Dagblaðið - 14.11.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.11.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. Araba ættu sér stað og að Banda- ríkjamenn væru þar meðalgöngu- menn. En jafnframt sagði hann: „Það er of snemmt að tala um ein-. stök atriði þessa samstarfs því samn- ingaviðræður standa enn. Við erum ennþá að ræðast við og niðurstaða er enn ekki fengin.” Að mati bæði egypzkra og vest- rænna fréttaskýrenda er helzti þrándur í götu samkomulagsins sá, að Saudi Arabar telja sig þurfa hald- góða ástæðu til að réttlæta samstarf sitt við Egypta og bjarga þannig andliti sínu út á við, þar sem Egyptar halda enn stjórnmálasambandi við ísrael þrátt fyrir að ekkert hafi miðað í áttina varðandi sjálfstjórnarmál Palestínuaraba. „Við getum ekki átt frum- Sadat Egyptalandsforseti og Begin forsætisráðherra lsraels ræðast við. Egyptar hafa verið einangraðir frá öðrum arabarikjum siðan þeir gerðu friðarsamninga við tsrael. Ýmislegt þykir nú benda til að þeirri einangrun sé að Ijúka. rahd Saudi Arabfuprins ásamt Giscard d'Estaing Frakklandsforseta. Saudi Arabar telja sig aðeins þurfa haldgóða ástæðu til að réttlæta nýtt samband sitt við Egypta svo að þeir fái haldið andlitinu út á við. kvæðið,” sagði starfsmaður egypzka utanríkisráðuneytisins. „Þeir slitu stjórnmálasambandi við okkur og þeir hljóta því að eiga frumkvæðið að því að koma því á aftur.” Þannig virðist sem það sé arabískt stolt og hræðsla við að bíða álits- hnekki út á við sem sé helzta hindrun- in á veginum til samstarfs þeirra tveggja arabaþjóða, sem Bandaríkja- menn álíta þýðingarmestar, bæði í hernaðarlegu og stjórnmálalegu til- liti. Stolt egypzku þjóðarinnar og leið- toga hennar kom vel í ljós í ræðu Sadats forseta við setningu egypzka þingsins fyrir skömmu. Þar hvatti hann aðrar arabaþjóðir til að viður- kenna að þeim hefðu orðið á mistök í að reyna að einangra Egypta og hvatti þær jafnframt til að sameinast undir forystu Egypta á ný. Hann gerði grin að pólitískum „loftfimleik- um” arabískra leiðtoga frá því að Camp David samkomulagið var gert 1979 og sagði, að tilraunir þeirra til að einangra Egypta hefðu orðið til þess, að arabaríkin virtust nú vera að skipa sér varanlega í tvær aðskildar fylkingar. „Árangurinn af þeirri ákvörðun arabaríkjanna að einangra Egypta- lánd var sá einn að þau einangruð- ust,” sagði hann varðandi innbyrðis deilur arabaríkjanna á síðustu tveimur árum og hinn nýja klofning sem hefur orðið við styrjöld (rans og íraks. Hann sagði forseta íraks, Sadam Hussein, augljósan árásaraðila og fyrir honum vekti greinilega að verða leiðtogi allra Miðausturlanda. Sadat forseti sagði að í ljósi styrj- aldar írans og íraks mætti ljóst vera að Egyptar einir hefðu stjórnarfars- legan stöðugleika og hernaðarlegan styrkleika til að gegna forystuhlut- verki meðal arabaríkjanna og hann hvatti aðra arabaleiðtoga á ný til að fylgja Egyptúm í leit að víðtækum og varanlegum friði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og að leggja á ráðin um nýjar leiðir til lausnar Palestínuvandamálinu. 11 N ✓ Hann er stórkosdegasta svindl-patent í valdabrölti heimsveldissinna, sem nokkum tíma hefur verið fundið upp. Inn á við eru allar þrengingar og kúgun gerðar í nafni alþýðunnar og fyrir hana, minnstu mótmæli alþýð- unnar gegn stjórnvöldunum eru mót- mæli gegn sjálfri sér. Út á við hefur marx-leninisminn opnað leppstjórn- um Sovétríkjanna stjórnaraðsetrin í fjölda þjóðlanda og tryggt veru þeirra með réttlætanlegri hernaðar- íhlutun til verndar og viðhalds marx- leninismanum, sbr. Bresnevskenning- in. Og guðspjöllin láta svo ljúft í eyr- um auðtrúa fólks út um allan heim að meira að segja hér úti á íslandi er hópur fólks, sem sér enga glóru í til- verunni aðra en þá að koma íslandi inn í sælu alheimskommúnismans. Meðreiðarsveinar eru svo allra handa hópur, ekki hvað sízt þeir, sem hið fornkveðna máltæki var búið til um, „heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig eigi”. Umhugsun Hér hefur aðeins verið brugðið upp nokkrum sögulegum bakgrunni af hinu rússneska risaveldi til þess að menn skildr eðli þess og hver mann- tegundin er sem kemst þar til æðstu valda. Þetta verðum við að hafa hug- fast, ef við ætlum að reyna að mynda okkur skoðanir um, hvaða mannleg- um eiginleikum forystumaður hins vestræna risaveldis, Bandaríkjanna, þurfi að vera gæddur, eða eins og nú er rétt um garð gengið, hvor af þeim tveim sem í boði voru hafi meira af þeim eiginleikum sem við teljum nauðsynlega. Ferill Carters Þegar farið er yfir feril Carters efast enginn um heiðarleika hans og vilja til góðra verka. En 4 ára reynsla segir okkur að hann hafi komið með of mikið af mönnum með sér frá heimastöðvunum í Georgíuríki, sem reyndust ekki vanda sínum vaxnir, því enginn verður mikið betri forseti en meðaltalsútkoma nánustu sam- starfsmanna. Hefur þetta marg- endurtekið sig í heimsstjórnmálunum þar sem um hringlandahátt hefur verið að ræða, sbr. staðsetningu nift- eindasprengja í Evrópu, og fyrir- hyggjuleysi og vandkvæði í ákvarðanatökum um varnir þess heimshluta, er hefur að geyma upp- sprettu lífsblóðs iðnaðarríkja hins vestræna heims, Miðausturlönd. Það boðar stórslys í heimsstjórn- málum, ef risaveldi brýtur grundvall- arlögmál í aflfræði stjórnmálanna, svo ekki sé nú talað um heimshluta er ráðið getur lífi eða dauða vesturveld- anna. Bretar voru hernaðaraflið við Persaflóa fram til 1970 er þeir drógu her sinn þaðan. Persía keisarans með Bandaríkin að bakhjarli tók við. Það var ekki um neitt að ræða annað en styrkja keisarann og halda honum við völd, þar sem um lífshagsmuni hins vestræna heims var að ræða, 40% af allri olíu sem vitað er um í heiminum í dag eru í Saudi Arabíu einni. í nóvember 1978 hafði enginn í Hvíta húsinu heyrt minnzt á nafnið Khomeini, í janúar 1979 var Persa- keisari horfinn úr landi. Þessir at- burðir skildu eftir sig valdstómarúm (powervacuum) sem spurningin var ekki um, hvort yrði fyllt eða ekki, heldur hver gerði það. Persía, hern- aðaraflið í heimshlutanum, lenti í byltingarupplausn sem ekki er vitað enn hver verður útkoman úr, valda- taka kommúnistaflokks Persíu er ekki útilokuð. Byltingarupplausnin í Persíu opnaði dyr Rússa inn í Afgan- istan. Byltingarupplausnin og af- leiðingin stórskerðing á þjóðarrhætti Persíu orsökuðu að meira að segja smákallar eins og Hussein íraksfor- seti lætur sér detta í hug beina hern- aðarárás á Persiu, framkvæmir hana og hefur náð þó nokkrum árahgri. Persía er einangruð og liggur i dag opin og varnarlaus fyrir rússneskri innrás, sem yrði kölluð „frelsunarað- gerð marx-leniniskra nútíma-pers- neskra trúbræðra frá kúgun og mið- aldatrúarrugU Khomeinis”. Sovétrík- in eru með landamæri að þessum heimshluta. Bandaríkin hafa verið að reyna að byggja upp flotastyrk við Hormuzsund, en staða þeirra er álíka erfið fjarlægðarinnar vegna og staða Rússa væri til hernaðaraðgerða i Norður-Kanada. í innanrikismálum tókst Carter lítið betur. Verðbólga varð meiri á stjórnarárum hans en Bandaríkja- menn hafa áður séð á friðartímum. Verðbólga þarf ekki að verða 50% eins og hjá okkur tU þess að almenn- ingur í Bandaríkjunum skilji að verð- bólgan er efnahagskrabbamein, sem gerir ekkert annað en rýra efnahags- afkomu einstaklingsins og þjóðarinn- ar. Og henni fylgdi að auki mikið at- vinnuleysi. Afleiðingarnar niðurdrep framfaravilja vegna þess að árangur- inn brennur í verðbólgubáli og von- leysi milljóna atvinnulausra. Og hvað var boðið upp á i efna- hagsaðgerðum? Meira af því sama, sem er ekkert annað en ofvöxtur ríkisforsjár og ríkisafskipta, aukin ríkiseyðsla, uppáhald ístöðulítilla pólitíkusa, sem var réttlætanlegt til þess að koma hjólum efnahagslífsins í gang eftir kreppuna 1929. Það var þá sem póUtíkusarnir lærðu að gefa út vixla sem þeir þurftu aldrei að borga og notuðu peningana til þess aðslá um sig. Við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta hér af þessari hegðan. Hann tengdafaðir minn kallaði þetta „pólitiskan beitukostnað” og ætti það að vera skiljanlegt í það minnsta öllum sjómönnum. En Carter reynd- ist mesti pólitískur víxlasali i sögu Bandaríkjanna, þótt efnahags- ástandið krefðist einmitt andstæðra aðgerða, einsog Hannes H. Gissurar- son komst svo skýrlega að orði í við- tali í sjónvarpinu fyrir skömmu. Ferill Reagans Ronald Reagan, hinn maðurinn sem boðið var upp á sem foringja hins vestræna heims, hefur að baki glæsilegan feril ríkisstjóra í mann- flesta riki Bandaríkjanna, Kali- forniu. Hann stóð sig þar með prýði og stjórnaði fjármálum ríkisins af festu. Hann er þekktur fyrir að hafa ákveðnar skoðanir, byggðar á góðum gömlum dyggðum um vinnusemi, ástundun og nýtni, og að einstakling- urinn fái persónulega að njóta ávaxt- anna af góðu starfi. Hann býður upp á minnkað ríki og stærri einstakling, aðgerðir í efnahagsmálum, sem geta kostað fórnir í bili, en það sé því miður komið að skuldadögunum fyrir eyðslu og vanrækslu undan- genginna ára. Öryggismálunum verði að koma í lag með þvi að byggja upp herstyrk, sem hefur verið vanrækt. Bandaríkin geta ekki staðið við skuldbindingar sínar um öryggismál hins vestræna heims án þess að það byggist á nægjanlegum styrk hern- aðarlega. Ronald Reagan er þekktur fyrir að vera skjótur að taka ákvarð- anir og standa við þær, jafnvel þótt þær séu ekki líklegar til þess að afla pólitisks fylgis í bráð. Hann hefur hinn nauðsynlega pólitiska kjark, og þar sem ekki er gert ráð fyrir að hann sækist eftir öðru kjöri til forsetaemb- ættisins vegna aldurs, hefur hann óhjákvæmilega frjálsari hendur. Valið Carter—Rea- gan Framtíðin ber í skauti sínu átök og erfiðleika á alþjóðavettvangi. Heims- veldisútþensla Sovétríkjanna hefur ekki tekið enda í Afganistan. Pólland er ennþá, þrátt fyrir dóm hæstarétt- ar, eins og púðurtunna. Sagan getur svo sannarlega endurtekið sig með innrás Rússa, Tékka og Þjóðverja í Pólland, þá verður 18. öldin endur- upplifuð, að vísu voru Tékkar þá her- menn keisarans í Austurríki og Þjóð- verjarnar þegnar Prússakonungs. Hvort er nú líklegra að reynt verði þjóðarmorð á Pólverjum, ef morðingjarnir telja sig þurfa lítið sem ekkert að óttast, eða ef þeir telja að afleiðingarnar geti orðið svo alvar- legar að sigurinn verði Pyrrusar- sigur? Hvor einstaklingurinn Carter eða Reagan er líklegri áð orsaka al- varleg heilabrot hjá samsærismönn- unum? Stóra flísin í rassinum á rússneska heimsvaldabirninum er Júgóslavía. Tító skapaði það afl og forystu, sem Rússar beygðu sig fyrir. Tító er liðinn, það er aðeins beðið eftir hinu rétta augnabliki til þess að hreinsa út villutrúarmennina í Belgrad og koma til valda rétttrúuðum marx-leninist- um, sem eru tilbúnir að lúta forystu Moskvu. Upplausn vegna þjóðar- brotarígs innanlands í Júgóslavíu og forystuleysi í hinum vestræna heimi eru lykilþættirnir i þessum sögu- þætti. Um leið og þeir eru báðir hag- stæðir Sovétinu fer Rauði herinn yfir landamæri Júgóslavíu. Hvor maður- inn Carter eða Reagan er líklegri til þess að orsaka hik á Rússum eða gera þá fráhverfa slíku ráðabruggi? Ég held að hér þurfi ekki langan um- hugsunarfrest. Friðurinn nr. eitt Stærsta hagsmunamál mannkyns- ins er að það haldist friður. Undan- sláttur við ofbeldisöfl hefur í allri heimssögunni aðeins boðið hættunni heim. Eða eins og Reagan orðaði það svo vel í einni ræðu sinni er hann sagði: „Bandaríkin hafa aldrei lent i styrjöld vegna þess að þau væru of sterk.” Hitler hefði meira að segja aldrei lagt út í 2. heimsstyrjöldina, ef hann hefði getað gengið út frá því sem vísu að þurfa að berjast við Bandaríkin. Rétt val Ég tel að bandaríska þjóðin hafi valið vel í sínu síðasta forsetakjöri, og hafi svo sannarlega valið þann hæfari til forustu fyrir Bandaríkin og hinn vestræna heim í heild sinni og fyrir mannkynið allt. Einnig hér má ekki gleyma varaforsetanum, George Bush, sem er maður með mikla reynslu, bæði í innanríkis- og utan- ríkismálum, og maður sérlega góðum gáfum og hæfileikum gæddur. Ég er því á öndverðri skoðun við Þjóðvilj- ann og Dagens Nyheder sem virtust rugla saman kúrekapersónum, sem Reagan lék hér forðum, og forseta- frambjóðandanum. Og einnig er ég ósammála Dagblaðinu, en það taldi Carter betri kostínn. Stiklað hefur verið á nokkrum rök- þáttum málefnisins, og nú, lesandi góður, ert þú dómarinn. Pétur Guðjónsson. form. félags áhugamanna um sjávarútvegsmól. ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.