Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. Veðrið Spáfl er hvassri norflanátt um allt land. Kannski lœgir á Vestfjörflum, snjökoma efla él norðanlands. Bjart á j Suflurlandi. Frostiaust verflur á Sufl- austurlandi og Austfjörflum en vœgt frost annars staflar á landinu. Klukkan sex I morgun var norflan’ 5, hiti vifl frostmark og lóttskýjafl ( ReykjavBc, austnorflaustan 6, 1 stigs frost og skýjafl á Gufuskálum, norflaustan 7, 2 stiga frost og snjókoma á Galtarvita, norflvestan 6, 2 stiga frost og snjókoma á Akureyri, norflnorflaustan 7, 1 stigs frost og alskýjafl á Raufarhöfn, norflan 8, 2\ stiga hiti og slydda á Dalatanga, norflvestan 8, 1 stigs hiti og j alskýjað á Höfn, norflan 11, hiti vifl frostmark og rykmistur í Vestmanna- eyjum. í Þórshöfn var rigning og 6 stjga hiti, skúrir og 10 stiga hiti í Kaup- mannahöfn, ( Osló var 5 stiga hiti og skúrir, skýjafl og 7 stiga hiti ( Stokk- hólmi, lóttskýjafl og 7 stiga hiti f London, lóttskýjafl og 8 stiga hiti ( Hamborg, ( Parfs var lóttskýjafl og 7 stjga hiti, skýjafl og 16 stiga hiti var I Madrid, skýjafl og 18 stiga hiti var ( Lissabon og 15 stiga hiti og heiflskirt var (Now York kl. 6 (morgun. Árni Kárason sem lézt l. október sl. var fæddur 22. apríl 1939 á Akureyri. Foreldrar hans voru Kári Johansen og Sigríður Árnadóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959 og útskrifaðisl búfræðingur frá Hvanneyri 1960. Síðan fór hann í dýralækningahá- skólann í Osló. Þar lauk hann dýra- læknisprófi árið 1966. Kom hann heim og var veitt staða héraðsdýralæknis í Dalasýslu. Árið 1973 lauk Árni M.S.C. prófi í fisksjúkdómafræðum frá Sterling-háskóla i Skotlandi. 1976 hóf Árni störf við Heilbrigðiseftirlil rikisins. Hann kvæntisl Grétu Aðalsteinsdóttur árið 1967 og áltu |iau tvö börn. Jónas Ólafsson sem lézt 21. september sl. var fæddur 18. september 1901 að Stóraskógi í Miðdalshreppi i Dalasýslu. Foreldrar hans voru Ólafur Jóhannes- son og Guðbjörg Þorvarðardóttir. Jónas lauk námi frá Verzlunarskóla Islands vorið 1921. 1927 hófhannstörf hjá Tóbaksverzlun íslands síðar Tóbakseinkasölu ríkisins árið 1932 og starfaði þar til ársins 1944 eða 1945.j Síðan stofnaði Jónas sitt eigið fyrirtæki. Árið 1932 kvæntist Jónas Björgu Bjarnadóttur, og eignuðust þau eina dóttur. Rakel Pálsdóttir frá Siglufirði lézt að Hrafnistu 6. október. Sigurbjörn Jakobsson sem lézt 1. okt. sl. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 10. okt. kl. 3 e.h. Haraldur Guðmiindsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. október kl. 1.30 e.h. Ásta Árnadóttir Austurbergi 38, áður Laugarnestanga, sem lézt i Land- spítalanum 2. október verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, kl. 13.30. Hólmfríðiir Jónsdóttir frá Sperðli sem | lézt 4. október sl. verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju, Vestur-Landeyjum,| laugardaginn 11. október nk. kl. 14. j Kjartan J. Magnússon, Hraðastöðum! Mosfellssveit, verður jarðsunginn fráj Lágafellskirkju fimmtudaginn 9. októ- ber kl. 10.30. Jarðsett verður frá Mos-I felli. Friðbert Eli Gíslason skipstjóri, Þinghólsbraut 76 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 10. október nk. kl. 13.30. Gunnar Níelsson, Garði, Hauganesi, sem lézt 5. október sl. verðurj jarðsunginn frá Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 11. október nk. kl. 14. Tonieikar Píanótónleikar I Norrœna húsinu Miövikudaginn 8. október kl. 20.30 heldur pianóleik arinn Anker Blyme frá Danmörku tónleika i Norræna húsinu. Á efnisskrá veröa m.a. nokkur af helztu vcrk um pianótónbókmenntanna: siöasta pianósónata Beethovens (op. 111) og úrval úr prelúdium Dcbussys. Aögöngumiöar aö tónleikunum veröa seldir við innganginn. Sinfóníuhljómsveit íslands Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands á nýbyrjuðu starfsári verða nk. fimmtudag 9. október i Háskólabiói kl. 20.30. Efnisskráin vcrður sem húr. Iscgir: J. B. Bach: Sinfónia í D-dúr. Haydn: Sellókon sert í D-dúr. Brahms: Sinfónía nr. 2. Hljómsveitarstjóri: Jean-Pierre Jacquillat Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson. Iþróttir Körfuknattleikur Reykjavík MACASKÓLI IR — Esja I. fl. kl. 20. umsjón ÍS KR — IS I. fl. kl. 21.30. umsjón Esja. Islandsmótið I. deild'karla Haukar — Vlkingur Iþróttahúsi Hafnarfj. kl. 20. SpiSakvöld Átthagafélag Strandamanna Reykjavík Spilakvöld vcröur haldið i Domus Medica laugar daginn 11. október nk. kl. 20:30. Fiindir Digranesprestakall Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur sinn fyrsta fund á þessu hausti fimmtudaginn 9. okt. kl. 20.30 i' salnaöarheimilinu aó Bjarnhólastíg 26. Fjölbreytt1 fundarcfni. Fram veröa bornar veilingar að venju og félagsmál rædd. Nýir félagar velkomnir. Ferflafélag íslands Miðvikudaginn 8. okt. kl. 20.30 stundvislega verður efnt til myndakvölds að Hótel Hcklu, Rauðarárstig 18. Grétar Eiriksson sýnir myndir frá Fjallabaksleið syðri. Snæfellsnesi og víðar. Allir velkomnir meðan húsrúm lcyfir. Veitingar i hléilkr. .2.300). Ferðalög Ferflafélag íslands Helgarferðir: 11.-12. okt. k 1.08: Þórsmörk — Ferðum fer að fækka til Þórsmerkur á þessu hausti. Notiö tækifærið og heimsækið Mörkina. Útivistarferflir Föstudaginn 10. okt. kl. 20: Haustfcrð ut í buskann. Faraistjóri Jón I. Bjarnason. Farscðlar á skrifstof unni Lækjargötu 6a. simi 14606. Stjórnméfafundir ^^mmmmmmmmmmammmmmmmmmmmfm Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuö til fundar i Reykjavik klukkan 5 síðdegis. föstudaginn 10. október. Fundurinn stendur föstudag og laugardag. Fundarhúsnæði auglýst siðar. Dagskrá: I. Undirbún- ingur landsfundar Alþýðubandalagsins. Framsögu maður Lúðvik Jósepsson. 2. Orku- og iönaöarmál. Framsögumaður Hjörleifur Guttormsson. 3. Önnur mál. I GÆRKVÖLDI HVAÐA „BYLTING?” Sjónvarpið hefur að undanförnu sýnt ýmsa góða fréttaþætti um al- þjóðamál. í gærkvöld var brugðið upp myndum frá Mexíkó, sem sagt var, að yrði innan tíðar „mesti olíu- framleiðandi heims”. Blaðamaðurinn frá brezka blaðinu Daily Mirror, sem að þættinum stóð, var áhugasamur við að koma þeirri skoðun á framfæri, að „byltingu” þyrfti í Mexíkó. Vissulega var með réttu skýrt frá því, hversu illa málum þar er komið. Jarðabætur, sem lofað var í byltingu fyrir tveim mannsöldr- um, hafa að engu orðið. í Mexíkó er óhófsauður og eindæma fátækt. Sagt var, að yfir 50 af hundraði væru at- vinnulausir. 4 milljónir lifðu i skrifla- hverfi, sem sýnt var. Allur fjöldi mexíkanskra barna er vannærður. Stjórnarandstöðunni eru ætluð 5 prósent þingsæta. Fólk „hverfur”, ef það rís gegn stjórninni. í stórum dráttum mun allt þetta vera rétt, en þátturinn hefði verið áhrifameiri, ef stjórnandi hans hefði leyft hinni spilltu yfirstétt að koma einnig fram með sín sjónarmið, i stað þess að ræða eingöngu við stjórnarandstæð- inga. Gæti bylting reynzt bjargvættur landsins, svo að hugsjónir fyrri bylt- ingar fyrir tvemur mannsöldrum gætu rætzt? Líklega ekki. Reynslan af byltingum, bæði í rómönsku Ameríku og annars staðar rennir ekki stoðum undir bjartsýni i því efni. Þótt Mexíkó sé fyrst og fremst með ,,grímu” og þykist vera lýðræðisríki en sé það ekki, geta andstæðingar stjórnarinnar þó hið minnsta rætt við „meinlausa útlendinga” og komið kvörtunum sínum til skila. Bylting, að minnsta kosti blóðug bylting, mundi sennilegast útrýma þeim visi að lýðréttindum, sem fyrirfinnst, og leiða til myndunar „nýrrar stéttar”, nýrrar yfirstéttar í stað hinnar gömlu án þess að bæta hag almúgans. Hvað er þá til ráðs? Líklega verður útkoman sú, að Mexikanar verða að treysta á olíuauðinn til að bæta hag alþýðu manna. Að líkindum mun það einmitt gerast á næstu áratugum. Karl Marx sá ekki fyrir, að hinar miklu breytingar á Vesturlöndum næstu áratugina eftir lát hans var fyrst og fremst sú „friðsamlega” bylting, sem lyfti kjörum alþýðu manna. Yfirstéttin var söm við sig, en völd hennar og áhrif skertust. í Mexíkó verður gífurleg stífla gegn þessari þróun. En hún hlýtur að verða afleiðing þess, að slík gnótt olíu hefur fundizt i landinu, þegar til lengdar lætur. Bensínlítrinn Í540 krónur? ÁHRIF STRÍÐSINS Leiðrétting Missagt var í blaðinu á mánudaginn að jarðarför Kinars Björgvinssnnar flug- manns hefði farið fram i kyrrþey. Þvert á móti var fjölmenni við jarðarför hans. Er beðizt velvirðingar á þessum mistökum. Hver er ávinningurinn af ríkisstjómarþátttöku Alþýðubandalagsins? Alþýðubandalagið i Reykjavik boðar (il félagsfundar um ofanskráð unmeðucfni fimmtudagmn 9. októbcr kl. 20.30 áHótelEsju. I (iiiimiiclciklur Ciuðrún Hclgadóltir. Ingollui S. lngóllsbon. SvavarGestsson. ÞrösturÓlafsson. I upphafi fundar vcrður kosin uppstillingancfnd vcgna kjörs fulltrúa á landsfund. - Félagar fjölmennið. Alþýðuflokksmenn Suðurnesjum efna til hádegisvcröarfundar i Stapa Ytri Njarðvik laugardag 11. október nk. Gestir fundarins verða þeir Kjartan Jóhannsson fyrrv. sjávarútvegsráðherra og Karl Steinar Guönason alþingismaður. Munu þcir ræða stjórnmálaviðhorfin og atvinnumál á svæðinu. Fjölmcnnið. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis heldur aðalfund sunnudaginn 12. októbcr að Kirkju vegi 7 á Selfossi kl. 14.00. Dagskrá: I. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. . önnur mál. Tilkynningar Kvenfélag Óháfla safnaflarins Kirkjudagurinn verður nk. sunnudag 12. okt. Félags konur cru góðfúslcga bcðnar að koma kökuni laugard. kl. 13—lóogsunnud. kl. 10—12. Skotveiflifélag íslands Skotveiðifélag islands heldur námskeiö fyrir rjúpna skyttur miðvikudaginn 8. október og föstudaginn 10. október kl. 20.00 í húsi Slysavarnafélags Islands Grandagarði. Efni: 1. Notkun áttavita 2. Meðferðskotvopna 3. Hjálp i viðlögum 4. öryggisútbúnaður 5. Klæðnaður. Starfsfólk banka og sparisjófla Allsherjar atkvæðagreiðsla vegna nýgerðra kjara- samninga fer fram á vinnustöðum dagana 14. og 15. okt. nk. Fundir til kynningar á samningunum vcrða sem hér scgir: Miðvikudagur 8. okt. Hótcl Borg kl. 8.30 fyrir Reykja vík og nágrenni. Fimmtudagur 9. okt. salur Landsbanka Islands á Selfossi kl. 20 fyrir Suöurland. Fimmtudagur 9. okt. Hótel Stykkishólmur kl. 20 fyrir Snæfellsnes og Búðardal. Föstudagur 10. okt. Sjómannastofunni Isafirði kl. 18 fyrir Vcstfirði. Laugarílagur II. okt. Landsbankasal Akureyri kl 14 fyrir Norðurland. Laugardagur II. okt. i sal Verkalýðsfélaganna að Hafnargötu 80,Xeflavik kl. 14 fyrir Suðurnes. Sunnudagur 12. okt. að Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 14 fyrir Austurland. Sunnudagur 12. okt. i sal Landsbanka Islands. Akra nesi kl. 14.30 fyrir Akranesog Borgarnes. Félagar fjölmenniðá fundina. Kvenmannsgleraugu fundust við Háaleitisbraut 32 fyrir u.þ.b. hálfum mánuði síðan. Uppl. gefur Unnur Halldórsdóttir. simi: 31543. vinnusimi 82930. I dag verður tekin fyrir hjá verðlags- ráði beiðni olíufélaganna um hækkun á olíuvörum. Að sögn Önundar Ásgeirs- sonar, forstjóra Ol.ÍS, var beðið um að bensínlítrinn færi upp í 540 krónur. Bensínlítrinn hefur verið á 481 kr. frá 15. ágúsl. Önundur sagði ástæðu þess- arar hækkunar erlend hækkun sent Nýlegt íbúðarhús að Geldingaá í Leirársveit eyðilagðist i eldi í gær. Kom eldurinn upp laust fyrir hádegi og varð ekki við neitt ráðið. Tókst aðeins að bjarga nokkrum hlutum úr svefnher- bergi hjónanna er þarna bjuggu. Slökkvibílar frá Borgarnesi og Akra- kæmi í kjölfar stríðsins milli Irans og íraks. Hækkunin sem oliufélögin fara fram á er 10—12% á bensini, gasoliu 'og svartolíu. Gasolian mun fara í 216— 220 krónur úr 196,40 og svartolíulítrinn mun fara i 140—143 krónur úr 127,30 ef verðlagsráð heimilar hækkunina. nesi komu um svipað leyti á staðinn og gekk slökkvistarf eftir það greiðlega. Var þó við illar aðstæður barizt þvi i stormhviðunumcr talið að vindur hafi verið 9—10 stig. íbúðin er gerónýt eftir og meginhluti innbús ónýlur. -A.SI. „Júlli" tapaflur Hefur einhver séð mig á flækingi i vesturhluta borgar látið vita i sima 17372 eða að Brekkustig 15B Rcykja innar siflustu þrjá daga? Ef svo.er. þá vinsamlcgast. v.ik. Égergulbröndótturoghviturogheitijúlir. GENGIÐ GENGISSKRÁNING FurOomann, Nr. 190 — 6. október 1980. gjaldeyrir Eining kl. 12.00 .-Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadolar 530.00 531.20 584.32 1 8tariingspund 1270.10 1273.00* 1400.30* 1 KanadadoMar 455.65 456.65* 502^2* 100 Danskar krónur 954ÍL25 9563.85* 10520.24* 100 Norskar krónut 10920.00 10946.00* 12039.50* ioo Saanskar krónur 12764.95 12793.85* 14073.24* 100 Hnnak mörk 14536.50 14569.40* 16028.34* 100 Franskk f rankar 12894.20 12722.90* 13995.19* 100 Baig. frankar 1834.90 1839.00* 2022.99* 100 Svissn. frankar 32455.60 32529.10* 35782.01* 100 GyWni 27093.65 27144.95* 29859.45* 100 V.-þýzk mörk 29444.40 29511.10* 32462.21* 100 Lfrur 61.82 61.96* 68.16* 100 Austurr. Sch. 4168.50 4167.90* 4584.69* 100 Escudos 1061.10 1063.50* 1169.85* 100 Pasatar 718.90 720.50* 792.55* 100 Yen 255.51 256.09* 281.69* 1 frakt pund 1103.85 1106.35* 1216.99* 1 Sératök dráttarréttindi 696.71 698.29* * Breyting frá siflustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190. íbúðarhús í Leirársveit eyðilagðist í eldi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.