Dagblaðið - 14.11.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.11.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. BIAÐIÐ Dtg«fandi: Dagblaðlfl hf. Framkvamdaatjóri: Svainn R. EyJóHason. RiUtJóri: Jónas Kristjánsson.*^ Aflstoflarritstjóri: Haultur Hslgason. Fréttastjóri: ómar Valdlmarsson. iSkrifstofustJóri ritstjómar: Jóhannss Rsykdal. Iþróttir: HaAur Sfmonarson. Msnning: Aflalstsinn Ingólfsson. Aðstoflarfrét&stjóri: Jóruts Haraldsson. Handrtt: Asgrfmur Páisson. Hflnnun: HHmar Karisson. iBtaðamann: Anna BJamason, Atli Rúnar Hattdórsson.^tU Qtainarsson, Ásgair Tómasson, Bragi Sig- urðsaon, Dóra Stafánsdóttlr, Elfn Albartsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Ólafur Gairsson, Sigurflur Svarrisson. v ~ Ljósmyndir: BJamlaHur BJamiaHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. fUgurflsson, Sigurflur Porri Sigurflsson og Svsinn ÞormóAsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyJÓHsson. GJaidkari: Þráinn ÞoriaHsson. Aðgtýakigastjóri: Már E.M. HaÉdórs- son. DrsHingarstJóri: Vaigerflur H. Svsinsdóttir. \ Rltstjóm: Sfflumúla 12. Afgrslösla, áskriftadaild, augiýsingar og skrtfstofur ÞvsrhoM 11. Aflafsfmi blaflsins sr 27022 (10 Ifnur). > Satnfng og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugarfl: HUmir hf., Sfflumúla 12. Prsntun Arvakur hf., SksHur.ii 10. Askriftarvsrfl á mánufli kr. 5.600. Varfl f lausasöiu 300 kr. eintakifl. Póllanderíhættu Kaþólska kirkjan er að ýmsu leyti raunsæ sem stjórnmálastofnun. Hún hefur einkar langa sögulega yfirsýn og horfír þar á ofan léttilega yfir landa- mæri. Þess vegna er ástæða til að taka mark á ótta pólsku kirkjunnar þessa daga. ' " Pólskir verkamenn hafa ekki eins langa söguskoðun, né jafn góða yfirsýn til annarra landa. Þeim er ekki eins vel kunnugt um aldagamla harmsögu Póllands gagnvart Rússlandi, né þekkja þeir eins vel til Ung- verjalands og Tékkóslóvakíu. Mikil hrifning greip um sig, þegar Ungverjar fyrst og síðan Tékkar reyndu að varpa af sér oki nýlendu- veldisins og taka þróun mála sinna í eigin hendur. Á Vesturlöndum töluðu menn um vorið í Budapest og vorið í Prag. Menn sáu þá fyrir sér hláku í sovézka frostinu yfír Austur-Evrópu og héldu, að smám saman yrði komið á lýðræðislegu stjórnarfari. Þetta reyndust vera hillingar í bæði skiptin. Sovézkir skriðdrekar rufu draumórana. Nú hafa pólskir verkamenn unnið tvo nýja sigra. Þeir hafa fengið hæstarétt til að staðfesta samkomu- lagið við ríkisstjórnina um, að hin nýju félög þeirra lytu ekki forsjá kommúnistaflokksins. Þar með var hrundið gagnstæðum dómi undirréttar. Ennfremur hefur þeim tekizt að fara óáreittir þús- undum saman um götur Varsjár til að krefjast mál- frelsis í landinu og frelsis landsins sjálfs. Hið síðara getur ekki þýtt annað en frelsi frá hinu sovézka nýlenduveldi. Öldungaráðinu í Moskvu er ekki sama um þessa þró- un. Það sér nú, að pólska valdakerfið hefur tilhneig- ingu til að forðast ofbeldi gagnvart almenningi og viðurkenna brot á hornsteini í hugmyndafræði komm- únismans. Hvort tveggja hlýtur að stuðla að fjölgun þeirra radda í Kreml, sem segja, að yfirvöld í Póllandi ráði ekki við ástandið og Rauði herinn verði að koma til hjálpar. Kremlverjar telja sig hafa góða reynslu af slíkri aðstoð. Hernaðarlegur máttur er hið eina, sem eftir stendur af krafti Sovétríkjanna. Hugmyndafræði þeirra er gjaldþrota og sömuleiðis hagkerfið. Sárafáar ríkis- stjórnir og fámennir hópar telja fyrirmynda að leita austur í Moskvu. Þeim mun meira ríghalda öldungarnir í hið eina, sem eftir er. Þeir muna, að þeim tókst með hervaldi að endurheimta tökin á Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Og þeir telja líklegt, að á sama hátt muni þeir ná Afganistan á sitt vald. Síðasta landið er dæmi um, að Moskvumenn telja sig ekki bundna af fyrra samkomulagi um mörkun áhrifasvæða eftir síðari heimsstyrjöldina. Þeir leita alls staðar að veikleikum, möguleikum til að færa út kví- arnar. Vesturlandabúum er hollt að muna, að öldungarnir í Kreml taka ekki hið minnsta mark á orðum sínum eða undirskriftum. í Madrid er þessa dagana verið að minna á, að þeir hafa margrofið hvert einasta ákvæði mannréttindakafla Helsinki-sáttmálans. Hugmyndafræðilega og hagfræðilega berskjaldaðir sveipa þessir öldruðu glæpamenn um sig þeirri skikkju, sem ein er eftir, hinu hreina og klára ofbeldi, leyni- þjónustunni og Rauða hemum. Pólska kirkjan sér þetta. Hún hefur varað verka- menn við þeim árangri, sem þeir nú síðast hafa náð. Hugur okkar Vesturlandamanna stendur með þeim óskiptur, en blandinn ótta, því að þetta er aðeins hugur sjónarvotta, sem virðast máttlausir. f . Samband Saudi- v Araba ogEgypta endumýjaö? —ýmislegt þykir benda til að svo kunni að fara innan skamms. Bandaríkjamenn hafa meðalgöngu í viðræðum þjóðanna Styrjöld frana og íraka hefur reynzt áfall fyrir einingarviðleitni arabarikjanna. En jafnframt kann þessi sama styrjöld að vera kær- komið tækifæri fyrir Anwar Sadat Egyptalandsforseta til að brjótast út úr þeirri einangrun sem hann hefur veriö í síðastliðin tvö ár meöal araba- ríkjanna vegna friðarsáttmálans sem hann gerði við ísrael. Þess hafa að undanförnu sézt nokkur merki, að fyrsta skrefið út úr þessari einangrun sé í átt til Saudi Arabíu, sem nýverið sleit stjórnmála- sambandi við Líbýu. Það hefur heldur ekki farið leynt að Saudi Arabía hefur fengið hernaðaraðstoð frá Bandarikjunum, likt og Sadat forseti. Fleiri teikn hafa verið á lofti, sem gætu bent til þess að einangrun Egypta verði rofin með samstarfi þeirra við Saudi Araba. Þannig fóru nýverið leynilegir sendifulltrúar frá Egyptalandi til Saudi Arabiu, undir því yfirskini að einungis væri um að ræða þátttöku þeirra í árlegri píla- grímsferð til Mekka, og lát hefur orðið á hinum áköfu - árásum Sadats á konungsfjölskylduna i Saudi Arabíu og jafnframt hefur hann boðið hernaðaraðstoð hverju því ríki við Persaflóann sem fer fram áþað. ,,í raun og veru er ákveðið samband fyrir hendi nú þegar,” sagði háttsettur egypzkur embættis- maður, sem taldi að þetta samband væri nægilegt eins og sakir standa. Ef stjórnmálasamband þessara landa yrði tekið upp í kjölfar styrj- aldar írans og íraks, kæmi það Bandaríkjamönnum ákaflega vel. Kæmu þessi tvö þýðingarmestu arabaríki sér saman í stjórnmálalegt og hernaðarlegt bandalag, yrði það mjög ákjósanlegur stökkpallur fyrir stjórnina í Washington til að tryggja hina þýðingarmiklu hagsmuni sína við Persaflóann á öruggari hátt en hún á nú möguleika á. Snemma í októbermánuði síðast- liðnum heimsótti æðsti maður bandaríska herráðsins, David Jones hershöfðingi, bæði Saudi Arabíu og Egyptaland og mun hafa tjáð Saudi Aröbum að Egyptar væru reiðubúnir til samstarfs til að vernda olíusvæði þeirra, sérstaklega gagnvart Sovét- mönnum en ógnun þeirra er Saudi Arabíu mikill þyrnir í augum. Yfirmaður egypzka herráðsins, Mohammed Abu Ghazala hershöfð- ingi, staðfesti í samtali við dagblaðið Al Ahram, að viðræður við Saudi Carter-Reagan V Styrkurinn tryggir friöinn Risaveldin eru tvö. Það eru for- ystumenn risaveldanna sem taka ákvarðanir er þýða frið eða strið fyrir heimsbyggðina, hræðilega eyðilegg- ingu og dauða hundruða milljóna, eða áframhaldandi uppbyggingu ver- aldarinnar, þótt sumum finnist hægt ganga, eða jafnvel koma bakslag í seglin eins og hjá okkur nú. í Sovét- ríkjunum býður kerfið upp á ein- ræði, samkvæmt yfir 60 ára reynslu, menn „ganga upp” í valdakerfinu samkvæmt ákvörðun pólitískra klikufunda á öllum stigum þess. Sterkustu, eða ósvífnustu, ein- staklingarnir mynda í kringum sig harðsvíraöa fylgismannahópa, sem berjast svo af miskunnarleysi um völdin. Hástigið í þessu valdakerfi hefur svo verið hreinsanir, menn drepnir tiltölulega fljótt eöa sendir í „Gúlakið” milljónum saman. Nú er bezt að hver dæmi fyrir sig, hvort þetta kerfi bjóði upp á að alveg „sér- stakir friðarsinnar” komist á topp- inn. Það eru ómældar hörmungar og þjáning, sem þetta kerfi hefur leitt yfir þjóöir Sovétríkjanna. Það finnst öllum, sem kynnt hafa sér sögu Rúss- lands, að nóg hafi verið komið fyrir tilkomu þess, og að þjóðir Sovétríkj- anna hafi átt betra skilið en að marg- falt verra einræði tæki við af keisara- stjórninni. Tveir af aðalþáttunum, sem ráða vinningnum i valdataflinu, eru þjóöerni innan Sovétríkjanna. Sovétmenn eru allt frá því að vera hreinir Asíumenn til þess að vera Evrópumenn í vestasta hluta Sóvét- ríkjanna. Eiginleikar einstaklinganna markast, eins og Halldór Laxness orðaði það, af hinu „sögulega Kjallarinn Pétur Guðjónsson mynstri”. Tatarar réðu megninu af Rússlandi í um 300 ár. Það er ekki fyrr en um 1500 aö veldi þeirra er loks brotið á bak aftur, og það er ekki fyrr en um 1700 að Pétur mikli opnar Rússlandi dyr til Vestur- Evrópu með hertöku landsvæðis við Eystrasalt og byggingu hinnar sér- stæðu og fögru hafnarborgar, Pét- ursborgar, sem að visu er í dag kölluð Leningrad. Hún er ein af fegurstu borgum heimsins. Það sem átt er við með hinu sögu- lega mynstri er, hver spor sagan hefur skilið eftir i sálarlifi og erföum ein- staklingsins og þar með þjóðarinnar. Það felst nokkurt öryggi í því, bæði fyrir þjóðir Sovétríkjanna og heims- byggðina, að Rússar, Úkraínumenn, Hvítrússar og Eystrasaltsþjóðirnar eru í verulegum meirihluta meðal Sovétþjóðanna. En þessar þjóðir hafa lengur en hinar þjóðirnar í Sovétinu búið við hina trúarlegu sið- fræði kristindóms, sem hefur að hornsteini gildi einstaklingsins og virðingu fyrir honum. Minnihluta- hóps Asíumaðurinn og Gúlakshöf- undurinn Stalín er sögufræðilega af- sprengi ringulreiðar og upplausnar, byltingarfyrirbrigði, þótt ekkert öryggi sé fyrir því að Sovétþjóðirnar og heimsbyggðin eigi ekki eftir að sjá nýjan Stalin, jafnvel á þessari öld. Það er söguleg staðreynd, að frá því í byrjun 16. aldar hefur hertogadæmið Moskva veríð i sífelldri útþenslu, stanzlaus útþensla fram á þennan dag, á árinu 1980 bættist Afganistan í hið mikla rússneska landa- og þjóða- safn. Þessi stöðuga útþensla, sem staðið hefur brátt i 500 ár, ræður í dag yfir meira ógnar hervaldi en nokkru sinni fyrr. Útþenslan hefur haldið stööugt áfram, hér hefur ekki skipt neinu máli hvort valdhafarnir hafa verið hertogar i Moskvu, rúss- neskir keisarar eða Politbureau, mið- stjórn, kommúnistaflokks Sovétrikj- anna. í viðbót við ógnvænlegan hern- aðarmátt um þessar mundir hefur miðstjórn kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna bætzt sterkari bandamaður en keisarastjórnin átti nokkurn tíma, „sauðargæra marx-leninismans”.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.