Dagblaðið - 07.10.1980, Side 18

Dagblaðið - 07.10.1980, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. Veðrið Spáð er allhvassri norðaustan átt um allt land. Égl verða á Norðurlandi en bjart sunnan og suðaustan lands. Kalt verður áfram. Kiukkan sex í morgun var norðan 4, 1 stigs hiti og lóttskýjað í Reykja- vik, austan 8, 1 og lóttskýjað á Gufu- skálum, noröaustan 8,1 stigs frost og snjókoma á Galtarvita, norðvestan 5, —1 og ól á Akureyri, norðaustan 6, 1 stigs hiti og alskýjað á Raufarhöfn, noröan 8, 3 og úrkoma ( grennd við Dalatanga, norðan 8, 2 og hálfskýjað á Höfn og norðaustan 9, 2 stiga hiti og lóttskýjað í Vestmannaeyjum. í Þórshöfn var lóttskýjað og 7 stiga hiti, rigning og 10 í Kaupmannahöfn og Osló, 11 og rigning f Stokkhólmi, 7 og lóttskýjað i London, 14 og rigning í París, 12 og rigning í Hamborg, 11 og lóttskýjað ( Madrid, 16 og lóttskýjað í Lissabon og 12 stiga hiti og lóttskýj- að í Lissabon og 12 stiga hiti og lótt- skýjað var (New York. Andlát SigurAur G. Steinþórsson, sem lézt 28. september sl., var fæddur I6. júlí I925 í Ólafsvík. Foreldrar hans voru Þor- björg Guðmundsdótlir Ijósmóðir og Steinþór Bjarnason sjómaður. Sigurður stundaði sjóinn dengst af ævi sinni. Árið I953 kvæntist Sigurður Aðalheiði Kristjánsdóttur frá Mel i Staðarsveit. Eignuðust þau 8 börn. Magnús Jónsson frá Barði, sem lévl 22. september sl., var fæddur 4. janúar, 1896 á Fallandastöðum (nú Braular- holti) í Hrútafirði. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir og Jón Magnússon. Árið 1919 giftist Magnús Halldóru Sigriði Jónsdóttur. Eignuðust þau tvö þörn. Ragnhildur Guðbrandsdóltir, sem lé/t 24. september sl., var fædd 4. maí 1878 i Hörgslandi á Síðu. Dvaldist hún mestan hluta ævi sinnar í Vestur- Skaftafellssýslu. Síðan flutti hún til Kópavogs þar sem hún bjó til dauða- dags. Ragnhildur tók fyrslu skóflu- stunguna að Hjúkrunarheimili aldr- aðra I Kópavogi. Kristín Þorsteinsdóttir, sem lézt 26. september' sl., var fædd 18. ágúst I889 að Stóru-Skógum í Stafholtstungum. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þor- steinsson og ingibjörg Kjartansdótlir í Stóru-Skógum. Árið 1927 réðst hún til hjónanna Halldórs Hansen yfirlæknis og Ólafíu Þórðardóttur, þar sem hún bjó til æviloka. Jón Guðmundsson lézt 4. okt. Friðgerður Friðfinnsdóltir, Bólstaðahlið 39, lézt 5. október. Margrét Jónasdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun kl. 13.30. Auðunn Gunnar Guðmttndsson, Bólstaðahlíð 44 Reykjavík, lézt 5. október. Margrét Jónsdóltir frá Skuld, sem lé/.t 29. september, verður jarðsungin Irá Landakirkju á rnorgun kl. 2 e.h. Minningarathöfn um Gísla Vagnsson frá Mýrum i Dýrafirði, sem lézt 4. október, verður i Fossvogskirkju á morgun kl I0.30. .larðsell verður frá Mýrakirkju laugard. 11. október kl. 2. Spilakvöld Félagsvist á vegum kvenfélags Hallgrímskirkju verður í kvöld, .þriöjudagskvöld, kl. 21 i félagsheimili kirkjunnar til styrktar kirkjubyggingunni. Spilað er annan hvern þriðjudag á sama staö og sama lima. Spilakvöld Fyrsta spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður i Sjálfstæðishúsinu Hamraborg I i kvöld kl. 21 2I. Góð kvöldvcrðlaun. 4ra kvölda keppni. Mætum stundvislega. *táát (4.« ” Fundsr Kvenfélag Háteigskirkju Fundur verður i Sjómannaskólanum þriðjudaginn 7. okt. kl. 20.30. Ragnhildur Helgadóllir alþingismaður llytur crindi seni hún nefnir Fjölskyldan i nútima þjóðfélagi. Mætið vel og takið með ykkur nvja félaga. Kvenfélag Breiðholtssóknar Fundur verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 20.30 í anddyri Breiöhollsskóla. Fundarefni: Rælt um vetrarstarfið. JC Reykjavík. 2. félagsfundur starfsársins verður haldinn að Hótel Loftlciðum í kvöld kl. 20 stundvislcga. Athugiðað þetta cr kaffifundur. GcLsur fundarins verður Sigurður Hclgason. for stjóri Fluglciða. Félagar. þcssi fundur verður ekki endurtekinn. Fjölnienniðog takið mcð ykkur gesti. StjórnmáSafundir L. A Félag sjálfstœðismanna í Háaleitishverfi Aðalfundur félagsins vcrður haldinn þriðjudaginn 7. okt. í Valhöll Háaleitisbraut I. og hcfst hann kl.l 20.30. I Fundarefni: I. Venjulcg aðalfundarstörf. 2. Davið Oddsson borgarfulltrúi flytur ræðu. Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar i Reykjavík klukkan 5 siðdegis, föstudaginn 10. október. Fundurinn stcndur fösludag og laugardag. Fundarhúsnæði auglýsl siðar. Dagskrá: I. Undirbún ingur landsfundar Alþýðubandalagsins. Framsögu ‘ maður Lúðvik Jósepsson. 2. Orku- og iðnaðarniál. Framsögumaður Hjörleifur Guttormsson. 3. Önnur mál. Tilkynningar Samkoma Gilwellskáta að Úlfljótsvatni 11. október Skátar sem lokiö hafa foringjaþjálfun Gilwellskólans halda mót að Úlfljótsvatni laugardaginn 11. októbcr. Gilwellskólinn heitir svo eftir Gilwell Park á Eng- landi. skammt frá London en þar stofnaöi Baden Powell til foringjaþjálfunarnámskeiða árið I9I9. Námskcið þessi eru alþjóóleg og hafa verið samein ingartákn skátaforingja um heim allan. Fyrsta alþjóð lega foringjanámskeið íslenzka Gilwcllskólans var haldið I959 og hafa slík námskeið verið haldin nokkuö reglulega siöan. þátttakendur hafa verið frá Noregi og Bandarikjunum auk íslendinga. Á Gilwellnámskeiðum eru helztu námsgreinar upp eldisfræði. félagssálfræði og hagnýt skálafræöi ýmiss konar. Einnig er stór þáttur námskeiðanna tjaldbúða lif og útilif. Hafa þátttakendur verið 371 á nám skeiðum þessum, sem hafa verið haldin að Úlfljóts- vatni og vetrarnámskeið norðanlands. Sú vcnja varð fljótlega til meðal þátttakenda nám . skeiðanna að hittast árlega og rifja upp gömul kynni og bera saman fræði sin. Hcfur sá siður einnig verið i heiðri hafður hér á landi og verður samkoman að Úlf- Ijótsvatni 11. október og hefst kl. I8.30siðdegis. Þátt tökugjald er 1500 kr. fyrir kaffiveitingar og minjagrip. Stjórnandi verður Björgvin Magnússon. Kvenfélag Óháða safnaðarins Kirkjudagurinn verður sunnudaginn I2. október. ‘Laugardaginn 4. október verður fundur i Kirkjubæ kl. I5. Fjölmennið. Félag Framsóknarkvenna Flóamarkaöur verður laugardaginn II. okt. nk. að Rauðarárstig 18 (kaffitcríu) kl. 3. Munum veitt móttaka á skrifstofu félagsins laugar daginn 4. okt. og fimmtudaginn 9. okt. frá kl. I4.00 báða dagana. Nefndin. I GÆRKVÖLDI Átti Guð einhverra kosta völ við sköpun heimsins? Það er ekki ofl sem stjórn útsend- ingar sjónvarpsfrétta misferst i hönd- um Maríönnu Friðjónsdóttur. Tvær vandræðalegar þagnir i gærkvöldi hljóta þó að skrifast á hennar reikn- ing. Slikar þagnir eins og urðu milli fréttakynningar og sjálfra Iréttanna og siðar í frétt um jarðstöðina Skyggni eru ótrúlega vandræðalegar, þegar vitað er að minnsta kosti hálf þjóðin situr og gónir á skjáinn. Þagn- irnar setja áhorfendur ,,úr stuði” ekki siður en geta má sér til um starfsfólkið sem að útsendingum stendur. Annars veltir maður því fyrir sér þegar horft er á sjónvarpsfréttir, hvort svo gífurlegur skortur sé á kvikmyndatökum fréttakvikmynda í Reykjavik, eða hvort fréttastofu- mönnum hefur ekki enn skilizt það hlutverk sjónvarpsfréttastofu að það er kvikmynd frá atburðum sem sýna á i sjónvarpi en ekki mynd af frétla- þul að þylja fréttir né heldur nokk- urra ára gömul „kyrrmynd" grafin upp úr safnskúffu. Ólíkt virðist t.d. kvikmyndatökumaður sjónvarpsins á Akureyri virkari fréttamyndamaður en sá eða þeir sem í aðalstöðvunum starfa. En þetta er aðeins einn af þeim göllum íslenzka sjónvarpsins sem koma manni til að velta fyrir sér, hvað allt starfsfólkið i aðalstöðvun- um er að gera allan daginn. Þess sjást ofl grátlega litil merki jafnvel vikuni saman. Þegar að íþróttaþæltinum kom skýrðist þó liklega nokkurra daga starf eins kvikmyndatökumanns. Þáttur Jóns B. Stefánssonar var sér- staklega liflegur — einn sá bezti sem hann hefur gert. Langfróðlegast var að sjá tækjakost og hina miklu virkni iþróttahúss Garðabæjar. Það er aðstaða eins og þar er sem ræður úr- slitum um það hvenær borg eða bær verður eftirsóknarverður dvalar- staður fólks. Ef svona aðstöðu væri komið upp víðar, jafnvel i smábæj- unum út um land, þar sem fólk er að sligasl af vinnuálagi og kafna í liski, myndu konur og karlar, ungir sem gamlir, una sér betur en nú fréttist af. Og svo kom rúsinan í pylsuendan- um; útskýring á afstæðiskenningu Einsteins. Þetta var að sjálfsögðu stórfróðlegur fræðsluþáttur. En hann kom nú ekki til manns á bezta tíma. Að horfa á svona þátt á 15., 16. og 17. klukkustund eftir fóta- ferðartíma er ekki það sem helzt verður á kosið. En þegar sjálfur Ein- stein sagði að dauðinn einn gæti komið i veg fyrir skyssur manna, þá er nú ekki nema von að svona smá- timaskekkjur í uppsetningu dagskrár islenzka sjónvarpsins líti dagsins ljós. Ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna að ekki skildi ég fram- setninguna á öllunt kenningum meist- arans. í fróðlegu inngangs-eða kynn- ingarerindi sagði Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur lika að nienn mvndu ekki gripa nema lítið brot af vizkunni i einni yfirferð. Þátturinn kristallaði vel hver vfir- burðamaður Einstein var og hversu langt á undan sinni samtíð hann var. Ósjálfrátt lofar maður skaparann fyrir að hann skuli ekki hafa verið uppi á miðöldum og séð þetta allt fyrir. Þá hefði hann vafalausl verið brenndur á báli. Og hógvær voru lokaorð þáttarins tekin úr ritum meistarans á þá leið hvort Guð hafi átt nokkurra kosla völ er hann skapaði heiminn. - A.Sl. Útvarpsleikrit í prentaðri útgáfu Út er komið leikritið Heildsalinn, fulltrúinn oy kven- maðurinn eftir Erlend Jónsson. Þaö var flutt i Ríkisút- varpinu á siöastliönu ári. nokkuð stytt. en cr nú prentað sem næst upphaflegri lengd. Persónur eru þrjár: heildsali í Reykjavik og fulltrúi hans. sem eru að koma frá laxveiöum uppi i Borgarfirði. og kona að norðan sem er stödd á sömu slóðum og slæst i för með þeim. Þetta er sjötta bók F.rlends Jónssonar. en hann hefur meöal annars sent frá sér þrjár Ijóðabækur. Leikritið er gefið út á kostnað höfundar en Litbrá offsetprentaði. FARANOVEBKAFOLK jom) Knjtiáosaon H^BíNoyak AnUO*kaf»«jo Þórðof Hiaztamoo Am< Beigmann Qabrwt Oatcn Tímarit MM Tímarit Máls og menningar. 2. hefti 1980. er komið út og er að nokkrum hluta helgaö málefnum farand- vcrkafólks. Veigamesta greinin i þeim flokki er Skýrsla um hreyfingu meðal farandverkafólks eftir Jósef Kristjánsson þar sem rakin eru tildrög að stofn- un Baráttuhóps farandverkafólks i Vestmannaeyjum i fyrrasumar og saga hreyfingarinnar slðan. Þessum efnisflokki tilheyra einnig tvær greinar eftir erlendar farandverkastúlkur og viðtal við Ólafiu Þórðardóttur i Sandgerði um verbúðalif fyrir strið, einnig Ijóð eftir Helgu M. Novak og Kristínu Bjarnadóttur. Þá ritar Árni Óskarsson greinina „Vinna, sofa, éta, þegja”, sem er athugun á textagerð um sjómennsku og ver- tiðarlíf. Þá er löng grein i heftinu eftir Árna Bergmann sem nefnist „Von um virðingu fyrir sjáifum mér”, þar sem bornar eru saman skáldsögur Theódórs Friðrikssonar og sjálfsævisaga hans, I verum. Ljóðeru i heftinu cftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Véstcin Lúðviksson og Anton Helga Jónsson, saga eftir Gabríel Garcia Marquez i þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og grein eftir Jón Viðar Jónsson. Bertolt Brecht og Berliner Ensemble. Ádrepa er eftir Bjarnfriði Leósdóttur og bókaumsagnir eftir Pétur Gunnarsson og Silju Aðal steinsdóttur. Fremst í heftinu eru minningarorð um Þóru Vigfúsdóttur. ekkju Kristins E. Andréssonar. eftir Rögnvald Finnbogason og Magnús Kjartansson. Þetta hefti er 128 bls.. prentað i Prentsmiðjunni Odda hf. Nokkur dráttur hefur veriö á útkomu Tímarits Máls og menningar i ár af óviðráðanlegum ástæðum. en tvö siðustu hefti ársins eru nú i undirbúningi sanv hliða og stefnt er að þvi að bæði komi út fyrir áramót. FerOafélag íslands Miðvikudaginn 8. okt. kl. 20.30 stundvislega veröur efnt til myndakvölds að Hótel Heklu. Rauðarárstig I8. Grétar Eiriksson sýnir myndir frá Fjallabaksleið syðri. Snæfellsnesi og viðar. Allir velkomnir meðan húsrúm lcyfir. Veitingar i hléilkr. ,2.300». Samtök kvenna á framabraut halda upp á eins árs afmæli sitt i kvöld kl. 20.30 aö Hótel Loftleiðum (Kristalsal). Heiðursgestir verða þær Ingveldur lngólfsdóllir. félagsmál. og Hólmfriöur Þórhallsdóttir. leiklist. Allar konur velkomnar. Námskeið fyrir skotveiði- menn 1980 (rjúpnaskyttur) Varúð og fyrirhyggja Skotveiöifélag lslands heldur 2ja kvölda námskeiö um meðferð skotvopna, notkun landabréfa og áttavita, hjálp i viðlögum. öryggisútbúnaö og klæðnað i fjalla ferðum. Námskeiðið verður að kvöldi miðvikudags 8. og fimmtudags 9. okt. nk. i húsi Slysavarnafélags Islands. Grandagarði I4. Námskeiðstiminn er um 3 klst. hvort kvöld. AHir áhugamenn um þessi mál eru velkomnir. DAGSKRÁ: Miðvikudagur kl. 20: Meðferð skotvopna og skotfæra á fuglaveiðum. Lcið beinandi: Sverrir Sch. Thorsteinsson jarðfr. Öryggisútbúnaðyr og klæðnaður. Leiðbeinandi: Óskar Þór Karlsson erindreki. Fimmtudagur kl. 20. Hjálp í viðlögum. Hclztu atriði. Leiðbeinandi: Gunnar Ingi Gunnarsson læknir. Notkun landabréfa og áttavita. Leiðbeinandi: Thor B. Eggertsson fulltrúi. Námskeiðsgjald: 3.000 kr. Þátttakandi laki með eigin skotvopn. óski hann leiðbeininga og umsagnar um þau. Neskirkja — Fótsnyrting Fótsnyrting fyrir aldraða í sókninni er býrjuð. Tima pantanir i sima I6783 á þriðjudögum milli kl. l4ogl6 eða 13855. Hallgrímskirkjuturn er opinn kl. 15.15—17 á sunnudögum. Aðra daga nema mánudaga kl. 14—17. Kópavogur Fótsnyrting fyrir aldrað fólk í Kópavogi fer fram alla mánudaga kl. 8.30 til I2 árdegis að Digranesvegi 12. Pantanir teknar i sima 41888 og 42288. Frá Mígrenisamtökunum Skrifstofutími Migrenisamtakanna er einu sinni í viku. kl. 17—I9á miðvikudögum. Tónleikar Píanótónleikar í Norrœna húsinu Miðvikudaginn 8. október kl. 20.30 heldur pianóleik- arinn Anker Blyme frá Danmörku tónleika i Norræna húsinu. Á efnisskrá verða m.a. nokkur af helztu verk- um pianótónbókmenntanna: siðasta pianósónata Beethovens (op. l.l 11 og úrval úr prelúdium Dcbussys. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir við innganginn. MinningarspjöSd Minningarspjöld Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd í Bókabúð Hlíðar, Miklubraut 68, sími 22700. Hjá Guðrúnu Stangarholti 32, sími 22501. Ingibjörgu, Drápuhlíð 38, sími 17883. Gróu, Háaleit- isbraut 47, sími 31339 og Úra- og skartgripaverzl. Magnúsar Ásmundssonar, Ingólfsstræti 3,slmi I7884. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 190 — 6. október1980. gjaldeyrir Einingkl. 12.00 .-Kaup Sala Saia 1 Bandarlkjadolar 530.00 531.20 584.32 1 Sterlingspund 1270.10 1273.00* 1400.30* 1 KanadadoHar 455.65 456.65* 502.32* 100 Danskar krónur 9542^5 9563.85* 10520.24* 100 Norskar krónut 10920.00 10945.00* 12039.50* 100 Sasnskar krónur 12764.95 12793.85* 14073J4* '100 Fkinsk mörk 14536.50 14569.40* 16026.34* 100 Fransklr frankar 12694.20 12722.90* 13995.19* 100 Ðelg. frankar 1834.90 1839.00* 2022.99* 100 Svissn. frankar 32455.60 32529.10* 35782.01* 100 Gylini 27093.65 27144.95* 29859.45* 100 V.-þýzk mörk 29444.40 29511.10* 32462.21* 100 Llrur 61.82 61.96* 68.16* 100 Austurr. Sch. 4158.50 4167.90* 4584.69* 100 Escudos 1061.10 1063.50* 1169.85* 100 Pesetar 718.90 720.50* 792.55* 100 Yen 255.51 256.09* 281.69* ‘ 1 irskt pund 1103.85 1106.35* 1216.99* 1 Sérstök dráttarráttindi 696.71 698.29* * Breyting frá slðustu skráningu. Sknsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.