Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. 9 Ringo Starr ásamt eiginkonunni tilvonandi, Barböru Bach. BítíUogBach i eina sæng Ringó Starr fyrrum trommu- leikari hljómsveitarinnar Beatles lék nýlega stórt hlutverk í kvikmyndinni Caveman (Hellisbúi). Þar átti hann nokkrar ástarsenur með bandarísku leikkonunni Barbara Bach. Eitthvað hafa þau tekið hlutverkin alvarlega, þvi að Ringo lýsti því yftr nýlega i viðtali við blaðamann brezka viku- ritsins Woman að þau tvö hygðust ganga í hjónaband á næsta ári. Ringo skildi fyrir nokkrum árum við konu sína Maureen. Þau eiga þrjá syni saman. BoDerekhótað nauögun og itingum Bo Derek í sínu þekktast; kvikmyndahlutverki til þessa 10”. Hollywoodstjarnan Bo Derek á ekki sjö dagana scela um þessar mundir. Kynferðisglæpamaður hefur sent eiginmanni hennar. John Derek, hvorki meira né minna en sjötíu hótunarbréf upp á síðkastið. Þar gefur bréfritarinn greinargóðar lýsingar á því hvernig hann hvggist nauðga og limlesta konu hans viðfvrsta tækifærið sem hann færfæri á henni. Lögreglan i Los Angeles leilar þessa bréfritara nú ákaft. Einnig stendur lögregluvörður við hús þeirra hjóna allan sólarhringinn. Nú er rótti timinn til að halda við brúna litnum frá í sumar. • Dömu-, herra- og hjónatimar, • Sturtur • GROHE vatnsnudd. Setustofa • Kaffi. PANTIÐ TÍMAÍ SÍMA 10256 ATHt Belosolsólbekkurinn er ekki sléttur, heldur U-laga, þar afleiðandi mjög þægilegur. Norska sjónvarpið sýndimyndina Dauða prinsessu: „ÓMERKILEG MYND SEM ÞO VAR SJALFSAGT AÐ SÝNA” — var álit margra lesenda norska Dagblaðsins eftir sýningu myndarinnar Norska sjónvarpið sýndi þann 22. september hina mjög umdeildu mynd Dauði prinsessu. Við íslendingar vorum um það bil að eiga þess kost að sjá myndina 6. júní sl. en á síðustu stundu tók útvarpsráð þá ákvörðun að sýna ekki myndina eins og lands- mönnum er enn í fersku minni. Norðmenn tóku hins vegar þá á- kvörðun að sýna ntyndina þrátt fyrir hótanir Saudi-Araba. Ritstjóri norska Dagblaðsins skrifar um myndina 23. september og blaðið fær þrjátíu manns á ólíkum aldri til að segja álit sitt á henni. „Loksins hefur norska sjónvarpið sýnt hina umdeildu mynd Dauði prinsessu, sem menn hafa rætt um án þess að hafa séð hana,” segir rit- stjórinn Jahn Otto Johansen m.a. og segir ennfremur: „Sýning myndarinnar kom á margan hátt eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Myndin er of löng og ekki síður langdregin. Ekki er heldur hægt að segja að hún sé áhrifamikil. Undir venjulegum kringumstæðum hefði myndin passað ágætlega sem mánudagsmynd. Flestir sjónvarps- áhorfendur hefðu þá beinlinis slökkt á sjónvarpstækjum sínum vegna þess hve myndin var leiðinleg. Ef hún hefði verið venjuleg mynd hefði norska sjónvarpið eflaust klippt úr henni leiðinlegustu og lang- dregnustu atriðin. í þessu tilfelli var það hins vegar ekki mögulegt þar sem sjónvarpið hefði þá verið sakað um rit- skoðun. Myndin var alls ekki sú árás á íslam og arabana, sem sumir hafp viljað halda fram,” segir ritstjórinn i grein sinni. Ritstjóra norska Dagblaðsins fannst það óþarft af aröbum að gera læti úl af myndinni og segist ekki trúa því að sýning norska sjónvarpsins á Dauða prinsessu geti skaðað íslam eða araba á nokkurn hátt. Þá hafði blaðið samband við norska sendiráðið í Jeddah, sem er höfuðborg Saudi-Arabíu og fékk þær upplýsingar að starfsfólk þar hefði engar áhyggjur vegna sýningar myndarinnar í norska sjónvarpinu. Ekki höfðu neinar hótanir borizt sendiráðinu og gat það stafað af því að það var nýflutt í nýtt húsnæði og enginn sími verið þar í nokkra daga. Lesendur norska Dagblaðsins létu einnig í sér heyra. Einn lesandinn sagði um myndina: „Fyrir okkur voru elskendumir, sem myndin fjallar um, sjúkir. Það var rétt að sýna myndina og ég skil ekki af hverju arabar eru svona viðkvæmir fyrir henni.” Flestum lesendum blaðsins fannst það gott hjá norska sjónvarpinu að sýna myndina og margir töldu hana bæði nauðsynlega og lærdómsríka. Ein kona taldi ósannað að prinsessan væri yfirleitt dauð. ,,Hvað vitum við um það?” spyr hún. Karl einn vildi hins vegar halda því fram að myndin væri dýrasta mynd sem sýnd hefði verið i Noregi. „Hún á eftir að valda okkur milljóna tapi. Ég tek efnahag okkar fram yfir manneskjulíf af þessu tagi. Á þessu tapar Noregur peningum og það er það eina sem við áttum að hugsa um.” -ELA. Leikkonan Suzanne Abou Taled fer með hlutverk arabísku prinsessúnnar i myndinni Dauði prinsessu. ANDREWLL0YD WEBBER VINNUR ÚR VERKUM SKÁLDSINS T.S. ELIOT Andrew Lloyd Webber höfundur Jesus Christ Superstar og Evitu hefur tilkynnt að næsta verk hans verði byggt á Old Possum’s Book of Practical Cats eftir T.S. Eliot. Ekkja skáldsins, Valerie Eliot, hefur gefið Webber leyfi til að nota í verk sitt áður óbirt Ijóð hans um fugla og aðrar skepnur, sem hún fann í skjölum manns síns. Að öllum líkindum hefjast æfingar á þessu nýja verki Andrew Lloyd Webbers í febrúar. Gangi allt að óskum verður frumsýningin i London í apríl. Aðeins 20-30% út CROWN SHC - 3150 VERÐ: 381.435.- Útborgun 95.000.- rest 3 mán. CROWN SHC — 3350 VERÐ: 596.990.- Útborgun 150.000,- rest4mán. CROWN SHC — 5300 VERÐ: 718.860.- Útborgun 200.000.- rest 5 mán. CROVVN SHC - 5500 VERÐ: 727.815.- Útborgun 200.000,- rest 5 mán. CROWN SHC — 5600 VERÐ: 819.705.- Útborgun 250.000.- rest 5 mán. VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ i gT~~ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SfMI 29800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.