Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 13
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. framkvæmdakostnaðar að jafnaði. Heildarfjárfesting á þessu sviði hefur j>vi verið um 3 milljarðar, þarna vantar andvirði nokkurra véla, svo sem heyvinnuvéla sem ekki er lánað til. Samanlögð fjárfesting i fram- leiðslutækjum gæti því hafa numið 6 milljörðum á árinu. Hvaðan koma þá 16 milljarðarnir i ár sem Jónas hampar og telur frá Framkvæmda- stofnun komna? Þó beitt væri framreikningi á verð- lagi og reiknað með 50% verðþenslu yrði fjárfestingin í ár þö ekki meira en 9 milljarðar. En líkur eru til að hún verði minni. Þarna skakkar þvi nokkru eða um 7 milljörðum og þykir kannski ein- hverjum ekki mikið miðað við aðra „nákvæmni” i málflutningi J.K. Jónas reiknar fjárfestingu i land- búnaði upp á 4 milljónir á hvern bónda en sennilegt er að hún verði innan við tvær milljónir í ár. Veru- legur meirihluti þessarar fjárfestingar er eigið fé eða vinnuframlag bænda sjállra sem Jónas getur tæplega ráð- stafað. Það fé, sem Stofnlánadeildin lánar til þessara framkvæmda, er svo langt frá því að vera allt eða að „veruleg- um hluta” skattþeningar borgaranna eins og gefið er í skyn í greininni. Gildur hlutur af þvi sem deildin hefur Kjallarinn JónasJónasson var næstur á undan mér. Það var sendiferðabíl frá Heimilistækjum og hifreiðarstjórinn kom umsvifalaust út úr bifreið sinni og kannaði verks- ummerki. Ég var fljót að hala niður rúðuna hjá mér og spyrja hvort nokkur skaði hefði orðið á bil fyrir- tækisins. Svo var ekki og bilstjórinn. var hinn kátasti. Ég bað hann innilega afsökunar á ,,sjokkinu” sem ég hafði valdið honum, en sagðist hafa verið að reyna að halda Trabantinum i gangi. „Og svo drapst á honurfi hjá þér, greyinu,” sagði bilstjórinn um leið og hann fór aftur inn i sinn bil. Ég var ekki alveg viss um hvort hann átti við „grey” Trabantinn eða mig, en gladdist í hjarta niinu yfir að þetla skyldi ekki hafa verið úrillur leigubílstjóri, sem eru verstu menn, sem ég hitti i umferðinni! Þegar loks kom að þvi að ég var orðinn fyrsti bill á gatnamótunum ákvað ég að hætta við Miklubrautar- umferð og fara heldur „fjallabaks- leið” niður j miðbæ. Það hlyti að vera einhver umferðarstjórn i Tryggvagötunni. Mér sóttist ferðin á- gætlega alla leið niður i Bankastræti. Fyrir framan Verzlunarbankann hafði bill numið staðar, alveg á miðri akbrautinni (hægra megin), fyrir utan bilana, sem þar var annars lög- lega lagt við stöðumæla. Flautan á Trabantinum er óvirk og þvi gat ég ekki gert annað en að blikka á hann Ijósunum. Eftir langa mæðu fór bif- reiðin loksins af stað og yfir á vinstri akreinina, þannig að ég komst áfram niður „Bakarabrekkuna”. Nú kom hin skelfilega Tryggvagata loksins i Ijós. Það er einhver hræðilegasti umferðarflöskuháls borgarinnar. Nærri þvi allri umferð i vesturhluta borgarinnar er beint um Tryggva- götuna. Þar er ekki eitt einasta umferðarljós og sjaldnast nokkur umferðarstjórn sem heitið getur. Nú vandaðist málið. Ég hætti við vinstri beygjuna inn á Tryggvagötu og hélt áfram inn á Skúlagötuna beygði inn á bensinstöðina við Klöpp og sneri þar við og komst þannig i rétta akstursstefnu. Þegar ég kom aftur að áðurgreindu Tryggva- götuhorni var þar allt við það sama. Viku áður hafði þessi sama ferð tekið til ráðstöfunar eru peningar bænda frá Lifeyrissjóði bænda og búvöru- gjald sem þeir greiða. Öll eru svo lán Stofnlánadeildar, sem nú eru veitt að fullu verðtryggð. Öll orðin hér að framan þurfti til að leiðrétta staðhæfingar i 10 fyrstu línum leiðarans og sést af þvi hve vonlaust það getur virst að svara öll- um þessum skrifum. En nú er haldið áfram og næst stendur: „Sparnað ríkis og sjóða af þessari aðgerð (þ.e. stöðva stuðning við fjárfestingu i sauðfjár- og naut- griparækt) má nota til að hvetja bændur til að draga saman seglin eða bregða búi. Það má gera mikið fyrir upphæðir, sem nema árlega milljún- um króna á hvern bónda í landinu" (leturbr. hér). Þarna er búið að slá þvi föstu að það skipti milljónum á hvern bónda, sem spara mætti af beinum framlög- um rikis og sjóða. Siðan er talið hvernig verja mætti þessum milljón- um og eftirfarandi nefnt: 1. aöborga bændum fyrir að fækka búfé, 2. kaupa jarðir bænda og taka úr ábúð, 3. styðja bændur til að skipta um bú- greinar. Þetta likist dálitið upptaln- ingu i frægri visu: „Ef hjá honum pabba einn fimmeyring ég fengi”. En áfram er haldið og ekki megurn við gleyma fyrirsögn greinarinnar, ,,12 milljónir á bónda á ári”. Hvernig skyldu þær tilkomnar? Fjórar eru vist komnar með þvi að fella niður fjárfestingu. Tvær koma með því að fella iiiður úiflutnings- bætur. (8,5 milljarðar). Þær á enn að nota i sömu liði og að framan eru taldir. Hinn helmingufinn (6 millj. kr. á bónda) fæst einfaldlega með því •«*ð fella niður niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum. En að mönnum skuli ekki hafa dottið þetta snjallræði i hug, að borga bændum allar niður- greiðslurnar beint? Sex milljónir til hvers bónda þar. Dálaglegur skild- ingur það. Hverjir fundu upp á þess- um niðurgreiðslum á landbúnaðar- vörum? Þvi í ósköpunum sáu þeir hinir sömu ekki þettasnjallræði? En hvað með neytendur? kynni einhver að spyrja. Svarið kemur i næstsiðustu málsgreininni: ,,Inn- flutningur hræódvrra landbúnaðar- afurða á heimsmarkaðsverði frá Efnahagsbandalaginu og Bandarikj- unum mun gera stjórnvöldum kleift að halda niðri vöruverði og visilölu þólt niðurgreiðslur minnki og hverfi.” Hér skal ekki rætt um þaír hræ- ódýru landbúnaðarvörur senr Jónas Kristjánsson vill flytja inn. (Agnar Guðnason hefur nýlega hrakið það i grein að þær mundu verða svo ódýr- ar). Á það skal þó aðeins benl að enn er ekki vitað um eina einustu þjóð senr hefur fundið upp eða farið eflir þessu snjallræði, að leggja niður landbúnað sinn, að hálfu eða öllu leyti, „tryggja" nteð þvi neviendum nægar og idýrar vörur. Engin þióð er enn korún svo langl að llytja inn malinn óheft og tollfrjálst og borga miðborg höfuðstaðarins á föstudegi þá er það mesti misskilningur. Þið skuluð reyna að halda ykkur sem lengst frá öllum erindagjörðum þangað. Þessu þarf náttúrlega ekki að lýsa fyrir borgarbúum en þeir er eru búsettir á Hólmavik eða Höfða- kaupstað, Dalvik eða Dagverðareyri halda kannski að það sé bara gaman að „skreppa i bæinn” síðdegis á föstudögum. Það upplýsist hér með að svo er ekki. Þú kemst ekki áfram nema í fyrsta gir. Vinstri fóturinn fer nærri þvi aldrei upp af kúplingunni. Það segir sina sögu um bæði bensineyðslu og kúplingsdiskinn og endingu hans. Fyrir nú utan hvernig skapið verður. Drottinn minn dýri. Svo er „svínað” á þér á nærri þvi hverju einasta horni — i það minnsta þegar þú ert áTrabant. mig tuttugu minútur, en nú átti ég engar tuttugu minútur afgangs. Þá datt mér snjallræði i hug. Ég beygði til hægri og niður á höfn. Þar voru hvorki bílar, menn, né skip eða vörustaflar, aðeins greið leiö alla leið út á vestasta enda Tryggvagötunnar. Ég er viss um að þegar ég var búin að ná i kveikjarann minn i Ronson umboðinu, fá gert við annan sem ég hafði meðferðis og ræða góða stund við afgreiðslumanninn voru félagar minir á Kalkofnsveginum enn að biða eftir þvi að komast inn i Tryggvagötuna! Farið ekki í bæinn á föstudegi Ef þið haldið að það sé eitthvert gamanspaug að fara erinda sinna i £ „Svo er „svínað” á þér á nærri því hverju einasta horni — í það minnsta þegar þú ert í Trabant.” bændum fyrir að vera ekki að þeim fjanda að framleiða mat. Sannleikurinn um styrkina Þvert á móti, allar þjóðir sem við getum borið okkur saman við, hafa gripið til niðurgreiðslna á einhverju stigi eða í einhverju formi, allar hafa þær einhvern stuðning eða „vernd” fyrir innlenda landbúnaðarfram- leiðslu og margar langtum meiri en hér tíðkast, allar hafa þær einhverjar takmarkanir á innflutningi, tolla leggja þær flestar ef ekki allar á inn- flutning matvæla og útflutnings- bætur eru siður en svo óþekkl fyrir- brigði og það hjá þjóðum sem byggja hin bestu og gjöfulustu lönd fjarri „freðmýrabeltinu”. Sannleikurinn er sá að islenskur landbúnaður er ekki ntikið styrkiur, hvorki til fjárfestingar né fram- leiðslu, borið saman við það sem finna má i nágrannalöndum okkar, þó hlýrri séu. Hér er á margan hátt góð aðstaða til grasræktar og fóður- framleiðslu. Þær greinar sent á gras- rækt byggja einsog nautgriparækt og sauðfjárrækt standa hvað tækni og afköst snertir mjög svipað að vígi og sömu greinar í nágrannalöndum okkar. Sauðfjárrækt hér ntun þ^ standa öllu framar i slikum saman- burði. Það er engin ástæða til að kvarta undan rökræðunt um landbúnaðinn. Hann er að sjálfsögðu ekki hafinn vfir gagnrýni né heldur þarf Itann að biðjast undan gagnrýni. Þvert á móti — islen.sk ir bændur standast samanburð við aðra þjóð- lélagsþegna og þeir og atvinnuvegur þeirra þolir vel santanburð við bændur og landbúnað annarra þjóða. Vegna þessa er það óskiljanlegt og óafsakanieg óþurftariðja að vera sifellt að staglast á þvi að hér sé vont að búa, hér sé illa búið og hér ætli ckki að búa. Þetta hefur Jónas Kristjánsson lengi gert, e.t.v. veit enginn hvers vegna, en tilgangurinn er tæplega góöur og afleiðingarnar cru ekki pjóöinni til góðs. Jónas Jónsson. Geðdeildin freistaði Þessi dæmalausa föstudags- umferð mín endaði á Borgar- spitalanum. Ekki svo að skilja að ég Itafi verið flutt þangað af sjúkraliðs- mönnum, heldur Tór ég þangað til að heimsækja föður minn. Mér var skapi næst, þegar ég gekk fram hjá geðdeildinni á annair hæð á leiðinni i lyftuna, að banka to ,i áog biðjast á- sjár. Ég var algjör .augahrúga eftir þessa lífsreynslu, en ég stóðst freistinguna og hélt áfram upp á fimmtu hæðina og slappaði þar af góða stund áður en ég bókstallega trevsti mér til þess að halda af slað Iteim i Mosfellssveilina tnina. Það er svo sem ekki eins og sú ferð sé alltaf slétt og felld. Þeir, sent þurfa að aka inn á Vesturlands- veginn, cru ekki að skeyta um þótt vesalings Trabant sé að koma. Þeir lála bara vaða beint í veg fyrir hann. — Mikil bót var að umferðar- Ijósunum á gatnamótum Vestur- landsvegar og Árbæjarhverfis. Áður en þau Ijós komu var það beinllnis lilshættulegt að fara yfir galna- mótin! Þetta er þó öllu verra þegar verið er á leið i bæinn. Eru það sérstaklega þeir sem koma frá Keldnaholtsaf- leggjaranum, sent lögreglufréttaril- ari DB kallar gjarnan „prinsana á Vesturlandsveginunt”, sem gera manni lífið leitt. Þeir brenna oftast nær beint inn á Vesturlandsveginn, jafnvel þótt ekki sjái i nokkurn bíl i margra kilómetra fjarlægð á eftir vesalings Trabantinuni. Kannski kemur að þvi einhvern tima að ég hreinlega læt þá aka beint á Trabantinn. Ég hefði sjálfsagt gott af þvi að hvilast i nokkrar vikur eða mánuði á sjúkrahúsi og það þarf að endurnýja Trabanta af og til rétt eins og aðra bila. En þeir sem „svína” i veg fyrir mig geta huggað sig við að ég hef bara ekki tima til þess að liggja á sjúkrahúsi i bili, þannig að ég vik eins og góðum Trabanteiganda sæmir, þrátt fyrir allt „svínari”. Anna Bjarnason, blaðamaðurog Trabanleigandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.