Dagblaðið - 01.09.1980, Page 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
18
G
íþróttir
Iþróttir
Stórsigur Evrópu- og Eng-
landsmeistara um heigina
— Forest malaði Stoke 5-0 og Li verpool lék Norwich sundur og saman á Anfield og
sigraði 4-1. Júgóslavar í sviðsljósinu á laugardag
Afleins einn útisigur vannst i leikjum
1. og 2. deildar i Knglandi á laugardag
og er harla langt siðan slikt hefur gerzt.
Litið var um óvænt úrslit en hins vegar
virflist nokkufl fjör hafa færzt i marka-
skorunina, þvi 35 mörk voru nú gerð i
1. deildinni annan laugardaginn i röð.
F.nglandsmeistarar Liverpool unnu
góðan sigur á Norwich á Anfield en
það þurfti mark og mikið einstaklings-
framtak Alan Hansen til að koma
Liverpool á sporið undir lok fyrri hálf-
leiksins. Fram að þeim tima hafði
Liverpool ráðið lögum og lofum i
leiknum en ekki tekizt að skora. Virtust
leikmenn Liverpool vera óöruggir og
skyndisóknir Anglíuliðsins komu þeim
nokkrum sinnum i bobba. Svipað var
uppi á tcningnum framan af siðari hálf-
lciknum en síðustu 20 minúturnar skor-
aði Livcrpool þrívegis. Fyrst Terry
McDermotl á 70. mínútu, þá Alan
Kennedy og á lokamínútu leiksins skor-
aði svo David Johnson mark með góðu
skoti. Bennett skoraði eina mark Nor-
wich eftir að Liverpool komst í 3—0.
Kn lítum á úrslitin á laugardag.
1. deild
Arsenal-Tottenham 2—0
Aston Villa-Coventry 1—0
Brighton-West Bromwieh 1—2
Ipswich-Everton 4—0
Leeds-Leicester I—2
l.iverpool-Norwich 4—1
Manchester Utd.-Sunderland I —I
Middlesbrough-Manchester C 2—2
Nottingham Forest-Stoke 5—0
Southampton-Birmingham 3—1
Wolverhampton-Crystal P 2—0
2. deild
Blackburn — Shrewsbury 2 - (I
Bristol Rovers — Grimsby 2- 2
Cardiff — Orient 4—2
C'helsea —QPR I —I
Derby — Bolton 1 —0
Newcastle — Luton 2— I
Sheffield Wcd. — Preston 3—0
Swansea — C'ambridge I — I
Watford — Bristol C'ity 1—0
West Ham — Notts County 4- 0
Wrexham — Oldham 3 — 2
3. deild
Fulham — H .11 0-0
Barnsle\ - ^het'íield Utd. 2 - I
Blackp«xil i'mtsnumth 0—2
Carlisle — Newpoi t I —4
Charlton — Burnley 2—0
C'hesterfield — Gillingham 2—0
F.xetcr — Colchester 4—0
Millwall — Chester 1—0
Oxford — Plymouth 0—0
Rcading —Swindon 4—1
Rothcrham — Huddcrsfield 0—0
Walsali — Brentford 2—3.
4. deild
Northampton-Southend aflýst
Stockport-Halifax 1 — 1
Tranntere-Rochdale 3—I
Bury-Darlington I—2
Crcwc-Lincoln 0—3
Hartlepool-Doncaster I—0
Hcreford-York 1 — I
Pelerborough-Bradford 2—2
Port Vale-Mansfield 0—0
Scunthorpe-Wimbledon I—2
Torquay-Bournemouth 2—0
Wigan-Aldershot 1—0
Ipswich á toppinn
Ipswich tók forystuna í 1. deildinni
eftir slórgóðan sigur á Everton á Port-
man Road. Anglíuliðið leikur stór-
skemnitilega knattspyrnu og víst er að
það mun verða á meðal þriggja efstu i
lok deildakeppninnar í vor. Ipswich cr
eitt aðeins 6 liða í 1. deildinni er hafa
unnið báða heimaleiki sína til þessa og
Everton átti aldrei glætu. Ron Green-
wood var á meðal áhorfenda og hvort
hann hefur haft hvetjandi áhrif á ensku
landsliðsmennina í liðinu er ekki gott
að segja til um en það voru tveir skozk-
ir landsliðsmenn sem komu Ipswich á
bragðið. Fyrst skoraði Alan Brazil og
síðan Johnnie Wark. Mörkin komu á
10. og 12. mínúlu. Terry Butcher bætti
síðan þriðja markinu við á 81. minútu
og Paul Mariner innsiglaði glæsilegan
sigur með marki á 84. mínútu.
Fyrsta mark
Keegan
Allt ætlaði bókstaflega vitlaust að
verða á The Dell i Southampton er
Kevin Keegan skoraði þriðja mark
Southampton á 38. mínútu leiksins
gegn Birmingham. Reyndar hrökk
knötturinn af fæti varnarmanns i netið
en hann var aðeins að reyna að forðast
mark . Keegan hefur reyndar skorað
fyrir Southampton áður, en þetta var
fyrsta mark hans í 1. deildarkeppninni.
Strax á 5. minútu skoraði Graham
Baker fyrir dýrlingana og sýnt var i
hvað stefndi. Mick Channon bætti
öðru markinu við á 34. minútu og
Keegan síðan þvi þriðja. Þrátt fyrir
yfirburði í mörkum var leikurinn alls
ekki mjög ójafn og leikmenn Birming-
ham reyndu allt hvað af tók til að
byggja upp góðar sóknir. Loksins i
síðari hálfleiknum uppskáru þeir mark
er gamla kepman Frank Worthington
sendi tuðruna í netið hjá Ivan Kata-
linic, júgóslavneska landsliðsmannin-
um. Hann er ekki eini Slavinn i enska
boltanum því ekki þarf að fara lengra en
út á vílatevshorn til að finna þann
næsta. som c- lvan Golac, vinstri bak
vörður í Soutlianipton. Og fleiri Slavar
voru i sviðsljósinu.
Slavi skoraði
mark United
Það var Júgóslavinn Jovanovic sem
kom Manchester United yfir gegn
Sunderland á Old Trafford að viðstödd-
um 51.000 áhorfendum. Þó að hann hafi
skorað þetta mark átti hann
alls ekki góðan leik og United liðið
virkaði í heildina ósannfærandi. Enn
vantar lykilmenn i liðið, en Bailey lék
þó í markinu á laugardag. Hann átli
ekkert svar við vel undirbúnu marki
Sunderland á 85. mínútu. Kevin Arnott
tók þá aukaspyrnu og sendi beint á
kollinn á Sam Allardyce, sem var fyrir-
liði i fyrsta skipti á laugardag. Hann
skallaði áfram til Allan Brown, sem
hafði verið lítt áberandi í leiknum, og
I netinu hafnaði knötturinn .Enn vantar
Wilkins, Jordan og McQueen í United-
liðið en Sunderland má vel við una að ná
öðru stiginu á Old Trafford.
Enn sigur Arsenal
Arsenal vann Tottenham í fimmta
sinn í röð í innbyrðis viðureign liðanna
en framan af benti fátt til sigurs
„heimaliðsins”. Varla er hægt að tala
um heimavöll því svo skammt er á milli
borgarhlulanna þar sem liðin hafa að-
setur. Tottenham var mun sterkari aðil-
inn í fyrrí hálfleiknum og átti að leiða
2—0 ef tækifærin hefðu nýtzt þokka-
lega. Sýnu verst fór þó Steve Archibald
að ráði sínu er hann þrumaði yfir
markið af markteig undir lok fyrri hálf-
leiksins. Leikmenn Tottenham voru
varla búnir að reima skóna i síðari hálf-
leik er knötturinn lá i netinu. David
Price skoraði. Á 61. mínútu skoraði
Frank Stapleton sitt fjórða mark i jafn-
mörgum deildaleikjum og innsiglaði
sigur Arsenal. 54.000 áhorfendur voru
á Highbury á laugardag.
Forest í f ormi
Sýnt þykir að Stoke muni verða í
meiriháttar basli með að hanga uppi í
1. deildinni í vetur. Liðinu gengur illa
að skora en það sem verra er: vörnin
lekur eins og botnlaus fata. Liðið hefur
fengið 5 mörk á sig í báðum útileikjum
sínum til þessa og eitthvað verður að
gera ef ekki á illa að fara. Stoke hélt
reyndar í við Forest í heilar 12 minútur
á laugardag en eftir það fór allt í hund
og kött. Ian Wallace sendi knöttinn í
netið og eftir það var aðeins spurning
um hversu stór sigur Forest yrði í lokin.
Gary Birtles bætti öðru markinu við á
41. mínútu og þannig stóð i hálfleik.
Stoke tókst að hemja framherja Forest
fyrsta hálftimann í siðari hálfleik en
ekki lengur. Þá skoruðu Evrópumeist-
ararnir tvívegis á sömu minútunni.
Fyrst John Robertson úr vítaspyrnu og
síðan lan Wallace sitt annað mark.
Gary Birtles vildi að sjálfsögðu ekki
vera minni maður og bætti fimmta
markinu og sínu öðru við á 83. mínútu.
Stórsigur Forest, og þeir ásamt Liver-
pool sýndu á laugardag að góður
kraftur er í þeim þrátt fyrir hrakspár
rnargra.
Einn Slavinn enn
Steve McKenzie, sem Malcolm Alli-
son keypti frá Chelsea i fyrra fyrir stór-
fé sælla minninga — og það meira að
segja áður en hann hafði svo mikið sem
leikið einn leik með Lundúnaliðinu —
var heldur betur í sviðsljósinu á Ayr-
some Park í Middlesbrough. Hann
byrjaði að senda knöttinn í eigið net á
19. minútu en bætti það upp síðar.
Kevin Reeves jafnaði metin fyrir City á
35. mínútu og átta minútum síðar skor-
aði McKenzie — réttu megin í þetta
sinn. Allan siðari hálfleikinn stefndi i
útisigur þvi City lék vel þrátt fyrir að
liðið vantaði Dennis Tueart. En á loka-
mínútunni jafnaði Bosco Jankovic
fyrir Boro en hann er einn margra
Júgóslava í ensku knattspyrnunni.
Úr öðrum áttum
Aston Villa teflir fram ungu en geysi-
lega skemmtilegu liði í vetur sem Ron
Saunders hefur verið að byggja upp sl.
18 mánuði. Coventry tefldi heldur ekki
fram neinum öldungum því í framlín-
unni var enginn eldri en 19 ára gamall.
Það tók Villa 66 minútur að finna gat í
Coventry vörninni og það var Gary
Shaw er skoraði markið sem skildi liðin
að í leikslok.
Mike Robinson, sem Brighton keypti
frá Manchester City fyrir 400.000 pund
i haust, kom liði sinu yfir gegn WBA í
fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði
Albion tvívegis. Fyrst Regin á 57. mín-
útu og síðan Gary Owen á 70.
Sigur Leicester á Liverpool, sem
sjónvarpsáhorfendur hérlendis sáu sl.
laugardag, hefur greinilega hleypt
miklu fjöri í nýliðana, sem gerðu sér
litið fyrir og unnu Leeds á Elland
Road. Engu að siður skoraði Paul Hart
fyrsta mark leiksins fyrir Leeds strax á
47. mínútu eftir að markalaus fyrri
hálfleikur hafði liðið. O’Neill jafnaði
metin og Martin Henderson skoraði
sigurmarkið.
Andy Gray kom Úlfunum yfir gegn
Crystal Palace og síðan bætti John
Richards öðru marki við í síðari hálf-
leiknum.
2. deildin
Það sem mest kom á óvart í 2. deild-
inni var stórsigur Hammers á Notts
County. Hefur hann vafalitið glatt
döpur hjörtu hinna þriggja citilhörðu
áhangenda West Ham hérlendis og þ.á
m. Péturs Chr. í Armanni. David Cross
skoraði eina rnark fyrri hálfleiksins en i
þeim siðari skoraði nýi maðurinn, Paol
Goddard, tvívegis og síðan Ray Stew-
art úr viti. Derby vann góðan sigur á
Bolton með marki David Swindlehurst
og undirritaður spáir Derby sigri i 2.
deildinni í vetur. Tommy Langley konr
QPR yfir á Stamford Bridge á 17. mín-
útu en siðari hálfleiknum jafnaði Gary
Chivers. Terry Hibbitt tryggði New-
castle sinn fyrsta sigur í 2. deildinni í
vetur en áður hafði Brian Stein fært
Luton forystuna. Arfon Griffilhs, leik-
maður og framkvæmdastjóri hjá
Wrexham, var rekinn af leikvelli gegn
Oldham en það kom ekki að sök. Lið
hans hirti bæði stigin. Blackburn trónir
nú óvænt efst í deildinni og það voru
Haukar og Völsungur gerðu jafntefli,
3-3, i leik sinum i 2. deildinni á Hval-
eyrarholtsvelli á laugardag. Staðan f
hálfleik var 1-1, en mikið jafnræði var
með liðunum og jafnteflið þvi sanngjörn
úrslit.
Völsungur tók forystuna í leiknum
upp úr miðjum fyrri hálfleik, er Olgeir
Sigurðsson skoraði. En Haukar náðu að
jafna fyrir leikhlé og var þar Kristján
Kristjánsson á ferð.
Ómar Egilsson náði síðan aftur for-
íþróttir
Frank Stapleton skoraði annað mark
Arsenal á laugardag og hefur þar með
gert 80% marka liðsins i 1. deild.
mörk Kendall (víti) og Gardner sem
tryggðu sigurinn gegn Shrewsbury.
-SSv.
Staðan í deildunum er nú þannig:
1. deild
Ipswich 4 3 1 0 9- ■ 2 7
Southampton 4 3 1 0 8- 3 7
Aston Villa 4 3 1 0 6- 3 7
Sunderland 4 2 1 1 9— ■ 4 5
Liverpool 4 2 1 1 7— 3 5
Nottingham F 4 2 1 1 7— 3 5
Tottenham 4 2 1 1 8- 7 5
Arsenal 4 2 1 1 5— 4 5
Wolves 4 2 1 1 4— 3 5
Manchester U 4 1 2 1 4— 2 4
Leicester 4 2 0 2 4— 3 4
West Bromwich 4 1 2 1 3— 3 4
Birmingham 4 1 1 2 5— 6 3
Brighton 4 1 1 2 5— 6 3
Coventry 4 1 I 2 4— 5 3
Middlesbrough 4 1 1 2 7— 10 3
Everton 4 1 1 2 2— 7 3
Norwich 4 1 0 3 8— 9 2
Crystal Pal. 4 1 0 3 8— II 2
Leeds Utd. 4 1 0 3 5— 9 2
Manchester C 4 0 2 2 4— 10 2
Stoke City 4 0 2 2 3— 12 2
Blackburn 2. deild 4 3 1 0 6—2 7
Derby 4 3 0 1 6—6 6
Sheffield Wed. 4 2 1 1 5—2 5
Cambridge 4 2 1 1 7—5 5
Grimsby 4 1 3 0 4—3 5
Notts County 4 2 1 1 5—6 5
West Ham 4 1 2 1 6—3 4
QPR 4 1 2 1 5—2 4
Orient 4 1 2 1 7—6 4
Oldham 4 2 0 2 5—4 4
Cardiff 4 2 0 2 6—6 4
Luton Town 4 2 0 2 5—5 4
Swansea 4 1 2 1 4—4 4
Watford 4 2 0 2 4—5 4
Bolton 4 1 1 2 5—3 3
Chelsea 4 0 3 1 7—8 3
Wrexham 4 1 1 2 5—6 3
Bristol C 4031 2—3 3
Preston 4 0 311—43
Bristol R 4031 3—7 3
Newcastle 4 I 1 2 3—8 3
Shrewsbury 4 0 2 2 4—7 2
ystu fyrir Húsvíkingana í síðari hálfleik,
en á næstu minútum skoruðu Haukar
tvivegis, fyrst Guðmundur Valur
Sigurðssonog síðan Andrés Kristjánsson.
Völsungur átti þó lokaorðið í leiknum,
er Hermann Jónasson skoraði á síðustu
minútu leiksins. - _sa
FH vann ÍA
I. deildarlið FH lék á föstudagskvöld
við Akurnesinga, sem leika i 3. dcildinni i
handknattleik. Leiknum lauk með sigri
FH, 26-15, eftir að staðan hafði verið 10-
6 i hálfleik. Var að sjá á leik heima-
manna að þeir væru i litilli æflngu og
gátu FH-ingar notað alla leikmenn sina
til jafns. Gissur Ágústsson lék i marki
Skagamanna og varði vel. . sSv.
Kevin Keegan lék á als oddi á The Dell i Southampton og skoraði sitt fyrsta mark i I.
dcild i vetur:
VÖLSUNGUR TÓK
STIG í FIRDINUM