Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980.
Hreppa Alva Myrdal
eða Uhro Kekkonen
hnossid?
— Dag Hammarskjöld fékk f ríðarverðlaun 1961 og síðan
hafa Norðurlönd ekki átt verðlaunahafa
ATLI RUNAR
HALLDORSSON
Jóhannes Páll II.
Juan Carlos kóngnr.
Jimmy Carter.
Carringlon lávarónr.
Helder Camara bisknp.
Nóbelsnefnd norska Stórþingsins
tilkynnir á mánudaginn, 13. október,
hver skal verða þess heiðurs aðnjót-
andi að hljóta friðarverðlaun Nóbels
í ár. Norðurlandabúar hafa meiri
ástæðu en oft áður til að fylgjast vel
með útnefningunni nú, þar sem ekki
er talið ólíklegt að Urho Kekkonen
Finnlandsforseti og Alva 'Myrdal frá
Svíþjóð komi vel til álita sem friðar-
verðlaunahafar ársins 1980. Ef annað
hvort þeirra hlyti hnossið yrði það í
fyrsta sinn síðan 1961 sem Norður-
lönd hömpuðu friðarverðlaunuðum
manni. 1%1 var það Dag Hammar-
skjöld framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna sem hlaut verðlaunin.
Stundum hefur staðið styrr um
friðarverðlaunin, skemmst er að
minnast þess þegar Begin forsætis-
ráðherra ísraels og Sadat Egypta-
landsforseti deildu verðlaununum
fyrir tveimur árum. Þá minnti
öryggisumstangið í Osló ekki á frið,
heldur stríð. í fyrra var það móðir
Theresa sem tók við friðarverðlaun-
um í Osló og þá voru gagnrýnisraddir
lágværar og fáar.
Alva Myrdal talin lík-
legri en Kekkonen
Eftir því sem bezt er vitað er Alva
Myrdal eina konan sem tilnefnd er
sem friðarverðlaunakandídat í ár.
Karlveldishugsunarhátturinn kemur
fram þar eins og annars staðar.
Alva Myrdal er 78 ára og hefur ofl
áður verið nefnd sem verðugur
verðlaunahafi. Nú þykir mörgum
limi til kominn að nóbelsnefndin
hugsi hlýtt til hennar og hún þykir
líklegri en Kekkonen til að detta i
þennan fræga lukkupott.
Alva Myrdal var árum saman eina
konan á afvopnunarráðstefnum
Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur
sömuleiðis staðið fremst i flokki i
baráttu fyrir réttindakröfum kvenna,
meðal annars í baráttu fyrir frjálsum
fóstureyðingum og getnaðarvörn-
um. Þrátt fyrir aldurinn er Myrdal
enn i fullu fjöri og tók m.a. við
friðarverðlaunum sem kennd eru við
Alberl Einstein fyrr i sumar. Þá
sagði hún:
„Getur nokkur maður verðskuld-
að fengið friðarverðlaun þegar við
erum svo viðsfjarri friði? í dag er
ástandið verra en nokkru sinni fyrr.
Risaveldin hafa valið þann kostinn
að auka hættuna á að stríð brjótisl
út.”
Myrdal er stundum sögð svartsýn
kona. Er vitnað til orða hennar um
áð vonlaust sé að við lifum til alda-
móta án þess að horfast i augu við
hörmungar þriðju heimsstyrjaldar-
innar. Árið 1976 skrifaði hún bókina
Afvopnunartaflið, eins konar stefnu-
skrá hennar í baráttunni fyrir friði
og afvopnun. Þar þykir mörgum
gæta svartsýni, aðrir segja að hún sé
bara óvenju raunsæ. Hvað um það,
Alva Myrdal gefur aldrei upp vonina
og segir að það sem gildi til aQ ná
markntiðunum sé barátta og aflur
barátta.
Kekkonen kemur líka
til greina
Aldurinn bitur ekki á Uhro
Kekkonen, elzta þjóðhöfðingjann
sem tilnefndur er til friðarverðlauna í
þetta sinn. Kekkonen er nýorðinn átt-
ræður, en heldur góðri heilsu og
starfsþreki. Hann hefur verið þjóð-
höfðingi í 24 ár í landi sem er á landa-
mærunt NATO og Sovétríkjanna ef
svo má segja. Hann hefur stundum
sælt gagnrýni fyrir mildi gagnvart
rússneska birninum, „finnlands-
ering” er hugtak sem er að festast i
mörgum málum og á að lýsa
„mjúkri” afstöðu finnskra stjórn-
valda til Sovétríkjanna.
Hvað sem segja má um utanríkis-
stefnu Kekkonens og Finna er þó
Ijóst að það hlýtur að vera innan-
rikisstefnan sem gerir það að verkum
Friðarverðlaunahaf i Nóbels útnefndur í Osló mánudaginn 13. október:
að hann er endurkjörinn hvað eftir
annað í forsetaembættið. Finnar
segja að það sé ómögulegt fyrir
útlending að skilja þá þjóðlegu stefnu
sent Kekkonen boðar og starfar i
samræmi við.
Líklega yrði litið á friðarverðlaun
til Kekkonens sem verðlaun til
finnsku þjóðarinnar. Finnar ræða
alls ekki um arftaka Kekkonens,
þrátt f>rir aldur hans. Það finnst
þeim út i hölt. Þó að forsetinn fái
ekki nóbelsverðlaun i ár biður hans
annars konar heiður. Hann lifir það
að sjá heill fjall í Finnlandi nefnt eftir
sér.
Páfinn nefndur
.lóhannes Páll páfi II, eða Kavol
Wojtyk frá Póllandi, er lika til-
nefndur til friðarverðlauna. Tilnefn-
ing hans vekur meiri athygli vegna
uppruna hans og þjóðfélagsátakanna
í Póllandi. l.itið yrði á verðlaunaveil-
ingtt til hans sem viðurkenningu á
stuðningi hans við mannréttinda-
hreyfinguna í heimalandinu, enda
þykir hann á margan hátt vera full-
trúi stjórnarandstöðu menntamanna
, þar.
í trúarlegum efnunt er hann þó
íhaldssámur og trúr bókstafnunt.
Páfi hefur opinberlega mólmæll
kjarnorkuvígbúnaði, en einhverjir
kunna að rifja uppönnur baráttumál
hans sem ekki falla eins vel i krani
fólks sem hugsar á nútimavísu. Páfi
vill halda í fjölskylduformið, er and-
vígur fóstureyðingum og getnaðar-
vörnum. Fjölmiðlar hafa þó beint
athygli að öðrum hliðum á honum.
Hann er ákafur unnandi heilsuræktar
og iþrótta og heldur sér í góðu formi
með iðkan íþrótta. Að auki fer orð al'
honum sent snyrtum páfa og vel
klæddum.
Carter með í leiknum
Útnefnding friðarverðlauna þykir
ekki fullkomin nema þjóðhöfðingjar
á borð við Bandaríkjaforseta komist
á tilnefningarlistann. Enginn veit
hvort Brésnef er á listanum að þessu
sinni (kannski vegna vasklegrar fram-
göngu i Afganistan). Á hinn bóginn
er fullvíst að þar er að finna nafn
Carters Bandaríkjaforseta. Hans
nafn hefur sézt þar áður, það var
1978 vegna afskipta hans af Camp
ir, en aðeins einn þeirra verður útval-
inn á mánudaginn. Juan Carlos
Victor Maria de Borbon Y Borbun
hefur áður verið nefndur hugsanlegur
.verðlaunahafi. Spænska skáldið
Justo Jorge Padron er búinn að
stofna heil samtök til stuðnings
Carlos kóngi. Sagan sýnir að samtök
sem þessi eru dæmd til að mistakast.
Undantekningin er verðlaunaveiting-
in til japanska forsætisráðherrans
Satos árið 1974. Þá sá nóbelsnefndin
ekki í gegnum baktjaldamakk til
stuðnings Sato, Spænski leikurinn
með Carlos þykir broslegur og litt
árangursríkur. Skáldið Padron helur
átt samtal við einn meðlim nóbels-
nefndarinnar og reynt árangurslaust
að beita Olof Palme, sænskum krata-
foringja, fyrir sig.
Carlosarsinnar segja að kóngurinn
sé alls góðs maklegur fyrir að hafa
innleitt lýðræði á Spáni. Carlos
komst til valda 1975 eftir að hafa
staðið í skugga Frankós einræðis-
herra árum saman. Strax árið 1%9
voru getgátur um að Frankó myndi
fijótlega afsala sér völdum. 1971
reyndi Nixon Bandarikjaforseti að
beita áhrifum sínum til að karl drægi
sig i hlé. En gamli einræðisherrann
sat sem fastast allt þar til sjúkdómur
bar hann ofurliði.
Fleiri nöfn
Þeir sem rætt er um eru örugglega
útnefndir til friðarverðlauna i ár.
Önnur nöfn, sem heyrzt hafa í því
sambandi eru:
Adolfo Soares, forsætisráðherra
Spánar, Juri Orlov, sovézkur andófs-
maður, Clotario Blest, 81 árs verka-
lýðsleiðtogi frá Chile, Raoul Wallen-
berg, sænskur diplómat sem er i haldi
i Sovétríkjunum. Enginn veit hvort
hann er lifs eða liðinn. Oscar Arnulfo
Romero biskup frá El Salvador er
líka tilnefndur, en nýjar reglur
nóbelsnefndarinnar koma i veg fyrir
að hann eigi möguleika á að hljóta
friðarverðlaunin. Romero var jú
skotinn til bana fyrr á þessu ári. Þrjú
alþjóðleg samtök eru á lista yfir
kandidata, þar á meðal Alþjóða
fióttamannahjálpin og Flóttamanna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna.
-ARH.
David-samkomulagi Sadats og
Begins. Víst er að Carter þætli ekki
ónýtt að hampa friðarverðlaunum í
næstu viku, þegar haft er í huga að
hann i í vök að verjast í baráttu sinni
fyrir þvi að halda stól sínum i Hvila
húsinu. Atkvæðaveiðarar forsetans
gætu gert sér mat úr verðlaunaveit-
ingunni og aflað forsetanum nýrra
atkvæða. öll eru atkvæðin jú
dýrmæt þegar mjótt er á mununum
hjá honum og Ronald Reagan aðal-
keppinautnum. Annað mál er
hvernig nóbelsnefndin myndi rök-
styðja friðarverðlaun til Carters. í
fljótu bragði virðast margir eiga
frekar tilkall til þeirra en hann.
Maðurinn sem engin
verðlaun fékk
Brasilíski biskupinn Helder
Camara hefur margoft verið til-
nefndur til friðarverðlauna en aldrei
fengið. Því hefur hann verið kallaður
„maðurinn sem engin verðlaun
fékk”.
Camara er yfirlýstur friðarsinni, en
boðskapur hans og stefna markast af
harðri mannréttindabaráttu hinna
kúguðu í ríkjum Suður-Ameríku.
Ólíkt mörgum öðruni i sömu stöðu
fordæmir hann ekki valdbeitingu sem
tæki til að öðlast mannréttindi. Þess
vegna hrýsihaldssömum hugur við að
Alva Myrdal.
sæma Itann friðarverðlaunum.
Nóbelsnefndin hefur lika horfl frant
hjá honum til þessa. Camara er ekki
byltingarmaður, en samt segja
íhaldssöm öfl hann vilja auðvalds-
skipulagið feigt. Stuðningsmenn hans
segja á móti: Hvernig skyldi unt-.
heimurinn hafa fengið að heyra um
neyð hinna kúguðu ef Hclder
Cantara væri ekki til?
Carrington lávarður
Einn af þeim sem fyrirfram þykir
óliklegur verðlaunahafi þrátt fyrir út-1
nefningu er Peter Alexander Ruperl
Carrington eða Carrington lávarður,
utanrikisráðherra Breta. Utnefning
hans er tilkomin vegna afskipta hans
af Ródesíudeilunni. Carrington kom
til Noregs i fyrrahaust og rabbaði við
starfsbróður sinn í Osló. Tækifærið
notaði brezki ráðherrann til að brýna
fyrir starfsbróður sínum að Noregur
yrði að styðja áætlanir um uppbygg-
ingu nýs kjarnorkuvopnakcrfis í
Evrópu. Litlir voru möguleikar
Carringtons fyrir, en nú þykja þeir
enn ntinni.
Juan Carlos
.luan Carlos Spánarkonungur er
einnaf þeim mörgu sem til eru kallað-
Uhro Kekkonen.