Dagblaðið - 14.11.1980, Qupperneq 7

Dagblaðið - 14.11.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. .............. “ 7 V EINFRUMA VEIFAR ONGUM Litla sviflið: DAGSHRÍÐAR SPOR eftir Vaigarfl EgUsson Lýsing: Ingvar Bjömsson TónHst: Jórunn Vifler Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Lelkstjóm: Brynja Benediktsdóttir og Eriingur Gfslason. Fólkið 1 leikriti Valgarðs Egils- sonar ber nöfn eins og það ætlaði að fara að leika í revíu. Það heitir ísald- ur og örvaldur, prófessor Þjóðlaug og Mr. Goldmaker. Efnið í leiknum er hinsvegar allt í alvörunni. Það er gamla góða þjóðræknin, ástin á lánd- inu, ættjörðinni, sem eins og svo oft áður er um leið nátengt kvennaást, getnaði og barnsburði. Eigi skal víkja í því efni, held ég að islenskir rithöfundar og rithöfundaefni hljóti að segja við sjálfa sig hvern dag og oft á dag. Þetta er alltaf sama suðið. Daflur og flaður Eins og vant er í slíkum sögum og leikjum er á móti fulltrúum þessa gamla og góða, ættjarðarinnar og ástarinnar, teflt mannskræfum og bleyðum, ráðherrum, prófessorum og biskupum, sem endilega hreint vilja svikja þjóð og selja land (og grafa bein í sumum bókum) og eru hinir allra mestu eymdarskrokkar, geta ekki talað útlensku nema verða sér til athlægis, sólgnir í að drekka sig fulla og daðra auðvitað og flaðra fyrir fulltrúa hins eins sanna valds í heiminum, nefnilega peninganna, sem eins og vera ber eru bæði útlend- ir og vondir. Þeirra fulltrúi, Mr. Goldmaker, er frekar háskalegur en hlægilegur. Fleki hann ekki og sví- virði góða og vandaða konu, eins og til dæmis Lóu í Silfurtunglinu, þá fyllir hann blásaklausan ungling, eins og til dæmis Lilla ísaldsson í þessu leikriti. Þetta er nú ekki efnilegt og lofar hreint ekki góðu. En þótt einkenni- legt megi virðast var bara reglulega gaman í Leikhúskjallaranum í gær- kvöld. Það held ég að stafi sumpart af sviðsetningu hins frekar hvumleiða leikefnis. Leikstjórar taka með köfl- um af dásamlegu gáleysi á hinum alvörugefnu frásagnar- og umtals- efnum í leiknum og fá að vísu að því skapi óvænta áheyrn, jafnvel hjá daufum og tortryggnum leikhúsgesti eins og tam. undirrituðum. En af þessum ástæðum var fjarskalega gaman að ellibelgjunum í upphafi leiks, Örvaldi og Hlérúnu: Júlíusi Brjánssyni og Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur í yfirtaks góðum gervum Sigurjóns Jóhannssonar. Á sama máta varð býsna gaman að ráð- herraskrípunum: Rúrik Haraldssyni og Þóri Steingrímssyni vegna þess meinfúsa karikatúrs sem þar var dreginn í gervi og leikmáta, ýkjustíls sem í verki hafnar markmiðum raún- hæfrar ádeilu sem svo er nefnd og endilega þykir eiga að vera í góðum leikritum. Della og deila En satt að segja er della mun skemmtilegri en deila. Og hrein og skær dásemd dellunnar var að vísu lýsing Sigurðar Sigurjónssonar á „heimspekilegri þjóðfélagsfræði” í gervi dr. lektors Stefnis. Þá varð áhorfandi svo sæll að hlæja eins og fífl sem ekki gerist nema á bestu leik- sýningum. Ekki má heldur gleyma Herdísi Þorvaldsdóttur: prófessor Þjóðlaugu. Lítil sena snemma í leik, þar sem hún kemur annarshugar heim til sín og tekur ekki meira en svo eftir gestum, fannst mér að væri revíulist eins og hún gerist allra best. Ekki er nóg með að vel sé leikið i hnyttnum og haganlegum gerfum, undarlega aðsópsmiklum leikstíl. Þjóðleikhúskjallarinn er sjálfur ansi skemmtilegt leiksvæði, og kemur það nú á daginn í hverri sýningu af annarri þar sem prófað er að raða leikurum og leikgestum upp á nýtt. Löngu orðið alsiða að leika hringinn í kringum áhorfendur og fer bara vel í þetta sinn eins og raunar stundum áður. Sömuleiðis sniðug hugmynd að láta láhorfendur arka inn í hliðarsal til að vera þar viðstaddir „hátíða- fund í hátíðasal háskólans eftir hádegi”. En þegar hér var komið var því miður mesti móðurinn úr leik- stjórum, og það sem i hönd fór í hliðarsalnum var miklu venjulegri Leiklist revía en það sem á undan var gengið. Aðallega var gaman fyrir hlé. Og leiknum lýkur með hálfgerðum vandræðagangi, miklu ljósabliki og •dularfullum skáldlegum orðum: er ekki í rauninni niðurlag leiksins virkara og áhrifameira eftir prentuðu gerðinni en það sem leikið var? Geta og aukageta Og þá er um síðir komið að því sem kannski sker úr um leikinn. Þrátt fyrir allan vandræðagang á frá- sagnarefni leiksins, dragnandi náttúrulýrik og ættjarðarrellu sem þar er höfð í frammi er einhvers- konar raunverulegur skáldskapur í sjálfum textanum. Þetta fannst mér birtast eins skýrt og verða mátti af hlutverki Hlérúnar: Guðbjörg var gull í gervi kerlingar. Meira að segja hið vandræðalega hlutverk fanga og píslarvotts: Leifs Haukssonar, og konu sem mælir skáldyrðum: Helgu Bachmann, gæddist lífi og þokka -í leiknum. Aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að framkvæmanleg væri senan þar sem fangi þessi frjóvgar „eggdýr” konunnar. En hún varð næstum því falleg. Mergurinn málsins er, held ég, að það er raunverulegt mál sem Val- garður Egilsson yrkir 1 sinum skrýtna og öfgafengna texta. Samt eru þar i og með einhverjar líffræðilegar auka- getur sem að minnsta kosti ég fekk ekki botn í. Er það ekki alveg óeðli- legt að fara að velta því fyrir sér á miðri leiksýningu hvort einfrum- ungur hafi „arma” eða „anga” eða þvílíkt. En það skeði líka í Leikhús- kjallaranum í gærkvöld. MIKLATORGI / er rétti tíminn til að tryggja sér jólastjörnu. Verð frákr. 5.000 OPIÐ 9TIL21 SÍMI 22822 • Blómstrandi jólastjörnur llr leiknum „Dags hríðar spor”: læknar og fræðingar skoða „mapann”, sambland manns og apa. DB-mynd: Gunnar Orn. Stórglæsilegur Buick Century Special árg. ’77, aðeins ekinn 10 þ.m. Vínrauður, mjúkar, rennilegar Ifnur. Hagkvæmur, enda með V—6 vél, með öllu. Volvo Grand Luxe 264 árg. ’77. Ljós- grænn, sem nýr. 6 cyl„ sjálfskiptur meö vökvastýri og vökvabremsum. Skipti möguleg. Fallegur bfll. Bfllinn til að innrétta fyrir næsta Subaru station 4X4 árg. ’80. Einn sumar. Ford Econoline árg. '11. vinsælasti sölubíllinn í dag. Sem nýr, Ekinn aðeins um 30 þ km Biár 6 cy| enda ekinn aðeins 4500 km. Skipti á beinskiptur. Skipti. ódýrari möguleg. BILAKA i 11, ::::; j ■ i i U I i 111 ■ 111! 111111 n i. MiiiimimiiiiiiUiimiiiiiiiiii, SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 HRINGDU í ^M Nú opnum við kl. 10 föstudaga og laugardaga Opið til kl. 05 sunnudaga — fimmtudaga kí. 12—05. ENGIN NÆTURALAGNING

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.