Dagblaðið - 14.11.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980.
KIRKJUFELL
KLAPPARSTÍG 27 SÍMI: 21090.
5 cyl. Benz dísih/élar
til sölu. Upplýsingar í síma 81711. Jónco. s/f
SKIPSTJÓRA
0G
STÝRI-
MANNA-
TAL
Viöbótar
bindi
er
komið út
Áskrifendur að öllum bindunum eru góð-
juslega beðnir að hafa samband við útgáf
una sem fyrst, vegna þess að þrjú fyrri
bindin eru á þrotum.
ÆSISÚTGÁFAN SSS'-m.
síeinsíYltur
Hollenskar.steinstyttur úr muldu
grjóti veita varanlega ánægju.
Yfir 100 gerðir og margar ólíkar
stíltegundir.
SAAB99GLE77
til sýnis og sölu í Bíla-
markaðinum, Grettis-
'götu á morgun (laugar-
dag). Sími 25252. - Aðra
daga að Hvannhólma 26
19 manna stjórn í Landsmálafélaginu Verði:
„FRJÁLSLYNDU ÖFUN”
HAFA UNMRTÖKIN
„Frjálslyndari öflin” í Sjálf-
stæðisflokknum hafa undirtökin í
stjórn Landsmálafélagsins Varðar,
en sú nafngift er komin frá þeim
stjórnarmönnum sjálfum, sem segj-
ast vera í andstöðu við Geirsarm
flokksins.
1 Dagblaðsfrétt í gær var greint
frá aðalfundi í Verði á miövikudags-
kvöldið þar sem Ragnhildur Helga-
dóttir beið lægri hlut fyrir Þóri
Lárussyni í formannskosningu og
Geirsmenn náöu aöeins 2 af 7
stjórnarmönnum, sem kosnir voru á
fundinum. En það láðist að geta þess
i fréttinni að stjórn Varðar skipa alls
18 manns auk formanns. 12 stjórnar-
menn eru tilnefndir af jafn mörgum
hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Félögin hafa að einu und-
anskildu tilgreint stjórnarmenn og
þeir eru: Arnar Ingólfsson, Ingi-
mundur Sveinsson, Sigríður Ásgeirs-
dóttir, Bogi Ingimarsson, Garðar
Ingvarsson, Sigmar Jónsson, Ásgeir
Hallsson, Benedikt Bogason,
Sigurður örn Gíslason, Ingi Þór Ás-
mundsson og Rúnar Sigmarsson.
Stjórnarmenn kosnir á aðal-
fundinum voru: Sigurjón Fjeldsted,
Július Hafstein, Gústaf Einarsson,
Gunnar Hauksson, Helena Alberts-
dóttir og Geir H. Haarde. -ARH.
Valdataf I á villigötum
— ritstjórabréf til bókaútgef anda
,,Hr. Örlygur Hálfdánarson
bókaútgefandi
Örn og Örlygur hf.
Síðumúla 11
105 Reykjavík.
. Út er komin á vegum forlags þíns
bókin „Valdatafl í Valhöll”, þar sem
mín er getið meðal ótal annarra. Ég vil
af því tilefni taka fram, að höfundar
hafa ekki rætt við mig um þau atriði, er
varða mig, t.d. ekki um efni einkasam-
tala, sem þeir fara rangt með.
Höfundar segja hvað eftir annað, að
ég „ætlaði” eða „hugðist” hætta sem
ritstjóri Vísis árið 1975. Rétt er hins
vegar, að ég sagði nokkrum mönnum,
að mér sýndist vaxandi andstaða í
stjórn blaðsins gegn mér geta leitt til
þeirrar niðurstöðu. Þeir breyta mér úr
þolanda í geranda.
Þessi breyting skiptir greinilega
meginmáli i röksemdafærslu höfunda
um átökin á Vísi árið 1975 og stofnun
Dagblaösins sama ár. Langt mál þeirra
um átökin er út i hött, af því að sjálf
forsendan er röng. Ég „ætlaði”
hvorki né „hugðist” hætta.
Allir vissu, að ég var að fara i sumar-
fri, þegar ég bauð Þorstein Pálsson
opinberlega velkominn á ritstjórn
Vísis. Blaðamenn tóku honum vel,
enda var það ekki fyrr en nokkrum
dögum siðar, að brottrekstur minn var
tilkynntur. Flestir þessir blaðamenn
áttu síðan þátt í stofnun DB. Yfir þessa
atburðarás breiða höfundar.
Þá vitna höfundar í meint samkomu-
lag um ritstjóraskipti og sölu hluta-
bréfa. Ekkert slíkt samkomulag var til,
aðeins tillaga Þóris Jónssonar um sölu
hlutabréfa. Tillaga er ekki samkomu-
lag.
Annað dæmi um ónákvæmni er,
þegar höfundar vitna í grein, sem þeir
segja Hall Símonarson hafa skrifað í 1.
tölublað DB og tengja það síðan dylgj-
um um meint fyrra starf Halls. Samt
hefur alltaf staðið svart á hvitu, að
annarmaður skrifaði þessagrein.
Þeir, sem undanfarnar vikur og mán-
uði hafa lesið mikla gagnrýni á ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen í leiðurum
DB, geta svo haft gaman af því að sjá
höfunda bókarinnar segja í tvígang, að
DB sé „málgagn” ráðherrans.
Þetta bréf sendi ég þér auövitað ekki
vegna þess, að ég telji þig sem útgefanda
bera ábyrgð á ofangreindum og öðrum
óteljandi misfellum bókarinnar. Við
vitum báðir, að hún er eðlilegt innlegg,
ekki rannsóknablaðamennska, í valda-
streitu í stjórnmálaflokki.
Hins vegar þætti mér vænt um, að
þú kæmir á framfæri við höfunda
þeirri ósk minni, að andmæli mín, t.d.
þetta bréf, verði birt í eftirmála endur-
prentunar, ef um slíka yrði síðar að
ræða.
Með vinsemd og virðingu
Jónas Kristjánsson”
Tóbaki fyrir
500 þúsund
stolið
— Engim þjdfnaðarins
varfyrren þremur
dögumsíðar
Um miðjan dag á miðvikudag
uppdagaðist í Kaupfélagsbúðinni í
Sandgerði að búið var að stela miklu af
tóbaksbirgðum verzlunarinnar. Er talið
að 40—50 lengjur af vindlingum hafi
horfið, og atburðurinn átt sér stað um
síðustu helgi, þó ekki hafi orðið vart
við þjófnaðinn fyrr.
Rannsóknarlögreglumenn á Suður-
nesjum rannsaka nú málið. Telja þeir
liklegast að „plokkaður hafi verið upp
gluggi” því ekkert var brotið í húsinu.
-A.St.
ASPAR - SYNING
á Akranesi
á morqun
Við sýnum hin viðurkenndu ASPAR-einingahús
laugardaginn
15. nóvember kl. 13-18
að Jörundarholti 158. m
Kynnist vandaðri einingahúsa-
framleiðslu og byggingartækni sem í senn
er einföld, ódýr og örugg.
HF.
Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307