Dagblaðið - 14.11.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980.
VIRIDIANA—sjónvarp í kvöld kl. 22,40:
ára
til Cannes sem framlag Spánverja til
kvikmyndahátfðarinnar þar. Spánska
nefndin hafði áður en myndin var
gerð lagt blessun sfna yfir myndina.
Myndin fékk Gullpálmann í Cannes
en olli eftir það miklum deifum og
umtali. Fólk var ákaflega hneykslað
á mörgum atriðum myndarinnar en
þá var búið að veita henni verðlaun
svo ekki varð aftur snúið,” sagði
Sonja.
Myndin var sýnd hérá landi fyrir
mörgum árum í Hafnarbíói og vakti
hér sem annars staðar nokkra
hneykslun. Sérlega þótti mönnum þó
lokaatriði myndarinnar þess virði að
tala lengi um það á eftir.
-DS.
K
Betlararnir f Viridiana.
Ásteytingarsteinn fyrri
„Myndin hefur raunsæislegt yfir-
bragö og margt af því sem í henni
gerist gæti gerzt. En hún er um leið
dæmisaga um baráttu hins góða og
hins illa,” sagði Sonja Diego um
myndina Virdiana sem sjónvarpiö
sýnir í kvöld. Sonja er þýðandi
myndarinnar sem gerð er af spænska
leikstjóranum Luis Bunuel. Myndin
er unnin í samvinnu Mexíkana og
Spánverja og er frá árinu 1 % 1.
„Myndin fjallar um unga stúlku
sem er i þann veginn að verða nunna.
Hún fær skilaboð frá frænda sínum,
sem hún hefur ekki séð nema einu
sinni eða tvisvar áður. Hún fer að
finna hann og lendir í ýmsu hjá hon-
um sem verður til þess að hún á-.
kveður að snúa ekki aftur til
klaustursins. Þess í stað hyggst hún
koma upp nokkurs konar hæli fyrir
fátækt fólk, sem á erfitt uppdráttar,
lábúgarði frændasíns.
Þessi mynd var á sínum tíma send
Nýjasta plata hljómsveitarinnar Blondie verður kynnt f útvarpinu f kvöld f þættinum Nýtt undir nálinni.
NÝTT UNDIR NÁLINNI—útvarp íkvöld kl. 20,05:
Blondie og Lennon
„Þessum þáttum er ætlað að kynna
það nýjasta í poppinu,” sagði Gunnar
Salvarsson kennari um útvarpsþáttinn
Nýtt undir nálinni sem hann sér um í
kvöld sem önnur föstudagskvöld.
Þátturinn er á dagskrá á sama tfma og
sjónvarpsfréttirnar.
„Ég reyni að vera með ný íslenzk
lög, eftir þvi sem plötur koma út með
þeim. Aðallega verða þetta samt erlend
lög og þá nær eingöngu frá Bretlandi
og Bandaríkjunum. Mjög erfitt er að fá
plötur frá öðrum löndum nema að
þekkja einhvern í viðkomandi landi og
fá hann til þess að senda sér þær.
Þessar plötur koma ekki í búðir hér.
í þættinum í kvöld verður líklega
tvennt bitastæðast Það eru ný lög með
John Lennon og Blondie sem bæði
eru leikin hér á landi í fyrsta sinn í
kvöld. Bæði lögin eru af tveggja laga
plötum sem gefnar hafa verið út til
kynningar á stórum plötum sem eru
væntanlegar frá þessum listamönnum.
Mér sýnist líklegt að þessi lög eigi eftir
að sláígegn.
Lag Blondie er þegar á uppleiö, því
að fyrstu vikuna sem það var leikið í
London komst það i fimmta sæti
vinsældalistans. Lag Lennons gengur
hægar. Þetta er það fyrsta er hann
lætur frá sér fara í 6 ár og menn vita
ekki alveg við hverju þeir eiga að búast.
Yoko Ono syngur helming á móti
honum, bæði á litlu plötunni og þeirri
stóru, og það sem er á þeirri litlu er
ágætt. Ég hef þó líklega ekki tíma til að
leika það í kvöld,” sagði Gunnar.
INNAN STOKKS 0G UTAN - útvarp í dag kl. 15,00:
Útvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar. A frfvaktinni. Sigrún
Sigurðardóttir kynnir óskalög
sjómanna.
15.00 Innan stokks og ulan. Árni
Bergur Eiriksson stjórnar þætti
um heimilið og fjölskylduna.
15.30 Tónleikar. Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Mark
Lubotsky og Enska kammer-
sveitin leika Fiðlukonserl op. 15
eftir Benjamin Britten; höfund-
urinn stj. / Sinfóníuhljómsveit
Vinarborgar leikur Sinfóntu nr. 3
í C-dúr op. 52 eftir Jean Sibelius;
Lorin Maazel stj.
17.20 Lagið mitt. Kristfn B. Þor-
steinsdóttir kynnir óskalög
barna.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frétlir. Tilkynningar.
19.40 Á vettvangi.
20.05 Nýtt undir nálinni. Gunnar
Salvarsson kynnir vinsælustu
popplögin.
20.35 Kvöldskammtur. Endurtekin
nokkur atriði úr morgunpósti
vikunnar.
21.00 Frá tónlistarhátiðinni i
Björgvin á liðnu sumri. Filhar-
móníusveitin í Rotterdam leikur
Sinfóniu nr. 2 í D-dúr op. 73 eftir
Johannes Brahms; David Zimm-
an stj.
21.45 Guðmundur Magnússon
skáld — Jón Trausti. Sigurður
Sigurmundsson bóndi og fræði-
maður f Hvitárholti flytur erindi.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins.
22.35 Kvöldsagan: Reisubók Jóns
Olafssonar Indiafara. ' Flosi
Ólafsson leikari les (5).
23.00 Djass. Umsjónarmaður:
Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn
Tómasdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
í
Sjónvarp
D
Föstudagur
14. nóvember
I9.45 Fréttriágrip á táknmáli.
20.00 Frél'.ir og veður.
20.30 Anglýsingarogdagskrá.
20.40 Á döfinni. Stutt kynning á
þvivs:m er á döfinni i landinu i
lista- og útgáfustarfsemi.
20.50 Prúðu leikararnir. Gestur i
þessum þætti er Linda Carter.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.25 Frétlaspegill. Þáttur um inn-
lend og erlend málefni á líðandi
stund. Umsjónarmenn Bogi
Ágústsson og Guðjón Einarsson.
22.40 Viridiana s/h. Spænsk-
mexíkönsk bíómynd frá árinu
1961. Leikstjóri Luis Bunuel.
Aðalhlutverk Silvia Pinal og
Fernando Rey. í þessari kunnu
dæmisögu Bunuels stofnar
Viridiana kristilegt heimili fyrir
betlara og umrenninga og þar
verða átök góðra afla og illra.
Þýðandi Sonja Dicgo.
00.05 Dagskrárlok.
HEIMILIN 0G F0LK-
IÐINNIÁ ÞEIM
Offsetprentvél
tí/sö/u
Rota print R 40—30.— 35,6x51 cm. Keðjufrálag.
Aðeins tveggja ára gömul í toppstandi.
Innan stokks og utan nefnist nýr út-
varpsþáttur sem hefst í dag. Er þar á
ferðinni þáttur um heimilið og fjöl-
skylduna i umsjón Árna Bergs Eiríks-
sonar. Árni er forstjóri Vilkó fyrir-
tækisins og hefur hann áöur verið
með útvarpsþætti um málefni neyt-
enda. Árni verður með þátt hálfs-
mánaðarlega á móti þætti Sigurveigar
Jónsdóttur, Heimilisrabbi.
„Þessir þættir eiga aö vera um fjöl-
skylduna í breiðasta skilningi þeirra
orða,” sagði Árni um þætti sina.
„Eitt af þessu eru neytendamál en
einnig margir aðrir þættir.
í þættinum í dag verður fyrst litið
inn á fasteignasölum og rætt um húsa-
kaup fólks. Þar ræði ég við Erlend
Knútsson hjá Fasteignaþjónustunni.
Ég ræði einnig við Guðmund F.
Björnsson hjá Meistarasambandi
Árni Bergur Eirfksson.
byggingarmanna um þau hús sem menn
byggja. Jóna Gróa Sigurðardóttir hús-
móðir segir sína skoðun á því, hvernig
hús eigi að vera, utan stokks sem
innan. Þaðan verður leitað skoðunar
Þórunnar Björgúlfsdóttur, innanhúss-
arkitekts á innra skipulagi heimila.
Frá sjálfum umbúnaðinum, heim-
ilinu, verður vikið að fólkinu sem þar
býr. Skilnuöum fjölgar mjög, óvigðri
sambúð, sambúð og óskilgetnum börn-
um. Signý Sen lögfræðingur gerir grein
fyrir réttarstöðu í óvígðri sambúð og
Auður Haralds rithöfundur segir frá
þvf hvernig er að vera einstæð móðir
með þrjú börn. Haraldur Ólafsson
lektor verður einnig fenginn til þess að
gera grein fyrir þeim miklu
breytingum, sem orðið hafa á íslenzkri
fjölskyldu. Það hefur nefnilega komið í
Ijós, f erlendum stórborgum, meðal
annars þeim sem íslendingar sækja
mikið til, að einstæðingar sem eru al-
gjörlega afskiptir eru á vissum tfmum
um 15% íbúa. Ég spyr Harald að þvi
hvort við séum á þeirri ieið og hvað sé
þá til ráða,” sagði Árni Bergur.
-DS.
Upplýsingar í síma 98-1210 (heima 98-1214).
ÚTBOÐ-JARÐVINNA
Stjóm verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir
tilboðum í jarðvegsskipti í húsgrunnum í hluta af þriðja
byggingaráfanga á Eiðsgranda. Útboðsgögn verða afhent á
skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30 gegn 50 þús. kr. skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
25. nóv. kl. 15.00.
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik.