Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. Ekki full þjón- usta fyrir jólafargjaldið — wof ódýrt og sérstætt”, segir blaðafulltrúinn Kristin Ágústsdóttir hringdi: Mig langar að beina fyrirspurn til Flugleiða varðandi jólafargjöldin. Ég ætlaði að fá farmiða á jólafargjaldi fyrir dóttur mína sem er við nám i Stokkhólmi. Var mér sagt að ég gæti ekki greitt miðann hér á landi i islenzkum krónum heldur yrði hann að greiðast i Svíþjóð af þvi að far- þeginn kemur þaðan. Hvernig stendur á þessu? Svo er annað. Flugleiðir aughsaað jólafargjöld gildi allan desember- mánuð. Frá Stokkhólmi er hins vegar ekki nema eitt flug i desember, þann tuttugasta, og annað í byrjun janúar. Jólafargjöldin nýtast þvi varla náms- mönnum i Stokkhólmi. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða svarar: Jólafargjöldin eru það ódýr og sérstæð að ekki er hægt fyrir fyrir- tækið að veita sömu þjónustu vegna þeirra og fyrir venjuleg fargjöld. Félagið sendir þvi ekki farmiðana út. Það er misskilningur að ekki sé hægt að kaupa farmiðana hér en þá verður hins vegar að reikna út verð þeirra á gengi greiðsludagsins. Fólk verður sjálft að senda miðana út ef þeir eru keyptir á jólafargjaldi. Flugleiðir hafa ekki haft á- ætlunarflug til Stokkhólms i vetur én bjóða upp á þær ferðir sem konan lilgreinir um jólin. Og tutt sW Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum Unu, að láta fylgja jullt nafn, heimiUsfang, slmanúmer <ef um það er að rteða) og nafh- númer. Þetta er lltil fyrirhöfh fyrir bréfritara okkar og til mikilla þceginda fyrir DB. Lcsendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. ÁskUinn. er fttllur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri én 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. Nýmjólk Nýmfólk ..■—i stáastl eðludi Forstjórí Mjólkursamsölunnar taldi liklegustu skýringuna vera að finna f geymslu mjólkurinnar eftir að hún færi frá þeim. Mjólkin skemmd —of rúm heimild til að merkja fram í tímann? Karel Karelsson, Hafnarfirði, hríngdi: Mig langar að koma kvörtun á framfæri vegna mjólkurinnar. Ástandið er að verða neyðarástand, ég hef af og til i allt sumar þurft að skila fleiri lítrum eftir hverja helgi. Yfirleitt hefur þetta fengizl bælt en engu að síður hefur mikið af ódrekkandi mjólk farið í vaskinn. Núna er ég með lítrapakkningu sem er merkl síðasta söludag á morgun en innihaldiðeródrekkandi. Þaðer Ijóst að eitlhvað verður að gera i málinu, annaðhvort er einhver galli i fram- leiðslunni eða heimildin til að merkja fram í tímann er of rúm. I)B leitaði til Mjólkursamsölunnarog þar varð Guðlaugur Björgvinsson forstjóri fyrir svörum: Taldi hann erfill að svara þessu sérstaka tilfelli án þess að rannsaka það frekar. Venjan væri i slikum málum að taka prufur af skemmdu mjólkinni og komast að hugsanlegri orsök. Geymslustaðirnir væru kannaðir, bæði í verzluninni og á viðkomandi heimili. Ýmislegl gæti verið að. kælingu gæti verið ábótavant og einnig kæmi það fyrir ef mjólkin væri geymd með ákveðnum ávöxtum að aukabragð myndaðisl sem skemmdi mjólkina. Slimpilreglur væru hins vegar þær sömu og hefðu verið undanfarin ár. Guðlaugur sagði að nokkuð hefði verið um kvartanir vegna mjólkurinnar í sumar en mjög hefði dregið úr þeim núna. Skv. reglugerð ber að geyma mjólkina við 0—6 gráðu hitastig eins og reyndar slendur uian á umbúðunum. Athugasemd vegna forsíðu- fréttar um landbúnaðarmál Kamar við Borgina! Borgargestur (8730-8332) skrifar: Sl. laugardagskvöld fór ég niður á Borgina til að skemmta mér eins og ævinlega. Þvi miður þurfti ég að bíða í klukkutíma fyrir utan áður en ég komst inn. Á meðan ég beið fékk ég nokkrar hugmyndir sem ættu að verða til bóta: 1. Það ætti að setja upp útikamar við Borgina svo almenningur sé ekki að ryðjast fram fyrir til að sleppa inn með því að segjast þurfa að fara á W.C. 2. 1 metra frá dyrunum ætti að setjal niður stöng og aðra nokkrum metrum aftar og strengja á milli þeirra kaðli þannig að eðlileg biðröo myndist. 3. Þjónar Borgarinnar ættu að bera fram drykk fyrir fólk í biðröðinni. Einnig ætti að setja upp hátalara í portið þannig að biðraðagestir fái notið þeirrar tónlislar sem leikin er inni. P.S. Sérstakar þakkir til dyra- varðarins sem gaf mér tyggjó til að stytta mér biðina í röðinhi. Á forsíðu Dagblaðsins I. þ.m. eru birt ummæli sem höfð eru eftir mér varðandi innheimtu sjóðagjalda af eggjum, alifuglakjöti og svinakjöti. Þar sem ummæli þessi eins og þau eru sögð, eru ekki rétt óska ég þess að eftirfarandi verði birt á sama stað í Dágblaðinu: Sjóðagjöld landbúnaðarins, sem hér um ræðir, eru þessi: 1. Gjöld til Búnaðarmálasjóðs 0.85% af verði til framleiðenda. 2. Gjald til Stofnlánadeildar land- búnaðarins 1% af verði til fram- leiðenda. Raddir lesenda 3. Iðgjald til Lifeyrissjóðs bænda. Á sl. ári 1,31% af verði til fram- leiðenda þó ekki hærri fjárhæð en kr. 197.008.- fyrir kvæntan mann eða gifta konu og kr. 131.339.- fyrir ókvæntan mann eða ógifta konu. 4. 2% gjald af heilsöluverði varanna til Stofnlánadeildar landbún- aðarins. Sölustofnanir, svo sem sláturhús, mjólkurbú og ýmsar aðrar verzlanir, sjá um greiðslu þessara gjalda af öllum vörum sem þær taka á móti til sölumeðferðar. Lögin um Búnaðarmálasjóð eru búin að vera i gildi í 35 ár. Gjöld til Stofnlánadeildar land- búnaðarins hafa verið innheimt í 18 ár skv. lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins nr. 75/1962. Gjöld til Lífeyrissjóðs bænda hafa verið innheimt í 10 ár skv. lögum nr. 101/1970. Framleiðendur kindakjöts og mjólkur hafa greitt öll þessi gjöld reglubundið allan gildistíma áðurnefndra laga. Sama gildir pm framleiðendur nautakjöts, sem selja verzlunum kjötið. Nú síðustu þrjú til fjögur ár hefur mestur hluti svínakjötsframleiðenda einnig greitt þessi lögboðnu gjöld. Þeir eiga þvi ekki almennt að flokkast með „vandræðamönnum” í þessu efni. örfáar undantekningar eru í þeirra hópi, sem þetta á við um. Hinsvegar hafa fáir eggja- og kjúklingaframleiðendur greitt þessi gjöld. Nokkrir hafa þó gert það. Allmargir þessara framleiðenda flokkast sem „vandræðamenn” i þessu efni. Það eru þeir sem selja sjálfir beint til neytenda. Þeir eyðileggja með því réttindi sin. Þau réttindi eru: 1. Bótaréttur úr Bjargráðasjóði, ef slys eða óhöpp hendir í reksri þeirra. 2. Lánaréttur í Stofnlánadeild land- búnaðarins. 3. Réttur til lífeyris. Þetta síðasta atriði hefur þegar komið ýmsum í þeirra hópi í koll. Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. V „Skíptu þér ekki afþessu, ráðherra góður, þetta er okkar mál” —Skæruliðasamtök taka völdin í Gervasoni-málinu Fr. E. skrifar: Við islendingar segjum ekkert við þvi þó að einn olíufarmur hækki á einu bretti um litlar 400—500 milljónir króna, við segjum heldur ekkert þó að okkar elskulega land- búnaðargóss hækki mánaðarlega um svo og svo mikið. En þegar útiend- ingi, okkur alveg óviðkomandi, sem brotið hefur lög sins lands og flýr á náðir okkar er synjað um landvistar- leyfi rísa upp skæruliðasamtök með alþingismenn í broddi fylkingar og heimta að maðurinn fái að vera hér í firiði. Það, er hótað að fella rtkis- stjórnina og allt ætlar vitlaust að verða. En þó að þetta hafi gerzt i Reykjavík er ekki vist að allir Íslendingar hrópi húrra fyrir þcssu. Ef þetta fréttist út um heim gæti svo farið að menn sem eru á flótta í heiminum með misjafna fortið að baki legðu leið sina hingað og bæðu um hæli. Hinir gestrisnu íslendingar myndu þá væntanlega segja: „Verið velkomnir, kæru vinir, á meðan hús- rúm leyfir.” Ekki þýddi þá fyrir dómsmálaráðherra að fetta fingur út i þetta því íslenzku skæruliðasam- tökin risu þá upp og segðu: ,,Skiptu þér ekki af þessu, ráðherra góður. þetta er okkar mál en ekki þitt.” Nei, ég er ekkert á móti þessum franska manni frekar en frönskum kartöflum. En við alþingismennina vildi ég segja þetta: Lítið ykkur nær, þið sjálfir eruð þjóðfélagsvandamál, franska málið er smámál miðað við ykkur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.