Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 8. OKTOBER 1980. 7 íransforseti kokhraustur í útvarpsviðtali: „Iranir sterkir — Irakar veikir” „búumst til lokaorrustunnar við innrásarlið íraka” Bani Sadr íransforseti hefur lýst yfir því að íranski herinn búist nú til ,,lokaorrustunnar” gegn innrásar- herjum íraka. „Við styrkjumst með hverjum degi sem iíður en óvinurinn veikist að sama skapi,” sagði forsetinn, sem jafnframt er æðsti maður herafla Írana, í útvarpsviðtali í Teheran seint í gærkvöldi. „Veikleiki íraka er sá að þeir vita ekki fyrir hverju þeir eru að berjast, en herir okkar eru þess vel meðvitaðir að þeir berjast fyrir trú sína og föður- land.” Bani-Sadr bætti því við að sérstök nefnd hefði verið sett á laggirnar i gær til þess að rannsaka á hvem hátt iraskar orrustuþotur kæmust inn yfir íranskt landsvæði án þess að þær komi fram á radar íranska hersins. Þá sagði forsetinn að öryggisráð írans kæmi saman í dag til að meta styrk og veikleika í vörnum landsins. „Þið eruð þjóðníðingar” — forystumaður samtaka gegn erl. verkafólki ákærður fyrir kynþáttastefnu ,,Ef við ekki tökum upp baráttu gegn innflytjendum munum við eftir fá ár horfast í augu við óheftan innflutning fólks og svipuð vandamál og tíðkast í Þriðja heiminum: stjórnleysi, hungursneyð, fíkniefna- neyzlu í stórauknum mæli. Við verðum að höggva að rótum meinsins og beina spjótum okkar að múhameðstrú og öðrum ósiðlegum trúarbrögðum.” Konan sem mælir svo heitir Vivi Krogh, norskur bæjarfulltrúi Verka- mannaflokksins i Bærum í Noregi og heiðursfélagi í æskulýðssamtökum sósíaldemókrata. Hún er stofnandi og helzta idriffjöður- í „Samtökunum gegn hættúlegum innflytjendum”, og hefur kontið þar fram i fjölmiðlum með harkalegar árásir á Pakistani og annað fólk sem búsett er í Noregi. Hún er ákærð fyrir kynþáttahatur bæði í orði og verki, sem er brot á norskum lögum. Á dögunum boðuðu samtök hennar til útifundar i Sand- vika og Osló. Vakti fundarboðun sú athygli og reiði, enda er þetta i fyrsta sinn frá stríðslokum að boðað er til opinbers fundar þar sem kynþátta- stefna er aðalfundarefnið. Samtök erlendra innflytjenda, fólk úr verka- lýðshreyfingunni, stúdentasamtök og fleiri boðuðu til útifundar og mót- mæla á sama stað í Osló og Sandvika og hvöttu til að aðgerðir „Samtakanna gegn hættulegum innflytjendum” yrðu stöðvaðar. Þeg- ar til átti að taka mætti Vivi Krogh ein á staðinn í Sandvika veifandi norskum fána og æpti að mót- mælendum að þar færu tómir „dópistar og þjóðníðingar”. Lögreglan skakkaði leikinn og leiddi frúna á brott, en fundur samtaka hennar í Osló var afboðaður. Samtök nýnasista í Noregi sendu samdægurs út fordæmingaryfir- lýsingu vegna þessa og lýstu stuðningi við Vivi Krogh. „Hennar barátta er um leið okkar barátta,” sögðu nýnasistar. jhdo Ný námskeið hefjast 15. október. Kennari: Viðar Guðjohnsen. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frð kl. 13-22. JÚDðDEILD ÁRMANNS Ármúla 32. Íraski herinn hélt uppi miklum loftárásum á verksmiðjur, herflug- velli og oliuhreinsunarstöðvar í íran á mánudaginn. Fjórir létu lifið og 65 særðust. Árásarflugvélarnar flugu mjög lágt inn yfir landið til að forð- ast radargeisla og loftvarnabyssur írana fóru ekki i gang fyrr en eftir að fyrstu sprengjurnar féllu á skotmörk- .in. Fáum mínútum síðar vældu loft- varnaflautur í útvarpinu. i Washington lýstu talsmenn Bandaríkjastjórnar yfir áhyggjunt sinum vegna hreyfingar Jórdaníu- manna i átt að þátttöku i stríði írana og Íraka. Jórdanir hafa safnað tug- þúsunda manna herliði á landamær- unum við írak og búast til að leggja írökum liðgegn írönum. Bandaríkja- nienn segjast jafnframt vilja hjálpa löndum i þessum heimshluta ef stjórnir þeirra telji hagsmunum sínum ógnað vegna stríðsins. Talsmaður stjórnarinnar í Washington sagði að lítill árangur íraka í stríðinu benti til að hvorki íran né írak gæti sýnt styrk til að taka við hlutverki írans á keisaratim- anum sem hernaðarlega styrkasta rikið á þessum slóðum. í Írak var fréttamönnum sagt að árásir héldu áfram á Abadan, mestu olíuhreinsunarstöð Írana við Shatt- Al-Arab. irakar segjast söntuleiðis vera í þann veginn að taka borgina Korramshahr á sitt vald til fulls. Fermingargjöfin í ár eru stílhreinu furuhillurnar sem unga fólkið getur sett saman sjálft og gefa óþrjótandi möguleika. Póstsendum. Klapparstíg 27. Sími 14140. Á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Starfsfólk banka og sparisjóða Allsherjaratkvæðagreiðsla vegna nýgerðra kjara- samninga fer fram á vinnustöðum dagana 14. og 15. október nk. 'Fundir til kynningar á samningunum verða sem hér segir: Miðvikudaginn 8. okt. Hótel Borg, Reykjavík, kl. 20.30 fyrir Reykjavík og nágrenni. Fimmtudaginn 9. okt. Hótel Stykkishólmur kl. 20.00 fyrir Snæfellsnes og Búðardal. Fimmtudaginn 9. okt. í sal Landsbanka íslands á Selfossi kl. 20.00 fyrir Suðurland. Föstudaginn 10. okt. í Sjómannastofunni á ísa- firðikl. 18 fyrir Vestfirði. Laugardaginn 11. okt. í sal Landsbanka íslands á Akureyri kl. 14 fyrir Norðurland. Laugardaginn 11. okt. í sal verkalýðsfélaganna Hafnargötu 80 Keflavík kl. 14 fyrir Suðurnes. Sunnudaginn 12. október í Valaskjálf á Egils- stöðum kl. 15 fyrir Austurland. Sunnudaginn 12. okt. í sal Landsbankans á Akra- nesi kl. 14.30 fyrir Akranes og Borgarnes. Félagar fjölmennið á fundina og takið þátt í at- kvæðagreiðslum. Samband íslenskra bankamanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.