Dagblaðið - 14.11.1980, Síða 24
Þessa dagana fundar Dómarafélag lslands I Tollstöðvarhúsinu og meðal fundar-
manna eru allir sýslumenn landsins. Er búizt við ýmsum merkilegum ályktunum frá
þessum hópi, þvi daglega erfundað en brugðið á leik er líða tekur á daginn. /gœr hélt
forseti lslands, Vigdls Finnbogadóttir, boðfyrir dómarana og konurþeirra að Bessa-
stöðum og i dag sitja þeir boð dómsmálaráðherra í Ráðherrabústaðnum.
Á stœrri myndinni sér yfir hluta hópsins I viðhafnarstofu á Bessastöðum og má
kenna mörg kunn andlit. Á innfelldu myndinni er Vigdis Finnbogadóttir að rteða við
forseta Hœstaréttar Finnlands og Ármann Snœvarr hœstaréttardómara.
DB-mvndir: Einar Ólason.
Blaðamenn og útgeff endur:
UÓSMYNDIR, BÍLASTYRKIR OG SÍMI
— meginmálið á samningaf undum — ekkert faríð að ræða um beinar launahækkanir
Viðræöum á milli blaðamanna og
útgefenda sem fram fara á vegum
rikissáttasemjara miðar ákaflega
hægt. Fundir hófust i gær klukkan
tvö og stóðu fram undir miðnætti.
Að krtjfu blaðamanna var byrjað á
að ræða um ýmis sérkjaramál eins og
bifreiðanot, greiðslur á kostnaði við
notkun á útvarpi, sjónvarpi og síma.
Auk þess hefur veriö rætt um greiösl-
ur fyrir notkun á ljósmyndatækjum i
eigu ljósmyndara.
Blaöaútgefendur óskuðu eftir þvi
að hafnar væru viðræöur um sérstök
ákvæði um höfundarétt ljósmyndara
að myndum. Blaðamenn telja
ákvæöi um það efni skýr í íslenzkum
lögum og þeir því ekki bærir til
samninga um þau mál.
Ekkert er farið að ræða um iauna-
stiga eða beinar launahækkanir og að
sögn samningamanna blaðamanna er
ekkert farið að ræða þau atriði sem
venjulega eru þungamiðja við
samningsgerð.
A nokkrum undanförnum árum
hafa nokkrir fámennir starfshópar
gengið í Blaðamannafélag íslands.
Hafa þeir ekki verið í öðrum stéttar-
félögum né taldir eiga þar heima en
störf þeirra verið á ritstjórnarskrif-
stofum blaðanna eða i nánum tengsl-
um við þær. Má þar nefna prófarka-
lesara og safnverði.
Verkbann útgefenda á blaðamenn
kemur til framkvæmda aðfaranótt
miðvikudags nk. og verkfall blaða-
manna aðfaranótt fimmtudagsins.
Rikissáttasemjari hefur boðað deilu-
aðila til fundar klukkan tvö í dag.
Hann mun ætla að halda aðilum í
deilu blaðamanna og prentara við út-
gefendur og eigendur prentsmiðja á
linnulitlum fundum um komandi
helgi.
-ÓG.
Goshættan í Bjamarflagi:
FJARMAGN KOM OF
SEINT TIL MÆUNGA
— og mælingar sem
áttiaðgera til
aukinsöryggis
geta því ekki
faríöfram fyrir
næstu hrínu
Goshættan í Bjarnarflagi í
Mývatnssveit var rædd frá ýmsum
hliðum á tveggja og hálfs tíma
borgarafundi í Reykjahlíð i gær-
kvöldi. Mættir voru m.a. Guðjón
Petersen frá Almannavörnum og
Karl Grönvold jarðfræðingur.
Guðjón hafði meðferðis tvær VHF
talstöðvar sem lánaðar verða til
Mývatnssveitar, en stöðvar sem verið
hafa í pöntun munu liggja á hinum
fræga hafnarbakka í Reykjavík og
fjárskortur hafi ráðið því að þær
hafa ekki verið leystar út.
Menn hafa verið uggandi vegna
fjarskiptasambandsins í sveitinni en
þessar VHF stöðvar eiga að tengjast
heildarkerfi Almannavarna.
Spádómar eru uppi um það m.a.
að meiri lfkur kunni að vera fyrir
kvikuhlaupi suður á bóginn frá
■ Kröflu en áður og af samsetningu
þess hraunmassa sem upp kom í síð-
ustu hrinu þykir ástæða til að huga
vel að vörnum í Bjarnarflagi.
Einn fundarmanna sagði DB eftir
Karli Grönvold að norræna eldfjalla-
stöðin hefði verið með mikil umsvif á
gossvæðunum. Ætlunin hefði verið
að auka mælingar og bæta við tækj-
um. Það tókst ekki vegna fjárskorts.
Fjármagn er nú nýveitt til þessara
mælinga, en það nýtist ekki þar sem
tími er of naumur fyrir næstu hrinu
komi hún eftir áætlun vísindamann-
anna. -A.St.
Atvinnurekendur buðu minni kauphækkun
en samkomulag ASÍ/VSÍ fól f sér:
Samningaviðræö-
ur sigldu f strand
Viðræður um nýja kjarasamninga
fyrir starfsmenn á virkjunarsvæði
Tungnaár (Hrauneyjafoss) sigldu í
strand um tvöleytið í nótt.
Atvinnurekendur lögðu fram tilboð
um kauphækkun sem nemur 3.72
7.97% eftir töxtum eða hlutfallslega
minni hækkun en samdist um milli
VSÍ og SÍ fyrir skömmu.
Frá því virkjunarframkvæmdir
hófust við Hrauneyjafoss hefur verið
unnið á grundvelli sérstaks samnings
fyrir svæðið um lítið eitt hærra kaup
en fyrir sambærilega vinnu í byggð
vegna erfíðra aðstæðna á hálendinu,
fjarlægðar frá fjölskyldum verka-
manna o.s.frv. Samningsaðilar hafa
hingað til náð samkomulagi án
milligöngu sáttasemjara og í gær-
morgun var ákveðið að í þetta sinn
yrði enn reynt að semja milliliða-
laust.
Upp úr viðræðunum slitnaði í nótt
sem fyrr segir. í morgun sátu
trúnaðarmenn við Hrauneyjafoss á
löngum fundi þar sem staðan var
rædd. Verður farið þess á leit við
ríkissáttasemjara að hann taki stjórn
samningamála á Tungnaársvæðinu í
sinar hendur. Eins og áður hefur
verið skýrt frá í DB var talsverð óá-
nægja meðal iðnaðarmanna á
— umnyjan
kjarasamning
áHrauneyja-
fosssvæðinu
virkjunarsvæðinu vegna verkbanns
sem boðað var á þá frá og með 19.
nóvember. Verkbannið er tilkomið
vegna verkfallsboðunar Rangæings,
sem semur fyrir ófaglært fólk á
svæðinu, frá og með 18. nóv. Tilboð
atvinnurekenda í nótt virðist hins
vegar hafa þjappað ófaglærðu og
faglærðu verkafólki við Hrauneyja-
foss saman á ný eftir því sem DB
fregnaði í morgun.
Samkvæmt tilboði atvinnurek-
enda hefði tímakaup flestra trésmiða
á virkjunarsvæðinu orðið kr. 3110 á
tímann, en sambærilegt tré-
smiðakaup i byggð er kr. 3185 á
timann, eða 75 kr. hærra. Það myndi
þýða að iðnaðarmenn sem færu t.d.
frá Reykjavík inn að Hrauneyjafossi
um skemmri tíma yrðu á hærra
kaupi en kollegar þeirra sem þar eru
að staðaldri — öfugt við það sem
áður hefur verið.
í hönd fer langt helgarfri við
virkjunina; starfsmenn fara heim í
dag. Ójóst er um störf á staðnum í
næstu viku. Eða eins og einn starfs-
maður við Hrauneyjafoss orðaði það
í morgun: „Við vitum ekki á þessari
stundu hvort við erum að fara i
venjulegt helgarfrí, eða hvort fríið
getur orðiö fram undir áramótin. ”
-ARH.
frjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 14. NÓV. 1980.
Engin vaxta-
hækkun l.des.
Engin vaxtahækkun verður 1. des-
ember, þótt hún ætti að vera sam-
kvæmt Ólafslögum.
Ólafslög stiluðu upp á að fullri verð-
'tryggingu innlána yrði náð nú 1. des-
ember. Ríkisstjórnin hverfur frá þeirri
stefnu. Hún telur að háir vextir séu að
sliga atvinnureksturinn. Lækkun vaxta
á atvinnureksturinn er á dagskrá en
ekki enn séð, hver útkoman verður.
. Það hafa einkum verið alþýðubanda-
lagsmenn í ríkisstjórninni sem hafa
beittsérgegn hækkun vaxtanna. -HH.
Hætta af-
greiðslu f lug-
vélabensíns
„Það hefur orðið mikil aukning á
einkavélum í landinu, upphaflega var
j þetta aukastarf hjá slökkviliðsmönnum
en nú má segja að þetta sé orðið fullt
starf fyrir 2—3 menn,” sagði Agnar
Kofoed-Hansen flugmálastjóri er DB
forvitnaðist um ástæðu þess að
slökkviliðsmenn hafa hætt afgreiðslu
flugvélabensíns til smávéla.
„Þegar þetta var tekið upp voru
örfáar einkavélar til í landinu en nú má
;segja að það hafi orðið tíföldun á flug-
vélakosti iandsmanna síðan. Það er
kominn tími til að finna annað fyrir-
komulag á þessi mál,” sagði flugmála-
stjóri.
Þaðer ekki embætti flugmálastjóra,
Isem annast þessa bensínafgreiðslu
heldur hafa starfsmenn slökkviliðsins á
Reykjavíkurflugvelli sjálfir gert
samning við olíufélagið um af-
greiðsluna. Þetta fyrirkomulag var
talið heppilegast á þessum málum því
nauðsynlegt þykir að hafa alltaf til taks
menn til að afgreiða flugvélabensinið
vegna sjúkraflugs. -KMU.
Dræm síld-
og loðnuveiði
„Það hefur verið fjarska lítil veiði
undanfarna daga. Bátamir hafa átt í
erfiðleikum sökum íss og brælu á
miðunum,” sagði Andrés Finnbogason
hjá Loðnunefnd í morgun. „Helm-
ingur bátanna er kominn á síldveiðar
og hinn helmingurinn er hingað og
þangað í reiðileysi. Einn bátur, Vík-
ingur, tilkynnti sig í gær með 700 tonn
og í dag hefur einn bátur tilkynnt afla,
Skarðsvik, með 400 tonn,” sagði
Andrés.
Á þriðjudagskvöld höfðu borizt
14.270 tonn af síld á land og er það
heldur dræm veiði að sögn Þórðar
Eyþórssonar hjá Sjávarútvegsráðu-
neytinu. Um 60 bátar eru nú á sildveið-
um. Þeir hafa aðallega verið á Reyðar-
firði en eru að færa sig suður til Beru-
fjarðar. -ELA.
LUKKUDAGAR:
14. NÓVEMBER 16983
Sjónvarpsspil.
Vinningshafar hringi
i síma 33622.
R?rir þáNÖV
_ u Rpm mpfn Vii
semmeta ^
CjI fagra muni y®
yTEKK>"
ISIUSTILL
Laugavegi 15, Reykjavík
sími 14320