Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.10.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐin. MIDVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. Af staða sjálf stæðismanna til ríkisst jómarínnar samkvæmt skoðanakönnun DB: Stjómarandstæðingar f naumum meirihluta Meirihluti stuðningsmanna Sjáll'- stæðisflokksins er andvigur rikis- stjórninni, en þetta er naumur meiri- hluti. Af þeim, sem taka afstöðu, eru 54,3 af hundraði andvigir stjórninni en 45,7 af hundraði fylgjandi henni. Eetta eru niðurstöður úr skoðana- könnunum Dagblaðsins. DB hefut birl niðurstöður úr könnun um fylgi ríkisstjórnarinnar og stjórnmála- flokkanna, og einnig um hlutfallslegl l'ylgi Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsens, eins og kunnugt er. Þegar nánar er athugað, hver afstaða, þeirra sem segjast standa næst Sjálfstapðisflokknum, er gagnvart rík isst jórninni, kemur framansagt i Ijós. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptust þannig, að 36,9 prósent sögðust fylgja stjórn- inni, 43,8 prósent sögðust andvigir henni og 19,4 prósent voru óákveðnir. Þetta eru einkar athyglisverðar tölur, þegar á það er litið, að yfir- gnæfandi meirihluti þingflokks Sjálf- stæðisflokksins er i stjórnarand- stöðu. Sjálfstæðiskonur andvígar stjórninni I Ijós kemur, að ríkisstjórnin á mun meira fylgi meðal karla en kvenna af því fólki, sem segist standa næst Sjálfstæðisflokknum. Meðal karla eru jafnvel lilið eitt lleiri fylgjandi stjórninni en þeir, sem eru andvígir henni. Dæmið snýst við, þegar kemur að konunum. Meðal kvenna eru mun fleiri and- vigar stjórninni en fylgjandi henni. Þetta á einkum við um konur á Rey kjavikursvæðinu. DB birti í fyrradag niðurstöður könnunar á þvi, hvort menn styddu frekar Geir eða Gunnar. Meðal þeirra stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins sem tóku afstöðu, sögðust 63,3% frekar styðja Gunnar en 36,7% kváðust frekar styðja Geir. Af þessu sést, að mjög margir þeirra, sjálfstæðismanna, sem taka Gunnar fram yfir Geir, styðja samt ekki stjórn Gunnars. -HH. Niðurstöður urðu þessar meðal stuðnings- manna Sjólfstæðisf lokksins: Fylgjandistjórninni 59 eða 36,9% A ndvigir stjórninni 70 eða 43.8% Óákveðnir J/ eða 19,4% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi stjórninni A ndvígir stjórninni 45,7% 54,3% Dagvistunarstofnanir Reykjavíkur geta senn tekið við 3000 bömum: Dagheimilið Iðuborg opnað f Breiðholti —en biðlistarnir eru ennþá langir lélagsmálaráð Reykjavikurborgar bauð blaðamönnum fyrir skemmstu að skoða nýtt dagvistunarheimili i Breið- holti, Iðuborg við Iðufell. I Iðuborg verða 17 börn allan daginn en 74 ýmist fyrir eða eftir hádegi. Það er nýjung að blanda þannig saman dag- heimili og leikskóla. Ennfremur er sá hállur hafður að blanda börnunum. sem eru allan daginn, án tillits til aldurs, þannig að þau likjast systkina- hóp l'remuren bekkjardeildum í skóla. Eorstöðukona Iðuborgar verður Guðrún Samúelsdóttir, áður l'óstra i Völvuborg, og henni til aðstoðar 12 starfsmenn. Innan nokkurra vikna verða opnuð tvö önnur dagvistunarheimili í Breið- holli, við Eáíkabakka og Hálsasel. Verða þau jafnslór og með sama sniði og lðuborg, enda byggð eftir sömu teikningum. Dagmæður og tíu ára áætlun Skóladagheimili var i síðasta mánuði opnað í Auslurbæjarskólanum og þannig fjölgar á þessu haustmisseri unt 270 pláss fyrir börn á forskólaaldri og Þegar Ijósmyndarinn kemur er bezl að gera sig viröulegan i andlitinu. Til að vila það þarf maðiir ekki að vera urdinn gamall. Dli-inynd: Kinar Olasnn msáN HKiX BLAÐSÖLUBÖRN óskast í Stór-Reykjavík: Kópavog Hafnarfförð og Garðabœ ENNFREMUR VANTAR BLAÐSÖLUBÖRN VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ. SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA vnuni vaax 42 á skólaaldri. Njóta þá alls um 3000 börn einhverrar dagvistar á stofnunum borgarinnar. Biðlistarnir eru þó ennþá óralangir. Gerð hefur verið áætlun utn að leysa þörfina til fulls á næstu tíu árum. Eins og sakir standa er biðtimi stytzur fyrir hálfsdags vistun (leik- skóla) 3ja til 4ra ára barna. Fulla dag- vistun fá eingöngu einstæðir foreldrar (og námsmenn). Útivinnandi mæður, sem eru giflar eða í sambúð, eiga ekki annan kosl en konta börnum sínum í einkagæzlu til dagtnæðra. Leyfi þarf til að taka börn i gæzlu á þann hátt og borgin hefur eftir- lit með dagmæðrum og gengst fyrir námskeiðum fyrir þær. Um sjö hundruð börn eru nú i slikri einka- gæzlu. Formaður stjórnarnefndar dag- vistunarstofnana i Reykjavik er Guðrún Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Bergur Felixson og eftirlit með dagmæðrum hefur Margrét Sigurðar- dóttir. IHH. SUS fundur um helgina: Tillaga um að Geir og Gunnar semji f rið Tillagan afgreidd með frávísunartillögu Á fundi Sambands ungra sjálfstæðis- manna um helgina var skotið fram til- lögu sem snertir átökin innan Sjálf- stæðisflokksins. Fjallaði tillagan um það að kannað yrði til þrautar, hvort forystumennirnir Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen gætu ekki náð samkomulagi sín á milli. Og ef það ekki tækist bæri að kjósa nýja forystu Sjálfstæðisflokksins. Að sögn Jóns Magnússonar for- manns SUS var valin hin hefðbundna leið að afgreiða tillöguna með frávis- unartillögu. Tillagan um frávisun var samþykkt. Voru hlutföll atkvæða 2 á móti I, en fjöldi fundarmanna sat hjá og vildi ekki taka afstöðu. Á þessum fundi SUS var viðfangsefnið landflótt- inn frá islandi. Höfðu vinnuhópar unnið að málinu i sumar og gerðu nú grein fyrir niðurstöðum í 8 erindum. Fram kom að á 10 ára tímabili, 1970—1979, fluttust um 5000 íslend- ingar úr landi. Samsvarar það t.d. ibúafjölda Akraness. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.