Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. 3 ÓLAFUR RAGNAR Æni AÐ HALDA SIG VIÐ HÁSKÓLANN — og láta flugmálin ífriði Það er býsna eftirtektarvert hve margir menn eru allt í einu farnir að hafa mikinn áhuga á flugmálum okkar, menn af öllum mennta- gráðum og frá ólíklegustu félagasam- tökum, pólitískum sem öðrum. Einn þessara manna hefur nú um nokkurt skeið, líklega ein tvö ár, haft alveg sérstaklega áhuga á samgöngu- málum okkar í lofti sem á legi. Þessi maður heitir Ólafur Ragnar Gríms- son prófessor, skammstafað O.R.G., og hafa aðaláhugamál hans verið að láta rannsaka félögin, Flugleiðir og Eimskipafélag íslands. Hann segir sjálfur frá því í Morgunblaðinu að hann hafi fyrir tæplega tveimur árum flutt á Alþingi tillögu um rannsókn á rekstri Flugleiða (og Eimskipafélags íslands). Spyr maður nú sjálfan sig af hverju þessi mikli áhugi sé nú sprott- inn fyrir þessum tveimur höfuð sam- göngufyrirtækjum okkar, en svörin eru hins vegar harla torskilin. O.R.G. segir ,,að Flugleiðir hafi grætt 1979 4 millj. dollara á Evrópu- fluginu, en tapað á Atlantshafsleið- inni margfalt meira, og íslenzkur al- menningur sé látinn borga sem svarar tveimur milljörðum íslenzkra króna meira fyrir að fljúga til Evrópu en þörf var á samkvæmt kostnaði við rekstur sliks flugs.” Hvað er maðurinn að fara? Veit hann ekki að fargjöld í Evrópu eru þó' nokkuð hærri hlutfallslega heldur en fargjöld á langleiðum. Fargjöld i Evrópu og reyndar víðar, eru ákvörðuð af flugfélagasamsteypunni ÍATA sem Flugfélag íslands, á meðan það var og hét, var félagi i. Annars skal ég ekki fara að ræða við O.R.G. um fjármál Flugleiða því ég tel mig ekki hafa á því vit sem ég held að O.R.G. hafi ekki heldur. Áhugi O.R.G. er líklega af öðrum toga spunninn. Flogið er nefnilega til USA og það er heila málið. Setjum hins vegar svo að tapið á fluginu hefði verið á milli íslands og Ráðstjórnarríkjanna, þá hefði allt verið í sómanum því að til þess að halda uppi menningarsambandi við USSR hefði verið mikið á sig leggj- andi. Menningartengsl við USA eru O.R.G. nefnilega einskis virði. Þangað sækjum við þó mikla tækni sem USSR kemst ekki i hálfkvisti við. „Skomager bliv ved din læst”, er gamalt danskt máltæki og þetta ætti O.R.G. að gera. Hann ætti að halda Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Vinnufélggar mínir voru að segja mér frá bráðskemmtilegum brandaraþætti sem sýndur var á sunnudagskvöldið i sjónvarpinu. Þvi miður var ég ekki heima og varð því af þessum þætti en mér er sagt að fólk hafi legið i gólfinu af hlátri er það horfði á þáttinn. Auk þess var hann hvergi auglýstur í dagskránni áfram að kenna við Háskólann, þótt hann prediki þar kommúnisma, illu heilli, en láta þá er vit hafa á flugmál- um í friði, vera ekki að kássast upp á þá menn sem hafa gert sér það að lífs- starfi að stjórna fiugi á íslandi. Þeir eru ekki að kássast upp á þá stofnun sem O.R.G. er prófessor við og láta hanaifriði. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug. heldur bara skellt skyndilega á án þess að fólki gæfist kostur á þvi að koma sér fyrir framan sjónvarpið og endurskoða aðrar ákvarðanir um notkun kvöldsins. Þessi þáttur var að sögn tekinn upp i Kópavogi og fjallaði um ýmis sér- kenni þess staðar. Vil ég skora á sjón- varpið að endursýna þáttinn sem Endursýnið brandaraþáttinn BEOCENTER4600 Lestu einhver eriend blöð eða tímarit? Steinn Hansson. starfsmaður Shell: Nei. éggeri litiðaðþvi. Jón A. Sverrisson sendihílstjóri: Nei, stundum les ég þó MAD og timarit um miit áhugamál sem eru skraulfiskar. Fyrir þá sem vilja spara pláss án þess aö fórna gæöunum! Bang&Olufeen VIÐ ERUMÁ ALLT ANNARRI LÍNU! ÞEGAR HLJÓMGÆÐIN GLEYMDUST... Þróunin í hljómtœkjaframleiðslunni hefur verið sú að draga margar einingar saman í eina heild, svonefndar sam- stœður. Þetta hefur sína góðu kosti. Þú kaupir útvarpsmagnara, kassettusegul- band, plötuspilara og hátalara í einum og sama pakkanum. Þú sparar pláss og sú leið er ódýrari en kaup á einstökum einingum. En þetta hefur líka sínar slœmu hliðar. Ein er sú að hljómgœðum hefur oftast verið fórnað til þess að halda verði í lágmarki. Því það getur enginn boðið allan pakkann á hálfvirði án þess að gefa eftir í gæðunum. Það liggur Ijóst fyrir. BEOCENTER 4600 HINN SANNI TÓNN HÖNNUNAR OG HLJÓMGÆÐA. Bang og Olufsen voru óánægðir með þessa þróun og hönnuðu því samstæðu sem er ólík öllum þeim hljómtœkjum sem fyrir eru á markaðinum. Það er BEOCENTER 4600. Þar er ekkert gefið eftir í gæðum, þvert á móti er lögð áhersla á óskerta eiginleika hverrar einingar fyrir sig. Samstœðu með há- marks hljómgæði á sanngjörnu verði. Plássins vegna verða hér aðeins talin upp nokkur þeirra atriða sem gera BEOCENTER 4600 samstæðuna ein- staka í sinni röð. SEGULBAND. • Hraðanákvœmni (woui and flutter DINjer 100% ± 0.2%, en það útilokar falska tóna. • Margföld ending slitflata á tón- bandsnema (en þeir eru í sífelldri snert- ingu við bandið) er tryggð með sérhertum málmi. • DOLBY, en það er útbúnaður sem eyðir suði við upptökur og afspilun. PLÖTUSPILARI. • Spilarinn hlaut verðlaun nýverið sem “beztu kaup„ á Evrópumarkaði. • Armurinn og tónhausinn marka tímamót í hönnun á plötuspilurum, því samanlögð þyngd þeirra er aðeins 50g sem er 10 sinnum minna en þekkist. Háfœgð demantsnálin hvílir því í raun með 0,3g þunga á plötunni í stað 1 til 2g Þessi staðreynd ásamtfullkominni gorm- fjöðrun tryggir hámarks upptökugæði og fyrirbyggir að hljómplata eða nál bíði tjón, jafnvel þó að utanaðkomandi titringur eða hnjask komi til. GERÐUSVO VEL. Viljir þú sannreyna þessa aug- lýsingu er þér velkomið að ræða málin til hlítar við sölumenn okkar um BEOCENTER 4600 og reyna tœkin. Fyrir alla muni gerðu samanburð. Verslið í sérverslun með LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI BUÐIIM SKIPHOLTI19 SÍMI29800 Verð á Beocenter 4600 er kr. 833.410.- Góðir greiðsluskílmálar. Guðni Jónsson framkvæmdastjóri: Já, ég er áskrifandi að 6 eða 7 erlendum limaritum, aðallega ritum um viðskipti og það sem er efst á baugi. Anna Sigurborg Kristinsdóttir skrif- stofustúlka: Ég les Newswéek og Times og reyndar flest það sem ég kemst yfii. mm •xmm Birgir Viðar Halldórsson namm- borgaratæknir: Mjög litiðað þvi, ég hef of lítinn tima til sliks. Guðbjörg Sigurjónsdóttir bréfberi: Nei. Ég geri mjög lílið að þvi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.