, að heiil frumskógur
af lögum er til staðar um þetta mál-
efni, 14 lagabálkar, en eftir fæstum
þeirra er unnið í raun nema að óveru-
legu leyti.
Stór hluti fólks
Það eru tvö atriði sem eru alger
forsenda þess að fatlaðir geti hlotið
almenn mannréttindi á við aðra. Þeir
verða að fá tækifæri til að taka þátt í
þjóðlífinu með því að vinna og þeir
verða að fá tækifæri til að taka þátt í
þjóðlífinu með því að komast leiðar,
sinnar. Hvorug þessara forsenda er
fyrir hendi hér á íslandi í dag, nema
að afar takmörkuðu leyti.
Atvinnumál fatlaðra er þó langal-
varlegasti hluturinn. Þau mál verða
ekki leyst nema með stórfelldu átaki
sem hið opinbera og hinir fötluðu
eiga fyrst og fremst að vinna í sam-
einingu.
Stærsti hlutinn
Verkalýðshreyfingin ætti að gefa
þessum málum mikinn gaum. Innan
raða verkalýðshreyfingarinnar er stór
—
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
hluti af fötluðu fólki. Og þar er að
finna mesta láglaunafólkið í landinu.
Ég tel það ekki álitamál að verka-
lýðshreyfingin eigi að veita málefnum
fatlaðra sérstakan forgang á næst-
unni. Ég tel að verkalýðshreyfingin
eigi að leggja sitt að mörkum til að
það ár sem nú er helgað fötluðu
fólki, marki raunveruleg tímamót i
lífi þessa fólks. Þetta gerði verkalýðs-
hreyfingin best með því að einbeita
sér að því að atvinnumál fatlaðra
yrðu leyst á farsælan hátt.
Verndaðir
vinnustaðir
Það er Ijó-. staðreynd, að atvinnu-
mál fatlaðra eru ekki auðleyst. Fatlað
fólk býr við ákaflega mismunandi
fötlun. Stór hluti þess getur stundað
vinnu á almennum vinnumarkaði án
þess að verulegar breytingar þurfi að
gera, nema á hugarfari þeirra sem
standa fyrir rekstrinum. Annað
fatlað fólk er þannig statt, að úti-
lokað er að það geti hafið vinnu
nema á vernduðum vinnustöðum.
Þessa staðreynd verða menn að þora
að horfa framan í.
Verndaðir vinnustaðir eru neyðar-
úrræði i atvinnumálum fatlaðra.
Þetta neyðarúrræði verður að nota
en verndaðir vinnustaðir eiga fyrst og
fremst að vera stökkpallur út á al-
mennan vinnumarkað.
Að blása til funda
Það er á þessu sviði sem verkalýðs-
hreyfingin áað beita sér öðru fremur.
Verkalýðshreyfingin, heildarsamtök-
in og smærri einingar, eiga nú þegar
að blása til funda og ráðstefna um
þessi málefni. Og þessir aðilar eiga að
vinna í fullu samráði og samstarfi við
hina fötluðu.
Þegar pappírsvinnunni verður
lokið i undirbúningi árs fatlaðra, eiga
þessir aðilar og aðrir, að ganga úl
á vígvöllinn og berjast í návígi við
verkefnin. Slíkur bardagi þarf að
sjálfsögðu undirbúning og næstu
mánuðina á að vinna að þessum
undirbúningi á raunsæjan hátt. Þar á
verkalýðshreyfingin að hafa forustu.
Hrafn Sæmundsson
prcntari.
✓
£ verndaðir vinnustaðir eru neyðarúr-
ræði í atvinnumálum fatlaðra. Þetta
neyðarúrræði verður að nota en verndaðir
vinnustaðir eiga fyrst og fremst að vera stökk-
pallur út á almennan vinnumarkað ...”
svíkja þar daglega stefnuyfirlýsingar
sínar frá því í þingkosningum um
nauðsyn nýskipanar efnahagsmála.
Hann neitaði þvi að taka lengur þátt í
skollaleik dropatalningarÍækninga:
og kosið var til þings á ný. Nú var
það Sjálfstæðisflokkurinn, sem hæst
talaði fyrir skurðaðgerðum gegn
verðbólgunni, en gerði það með
slíkum slátrunarlýsingum, að þjóðin
varð hrædd við skurðaðgerð. Fram-
sóknarflokkur hrósaði sigri með
niðurtalningaraðferðina að vopni, en
nú er víst flestum orðið ljóst, að það
læknisráð kemur fyrir lítið.
Enn á ný er farið að tala um stjórn-
arslit og nýjar kosningar innan tíðar,
því að allir hafa misst trú á núverandi
stjórn sökum úrræðaleysis hennar og
aðgerðarleysis. Hins er ekki að dylj-
ast, að almenningi finnst aðrir litið
eða ekki vita betur, hvað gera skuli.
Menn eru kviðnir og vonsviknir og
finnst allir hafa brugðist, sem til úr-
ræða hafa verið kallaðir, stjórn sem
stjórnarandstaða. En ekkert gagn er í
vilinu. Hitt ætti að vera orðið mönn-
um ljóst, að nú stoðar kákið ekki
lengur. Uppskurður er eina vonin.
Enginn bætir heldur um með að flýja
land eða ýta undir slik úrræði, eins
og stundum bryddir á og hefir fyrr
verið brytt á.- Sameinumst a.m.k.
gegn slíku. Landflótti er þjóðar-
ógæfa, sem hver sannur íslendingur á
að snúast gegn af allri orku. Og þrátt
fyrir allan vanda, er sem betur fer
langt i það, að vonlaust sé um „betri
tíð með blóm í haga”.
Benedikt Gröndal, formaður
A-íþýðuP.OkiCS mgðí íi! ! veiur, aö
fyrirhuguð myntbreyting okkar um
komandi áramót yrði notuð sem út-
gangspunktur að gagngerum breyt-
ingum á efnahagskerfi okkar. Þetta
ætti að skoðast vel, því að hvað tjóar
myntbreyting, ef allt veður á súðum
sem fyrr?
í stað þess að ýtast á í Sjálfstæðis-
flokki og Alþýðuflokki hvor sé í
meira volæði: Sjálfstæðisflokkur
vegna klofnings síns og forystuvanda
eða Alþýðuflokkur vegna blaðleysis
og snerpuskorts, þá ættu þessir
flokkar að freista þess að ná skyn-
samlegri samstöðu um uppskurð á
efnahagskerfi okkar og kalla til upp-
skurðarins og framkvæmdar á
honum færustu sérfræðinga utan
flokka sem innan. Þessir flokkar
tveir eru hér tilnefndir vegna þess, að
þfeir hafa báðir kveðið upp úr með
það, að uppskuröurinn verði ekki
umflúinn, en hinir flokkarnir tveir
virðast enn — sem flokkar — trúa á
,,homopata”-lækningar. En vilji þeir
snúast með til uppskurðarins, skyldi
það síst vanþakkað. Virðist það enda
liggja í loftinu, að þar séu menn inn-
an dyra, sem hafi fengið augu opin
fyrir nauðsyn gagngerra úrræða, svo
að ýmsir eru jafnvel farnir að kíma
að, hváð þeir teljá nú nauðsynlegt aö
koma fram því, sem Alþýðuflokkur-
inn taldi þurfa á haustdögum 1978,
en þeir hinir sömu töldu þá nánast
Kjallarinn
Bragi Sigurjónsson
þjóðarsvik. Nú er því miður allt
þyngra og átakameira en þá, en allt er
betra en uppgjöfin og verður að
bregða fljótt við, þar sem timi er
skammur til myntskiptanna. Reynsla
undanfarinna ára, bæði góð og ill.
ætti aðgeta leiðbeint nokkuð:
1. Höfuðalúð ber að leggja við
uppbyggingu atvinnuveganna, ekki
i rykkjum, heldur jafnt og þétt í
samræmi við markaðsmöguleika.
Auka verður sjálfstjórn þeirra og
ábyrgð.
2. ! sambandi við uppbyggingu
atvinnuveganna verðiir SÖ halda
uppi jöfnum og stöðugum virkjun-
arframkvæmdum, svo að þær valdi
ekki ýmist ofgnótt eða skorti á raf-
orku, né valdi sprengisveiflum á
vinnumarkaði, svo sem dæmi hafa
orðiðum.
3. Orkuverunum verður að leyfa
að selja framleiðslu sína því verði,
að þau beri sjálf uppi kostnaðsinn,
þ.e. afborganir og vexti af fram-
kvæmdalánum og reksturskostnað.
4. Hagkvæmni stóriðju með er-
lendu fjármagni, en undir innlendri
lögstjórn í hvívetna, ber að skoða
vel i sambandi við virkjunarfram-
kvæmdir og láta ekki kjarkleysi og
minnimáttarkennd villa sér þar sýn.
5. Koma þarf launaskipunar-
málum í nýtt og samræmt horf,
þannig að menn njóti betur en nú
góöæris og markaðsgengis og verði
á þann hátt virkari þátttakendur i
velgengni atvinnuveganna, en veröi
líka að kenna að nokkru á sér harð-
æri ogsölutregðu.
6. Fara þarf gaumgæfilega niður
í skattamál láglaunafólks og fólks
með miðlungstekjur, en núverandi
skattalög virðast enn kreppa þeirra
skó.
7. FiárlöB ríkisins verði samin
samkvæmt 0-grunnreglu og við þau
staðið i framkvæmd.
8. Erlendum lántökum verði sett
viss mörk, t.d. bundin vissu hlut-
falli útflutningstekna.
9. Inn- og útlán séu bundin raun-
vöxtum, en íbúðarbyggjendum sé
auðveldaður byggingarkostnaður
með vandlega skipulögðu langlána-
kerfi og láns- og leigukjarakerfi,
þ.e. leigugreiðslur svo og svo
margra ára geti umbreyst t af-
borgun eða greiðslu upp i kaup-
samning, svo sem tiðkast mun á
Norðurlöndum og reynst mörgum
vei séul fyrsta skref til fullrar eign-
ar, án þess að verða háskslcgur
skuldaklafi.
10. Til þess að létta nývöxnum g
viðkvæmum atvinnuf :r.;:m \a\tj-
bvrði. cða hjálnt þei~. r 'm lenda í
tímabundnum jdrhag '. anda, værl
athugandi að Ireista samninga við
lífeyrissjóði stéttarfélaga, sem
margir hverjir eru að verða fjár-
sterkir og styrkjast ugglaust betur,
að þeir veiti ATVINNULÁN á
vöxtum undir venjulegum raun-
vöxtum I þvi augnamiði að treysta
atvinnulifið og tryggja atvinnu fé-
laga sinna og alls almennings.
Margt fleira mætti að sjálfsögðu
tína til, þótt hér verði ekki gert, enda
hér aðeins stiklað á ábendingum til
athugunar. Allt er undir því komið,
að uppskurðurinn nauðsynlegi verði
vel undirbúinn og framkvæmdur af
vandvirkni og kostgæfni. Þar þurfa
bæði lærðir og leiknir, vísindi og
brjóstvit að koma til, svo að vel
takist.
Hér er engin speki talin, atriðin
sem bent er á hvorki tæmandi né al-
gild, hvað þá óvefengjanleg, aðeins
þráðarendar i að taka, ef vilji til sam-
vinnu ob samstöðu reyndist vaknandi
til að huga af fullri alvöru að upp-
skurði, svo að björgun megi takast,
þó að á lokamörkum sé.
Bragi Sigurjónsson,
fyrrum róðherra.
£ „ ... Nú var það Sjálfstæðisflokkurinn
sem hæst talaði fyrir skurðaðgerðum
gegn verðbólgunni, en gerði það með slíkum
slátrunarlýsingum, að þjóðin varð hrædd við
skurðaðgerð. Framsóknarflokkurinn hrósaði
sigri með niðurtalningaraðferðina að vopni, en
nú er vist flestum orðið Ijóst, að það læknisráð
kemur fyrir Utið ..