Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. 5 Fiskvinnsluna vantar 8% af veltu til að endar nái saman: Hækkað fiskverð stöðvar endanlega útgerð og vinnslu —Sðlufyrírtækin í Ameríku greiða miklu hærra verð fyrír f iskinn en skrásett markaðsverð og meistaralega vel var siglt f ramhjá verðlækkun á íslenzkum f iski vestra „Fiskverkunarhús landsins eru á engan háll í stakk búin lil að greiða hækkað fiskverð. Alll þetla ár hefur fiskvinnsla i landinu verið rekin með verulegu tapi og má gera ráð fyrir að meðaltap húsanna sé um 8% af veltu þeirra,” sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtanga á Ísa- firði, en það fiskverkunarhús hefur um langt árabil verið í hópi þeirra sem bezta afkomu hafa sýnt. ,,Til marks um getuleysi húsanna til þess að greiða hækkað verð fyrir hrá- efnið er að hinn I. ágúst sl. lágu þær staðreyndir fyrir að laun í fiskvinnsl- unni höfðu frá I. janúar 1979 hækkað um 80% og á sama tima hafði hráefnis- verð hækkað um 81,4%. Á sama tíma hafði gengi Bandaríkjadollars sigið um 55.5%. Síðan hafa hér orðið launa- hækkanir sem nema 9,2%. Það er því víðsfjarri að gengissigið vinni upp á móti þeim hækkunum á framleiðslu- kostnaði sem verður hér innanlands,”- sagði Jón Páll. Jón Páll sagði að áður fyrr hefði sá útreikningur verið viðurkenndur að hráefniskostnaður mætti vera 50% af útflutningsverðmæti afurðanna og vinnulaun og launatengd gjöld mættu vera 25% af útflutningsverðinu. Fjórðungur hefði þurft að vera eftir i framlegð. Framlegð er nýyrði yfir þann hluta sem eftir er þegar hráefni, vinnu- laun og umbúðir hefðu verið greiddar. Þegar vaxtagjöld fiskvinnslunnar tóku að aukast gat það ekki komið niður á öðru en hráefnisverði, vinnu- launum eða leitt til tapreksturs. „Framlegð var komin niður fyrir 10% fyrst á þessu ári,” sagði Jón Páll. „Um miðbik ársins batnaði hlutfallið Það var hvasst í Reykjavík í gær, en hreinlegir bileigendur létu veðrið ekki aftra sér og þvoðu farkosti sina. DB-mynd Sig. Þorri. Leikf élag Akur- eyrar í gang um næstu áramót? Leikfélag Ákureyrar hefur átt við gifurlega fjárhagsörðugleika að stríða undanfarið og 1. sept. sl. var öllu starfsfólki Leikfélagsins sagt upp af þeim sökum. Undanfarið hefur verið unnið að því að leysa þetta mál þannig að eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgar- innar megi starfa áfram. Á föstudaginn var haldinn fundur með fulltrúum Leikfélagsins, Akur- eyrarbæjar og menntamála- og fjár- málaráðuneytis. Eftir þennan fund er Ijóst að starfsemi Leikfélagsins hefst að nýju eftir næstu áramót. „Það er aftur á móti ekki búið að skipuleggja hvernig starfseminni verður háttað,” sagði Guðmundur Magnús- son, formaður LA. Ennþá er því ekki Ijóst hve margir leikarar verða ráðnir. Þeir sem sátu fundinn, þar sem málefni Leikfélagsins voru rædd, voru frá menntamálaráðuneytinu, Knútur Hallsson, og frá fjármála- ráðuneytinu, Þröstur Ólafsson. Full- trúar Akureyrarbæjar voru Val- garður Baldvinsson bæjarritari og Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfull- trúi. Áætlað er að halda annan fund eftir u.þ.b. hálfan mánuð og eftir þann fund ættu málin að hafa skýrzt það mikið að hægt verði að undirbúa leikstarfið eftir áramót og ráða starfsfólk. „Þessar viðræður hafa verið á döf- inni og allir hafa vilja til að leysa þetta mál,” sagði Guðmundur Magnússon. „Maður getur vel skilið að riki og bær hafi ekki neinar upp- sprettur sem þeir geta ausið úr fjár- magni frekar en aðrir.” Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, einn þeirra sem sat fundinn sl. föstudag, sagði að engar ákvarðanir hefðu verið leknar en málin rædd. „Við höfum verið svolítið áhyggjufullir úl af þvi að það sé ekki nóg að veita peningum i þessa starfssemi vegna þess að það cr búið að ganga svo illa fyrir Leik- félaginu í mörg ár. Þó að framlag bæjarsjóðs eða rikissjóðs verði aukið þá eru menn mjög vantrúaðir á að slíkt leysi vandann nema í 1—2 ár.” Þröstur sagði að því hefðu menn verið að leita að einhverjum leiðum til að festa félagið betur i sessi, bæði skipulagslega og fjárhagslega. Á fundum ráðuneytismanna með fulltrúum Leikfélagsins og Akur- eyrarbæjar hefur skipulag sjálfs Leikfélagsins þvi verið mjög til umræðu og sömuleiðis fjármögnun þess. Umræður hafa ekki enn sem komið er leitt til neinnar endanlegrar niðurstöðu. Hvorki Akureyrarbær né ríkið hafa gengizt formlega inn á hvernig fjármögnun skuli háttað en báðir þessir aðilar hafa lýst sig fúsa til að leggjast á plóginn ef einhverjar framtiðarlausnir finnast á málefnum Leikfélagsins. Það er því gengið út frá því af hálfu þessara aðila að LA hefji störf að nýju um næstu áramót. -G.M.-Akttreyri fiskvinnslunni í vil en fór aftur á bak aftur við launahækkanirnar I. september.” Útgerðin á hausnum líka Norðurtangi rekur nokkra togara og frá sjónarmiði útgerðarinnar kvað Jón Páll sömu sögu að segja. Hún gæti ekki hækkað skiptaverð til sjómanna nema l'á hærra verð fyrir hráefnið. Afkoma allra skipa hefði hríðversnað síðari hluta ársins, m.a. vegna stóraukins þorskveiðibanns. Vegna bannsins hefði verið sótt í fisktegundir sem lítið sem ekkert fengizt fyrir. Jón Páll kvað augljóst að áður- greindum hlutföllum yrði að breyta. Fiskvinnslan þyldi ekki langvarandi taprekstur. Svo stór hluti afurðalána og annarra skulda væri gengistryggður, að gengissig breytti litlu sem engu i baráttunni við kostnaðarauka af verð- bólgunni innanlands. Jón Páll kvað aðrar þjóðir hafa farið inn á þá leið að greiða niður úr rikissjóði rekstrarvörur sjávarútvegsins. Gífurlegar tölur mætti j>ar til nefna sem dæmi, m.a. í Noregi. „Stjórnvöld verða á hverjum tíma að ákveða stefnuna i þessum málum, en ríkisstyrkjaleiðin lendir þó oftast í blindgötu. Gengisbreyting er aðeins skammtímalausn. Boginn er einfald- lega orðinn of spenntur hér á landi,” sagði Jón Páll. Betri útkoma f yrir iélegan fisk Jón Páll sagði að nú væri svo komið að það væri ekki lengur keppikefli fisk- vinnslunnar að fá góðan fisk. Hag- stæðara væri að fá lélegan fisk. Norðurtangi verður samkvæmt ákvæðum um fiskverð að greiða 10%, 12% eða 14% álag á allan þann fisk sem fyrirtækið tekur á móti. Er það álag sem ákveðið er á fisk sem berst að landi ísaður í kössum. Önnur fyrirtæki á öðrum stöðum kaupa aðallega netafisk sem keyptur er án álags. Vegna þess hve hátt verð hefur verið á sallfiski og skreiðarfiski hafa þessi fyrirtæki komið betur út en hin sem laka á tnóti isaða fiskinum og greiða með álagi. Fiskverðið í Bandaríkjunum .lón Páll sagði aðalmennt hefði verið búizt við að fiskverð á aðalmarkaðin- um í Bandaríkjunum mundi lækka i júnimánuði sl. ,,En þá brugðust sölu- fyrirtækin ytra rétt við og í samspili við framleiðendur hér heima var dregið úr ■ flakaframleiðslunni og flakabirgðum ekki safnað. Þetta var mikið átak, en án þessara réttu viðbragða við sölu- tregðunni ytra hefði verðið á Banda- rikjamarkaði eflaust lækkað. Nú talar enginn lengur um hættu á verðlækkun þar. Þvert á móli er það staðreynd að sölufyrirtækin greiða mun hærra verð fyrir l'isk héðan en skrásett er sem markaðsverð þar. Sölufyrirlækin eiga þvi lof skilið l'yrir hvernig siglt var framhjá hættunni á verðlækkun,” sagði Jón Páll. -A.St. Smurbrauðstofan BJORNINN Njáísgötu 49 — Simi 15105 | ALKERFIÐ 1 ■ S V S T E IVl B „Gerðu það sjálfur“með PORSA-álkerfinu PORSA-álkerfið er samsett úr ólíkum álprofílum sem gefa ótal samsetnlngarmöguleika. PORSA álkerfið er létt en sterkt. PORSA álkerfið þarf ekki að mála og ryðgar ekki. Borð og Innréttingar Gerðu það sjálfur á einfaldan og hagkvæman hátt með PORSA-álkerfinu. Sögum niður álprófíla í borð og innréttingar eftir yðar þörfum. Ótal samsetningar möguleikar með hinu mismunandi tengieiningum. • Hjólaborð • Afgreiðsluborð • Hillur • Verslunarinnréttlngar • Saumaborð • Borð ífrystihús, mjaltahús, verksmiðjur og samsetning sem gefur möguleika á endurnotkun við nýjar aðstæður STURTUKLEFAR Smíðum eftir máli sturtuklefa og hliðar í baðherbergi. Hurðir eru fáanlegar: opnanlegar út eða sem rennihurðir. Akryl-Plast gler er notað í hliðarnar en álprófílarnir bera grindurnar uppl. Akryl-Plastglerið er fáanlegt munstrað — glært eða reyklitað Á lager: álbrautir fyrir ofin sturtutjöld. Sturtuhliðar í stærðum 180 X180 cm. Sturtuhurðir ístæröum 180X80 cm. Ávallt eitthvað nýtt í Nýborg? ÁRMÚLA 23 SÍMI 8-67-55

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.