Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. DB á ne ytendamarkaði Framleiðsla léttmjólkur strandar á verölagningunni Framleiðsluráð hefur gefið „grænt Ijds”, málið er strandað í ráðuneytinu Neylendur hafa talið sig svikna á undanförnum árum að þeir skuli ekki hafa fengið svokallaða léttmjólk. „Nýmjólkin er með sama fituinni- haldi og þegar hún er ntjólkuð úr kúnni eða 3,6—4,5% feit. Lcttmjólk er nýmjólk sem hluti fitumagnsins hefur verið skilinn úr. Undanrenna er sem næst fitusnauð eða inniheldur sent næst 0,05% fitu,” sagði Guð- laugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Undanfarin ár hel'tir Mjólkur- santsalan leitað heimildar til að setja léttmjólk á markað hér með 1,5—2% fit uinnihald. Stéttarsamband bænda og Búnaðarþing hafa hvatt lil þess og stendur aðeins á ákvörðun ráðunevta varðandi niðurgreiðslur til að Fram- leiðsluráð og sexmannanefnd geti skráð verð léttmjólkur,” sagði Guð- laugur. Neytendur eiga sama rétt á niðurgreiðslunum ,,Allir neytendur ætlu að eiga sama rétl til niðurgreiðslu á sina neyzlumjólk, hvort sem þeir velja ný- mjólk, léttmjólk eða undanrennu en niðurgreiðslur i dag eru kr. 146 áný- mjólk en 28 kr. á undanrennulítra! Miðað við undanrennusölu sl. ár, sem var um tvær millj. lítra, fá undanrennuneytendur því 235 millj. kr. minna í niðurgreiðslur en ný- mjólkurneytendur. Bændur þurfa að fá sama verð l'yrir mjólkina hvort sem hún er seld sem nýmjólk, léttmjólk eða undan- renna og þar sem offrantboð er á mjólkurfitu liggur e.t.v. lítið verð- mæti í þeirri fitu sent skilin yrði til viðbótar úr léttmjólk eða undan- rennu. En verði hægt að koma þess- ari fitu í verð, er auðvelt að taka tillit til þess, t.d. með lækkuðu rjóma-eða smjörverði,” sagði Guðlaugur Björg- vinsson. Við spurðunt forstjóra MS og Odd Helgason sölustjóra hvort þeir héldu að fólk keypti undanrennu vegna þess að hún er 54 kr. ódýrari en ný- mjólk, svöruðu þeir þvi til að það væri áreiðanlega eitthvað um að fólk keypli undanrennu og blandaði henni saman við nýmjólk til drýginda. - A.Bj. MEGRUN - MEGRUN Grunn- og uppfyll- ingarfæða fyrir þá sem eru f megrun Grunntæóun samanslendur af venjulegri fæðu sem yfirleilt er til á hverju heimili og hægl er að borða á hverjum degi án þess að verða leiður á: mjólk og osti, brauði og karlöfum ásamt matarfeiti. Grunnlæðan gel'ur ntikla næringu fyrir lilið verð. Uppfyllingarlæflan verðtrr að vera með til þess að fæðið verði fjölbreytt- ara og öll næringar- og snel'ilefni séu með í fæðinu. Uppfyllingarfæðan er: grænmeti, rótarávexfir, ávextir og ber, kjöt, fiskurog egg. Þessar fæðu- tegundir auka fjölbreytni fæðisins. Grunnfæðan byggist á skammti l'yrir Itvern dag en viðbótarfæðan á skammti fyrir viku ieinu. Grunn- og uppfyllingarfæða l'yrir þá sent eru i megrun inniheldur alll það sem þú rnátt borða innan 1500 kal. ramma á dag. Þetla hefur þau áhril'á þá sem nota litla orku að þeir létlast um 1/4—1/2 kg á viktt ef kúr- inn er haldinn. Flestir karlar geta þó átt von á að léttast um nteir en I kg á viku. Þcgar skipt er frá orkurikri fæðu yl'ir i orkusnauða fæðu getur það orðið erfitt fyrir „matarglaða" ein- staklinga, bæði likamlega og and- lega. Þegar verið er í megrun er natið- synlegt að neyta fæðunnar jafnt yfir daginn. Þú án að neyta þriggja aðal- máltlða á dag og með því kemur þú i veg fyrir að finna til svengdar. Morgunverðurinn er ntjög ntikil- vægur. Ff þú neytir inor>-*nverðar. fMJS»lr*áiÆ3PWR%t Hún er aldeilis fln I „morgunleikfimi” þessi kýr. Hún hugsar áreiðanlega ekki út i að fólk vill ekki fá'alla hugsanlega fitu úr mjólkinni hennar, heldur drekka eitthvert „bannsett lap”. Hvemig fjármagnar fólk húsbyggingar? Þaö kostar rúma milljón að greiða húsnæðismálastjórnarlánið niður um 200 þús. kr. sem ihniheldur 20% af þeirri næringu sem þú neytir yfir daginn, verður þú ekki þreyttur og blóðsykurinn verður ekki of lágur. Um hádegi og eftir vinnu neytir þú máltíðar nr. 2 og 3 sem á að vera 30% i hvort skipti af fæðu dagsins. Þá er eftir 20% af fæðunni sem skipta má í tvær eða þrjár millimáltíðir. -jsh. „Kæra Neytendasiða! Þá er það ágústmánuður. Vegna þess hve eyðslan er mikil í dálkinum „annað” verður að gefa smáskýringar,” segir í bréfi frá Sól- veigu sem búsett er i kaupstað á Aust- fjörðum. „Fyrsti hluti húsnæðismálaláns kom til okkar i byrjun ágúst. Ég veit ekki hvernig annað fólk fer að þvi að fjármagna húsbyggingar, en við höfum tekið þau lán sem við getum miðað við afborganir. T.d. fengum við lifeyrissjóðslán 1978. Og til að greiða það niður uni 100 þús. kr. í fyrra þurftum við að greiða 445 þús. kr. Nú greiðum við það aftur niður um 100 þús. kr. og þá borgum við 557.700 kr. Upphaf- lega var lánið 1.500.(X)0 kr. Nántslán var tekið i lebrúar 1976 og nú greiðum við i fyrsta sinn af því (það var rúml. 5 I þús. kr.). Einhvern veginn fleytir ntaður þessu á undan sér en einhvern tima kemur að þvi að þessu verður lokið. Kær kveðja, Sólveig.” .Sólveig sendir okkur nákvæma sundurliðun á liðnum „annað” sent er samtals upp á 3.705.536 kr.!! Hvorki meira né minna. — Þar af eru greiðslur vegna húsbyggingar lang- samlega hæstar, en þar eru einnig greiðslur fyrir oliu rétt rúml. 300 þús., ferðakostnaður 82 þús„ raf- magn rúml. 31 þús., húsaleiga 40 þús„ bíllinn 42 þúsund. í liðnum er einnig að finna tóbak á 37 þús. og skemmtanir rúml. 10 þúsund, en það er litill hluti af allri þessari rosalegu upphæð. Ég verð að taka undir orð Sól- veigar um að ég get ekki skilið hvernig fólk fer að þvi að fjármagna húsbyggingar ofan á allt annað sem þarf að greiða. En, eins og hún segir, þelta hefst einhvern veginn og ein- hvern tima er þessu lokið. Bara að fólk sé þá ekki búið að slíta sér svo gjörsamlega út að það geti ekki notið þessarar dýru og finu húsbvggingar þegar henni er loksins lokið! Við getum ekki gert annað en sent öllum húsbyggjendum beztu óskir unt gott gengi í framtiðinni. -A.Bj. Tveir skrokkar í galtóma kistu og hrikalegar upphæðir í mat FU0TLEG UPPTAKA EF ALLAR VÆRU SV0NA „Heil og sæl Neytendasiða. Ég verð.að segja að mér brá i brún þegar ég lagði saman matardálkinn. Ég sé að ég hef verið óhemjueyðslu- sönt þennan mánuð og kann engar skýringar á því, nema það sé hækk- andi verðlag,” segir m.a. í bréfi frá konu sem búsett er í kauptúni á Suðurlandi. „Ég notfærði mér kjötlækkunina og keypti tvo kjölskrokka þar sem frystikistan var orðin gallóm. Önnur stórmagninnkaup hef ég ekki gert þennan mánuð en upphæðirnar eru samt hrikalegar.” * Þessi kona er með rúml. 58 þús.- und kr. á mann að meðaitali i fimrn manna fjölskyldu. Liðurinn „annað” er upp á 575.309 kr. og ber þar hæst útsvar upp á 250 þús. kr. „Ég þakka fyrir góðar upplýsingar i dálkunum ykkar og vonast til að hafa not af sem lengst. Minar bezlu árnaðaróskir með fimm ára afmælið.” Það væri sannarlega ekki seinlegl að taka upp kartöflurnar ef þær væru allar svona stórar. Sú til hægri vó 500 g en sú til vinstri 300 g. Guð- ntunda Alexandersdóttir, Álfhólsvegi 67 Kópavogi, sendi okkur þessar risa- kartöflur, en hún er með kartöflu- garð að Melgerði 11 í Kópavogi. — Tegundin er Helga. I)B-mynd Siguróur Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.