Dagblaðið - 14.11.1980, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. 9
[[ Erlent Erlent Erlent Erlent )]
REUTER
Carterog
Begin rædd-
ustvið
Carter Bandaríkjaforseti og
Menachem Begin forsætisráðherra
ísraels sögðu í gær eftir viðræður sem
þeir áttu að Camp David samkomulag-
ið frá 1978 hlyti að verða sá grundvöll-
ur sem áframhaldandi friðarumleitanir
í Miðausturlöndum yrðu byggðar á.
Þúsundir
leiguíbúða
auðar
Framboð á leiguíbúðum í Sviþjóð er
nú svo mikið að mörg þúsund íbúðir í
landinu standa auðar. Þannig var talið
að 1. september síðastliðinn hefðu
meira en þúsund leigubíbúðir staðið
auðar í Svíþjóð. íbúðaframboð hefur
aukizt víðast hvar í Svíþjóð að undan-
förnu ef Stokkhólmur og Malmö eru
undanskilin, en þar hefur dregið
nokkuð úr framboðinu.
Pólland:
Aukinn stuðningur við
verkfall kennara
og hei/brígðisstétta
—aðeins þrjú prósent segjast mundu styðja stjóm kommúnistaf lokksins
Lech Walesa, leiðtogi hinna nýju
og frjálsu verkalýðssamtaka i Pól-
landi, ræðir í dag við ýmsa samherja
sína í verkalýðsfélögunum um
hvernig viðræðum skuli hagað við
fulltrúa pólska þingsins um nýja
vinnulöggjöf. Þær viðræður hefjast á
morgun.
Stuðningur við vikulangt
setuverkfall í Gdansk hefur aukizt.
Verkfall þetta er til stuðnings kröfum
kennara,' heilbrigisstétta og þeirra
er vinna að menningarmálum um
hærri laun. Greint var frá því i pólska
sjónvarpinu í gær að önnur þing-
nefnd hefði komið saman í Varsjá til
að fjalla um kaupkröfur kennara.
Talsmaður þingnefndarinnar sagði
að hún mundi leggja til við þingið að
fjárhagsáætlunin yrði endurskoðuð á
þann veg, að fjármagn til menntunar
yrði aukið, en varaði jafnframt við
frekari mótmælum kennara, sem
,,gætu spillt fyrir hefðbundnu skóla-
starfi” i Póllandi.
í Gdansk hafa 200 manns tekið
þátt i setuverkfalli i aðalhúsnæði
yfirvalda staðarins. Verkfalls-
mönnum hefur nú bætzt stuðningur
800 stúdenta sem hafa tekið hluta af
læknaskólanum i Gdansk.
í skoðanakönnun sem franska
tímaritið Paris Match hefur fram-
kvæmt í Póllandi kemur fram að
aðeins 3% þeirra sem spurðir voru
myndu kjósa pólska kommúnista-
flokkinn ef frjálsar kosningar færu
fram í landinu. Jafnframt kom það
fram í þessari könnun að 86% Pól-
verja telja Gdansk-samkomulagið
fela í sér sigur fyrir verkamenn. 12%
töldu hins vegar að samkomulagið
væri sigur fyrir stjórnina í Varsjá.
Athygli vekur einnig að 65% þeirra
sem spurðir voru töldu að stjórnvöld
muni smá saman gera samkomulagið
að engu.
Vaxandi ólga er nú i suðurhlutas
Póllands. Á skrifstofu hinna frjálsu
verkalýðssamtaka í Czestochowa
hefur samfelld ráðstefna nú staðið í
fjóra daga. Fjallað er um aðgerðir
sem beinzt hafa gegn hinum frjálsu
verkalýðssamtökum, sem meðal
annars hafa birzt í því að þeim hefur
verið meinaður aðgangur að fjöl-
ritunarvélum.
Danmörk:
Ætluðu að drepa
konungsfjölskyldu
Upp hefur komizt um það áform
sextán ungra manna í Danmörku að
ráða dönsku konungsfjölskylduna af
dögum svo og ýmsa háttsetta danska
stjórnmálamenn. í þessum tilgangi
höfðu þeir þegar safnað umtals-
verðum fjármunum, sem nota átti til
kaupa á vopnum. Danska lögreglan
hefur fundið byssur og vélbyssur,
sem mennirnir hugðust nota til
verksins. Upp komst um samsærið
eftir að mennirnir höfðu verið hand-
teknir fyrir tilraun til að smygla hassi
til landsins. Alls hugöust þeir smygla
inn í landið um 600 kílóum af hassi
og hefði söluandvirði þess numið 20
milljónum danskra króna. Að sögn
lögreglunnar eru mennirnir vinstri
sinnaðir byltingarsinnar og er talið að
pólitiskar ástæður liggi að baki á-
formum þeirra.
Æskan
við og vímuefhin
Ráðstefna á vegum Samstarfsnefndar
um áfengismálafrœðslu
á morgun, laugardag 15. nóv. 1980 í Glæsibæ og hefst hún kl. 10 f.h.
Dagskrá:
Kl. 10.00: Ráðstefnan sett
Kl. 10.15: Framsöguerindi:
Sérstök hætta af neyzlu áfengis
og annarra fíkniefna á ung-
lingsárum.
Áhrif okkar i áfengisneyzlu
þjóðfélagi.
Jóhannes Bergsveinsson
yfirlæknir.
Áfengisneyzluvenjur unglinga.
Eiríkur Ragnarsson
félagsráðgjafi
Aukið hlutverk og samstarf
skóla og heimila i lorvarnar-
starfi.
Kristján J. Gunnarsson
fræðslustjóri
Viðhorf ungs fólks. Nemandi í
grunnskóla.
Kl. 12.00: Hádegisverðarhlé.
Kl. 13.00: Pallborðsumræður:
Hugmyndir um leiðir til úr-
bóta.
Hlutverk og samvinna ýmissa
aðila.
Við pallborð:
Árni Einarsson ritari Sam-
vinnunefndar bindindismanna.
Bjarki Eliasson yfirlögreglu
bjónn.
Karl Helgason fulltrúi Áfengis
varnaráðs.
Pétur Maack fræðslufulltrúi
SÁÁ.
Ragnar Tómasson form.
foreldraf. Árbæjarskóla.
Regina Pálsdóttir forstöðum.
útid. Rvb.
Sverrir Friðþjófsson
forstöðum. Fellahellis.
Kl. 15.00: Umræðuhóparstarfa.
Kaffiveitingar.
Kl. 16.30: Niðurstöður umræðuhópa.
Við pallborð sitja framsögu
menn umræðuhópa.
Kl. 18.00: Ráðstefnuslit.
Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki, en til hennar er m.a. boðið sérstaklega stjórnum for-
eldrafélaga, skólastjómm og kennurum. Ekki er að efa að með sameiginlegu átaki megi
þoka málum til betri vegar. Þess er því eindregið vœnzt að ráðstefnuna sæki fulltrúar allra
skóla og foreldrafálaga.
ÞRDSTIIR
UM ALLAS
BORGINAg
SÍMI !
85060j