Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 20
20 i DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. Menning Menning Menning Menning I Myndhöggvari og málari — Sóttu báðir innblástur ílist fortíðar — Marino Marini og Philip Guston látnir Marino Marini — Riddaraslylta, 1956, Iré. Nýlega eru látnar tvær kempur í hópi myndlistarmanna sem vert er að minnast. Þetta eru þeir Marino Marini, italski myndhöggvarinn frægi, 79 ára að aldri, og bandaríski listmálarinn Philip Guston, 67 ára. Báðir settu þeir mikinn svip á listir í heimahögum sínum meðan þeir lifðu, en áhrif þeirra út á við voru kannski minni en verk þeirra verðskulda. Marino Marini var fæddur i Túskaníu, en nam skúlptúr í Flórens og París 1928—29. Hann varð fyrstur landa sinna til að leita sér nútímalegs myndmáls í fortíðinni, í forngrískum höggmyndum og verkum Endur- reisnarmanna. Óhætt er að segja að þetta hafi Marini tekist og því er það sem skúlptúr hans hefur á sér fremur einfalt og hreinlegt snið, séður úr fjarlægð, en þegar nær kemur verða Ijós ýmiss konar expressjónísk smá- atriði og jafnvel yfirmálun, sem eru áhrif nútímameistara á borð við Rosso og Rodin. Maður á hesti En þótt einfaldleiki sé aðalsmerki Marinis, tekst honum samt að tjá í myndum sinum mikla andlega spennu og átök, jafnvel grimmd og þannig er skúlptúr hans í anda vorra tíma. Skúlptúr Marinis er tiltölulega takmarkaður að inntaki. í byrjun ferils síns einbeitti hann sér að goðsagnalegum konumyndum í anda Maillols eða portrettmyndum, en árið 1935 hóf hann að fást við æva- fornt mótif, riddaramyndina, sem hann síðan vann að, meira og minna til dauðadags. I meðferð Marinis verður þetta myndefni æ dramatísk- ara eftir því sem árin liða. Maður og hestur byrja sem andstæð öfl, ganga síðan saman i eitt en heyja loks baráttu úpp á líf og dauða. í síðari skúlptúr Marinis eru deyjandi hestar og riddarar algengir og endurspegla þannig tíðarandann. Marini hlotnaðist margur heiðurinn, hlaut skúlptúrverðlaun á Biennal í Feneyjum árið 1952 og aðrar álíka viðurkenningar. Hann stundaði einnig málaralist alla ævi, þar sem svipuð viðhorf koma fram og í skúlp- túr hans, sem finna má í öllum helstu nútímasöfnum heims. Hið kvika handbragð Philip Guston var fæddur í Kanada, ólst upp í Los Angeles, þaðan sem hann gat brugðið sér til Mexíkó til að sjá hina mikíu vegg- myndamálara Mexikana. Sú reynsla kom honum til góða er hann gerðist vinnumaður hjá listadeild bandarísku viðreisnarinnar, WPA Federal Arts Project, frá 1936—40. Guston er venjulega talinn með hinum amerísku afstrakt-expressjónistum,' þótt hann stæði að mörgu leyti utan við megin- straum þeirrar hreyfingar. Eins og Pollock, de Kooning og Kline hóf Guston að útrýma hinu hlutlæga úr málverkum sínum á árunum 1947— 50 en þess í stað fór hann að leggja alla áherslu á hina kviku handahreyf- ingu, frjálslega óhlutbundna hrynj- andi. Þróaði Guston með sér stíl sem sumir vildu kalla afstrakt impress- jónisma, sökum hinna sterku ljóð- rænu einkenna hans. í fínlegum dráttum lagði Guston net litflekkja einhvers staðar nálægt miðbiki myndflatar, og litir hans eru ljúfir bleikir, blágrænir, himinbláir, séðir eins og í móðu. Sú tegund mynda Gustons varð afar vinsæl og álíta sumir t.d. að Kristján Davíðsson hafi verið undir áhrifum þessara mynda á tímabili. Ádeilur En við upphaf sjöunda áratugarins breyttust áherslur allar i verkum Gustons, einkum og sér í lagi eftir Italíuferð málarans (1960) og rann- sóknir á verkum Endurreisnarmanna á borð við Mantegna og Piero della Francesca. Stíll hans varð hlutlægur á ný, táknrænn, jafnvel grófur og myndefnið bar vott þeirri þjóðfélags- legu vitund sem Guston hafði áður látið i Ijós. Þetta eru ádeilur á kyn- þáttamisrétti, hrottaskap samtímans, vopnamangara o.s.frv. En ekki er eins mikill munur á þessum myndum og eldri Ijóðrænum verkum hans og menn halda, því Guston taldi eins og aðrir kollegar hans að öll góð myndverk hefðu skýrt inntak, hvort sem þau væru hlutlæg eða afstrakt. Dauða Guston ber að meðan mikil yfirlitssýning á verkum hans gengur um Bandaríkin. -AI. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Philip f iuston. c Þjönusta Þjónusta Þjónusta j c Viðtækjaþjónusta j LOFTNE Kaumenn annast uppsetniimu á I RIAX-loftnetum fvrir sjónvarp — FIVl stereo op AIVl. Gerum tilbod í ioftnetskerfi, endurnýjum eldri lannir. ársábyruó á efni op vinnu. Greiöslu- kiftr LITSJÓNVARPSÞJÓNUSTAIM ‘3r DAGSÍMI 27044 - KVÚLDSÍMI 40937. Sjónvarpsviðgerðir Heima eda á Verkstæði. Allar tefjundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, Bergslaðastrati 38. I)ag-, ksold- og helgarsimi 21940. Sjónvarpsloftnet. Loftnetsviðgerðir. Skipaloftnet, íslenzk framleiúsla. Uppsetningar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. öll vinna unnin af fagmönnum. Árs ábyrgð á efni og vinnu. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN hf Siðumúla 2,105 Reykjavik. Slmar: 91-3^090 verzlun — 91-39091 verkstæði. OTVAWW.RlOA KiSfAni Loftnetsþjónusta Viðgerð og uppsetning á útvarps- (og) eða sjónvarpsloft- netum og sjónvarpstsekjum. Höfum allt efni. Öll vinna unnin af fagmönnum. Ársábvrgð á efni og vinnu. Kvöld- og helgarþjónusta. ELEKTRÓNAN SF. Símar 83781 og 38232. C Verzlun ) NÝ SÓLST0FA í Háaleitishverfi Vönduð vestur þýzk loftkæld Ijós. Þægilegir U-laga bekkir. Góð að staða. Veriðvelkomin. SÓLSTOFAN SELJUGERÐI4 HÁALEITISHVERFI. SÍMI31322. SEDRUS * Súöarvogi 32 • Símar: 30585 & 84047 Húsbyggjendur Hef ávallt fyrirliggjandi allar gerðir af fylling- arefni og gróðurmold. Tek að mér ýmisskonar jarðvegsskipti. Leigi út jarðýtur og belta- gröfur. Magnús Hjaltested, sími 81793. FERGUSON flfe Einnig stereosamstæóur, kassettuútvörp fjg og útvarpsklukkur. 4 litsjónvarpstækin 20" RCA 22" ameriskur 26" myndlampi Orrí Hjaltason Hagamel 8 Sími 16139 Sumarbústaðir - Sumarbústaðalönd Tryggið ykkur land undir sumarhús, örfá lönd á skipulögðu svæði miðsvæðis í Borgarfirði til sölu eða leigu. Uppl. í síma 93-2722 á daginn. 93-1835, 93-1947, og 93-2095 á kvöldin. C Pípulagnir -hreinsanir ) Er stíflað? Fjarlægi stiflur úr voskum. wc rörum. haðkcrum og mðurfollum. notum n> og lullkomin tarki. rafmagnssnigla Vanir rncnn Upplýsingar i sima 43879 Stífluþjónustan Anton AðalatalnMon.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.