Dagblaðið - 14.11.1980, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980.
Við tilkynnum
Aetursskipti
og nýtt símanúmer: 85955
É
Mcð stórbættri aðstöðu gctum við boðið
stórbætcibjónustu.því cnn höfum við
harðsnúið lið,sem brcgður skjótt við!
Nú Parf enginn að bíða lengi
eftir viðgeroamanninum.
bú hrinair og hann er kominn 1
n ska
innan skamms.
Einnig önnumst við nvlagnir
og gerum tilboó.ef óskaö er.
• RAFAFL
framleiðslusamvinnu-
framleiðslusamvinnu-
félag iðnaöarmanna
SMIÐSHÖFÐA 6 - SÍMI: 8 59 55
Er bamaherbergiö oflítið
eða innróttingin ofstór?
Barnarúm, fataskápur og skrifborð, allt sam-
byggt. Mjög hagstœtt verð... ómálað, málið
sjálf í þeim litum, sem þið veljið.
Opið til hádegis á laugardögum.
T rósmíða verkstæðið
BJARGI v/Nesveg
Sími 21744 og 39763
Póstsendum um land allt.
WINNER
5 ACADEMY AWARDS!
OF THE YEAR!
BEST flCTOR /BEST SCBEE"PL#V
Rod steiger / best sound
THE MIRISCH CORPORATION p,esems
SIDNEY ROD
POITIER STEIGER
mTHE NORMAN JEWISON
WALTER MIRISCH PRODUCTION
«1
■w
'IM TÆ ÆAT
□FTO
_________________. MIGHT’______________
Óskarsverðlaun» / næturhftanum
■ ilyllUin. (jn the heat of the night)
Myndin hlaut á sinum tíma 5 Óskarsverðiaun, þar á
meðal, besta mynd og Rod Steiger, besti leikari.
aÍTZ T7^tWÍSO" Bönnu0bömum innan 16ára.
Aöalhlutvork: Rod Steigar , ,,, _ ... „
Sidney Poitier ^dursynd kl. 5, 7,10 og 9,15.
(S
Erlent
Erlent
Erlent
I
Miklarhækkanir
íkauphöllinni
Hlutabréf og önnur verðbréf
hækkuðu mjög í kauphöllinni í
New York í gær. Er þetta jafn-
mikil hækkun og hefur nokkru
sinni orðið á síðustu fjórum
árum.
Þykir þetta benda til þeirrar
trúar kaupsýslumanna að vextir í
Bandarikjunum muni ekki verða
hærri en þeir hafanú þegar orðiö.
Einnig að verð á bensíni, gasi og
öðrum orkuvörum verði tekið til
ákveðinnar endurskoðunar, eftir
að Ronald Reagan, nýkjörinn
forseti, og ríkisstjórn hans, taka
við völdum hinn 20. janúar næst-
komandi.
Athyglisvert er að vopna-
framleiðslufyrirtæki hafa bætt
verulega stöðu sína á verðbréfa-
mörkuðum. Er þetta einnig rakið
til þess að Reagan tekur nú brátt
við völdum en hann hefur heitið
því að auka vígbúnaðarmátt
Bandaríkjanna frá því sem nú er.
Af la ekki nægra
matvælasjálfir
Fulltrúar vestrænna ríkja hjá
FAO, Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna í
Róm, hafa ásakað stjórnvöld í
rikjum Vestur-Evrópu um að gera
ekki nægilega mikið að eigin
frumkvæði til að koma í veg fyrir
hungursneyð í löndum sinum.
Friðurinnáað
byggjastáCamp
Davíd sam-
komulaginu
Eftir fund Menachem Begins
með Jimmy Carter Bandaríkja-
forseta í gær gáfu þeir út þá yfir-
lýsingu að allar viðræður ísraels-
menna við Egypta og aðrar þjóðir
í arabaheiminum ættu að
byggjast á því samkomulagi sem
náðist á sínum tíma á Camp
David fundinum. Þar mættu þeir
Sadat Egyptalandsforseti og
Begin auk gestgjafans Jimmy
Carters.
Dyravörðurinn
skautágestinn
Dyravörður á veitingahúsi í
Kaupmannahöfn var nýlega
dæmdur í áttatíu daga fangelsi
fyrir að skjóta á einn gestinn með
skammbyssu. Lenti skotið í
vinstra lunga mannsins. Læknar
telja þó að hann muni ekki bera
varanlegan skaða af. í fregn af
málinu í danska blaðinu Politiken
var ekki skýrt frá málsatvikum,
upphafi málsins né því hvers
vegna dyravörðurinn taldi sig
nauðbeygðan til að grípa til
byssunnar. Athygli vekur hve
dómurinn er tiltölulega léttur.
Sextíu og tveir létust í
umferðarslysum í Danmörku í
október síðastliðnum. Eru það
nokkru fleiri en í sama mánuði í
fyrra. Auk þess slösuðust 1373
menn meira og minna í um-
ferðinni. Á fyrstu tíu mánuðum
þessa árs hafa færri látizt eða
slasazt i umferðarslysum i Dan-
mörku heldur en árið áður.
Walesa fagpað
Lesch Walesa foringi hinna frjálsu
verkalýðssamtaka 1 Póllandi er mjög
vinsæll þar i landi. Myndin hér að ofan
er tekin þegar hann gengur út úr réttar-
salnum eftir að samtökin höfðu fengið
pólitískt sjálfstæði sitt viðurkennt. Þá
fór Walesa beint frá dómshúsinu i
Varsjá og á fund Wyszynski kardinála,
æðsta manns kaþólsku kirkjunnar í
Póllandi. Sjálfur er Walesa sannfærður
kaþólikki og sækir kirkju reglulega.
Eftir að úrskurður hæstaréttar
Póllands um tengsl verkalýðs-
samtakanna nýju og kommúnista-
flokks landsins lágu fyrir gaf Walesa þá
yfirlýsingu að nú ættu Pólverjar greiða
leið að verða iðnveldi á borð við
Japani. Sagðist hann mundi stuðla að
þvi að verkalýðssamtökin, en i þeim
eru um 10 milljónir manna, mundu
vinna að friði á vinnustöðum og þannig
stuðla að bættum hag landsmanna.
Öryggisráðstefnan íMadrid:
Óháöríki
takafrum-
kvæðið
Fulltrúar vestrænna ríkja á öryggis-
ráðstefnunni í Madrid kanna nú nýjar
hugmyndir um dagskrá ráðstefnunnar.
Eru þær lagðar fram af fuiltrúum
óháðra rikja til að reyna að koma í veg
fyrir að ráðstefnan leysist upp. Hún var
sett á þriðjudaginn var og þá án þess að
nokkur dagskrá hefði verið samþykkt
af ríkjunum þrjátíu og fimm sem að
henni standa. Aðeins hafði þá náðst
samkomulag um að setja skyldi ráð-
stefnuna og að aðalfulltrúar ríkjanna
allra skyldu fá að flytja upphafsræður
sinar.
Helmingur ræðanna hefur þegar
verið fluttur. Þar á meðal hefur fulltrúi
Bandaríkjanna talað og nokkurra
annarra vestrænna ríkja. Hafa Sovét-
ríkin og fylgiríki þeirra verið gagnrýnd
harðlega fyrir brot á mannréttindum og
einnig fyrir innrásina i Afganistan.
Sovézki fulltrúinn mun tala í dag.
Utanríkisráðherrar Austurrikis, Sví-
þjóðar, Kýpur og Júgóslavíu, sem
lögðu fram tillögu óháðu ríkjanna,
sögðu í gær að þetta væri síðasta
tilraun óháðu ríkjanna til að losa
öryggisráðstefnuna úr þeim ógöngum
sem starf hennar virtist nú komið í.
Olav Ullsten, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, sagði að þeir sem neituðu að
taka tillit til hugmynda þeirra sem fram
kæmu í tillögunni tækju á sig mikla á-
byrgð. Með þeim orðum var ráðherr-
ann að aðvara fulltrúa stórveldanna,
sem ekki hafa getað komið sér saman
um dagskrá þrátt fyrir níu vikna funda-
höld um málið.
Sagði Ullsten að menn yrðu að gera
sér grein fyrir því hvort þeir teldu
tilraunir tii slökunar spennu í sam-
skiptum ríkja þess virði að reyna að
halda þeim áfram eða ekki.
Uppþvottavélar f r
Husqvarna
Lítil borð-uppþvottavél — MINETT—
sem tekur ekki meira pláss en uppþvottagrind. 8 manna
uppþvottavél — MAXI. — Hún kemst inn í 55 cm breitt
mfSgkmm hólf. Þá erþað stolt Husqvarna. CARDINAL. Hljóðlátust
allra á markaðnum. Hún þvœr betur en þig getur grunað,
og er sérlega sparneytin á orku.
— /
'mriai S^ó^ehóóm h.f
Verð frá 487.800 til 940.000
Suðurlandsbraut 16. — Sími 35200
™num StetaMi