Dagblaðið - 14.11.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 14.11.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. 5 Hvers vegna fær Lýsi og mjöl að puðra óþverranum yfir Hafnf irðinga óáreitt? „Heilbrigðisnefndin getur stöðvað verksmiðjuna sé viljinn fyrir hendi” — segir Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu—verksmiðjan hefur ekki haft starfsleyfi ífjögur ár Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar getur stöðvað rekstur verksmiðju Lýsis og mjöls hf. þar í bæ sé vilji fyrir þvi í nefndinni, að sögn Ingimars Sigurðssonar, deildarstjóra i heilbrigðis- og tryggingarráðuneyt- inu. Tillaga um lokun var hinsvegar felld á fundi heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar sl. þriðjudag. Sveinn Guðbjartsson, heilbrigðis- fulltrúi í Hafnarfirði, sagði i samtali við DB á miðvikudag, að „ráðherra eftir ráðherra hefur gefið verksmiðj- unni leyfi til þess að puðra þessum andskota yfir bæjarbúa”. Þá höfðu hreinsitæki verksmiðjunnar bilað og spjó hún reyk og mjölryki yfir ná- grenni sitt. Ingimar Sigurðsson sagði í tilefni þessara ummæla Sveins að verk- smiðjan hefði í raun verið starfs- leyfislaus í rúm fjögur ár. „Forsaga málsins er sú,” sagði Ingimar, „að árið 1973 veitti heilbrigðisráðuneytið Lýsi og mjöl h.f. starfsleyfi í sam- ræmi við ákvæði reglugerðar nr. 164 frá 1972 um varnir gegn mengun af völdum eiturefna oe hættulegra efna, en sú reglugerð er byggð á lögum nr. 85/1968 um sama efni. Starfsleyf i í tak- markaðan tíma með ákveðnum skil- yrðum Meðal skilyrða í þessu starfsleyfi var að reistur yrði við verksmiðjuna 70 metra hár reykháfur. Átti því að vera lokið fyrir upphaf loðnuvertíðar 1974. Vegna ýmissa óviðráðanlegra orsaka veitti ráðuneytið verk- smiðjunni frekari fresti, meðal annars vegna þess, að fyrirtækið sem reykháfurinn var pantaður hjá i Bret- landi, varð gjaldþrota. í ágúst 1975 gaf ráðuneytið út nýtt starfsleyfi, þar sem fresturinn var framlengdur til 1. september 1976. Þá hafði islenskt fyrirtæki tekið að sér hönnun reykháfsins og taldi sig þurfa þennan frest til áð ljúka verkinu. Jafnframt lagði ráðuneytið áherzlu á, að á meðan reykháfurinn væri ekki til staðar yrði vinnslu hagað svo með hliðsjón af veðri og vindum, að sem minnst óþægindi hlytust af.” Ingimar Sigurðsson sagði að ekk- ert hefði orðið úr efndum af hálfu fyrirtækisins, þannig að verksmiðjan hefði orðið starfsleyfislaus 1. septem- ber 1976. ,,Þá voru hins vegar komin upp ný sjónarmið, þ.e.a.s. um að hreinsibúnaður leysi reykháfinn af hólmi,” sagði Ingimar. „f marz 1978 fór verksmiðjan fram á viður- kenningu ráðuneytisins á hreinsi- búnaði sem þegar hafði verið komið fyrir við verksmiðjuna. Var verksmiðjunni bent á, að samkvæmt gildandi reglum bæri henni að sækja um formlegt starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits ríkisins, sem gerir tillögur um leyfisveitingar i slíkum tilvikum. Jafnframt bæri verk- smiðjunni að gera grein fyrir þeim mengunarvarnatækjum, sem verið væri að reyna. Enginn hefur beðið um að verksmiðjunni verði lokað Samkvæmt upplýsingum Heil- brigðiseftirlits ríkisins sótti verk- smiðjan um leyfi nokkru síðar en meðfylgjandi upplýsingar voru alls kostar ónógar og ekki fylgdi með álit heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar á búnaðinum. Var verksmiðjunni bent á þetta, en ekkert hefur gerzt í þeim málum. Samkvæmt þessu hefur verk- smiðjan í reynd verið starfsleyfislaus frá 1. september 1976. Ráðuneytinu hefur hins vegar ekki borizt nein beiðni frá eftirlitsaðilum, þar á meðal heilbrigðisfulltrúanum í Hafn- arfirði, þess efnis að verksmiðjunni verði lokað vegna þessa. ” Ingimar sagði að ráðuneytið beitti ekki stöðvunaraðgerðum að eigin frumkvæði, heldur kysi fyrst og fremst að byggja slíkt á beiðni viðkomandi staðaryfirvalda. Hann benti á, að í þriðju grein laga númer 12/1969 um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit, sem heilbrigðisnefndar störfuðu samkvæmt, væru heimildir fyrir nefndirnar til að stöðva starf- rækslu ef skilyrðum laga, heilbrigðis- reglugerðar eða heilbrigðissam- þykktar, eða fyrirmælum heilbrigðis- nefndar samkvæmt þeim ákvæðum, væri ekki fullnægt. „Það væri því hendi næst fyrir Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar, að stöðva starfrækslu verksmiðjunnar sé vilji fyrir hendi,” sagði Ingimar að lokurn. „Setji bæjarstjórn sig á ntóti slíkri stöðvun skulu aðilar vísa málinu til heilbrigðiseftirlits ríkisins, er reynir að miðla málum. Takist slík málamiðlun ekki, heimila lögin að leitað sé úrskurðar ráðherra. Til slíks hefur ekki komið." -ÓV. 131 km hraði rall- kappanna enn í rann- sókn Sérfræðingar telja úti- lokað að sögn að flugvél geti haftáhrifá radarmælingatækið Rallkapparnir tveir sem fyrir nokkru voru teknir af radarmælingamönnum lögreglunnar á 131 km hraða á Suður- landsvegi, þar sem hámarkshraði er 70 km á klukkustund, halda enn ökuskír- teinum sínum en málið er í rannsókn og athugun hjá ýmsum embættum. Kapparnir voru sviptir ökuleyfum strax eftir brotið en er þeir mættu hjá sakadómara í Reykjavík tveimur dög- um síðar, höfnuðu þeir sátt og vefengdu radarmælinguna. Eftir það gengu þeir út frá Sakadómi með öku- skírteini sin, en málið var sent sak- sóknaratil ákvörðunar. Pétur Guðgeirsson, fulltrúi hjá ríkis- saksóknaraembættinu, sagði blaða- manni DB að málið hefði verið sent embætti lögreglustjórans í Reykjavík til frekari rannsóknar” en vildu ekkert segja um í hverju sú frekari rannsókn ætti að felast. Héðinn Skúlason, fulltrúi í rann- sóknardeild lögreglustjóraembættisins sagði að sérfróðir menn hefðu verið til kvaddir til að rannsaka hvort önnur tæki gætu haft áhrif á radarmælinga- tækið er verið væri að mæla hraða bíla. Rallkapparnir hefðu haldið því fram að lítil flugvél hefði verið í æfingaflugi skammt frá mælingastaðnum og vefengdu þeir radarmælinguna á þeirri forsendu að flugvélin hefði truflað tækið. Taldi Héðinn að í ljós hefði komiö í rannsókn sérfræðinganna að radarinn hefði ekki það svið sem nægði til að flugvél hefði áhrif á hann, þó svo að flugvél hefði verið í nánd, sem einnig væri ósannað og dregið væri í efa. Áhrif hennar væru útilokuð. Málið yrði brátt sent ríkissaksóknara með niðurstöðum „frekari rannsókn- ar”. Þá færi það aftur til sakadóms til áframhaldandi meðferðar. -A.St. Allur akstur krefst varkárni Ýtúm ekkl bamavagnl i undan okkur vlð aðstæður aem þessar Bætt þjónusta við Kópavogsbúa: Bensínstoo Olís hefur opnaö nýja og glæstli bensínstöö við Hamraborg í Kópavogi. Þar bjóðum við bensín, olíur og allskonar smávörur fyrir bílinn. Við höfum opið virkadagafrákl.7:30-21:15. Verið velkomin á nýju Olís-stöðina við Hamraborg. Greið innkeyrsla. STOÐIIM VIÐ HAMRABORG Sími: 45490

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.