Dagblaðið - 14.11.1980, Qupperneq 2

Dagblaðið - 14.11.1980, Qupperneq 2
2 Drykkjusjúklingar: ÞURFA AÐ LÆRA AÐ ELSKA SJÁLFA SIG 63 íra móðir drykkjukonu hringdi: Ég er ekki sammála eiginkonu drykkjumanns sem finnst að prógramm SÁÁ byggist of mikið á ,,ég”. Það fyrsta sem drykkjusjúkt fólk þarf að læra er að elska sjáift sig. Að elska sjálfan sig og eigingirni er ekki það sama. Sá sem er eigingjarn ,er neikvæður, bæði gagnvart sér og öðrum, hann hugsar um sjálfan sig á neikvæöan hátt. Sá sem elskar sjálfan sig ræktar líf sitt og um leiðlíf annarra. Samtök drykkjusjúkra eru að kenna þessu fólki að elska sjálft sig, sá sem ekki elskar sjálfan sig getur ekki elskaö aöra. Þvi verður maöur að byrja á sjálfum sér. Þaö er verið aö kenna fólki að hugsa um sjálft sig á jákvæöan hátt. Fáránleg skrif um barnaskatta Fjögurra barna móðir sem styður stjórnina skrifar: Ég get ekki orða bundizt lengur vegna allra skrifanna um barnaskatt- ana. Þetta eru fáránleg skrif. Það er talaö um að unglingarnir fái engan persónufrádrátt enhefurþetta góöa fólk ekki gert sér grein fyrir því að þessi börn eru á framfæri okkar for- eldra og þvi fáum við frádráttinn. Ætli það kæmi ekki skrýtinn svipur á þessa sömu foreldra, ef þeir fengju engan frádrátt en væru samt taldir framfærendur barnanna. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að það er ekki hægt að fá persónufrádrátt tvisvar. Ef börnin fengju enga skatta þá bættust tekjur þeirra við tekjur okkar og þá þyrftum viö að borga hærri skatta á meðan blessuö börnin lékju sér með sumarhýruna. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. Þegar hjartasjúklingur fær kast er nauðsynlegt að brugðizt sé fljótt við. Danmörk: Rautt spjald um úlnlið auðkennir hjartasjúklinga Ása Kristin Ingólfsdóttir hringdi: Vegna greinar I DB sl. laugardag þar sem lagt var til að hjartasjúkling- ar hefðu hjarta með pillum í um hálsinn vill ég leggja nokkur orð í belg. Það eru ekki bara hjartasjúkling- ar, sem eiga það til að missa meðvitund skýndilega heldur einnig t.d. sykursýkisjúklingar og flogaveik- ir. Ég varð eitt sinn vitni að því í Danmörku að hjartasjúklingur leið út af. Viðstaddir brugðu skjótt við og sáu strax hvers kyns var, þvi sjúklingurinn var með rauða plötu i keðju um úlnliðinn sem þýddi að hann var hjartasjúklingur. 1 Dan- mörku hafa sykursýkissjúklingar gula plötu og bláar plötur eru fyrir flogaveika. Það hefur oftar en einu sinni liðið yfir mig en ég hef verið heppin því I öllum tilvikunum var fólk í fylgd með mér sem þekkti mig og vissi því hvað var að. Þessi grein i DB vakti mig til að hugsa um þessi mál. Ég held að við ættum að taka upp sama fyrir- komulag og Danir eru með. Allt virtist í stakasta lagi en... Flutft í snarhasti í miðjum hríðum af Fæðingarheimilinu yf ir á Fæðingardeildina Margrét Þorsteinsdótlir (6407-6868) skrifar: Vegna mikillar umræðu undan- farið um Fæöingarheimili Reykja- víkurborgar vil ég leggja þessi orð i belg: Hvernig væri að við konur sem höfum verið fluttar í miðri fæðingu frá Fæðingarheimilinu og yfir á Fæðingardeild Landspítalans létum frá okkur heyra? Sú lifsreynsla er ekki síður umhugsunarverð en sú að njóta huggulegheita á lítilli og vafa- laust vistlegri stofnun eftir að fæðing erum garðgengin. Þegar ég á sinum tíma átti von á mínu fyrsta barni fór ég mjög reglulega í skoöun á Mæöradeild Heilsuverndarstöðvarinnar. Þar spurði ég skýrt og gagngert þegar leið á timann, hvort mér yrði óhætt aö fæöa á Fæðingarheimilinu. Jú, ekk- ert var talið því til fyrirstöðu þó um fyrsta barn væri að ræða, því eins og öllum kom saman um virtist allt i stakasta lagi. Það sama var að segja um Fæðingarheimilið, þar var kunnugt um að þetta væri mitt fyrsta barn þegar óskað var eftir plássi. Ég ætla ekki að lýsa fæðingunni, aöeins segja aö i hér ljós kom eftir að fæðingin var komin af stað að ekki yrði um alveg eölilega fæðingu að ræða og ég var því flutt í miðjum hriðum yfir á Fæðingardeild Landspítalans. Þar fæddi ég stórt og velskapað barn 20 mínútum síðar. Ég hef oft hugsað um þetta þegar umræður um þennan margprísaða stað hafa átt sér stað. í allri þessari umræðu hefur mikið verið slegið á strengi tilfinninga, á rétt okkar kvenna til að velja og hafna. Það er ekki í fyrsta sinn, sem við sak- leysingjarnir erum notaðar. Ég segi notaðar, því þetta er orðiö hápóli- tiskt mál og hefur sennilega alltaf verið. En ef tilfinningar okkar kvenna eru það sem málið snýst um þá spyr ég er ekki rétt að taka allt með? Sjö árum seinna ætlaði ég að koma í heimsókn til vinkonu minnar á Fæðingarheimilið en sneri við á tröppunum, svo yfirþyrmandi urðu minningarnar fyrir mig. Ég tel mig ekki meiri skræfu en almennt gerist. Kæru konur, sem hafið skundað fram á ritvöllinn; mega mínar tilfinningar og mín reynsla vera með á vogarskálinni? K Frá barnastofu Fæflingardeildar Landspltalans. DB-mynd: Jim Smart. Kirkjufélag Digranesprestakalls FLÚAMARKAÐUR OGBASAR verður í Safiiaðarheimilinu við Bjamhólastíg LAUGARDAGINN 15. NÓVEMBER KL. 3 E.H. Margt eigulegra muna — Kökur og mfl. Komiö og gerið góð kaup — og styrkið gott málefni um leið NEFNDIIM

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.