Dagblaðið - 14.11.1980, Síða 4

Dagblaðið - 14.11.1980, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. 4i DB á ne ytendamarkaði Eftir því sem vara hækkar — verður hlutur ríkisins meiri ANNA BJARNASON Innkaupsverð bamavagns sem fluttur var til lands í flugi ekki nema tæp 17% af útsöluverði hans en með flugvélum, eöa um 12 þúsund kr. Það gerir að verkum að útsölu- verð algengra tegunda barnavagna ,,er ekki nema” um 230 þúsund kr. (með sama innkaupsverði). Ekki svo að skilja að það sé ekki nóg. Það er gott betur en helmingur af mánaðar- launum verkamanns, sem getið var um í upphafi greinarinnar. í þessu ákveðna tilfelli var kaup- maðurinn beöinn um að sérpanta vagninn og fá hann til landsins eins fljótt og nokkur kostur var. Þess vegna var vagninn fluttur hingað með flugi. En viðskiptavinurinn, sem vagninn pantaði, vildi síðan ekki kaupa hann þegar honum varð ljóst hve vagninn var orðinn gífurlega dýr. Verðútreikningur innf lytjands Verðútreikningurinn yfir þennan umrædda barnavagn var svohljóóandi: af útsöluverðinu 94.012 kr. sem er 16,79% 90.641 kr. sem er 16,19% Innkaup Flutningsgjald Vátrygging Tollur uppsk., akst., vörugj., bankak. og geymsla Vextir Heildsálagn. Smásálagn. Söluskattur 1.798 kr. sem er 0,32% 156.176 kr. sem er 27,90% 4.620 kr. sem er 0,83% 10.417 kr. sem er 1,86% 23.248 kr. sem er 4,15% 72.373 kr. sem er 12.93% 106.522 kr. sem er 19.03% Útsöluverð 559.808 kr. 100% -A.Bj. JOGURTROND Nú er farið að hilla undir að hrein jógúrt komi á markaðinn aftur en á undanförnum árum hefur margoft verið hvatt til þeirrar framleiðslu hér á Neytendasíðunni. Fólki gafst kostur á að smakka á jógúrtinni og réttum úr henni í höfuðstöðvum Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi um helgina. Hér er uppskrift að jógúrtrönd. Sdljógúrt 4—5 msk. sykur 4 msk. Flórídana þykkni 10 bl. matarlfm 2 1/2 dl rjómi Leggið matarlimið í bleyti í kalt vatn í ca. 5 mfn. Þeytið saman jógúrt og sykur og Flórídanaþykknið. Bræðið matarlímið í vatnsbaði og hellið því ylvolgu út í jógúrtblönduna og hrærið vel í á meðan. Að síðustu er þeyttum rjómanum blandað saman við. Hellt í hringlaga form með gati í miðju og látið stífna á köldum stað. Borið fram og skreytt meö mandarínu eða appelsínubitum. Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stserð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í októbermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaó kr. Alls kr. W I IKI V Steikt lifur er mjög góður og hollur matur. Hún ætti að vera á matseðlin- um a.m.k. einu sinni i viku. Þá getur verlð ágætt að kunna fleiri en eina matreiðsluaðferð. Miklar umræður um kjara- og launamál hafa undanfarið verið í þjóðfélaginu. — Að því er virðist er veriö að deila um svo óraunhæfar upphæðir, þegar fólki er boðið upp á aö vinna fulla vinnu fyrir laun sem e.t.v. nema ekki hærri upphæð en 350—400 þús. kr. á mánuði. — Eftir nýgerða kjarasamninga fær t.d. verkamaður í 8. flokki samkvæmt nýja kerfinu 354.299 kr. 1 laun eftir fjögurra ára starf. — f sjálfu sér er þetta há tala en ekki þýðir aö líta á hana eina sér. Til hvers þarf verka- maöurinn að nota mánaðarkaupiö sitt? Hann þarf að framfleyta sér og fjölskyldu sinni, kaupa fæði, greiða húsnæði og annan fastan kostnaö. Ef hann .á börn, þá verður hann að kaupa eitt og annað sem þarf til þegar fólk á börn. Eins og t.d. barna- vagn til þess að barnið geti sofið úti undir beru lofti og hægt sé að flytja barnið milli staða. Nú mætti ælla að ríkisvaldiö vildi' stuðla aö því aö fólk geti fengið svona bráðnauðsy.ilegan hlut, með því að stilla tollkrötum 1 hóf, en svo er ekki. Af barnavögnum t.d. er greiddur 70% tollur og 24% vöru- gjald, fyrir utan 23,5% söluskatt af öllu saman. — Má einnig nefna fleiri vörur sem barnafólk þarf á að halda eins og t.d. ákveðna gerö af öryggis- hliðum, en á þau er lagður 70% tollur, 30% vörugjald, 23,5% sölu- skattur. Er þar um að ræða öryggis- hlið sem hvorki eru fest í vegg eða dyrakarm og eru heldur ekki föst við gólfið. Enginn tollur er aftur á móti af öðrum hliðum, sem annars vegar . flokkast þá í sama flokki og hurðir og hins vegar sem „hlið”. Lambalifur á spjóti Innkaupsverðiö aðeins tœp 17% af útsölu- verði Kaupmaöur sem verzlar með og flytur inn barnavagna sýndi okkur verðútreikning á barnavagni frá Vestur-Þýzkalandi sem hann var beð- inn um aö sérpanta. Vagninn var sendur til landsins meö Flugleiðum frá Luxemborg. — í þeim útreikningi kemur ýmislegt mjög athyglisvert í ljós. Innkaupsveröið er 16,79% af út- söluverðinu. Flutningskostnaðurinn á vagninum til landsins var hvorki meira né' minna en 96,41% af innkaupsverðinu! Útsöluverð á þessum umrædda barnavagni er kr. 559.808 kr. — Inn- kaupsverð vagnsins er hins vegar ekki nema 94.012 kr. — Flutnings- kostnaðurinn var 90.641 kr. Tollur- inn og vörugjaldið er síðan reiknað af fiutningskostnaöinum og innkaups- verðinu. Vegna þess að þetta er allt prósentureikningur, verður hlutur ríkisins i vöruverðinu hærri eftir því sem flutningskostnaðurinn er meiri. Þegar búið er að tlna til allan annan kostnað er 23,5% söluskattur reiknaður ofan á alla summuna. Ef þetta eru ekki verðbólguaukandi vinnubrögð þá veit ég ekki hvað gæti kallazt þaö. Þarna virðist ríkiö sjálft ganga á undan öðrum 1 því að hvetja til auk- innar verðbólgu. Lœgri flutningskostn- aður með skipum Kaupmaðurinn sagði okkur að inn- flutningur á barnavögnum færi vana- legast fram með skipum, en þá er flutningskostnaðurinn langtum lægri Lambalifur er sérlega holl og góð og ætti að vera á matborðinu a.m.k. einu sinni i viku. Hægt er að fram- reiða lifur á ýmsa vegu, t.d. með lauk og beikoni á spjóti. 350 g lambalifur 6 sneiðar beikon 2 meðalstórir laukar olia til að pensla með salt og pipar. Skerið lifrina 1 ca. 1 cm stóra bita. Fjarlægið húðina af beikonsneiðun- um, skerið hverja sneiö 1 tvo hluta. Rúllið beikonbitunum upp. Skeriö laukana þannig aö þið fáiö 12 lauk- hluta og þræðið lifur, lauk og beikon upp á fjögur „spjót”. Hitið grillofn- inn, látiö spjótin I pönnuna, penslið með oliu og kryddið. Spjótin eru grilluö 1 um þaö bil 10 mín. Gætiö þess að snúa þeim af og til. Penslið þá aftur meö því sem lekur ofan 1 pönnuna. Hráefniskostnaöur er 2340 kr. eöa um 585 kr. á mann. Þá er aö vísu eftir að reikna með kartöflum og hrá- salati. Sennilega er bezt að sleppa kartöflunum og nota aðeins hrásalat. -A.BJ. Barnavagnar cru bráðnauðsynlegir hlutir sem flestir landsmenn þurfa að nota fyrstu æviárin. Rikisvaldið virðist lita á þá, og annað sem börn og barnafjölskyld- ur þurfa að nota, sem einhvers konar lúxusvöru, sem það hefur að eins konar féþúfu. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.